Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 4
HM Í PORTÚGAL 4 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fram að hinum slæma leikkafla varallt í járnum og þó að Aron Kristjánsson hafi fengið að sjá rauða spjaldið og Sigfús fengið að kæla sig í tvær mín. náðu Íslendingar tveimur færri að jafna metin, 24:24 og síðan var jafnt 25:25 á 14.30 mín., en þá var það sem sauð upp úr hjá leikmönnum Íslands, sem höfðu ekkert gefið eftir og voru ákveðnir. Þeir nýttu sér ekki að Roland Eradze varði og heldur ekki að vera einum fleiri, þegar einum Spánverja var vísað af leikvelli. Sex feilar í sókn og góð markvarsla Spán- verja, sem vörðu léleg skot, var nokk- uð sem kom leikmönnum Íslands um koll. Spánverjar dönsuðu stríðsdans í lok leiksins – Íslendingar voru nið- urlútir. Það mátti greinilega sjá í byrjun leiksins að leikmenn liðanna ætluðu að selja sig dýrt – ekkert að gefa eftir, enda mikið í húfi; sæti í undanúrslit- um og öruggur farseðill á Ólympíu- leikana í Aþenu 2004 í boði. Ólafur Stefánsson skoraði fyrsta markið, Spánverjar svöruðu með þremur og síðan voru þeir alltaf með frumkvæðið þar til Einar Örn Jóns- son jafnaði úr horni, 18:18 – og hann var síðan óheppinn að koma ekki knettinum í mark Spánverja á lokas. fyrri hálfleiksins, er hann kastaði knettinum fram hjá opnu marki Spánverja, er markvörður þeirra var kominn langt út á völl til að reyna að stöðva hraðaupphlaup Íslands. Hraðinn var geysilegur í leiknum, sem sést best á því að staðan var 13:14 – 27 mörk skoruð á 19 mín. og alls voru 36 mörk skoruð á 30 mín. í fyrri hálfleik, 18:18. Hraðinn var svo mikill í sóknar- leiknum að oft á tíðum vissu menn ekki hvernig þeir áttu að staðseta sig í vörn enda komust þeir oft ekki svo langt áður en knötturinn var kominn í netið. Eins og áður var Ólafur lyk- ilmaður í leik Íslands – skoraði sjö mörk í fyrri hálfleiknum, þar af þrjú úr vítaköstum, sem hann átti síðustu sendinguna áður en brotið var á línu- manni, Sigfúsi tvisvar, Aroni einu sinni. Sigfús og Guðjón Valur Sig- urðsson nýttu línusendingar Ólafs og skoruðu. Þá átti Ólafur tvær snöggar sendingar inn í hornið til Einars Arn- ar Jónssonar, sem hann þakkaði fyrir sig með því að skora. Það var greinilegt að Spánverjar þoldu það illa hvað Íslendingar eltu þá stöðugt uppi – og það þó að þeir hefðu nokkrum sinnum náð þriggja marka forskoti. Það var ljóst að ef Ís- lendingar næðu að elta þá áfram, þá gæti allt gerst á lokasprettinum. Spánverjar yfirvegaðir Spánverjar byrjuðu á því að halda frumkvæði sínu í seinni hálfleik, en leikmenn Íslands sýndu festu og grimmd, en síðan kom hinn slæmi leikkafli um miðjan seinni hálfleikinn, eins og áður var sagt frá. Þá munaði mikið um það að Spán- verjar gengu vel út á móti Ólafi, sem náði sér ekki á strik í seinni hálfleikn- um – skoraði eitt mark og það þegar sex mín. voru til leiksloka. Á lokakaflanum sýndi Dujshebaev hvað hann er klókur leikmaður – skoraði þrjú af síðustu fjórum mörk- um Spánverja., tvö þau síðustu 31:27 og 32:28, sem var hans sjöunda mark. Spánverjar voru sterkari aðilinn í leiknum og léku hraðan og fjölbreytt- an handknattleik. Nýttu hægra horn- ið vel, skoruðu með langskotum og gegnumbrotum, fyrir utan fjölmörg mörk eftir hraðaupphlaup. Baráttan var aðalsmerki leik- manna íslenska liðsins, en leikur liðs- ins byggðist á Ólafi í fyrri hálfleik – hann skoraði átta mörk. Þá áttu hornamennirnir Einar Örn Jónsson, fimm mörk, og Guðjón Valur Sigurðs- son, fjögur mörk, góða spretti. Sig- urður Bjarnason var ógnandi um tíma í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir urðu að játa sig sigraða fyrir sterkari sveit að þessu sinni. Morgunblaðið/RA Sigfús Sigurðsson var þungur á brún er hann gekk af leikvelli. Morgunblaðið/RAX Spánverjar fagna … Gústaf Bjarnason situr vonsvikinn á gólfinu. Spánverjar náðu að „kæla“ leik sinn niður og tryggja sér sigur og ólympíufarseðil til Aþenu ÍSLENDINGAR voru of blóðheitir um miðjan seinni hálfleik gegn Spánverjum, þegar þeir gátu komist yfir einum fleiri í stöðunni, 25:25. Það má segja að það hafi þá soðið upp úr hjá þeim í hitanum í Caminha – voru ekki nægilega yfirvegaðir, gerðu marga feila og upp kom óöryggi. Spánverjar nýttu sér það – svellkaldir skoruðu þeir þrjú mörk úr hraðaupphlaupi og gamli rússneski björninn Talant Dujshebaev skoraði 29:25 með því að „kringla“ fram hjá varn- armönnum að hætti Birgis Björnssonar. Þá höfðu leikmenn Íslands ekki skorað mark í 6.30 mín. og eftir það áttu þeir á brattann að sækja, en náðu að skora þrjú síðustu mörk leiksins og minnka mun- inn í eitt mark í lokin, 32:31.                       !"# $# %   $# & '&(               Íslendingar of blóðheitir í Ca inham SPÆNSKIR fjölmiðlar fóru í gærkvöldi lofsam- legum orðum um spænska handboltalands- liðið eftir sigurinn nauma á Íslendingum. Íþróttadagblaðið Marca sagði í frétt sinni að leikurinn hefði verið gíf- urlega hraður og leik- menn hefðu hvergi spar- að kraftana. Góður varnarleikur spænska liðsins hefði ráðið úrslit- um. „Íslendingarnir gáf- ust aldrei upp og aðeins góður varnarleikur tryggði sigur,“ sagði í frétt blaðs- ins. Þar kom fram það mat að ís- lenska liðið hefði um of verið háð frammistöðu Ólafs Stefánssonar. Íþróttadagblaðið AS, sem lýsti leiknum beint á Netinu, sagði að yfirvegun Spánverja hefði ráðið úrslitum. „Spænsku leikmennirnir sýndu yfirvegun og þroska á al- gjörum lykilstundum í leiknum,“ sagði í frétt blaðsins. Handknattleiksfræð- ingur dagblaðsins El Mundo sagði að mest hefði munað um stór- brotna frammistöðu skyttunnar Talants Dujshebaevs og mark- varðarins Josjea Hombr- ados. Þeir hefðu ráðið úrslitum í leiknum auk þess sem áhorfendur hefðu stutt dyggilega við bakið á spænska landslið- inu. El Mundo, sem einnig lýsti leiknum á Netinu, fjallaði einkum um Ólaf Stefánsson af íslensku leikmönn- unum og sagði að hann væri „al- gjör martröð“ fyrir spænska liðið er hann fór hamförum í fyrri hálfleik. Íslendingar of háðir Ólafi Ólafur Stefánsson Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.