Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 5
HM Í PORTÚGAL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 5 AX En þrátt fyrir að við lékjum ekkivel vorum við lengi vel inni í leiknum og skorti í raun bara herslu- muninn og meiri ein- beitingu til að við næðum yfirhendinni í leiknum. Við feng- um trekk í trekk tækifæri til að komast yfir og ef við hefðum náð því er ég viss um að Spánverjarnir hefðu brotnað. Við fórum afar illa að ráði okkar þegar við vorum manni fleiri og í raun gerðist það sama og í leiknum við Þjóðverja. Ég get ekki skellt skuld- inni á einhverja einstaklinga í liðinu heldur erum við í þessu saman og stöndum saman allir sem einn. Við megum alls ekki svekkja okkur um of á þessu heldur er mikilvægt að safna liði og koma ferskir til leiks á laugardaginn. Við getum enn skilið við keppnina með miklum sóma og nú reynir bara á liðið að hrista þenn- an leik af sér. Við erum ekki fyrsta stórliðið í heiminum sem tapar leik,“ sagði Sigurður. Ætlum okkur fimmta sætið Morgunblaðið náði tali af Einari Erni Jónssyni þar sem hann gekk niðurlútur af velli skömmu eftir að leiknum við Spánverja lauk í Cam- inha í gærkvöldi. „Fljótt á litið má kannski helst kenna því um tapið að við gerðum allt of mörg tæknimistök í seinni hálfleik auk þess sem vörnin var hræðilega léleg í fyrri hálfleik. Við hentum boltanum trekk í trekk í hendurnar á Spánverjunum og náð- um ekki skotum á markið. Við vorum búnir að vinna okkur í tví- eða þrí- gang inn í leikinn en misstum þá jafnharðan fram úr með óyfirveguð- um og óöguðum leik. Og það er kannski sárast eftir leikinn að hugsa til þess að við klikkuðum á þeim hlut- um sem maður lærir fyrst í hand- bolta.“ Einar Örn átti góðan leik- kafla í síðari hálfleik og hann gaf íslenska liðinu von þegar hann jafn- aði metin með tveimur mörkum úr mjög erfiðum færum. ,,Það vantaði herslumuninn á að við kæmumst yfir og ég er viss um að við hefðum yf- irbugað Spánverjana ef okkur hefði tekist að komast yfir í seinni hálfleik. En svona fór þetta og við verðum bara að taka þessu af karlmennsku. Á móti liði eins og Spáni, þegar sæti í undanúrslitum er í húfi á heims- meistaramóti, er dýrt að gera eins mörg mistök og við gerðum okkur seka um. Það er þó enginn heims- endir hjá okkur og úr því sem komið er tökum við stefnuna á fimmta sæt- ið og það sæti ætlum við okkur.“ Að- spurður um atvikið undir lok fyrri hálfleiks þegar honum brást boga- listin og skaut framhjá spænska markinu, sem var galopið, sagði Ein- ar: ,,Ég hélt, eins og allir sem á leik- inn horfðu, að ég myndi skora. Ég var alveg að detta og kastaði mér fram og henti boltanum en náði ekki að sjá markið. Jafnvægið var farið og þetta var einn af þeim feilum sem við gerðum í leiknum. Það var dýrt að skora ekki því það hefði verið gott að fara inn í leikhléið marki yfir,“ sagði Einar Örn. Allt of mörg tæknileg mistök „ÞAÐ var gríðarlega svekkjandi að ná ekki að komast í undan- úrslitin en það fór of mikið úrskeiðis í okkar leik til að það gæti orð- ið. Við unnum ekki vinnuna nægilega vel í vörninni og skyttur Spán- verjanna fengu að skjóta nánast óáreittar á markið. Við þurftum að gera breytingar á vörninni, sem er ekki okkur í hag. Þá gerðum við okkur seka um allt of mörg tæknileg mistök og það má einfaldlega ekki gegn jafnsterkum mótherjum og Spánverjar eru,“ sagði Sig- urður Bjarnason við Morgunblaðið en hann var, eins og allir leik- menn íslenska liðsins, niðurbrotinn í leikslok. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Caminha KRÓATAR unnu öruggan sigur á Dönum, 33:27, og sendu þar með danska liðið tómhent heim því það hafnaði í þriðja sæti í þriðja milliriðli og leikur hvorki um verðlaunasæti né þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum. Staðan í hálfleik var 19:11, Króötum í vil. Danir þurftu að vinna a.m.k. fimm marka sigur til þess að eiga möguleika á að komast í keppn- ina um 5.–8. sætið. Króatar voru aldrei á því að hleypa danska lið- inu upp á dekk og segja má að þeir hafi gert út um leikinn strax í fyrri hálfleik þar sem þeir léku við hvern sinn fingur. Danska vörnin var ráðþrota og mark- verðirnir, Kasper Hvidt og Peter Nörklitt, náðu sér aldrei á strik. Í þriðja sinn á mótinu fékk danska liðið á sig 19 mörk í fyrri hálfleik og eins og fyrri daginn var það of stór biti að kyngja. Snemma í síðari hálfleik náðu Króatar tíu marka forskoti og þar með voru úrslitin ráðin og þeir gátu leyft sér þann munað að slaka örlítið á klónni á lokasprettinum. Torben Winther, landsliðsþjálf- ari Dana, var vonsvikinn í leiks- lok en hvatti menn til að leggja ekki árar í bát. „Við náðum ekki markmiðum okkar í þessari keppni en kannski voru þau of háleit og væntingarnar of miklar sem gerðar voru,“ sagði Winther. „Það er eigi að síður mín skoðun að menn eigi að setja sér háleit markmið, annars taka þeir eng- um framförum. En um leið og menn setja sér háleit markmið verða vonbrigðin mikil þegar ekki tekst að ná þeim. Ég er jafn- viss um það nú og fyrir keppnina að við erum með góðan leik- mannahóp í höndunum sem hefur alla burði til þess að ná mjög langt. Það er hins vegar talsverð vinna fyrir höndum,“ sagði Winther. Króatar sendu Danina tómhenta heim Leikurinn var rosalega hraður ogég er hreinlega alveg útkeyrð- ur. Við héldum nokkrum sinnum að við værum búnir að hrista íslenska liðið af okkur en það sýndi mikla seiglu og baráttan í þeirra liði var aðdáunarverð. Við vorum búnir að kynna okkur vel leikstíl Íslending- anna og því kom ekkert í leik þeirra á óvart. Við áttum í talsverðu basli með Stefánsson (Ólaf), í fyrri hálf- leik en í þeim síðari fengum við þau skilaboð frá þjálfaranum að ganga betur út í hann og reyna að brjóta sem oftast á honum og við það gekk okkur betur í vörninni. Sigurinn hér í kvöld færir okkur mikið sjálfs- traust upp á framhaldið. Við stefnum auðvitað á gullið eins og fleiri. Okkar lið hefur þroskast mikið og er til að mynda mun sterkara en á Evrópumótinu í Svíþjóð í fyrra.“ Spurður um möguleika Íslendinga sagði Masip; ,,Það er lítill munur á milli þeirra átta þjóða sem eru komnar áfram en ég held að Íslend- ingar eigi vel að hafa lið sem getur endað í 5.–6. sæti. Það eru margir góðir leikmenn í íslenska liðinu en bestur af þeim öllum er Stefánsson. Hann er frábær spilari og ákaflega mikilvægur hlekkur í liðinu. Við viss- um að ef okkur tækist að halda hon- um sæmilega niðri þá yrði auðveld- ara að leggja Íslendingana að velli.“ Kappið bar okkur ofurliði „Kappið bar okkur ofurliði að þessu sinni,“ sagði Sigfús Sigurðs- son línumaður eftir leikinn gegn Spánverjum. Hann taldi liðið hafa verið í „góðum gír“ í undirbúningi sínum fyrir leikinn en flýtt sér of mikið á köflum í leiknum. „Við ætl- uðum okkur mikið. Viljinn var til staðar en þetta gekk ekki upp hjá okkur sem liði,“ sagði Sigfús en hann var í mestu vandræðum með skap sitt á varamannbekk íslenska liðsins í fyrri hluta síðari hálfleiks er hann var rekinn af velli rétt eftir að Aron Kristjánsson hafði fengið rautt spjald frá þýska dómaraparinu. „Ég var of æstur á þeim tíma og missti mig aðeins á „flug“. Menn ræddu síðan málin og við náðum okkur á strik í kjölfarið. Í svona leik er mikill hiti í öllum sem koma að liðinu og því ekkert skrítið að mikið gangi á inni á vellinum sem og á varamannabekkn- um. Ég var ekki yfirspenntur og tel að svo hafi ekki verið um liðið en við náðum okkur aldrei á flug í varn- arleiknum í fyrri hálfleik sem gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Sigfús og bætti því við að leikmenn á borð við Talant Dujshebaev gætu átt svona daga af og til. „Það virðist einfalt að stöðva svona lágvaxinn leikmann eins og hann er. Það er það hins veg- ar ekki og í dag fór allt inn hjá hon- um. Í tveimur leikjum þar á undan gerði Dujshebaev ekki neitt af viti en núna fór hann í gang og hitti á rétta daginn til þess. Við munum fara til Lissabon til þess að ná fimmta sætinu á þessu móti. Við höf- um ekki látið margt fara í taugarnar á okkur hér í Portúgal en ég mun örugglega ekki sofna vel í kvöld, frekar en aðrir leikmenn liðsins,“ sagði Sigfús. Hvað sögðu fyrirliði Spánverja og Sigfús Sigurðsson? Aðdáunarverð barátta Íslands ,,ÞETTA var hörkuleikur eins og við vorum búnir að búa okkur undir. Íslenska liðið er gott og við þurftum að taka á okkar öllu til að leggja það að velli,“ sagði Enric Masip, fyrirliði Spánverja og leikmaður Barcelona, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Íslendingum. Morgunblaðið/RAX Einar Þorvarðarson, Guðmundur Guðmundsson og Róbert Sig- hvatsson spá í spilin í leikslok í Caminha í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.