Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 3
HM Í PORTÚGAL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 3  SIGFÚS Sigurðsson átti í tals- verðum erfiðleikum með hemja skap sitt en nokkrum sinnum lenti hann upp á kant við félaga sína á varamannabekknum og þurfti Ein- ar Þorvarðarson að skerast í leik- inn og róa menn niður.  HEINER Brand, landsliðsþjálf- ari Þjóðverja, hefur lagt sitt víð- fræga yfirvaraskegg að veði að hans menn nái að hampa heims- meistaratitlinum í Lissabon á sunnudag, eins og margir halda. Það verða leikmenn hans sem eiga að fá að raka burt skegg landsliðs- þjálfarans sem hann hefur vart skert meira en nauðsynlegt hefur verið áratugum saman.  JÓHANN Ingi Gunnarsson, for- maður landsliðsnefndar, kvaddi landsliðshópinn í gær en hann hélt til Finnlands þar sem hann situr ráðstefnu fram yfir helgi. Jóhann Ingi mun því ekki fylgjast með lokaspretti landsliðsins í Lissabon um helgina. FÓLK HUSSEIN Zaky, skyttan unga og efnilega frá Egyptalandi, skoraði 8 mörk fyrir Egypta gegn Rússum í gærkvöld og jók því enn forskot sitt í keppninni um markakóng- stitilinn á HM í Portúgal. Hann hefur nú gert 61 mark í 7 leikjum. Zaky spilar hins vegar ekki meira því Egyptar eru fallnir úr keppni. Sama er að segja um Slóvenann Iv- an Simonovic, sem er annar á listanum – hans þátttöku er líka lokið. Stefan Kretzschmar, þýski hornamaðurinn sem er þriðji, á möguleika á að renna sér fram úr þeim í úrslitaleikjunum um helgina. Þessir eru markahæstir í keppninni eftir leikina í gærkvöld: Hussein Zaky, Egyptalandi 61 Ivan Simonovic, Slóveníu 50 Stefan Kretzschmar, Þýskal. 48 Carlos Perez, Ungverjalandi 42 Grzegorz Tkaczyk, Póllandi 41 Laszlo Nagy, Ungverjalandi 40 Jakob Larsen, Grænlandi 39 Lars Christiansen, Danmörku 39 Markus Baur, Þýskalandi 39 Moustapha Taj, Marokkó 38 Ahmed Al Saad, Katar 38 Ólafur Stefánsson, Íslandi 38 Alexei Rastvortsev, Rússlandi 38 Florian Kehrmann, Þýskalandi 37 Sasa Sestic, Ástralíu 36 Bruno Sousa, Brasilíu 36 Stefan Lövgren, Svíþjóð 36 Johan Pettersson, Svíþjóð 36 Eduard Kokcharov, Rússlandi 36 Carlos Resende, Portúgal 36 Christian Schwarzer, Þýskal. 36 Petar Metlicic, Króatíu 35 Guðjón V. Sigurðsson, Íslandi 33 Magnus Wislander, Svíþjóð 33 Eduardo Coelho, Portúgal 32 Antonio Ortega, Spáni 30 Zaky með 11 marka forskot Ég er stoltur af þessu liði. Mennbörðust eins og þeir gátu og með hjartanu. Við unnum saman sem eitt lið og það er jákvætt.“ Er erfiðara að framkvæma þá hluti nú sem gengu vel á EM í fyrra? Er búið að kortleggja íslenska liðið betur en áður? „Kannski, en við komum kannski engum á óvart lengur. Ekkert lið vanmetur okkur lengur. Andstæð- ingar okkar eru farnir að mæta okkur framar á vellinum til að stöðva hraðaupphlaupin. Þeir reyna að koma í veg fyrir að ég fái bolt- ann snemma í hraðaupphlaupunum og það líkar mér illa. Við höfum verið að finna aðrar lausnir og með smáheppni hefði sigurinn getað endað okkar megin að þessu sinni.“ Ólafur sagðist ekki vita af hverju hann skoraði aðeins eitt mark í síð- ari hálfleik en sjö í þeim fyrri. „Ég veit bara ekki af hverju slíkt gerist, ég gaf að minnsta kosti allt sem ég átti í leikinn og eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að „trappa“ mig aðeins niður fyrr í leiknum og spara orkuna. En í svona leik gefst ekki tími til að hugsa um slíkt. Maður reynir bara eins og maður getur. Við þurftum að taka áhættu er við vorum undir í síðari hálfleik. Það leiðir af sér fleiri mistök, sem vanalega gerist ekki þegar lið eru tveimur eða þremur mörkum yfir. Á þessum tímapunkti í síðari hálf- leik þurftum við að taka áhættu sem gekk ekki alltaf upp.“ Ólafur var ekki sáttur við að geta ekki leikið um verðlaun á þessu móti, það hefði verið áskorunin sem hópurinn stóð frammi fyrir fram að þessu. „HM er á tveggja ára fresti og við erum alltaf að leita eftir nýrri áskorun í hvert sinn sem við kom- umst á HM. Núna er aðeins eitt að gera og það er að rífa sig upp úr þessari andlegu lægð sem myndast eftir svona úrslit. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að tryggja okkur sæti á næstu Ólymp- íuleikum í Aþenu árið 2004. Næstu tveir dagar fara í þann undirbúning og þegar það hefur tekist hljótum við að horfa á Aþenu með því mark- miði að ná í verðlaun þar,“ sagði Ólafur og hljóp til félaga sinna í ís- lenska liðinu sem voru að „hlaupa“ sig niður inni í hliðarsal í keppn- ishöllinni í Caminha. Gerðum allt sem við gátum Guðjón Valur Sigurðsson, horna- maður íslenska liðsins, sagði eftir tapleikinn gegn Spánverjum að varnarleikur liðsins hefði verið hræðilegur í fyrri hálfleik og upp- lifði hann tapið sem gríðarleg von- brigði þar sem mikið var í húfi. „Undanúrslitaleikur á heimsmeist- aramóti í handknattleik var það sem var í húfi að þessu sinni og það væri bara eitthvað alvarlegt að í okkar liði ef við værum ekki svekktir eftir eins marks tap í slík- um leik,“ sagði Guðjón og hélt því fram að varnarleikur íslenska liðs- ins hefði verið vandamálið í fyrri hálfleik. „Sóknin var hins vegar í lagi og staðan var jöfn í upphafi síðari hálf- leiks. Það kom aftur góður kafli hjá okkur þegar við vorum tveimur mönnum færri og marki undir. Þrátt fyrir það tókst okkur að kom- ast yfir á þeim kafla, sem sýnir að við lögðum okkur mjög fram í vörn- inni. Ég hélt að við værum að kom- ast yfir þennan hjalla en við gerð- um mistök í tvígang einum fleiri og þeir gengu á lagið og komust yfir á ný,“ sagði Guðjón Valur, sem lék í stöðu leikstjórnanda undir lok leiksins. Hann vildi fyrst ekki fara í þá stöðu og vildi fá Patrek Jóhann- esson inn á í sinn stað. Guðjón var ekki á því að hann hefði ekki þorað að taka að sér leikstjórnandahlut- verkið á þessum tímapunkti. „Ég vildi fá Patta inn á þar sem við vor- um einum fleiri og hann kann betur kerfin sem henta í þeirri stöðu. Guðmundur Guðmundsson þjálfari var ekki á sama máli og henti mér inn á aftur. Ég var ekki að skorast undan ábyrgðinni enda hef ég leikið mikið fyrir utan með liði mínu Ess- en í Þýskalandi. Það vantaði ekki baráttuna að þessu sinni og þeir sem segja að svo hafi verið hafa rangt fyrir sér. Við gerðum allt sem við gátum en því miður var það ekki nóg að þessu sinni,“ sagði Guð- jón Valur Sigurðsson. Ólafur Stefánsson í Caminha Tókum áhættu sem gekk ekki upp „AUÐVITAÐ eru úrslit leiksins mikil vonbrigði fyrir okkur og í raun er ekki mikið annað hægt að segja á svona stundu,“ sagði Ólafur Stef- ánsson eftir 32:31-tap íslenska liðsins fyrir Spánverjum í Caminha í gær. Ólafur skoraði alls átta mörk í leiknum, þar af sjö í fyrri hálf- leik. „Við vorum með sóknarleikinn í lagi í fyrri hálfleik en það vant- aði neistann í vörnina. Við fengum ekki boltann í hendurnar til þess að geta keyrt hraðaupphlaupin eins og við vildum. Allan leikinn vor- um við í vandræðum með ýmsa hluti í vörn sem sókn. Við lentum í því að þurfa að elta þá, vinna upp forskotið, og það kostaði mikla orku. Kannski of mikla því ég er að minnsta kosti búinn með alla þá orku sem var til á „tanknum“ fyrir þennan leik,“ sagði Ólafur en vildi ekki taka undir það að íslenska liðið hefði lagt árar í bát í leiknum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Caminha STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leik Þjóðverja og Júgóslava í Pavoa de Varzim í gær en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum. Þeir Stefán og Gunnar komust mjög vel frá hlut- verki sínu í leiknum. Þeir virkuðu mjög afslappaðir, í góðu formi og áttu auðvelt með að stjórna leiknum sem reyndist hörkuleikur en honum lauk með jafn- tefli, 31:31. Úrslitin þýddu að Þjóðverjar eru komnir í undan- úrslitin en Júgóslavar spila um sæti frá 5-8. Íslend- ingar áttu fleiri fulltrúa í leiknum því eftirlitsmaður á honum var Kjartan Steinbach, formaður dóm- aranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins. Stefán og Gunnar dæmdu vel GUNNAR Berg Viktorsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, sagði við Morgunblaðið í gær að óvíst væri hvað tæki við hjá sér í vor en samningur hans við franska 1. deildarliðið Paris St. Germain rennur út eftir leiktíðina í vor. „Frakkarnir eru svolítið seinir á sér í þessum málum svo ég veit á þessu stigi ekki hvort mér verður boðinn áframhaldandi samningur. Mér líkar lífið vel í París en ef sami þjálfari verð- ur áfram við stjórnvölinn þá er alveg öruggt að ég vil ekki vera lengur hjá félaginu. Ég hef ekki átt upp á pallborðið hjá Júgóslavanum og hef lítið feng- ið að spila,“ sagði Gunnar Berg við Morgunblaðið. Óvissa hjá Gunnari Berg                                               !  !                      "  #  $  %&#  #   '   (    ) * (   + * , -+**  *  ) * .  / **  -+**  * 01203 43233 55215 33234 03230 35233 34236 30236 37233 35231 18237 30237 31233 17218 31219 36210 17237 $  : *  ; *                                  Langri sigur- göngu Svía lokið MERKILEGUM kafla í handknattleikssögunni lauk í Portúgal í gærkvöld. Hið sigursæla lið Svía, sem hefur leikið hvern einasta úrslitaleik á stórmótum í handknattleik frá árinu 1996, tapaði fyrir Frökkum, 30:24, og varð neðst í sínum milliriðli á HM. Það hafnaði í 13. sæti í keppninni og missti af verðlaunum á HM í fyrsta skipti í 13 ár. Sigurgöngu undir stjórn Bengts Johanssons, sem hófst með heimsmeistaratitli í Tékkóslóvakíu árið 1990, er lokið. Svíar hafa unnið fern gullverðlaun og fern silfurverðlaun á heimsmeistaramóti, Evrópukeppni og Ólympíuleikum á undan- förnum sjö árum. Ljóst er að nú tekur við endurnýjun hjá sænska landsliðinu. Magnus Wislander lék í sinni áttundu lokakeppni HM, Ola Lind- gren og Magnus Andersson í sjöundu og Staffan Olsson í sjöttu. Þeir eru á aldrinum 37–39 ára. Þetta var væntanlega síðasta stór- mót þeirra allra. „Svona er lífið, stundum vinnur maður, stundum tapar maður. Ég er ekki svo vonsvikinn yfir þessum leik en ég er vonsvikinn með tapið gegn Slóvenum í undanriðlinum sem reyndist okkur dýrkeypt. En við erum með gott lið, og Svíþjóð á eftir að koma aftur fram með sigursælt handknattleikslandslið,“ sagði Bengt Johansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.