Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 1
2003  FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR BLAÐ B Í dag eru kínversk áramót Kíktu í miðopnuna Blað um Kína, kínverskar vörur, mat og Kínverja á Íslandi fylgir blaðinu í dag B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÓHANNES KARL Í SVIÐSLJÓSINU / B8 Keppni í milliriðlum lauk í gær-kvöld og þar gerðust þau stóru tíðindi að Svíar komust ekki áfram og enduðu í 13. sæti keppninnar. Danir eru líka á heimleið og Ísland er þar með eina Norðurlandaþjóðin í hópi átta fremstu handknattleiks- þjóða heims árið 2003. Íslendingar mæta Rússum í Lissa- bon klukkan hálftíu í fyrramálið. Rússar hafa sótt sig mjög eftir mis- jafna frammistöðu framan af keppn- inni og unnu Dani og Egypta örugg- lega í milliriðlinum. Þar á eftir leika Júgóslavar við Ungverja. Sigurliðin tryggja sér Ólympíusæti og spila um 5. sæti á sunnudaginn en tapliðin mætast í hreinum úrslitaleik um sjö- unda og síðasta Ólympíusætið. „Það er enginn heimsendir hjá okkur að hafa ekki komist í hóp fjög- urra efstu og úr því sem komið er tökum við stefnuna á fimmta sætið,“ sagði hornamaðurinn Einar Örn Jónsson. Spánverjar, Þjóðverjar, Króatar og Frakkar spila til úrslita um heimsmeistaratitilinn en þar leika Spánverjar við Króata á morgun og Þjóðverjar við Frakka. Úrslitaleik- irnir um gull og brons fara síðan fram á sunnudag. Þessar fjórar þjóð- ir tryggðu sér Ólympíusæti í gær. Íslendingar eina Norðurlandaþjóðin sem er í hópi þeirra átta bestu á HM Morgunblaðið/RAX Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson voru vonsviknir eftir tapið fyrir Spánverjum á HM. Glímt við rússneska björninn ÍSLENDINGAR berjast um helgina um þrjú sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, við Rússa, Júgóslava og Ungverja. Þetta er niður- staðan eftir nauman ósigur gegn Spánverjum, 32:31, í gærkvöld. Aðeins sú þjóð sem tapar báðum leikjum sínum í keppninni um 5.–8. sætið mun sitja heima en hinar þrjár komast á leikana. Fyrri leikurinn er gegn Rússum í fyrramálið. JÚGÓSLAVNESKU leikmennirnir áttu bágt með að sætta sig við úr- slitin á móti Þjóðverjum í gær, jafntefli, 31:31, og flestir þeirra voru afar niðurlútir þegar flautað var til leiksloka. Stórskyttan Nenad Perunicic féll algjörlega saman og þurfti að leiða hann há- grátandi af leikvelli. Perunicic, sem leikur með Sigfúsi Sigurðs- syni og Ólafi Stefánssyni hjá Magdeburg, gat þó innst inni fagn- að því hann er með þýskan rík- isborgararétt sem hann öðlaðist í haust. En þar sem Heiner Brand landsliðsþjálfari Þjóðverja taldi sig ekki hafa not fyrir Perunicic með þýska liðinu leikur hann með Júgóslövum þar sem hann hefur tvöfalt ríkisfang. Brast í grát EVRÓPUÞJÓÐIR hafa tryggt sér tíu efstu sæt- in í heimsmeistarakeppninni í handknattleik. Þar með er ljóst að í næstu keppni, í Túnis eftir tvö ár, verður Evrópa áfram með 13 lið í keppn- inni, þrátt fyrir að eiga ekki gestgjafasætið eins og í keppninni í Portúgal. Heimsmeistararnir fá farseðil í næstu keppni, ásamt gestgjöfunum, og síðan tryggja lið núm- er 2 til 10 sinni heimsálfu HM-sæti, níu talsins. Hver álfa, Evrópa, Asía, Afríka og Ameríka, fær þrjú sæti þar fyrir utan og 24. sætið fellur í skaut Eyjaálfu. Á síðustu heimsmeistaramótum hefur Afríka átt fulltrúa í hópi tíu efstu þjóða, Egyptaland, sem ekki nær svo langt í ár. Evr- ópa vinnur því eitt sæti af Afríku, sem síðan fær það til baka 2005 þar sem keppnin er haldin í Túnis. Hlutföll heimsálfanna í þeirri keppni verða því nákvæmlega þau sömu og í þessari. Evrópa vinnur HM-sæti SÆNSKA sjónvarpssstöðin TV4 valdi Ólaf Stefánsson í heimslið sitt sem það kynnti í þætti um heimsmeistarakeppnina í handknattleik í fyrrakvöld. Þátturinn var í tengslum við útsendingu frá leik Svíþjóðar og Ungverjalands. Sérfræðingar stöðvarinnar sögðu að Ólafur væri óumdeildasti leik- maðurinn í sinni stöðu, það væri engin örvhent skytta í heiminum sem veitti honum neina samkeppni. Hinir sex sem TV4 valdi í sitt heimslið voru hornamennirnir Johan Pettersson frá Svíþjóð og Lars Christiansen frá Danmörku, rétthenta skyttan Hussein Zaky frá Egyptalandi, leikstjórnandinn Stefan Löv- gren frá Svíþjóð, línumaðurinn Dragan Skrbic frá Júgóslavíu og markvörðurinn Kasper Hvidt frá Danmörku. Ólafur valinn í sænskt heimslið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.