Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR 6 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Ísland – Spánn 31:32 Caminha, Portúgal, HM karla, milliriðill 1, Fimmtudaginn 30. janúar 2003. Gangur leiksins: 1:0, 2:4, 4:6, 8:10, 11:14, 13:15, 16:18, 18:18, 18:19, 20:22, 22:24, 25:25, 26:29, 28:31, 31:32. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 8/3, Einar Örn Jónsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Sigurður Bjarnason 4, Sigfús Sigurðsson 3, Dagur Sigurðsson 2, Róbert Sighvatsson 2, Gústaf Bjarnason 2, Patrekur Jóhannesson 1. Einnig léku Aron Kristjánsson, Rúnar Sigtryggsson, Heiðmar Felixson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 0, Roland Eradze 13 (þar af 2 aftur til mót- herja). Utan vallar:10 mínútur. Aron Kristjánsson rautt spjald, fyrir þriðju brottvísun sína á 42. mínútu. Mörk Spánar: Talant Dujshebaev 7, Anton- io Ortega 6/1, Alberto Entrerrios 4, Iker F. Romero 3, Juan Perez 3, Fernando Hern- andez 3, Enric Masip 2/1, JuanGarcia 1, Xavier O’Callaghan 1, Mateo Garralda 1, Mariano Ortega 1. Varin skot: Jose Hombrados 12 (þar af 3 aftur til mótherja), David Barrufet 2 (þar af 1 aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Bernd Ulrich og Frank Lemme frá Þýskalandi. Ágætir. Áhorfendur: 2900, fullt hús. Pólland – Katar........................(18:11) 35:26 Grzegorz Tkaczyk 8, Maciej Dmytrusz- ynski 7, David Nilsson 5, Mariusz Jurasik 5 – Mubarak Al Ali 8, Borhan Al Turki 6. Lokastaðan í milliriðli 1: Spánn 3 3 0 0 106:71 6 Ísland 3 2 0 1 106:83 4 Pólland 3 1 0 2 89:93 2 Katar 3 0 0 3 63:117 0 Milliriðill 2 Þýskaland – Júgóslavía ..........(15:16) 31:31 Markus Baur 8/5, Volker Zerbe 5, Pascal Hens 4, Florian Kehrmann 4 – Nedeljko Jovanovic 9/2, Nenad Perunicic 6, Dragan Sudzum 4. Portúgal – Túnis......................(14:12) 27:26 Rui Rocha 9, Carlos Resende 8, Luís Gom- es 4 – Sobhi Sioud 5, Wissem Hmam 5. Lokastaðan: Þýskaland 3 2 1 0 98:81 5 Júgóslavía 3 2 1 0 89:84 5 Portúgal 3 1 0 2 82:93 2 Túnis 3 0 0 3 74:85 0 Milliriðill 3 Rússland – Egyptaland...........(12:11) 29:22 Alexei Rastvortsev 9, Eduark Kokcharov 5, Alexander Touchkin 5 – Hussein Zaky 8, Saber Belal 4. Danmörk – Króatía .................(11:19) 27:33 Lars Christiansen 5/1, Lars Krogh Jeppe- sen 4 – Petar Metlicic 10, Blazenko Lacko- vic 7, Slavko Goluza 5/3. Lokastaðan: Króatía 3 3 0 0 90:76 6 Rússland 3 2 0 1 90:78 4 Danmörk 3 1 0 2 90:94 2 Egyptaland 3 0 0 3 71:93 0 Milliriðill 4 Svíþjóð – Frakkland................(11:15) 24:30 Johan Pettersson 8/4, Stefan Lövgren 4, Robert Arrhenius 3 – Bertrand Gille 6, Francois Houlet 5/4, Patrik Cazal 4. Ungverjaland – Slóvenía ........(13:10) 28:25 Laszlo Nagy 8, István Pasztor 5, Carlos Perez 4/1 – Andrej Kastelic 6/4, Ivan Sim- onovic 4, Miladin kozlina 4. Lokastaðan: Frakkland 3 3 0 0 90:70 6 Ungverjaland 3 1 0 2 84:87 2 Slóvenía 3 1 0 2 76:84 2 Svíþjóð 3 1 0 2 82:91 2 Leikir á laugardag: Undanúrslit um sæti 1–4: Spánn – Króatía .........................15 eða 17.30 Þýskaland – Frakkland ............ 15 eða 17.30 Undanúrslit um sæti 5–8: Ísland – Rússland....................................9.30 Júgóslavía – Ungverjaland...................12.00  KRISTJÁN Helgason féll úr keppni í 3. umferð undanrása heims- meistaramótsins í snóker í Black- pool í fyrrakvöld. Hann beið þá lægri hlut fyrir hinum 15 ára gamla Tom Ford, efnilegasta snókerspilara Englendinga, 10:9, í hörkuspennandi leik. Kristján malaði Darren Clarke, 10:1, í 2. umferð kvöldið áður.  KRISTJÁN á þó eitt stórt verkefni eftir á tímabilinu því hann er kominn í aðalkeppnina á Regal Scottish at- vinnumótinu sem fram fer í Edin- borg í apríl.  JOHN Toshack, fyrrverandi leik- maður Liverpool og Wales, og þjálf- ari Real Madrid og Real Sociedad á Spáni, auk þess að hafa þjálfað í Portúgal og Tyrklandi, hefur hætt sem þjálfari ítalska 2. deildarliðsins Catania, eftir aðeins þriggja mánaða starf. Hann var ekki ánægður með afskiptasemi eigandans.  MIKAEL Forssell hefur verið lán- aður frá Chelsea til Borussia Mönch- engladbach í fjóra mánuði. Er hon- um ætlað að ná sér á strik í Þýskalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. Forsell segist hafa tekið Borussia Mönchenglad- bach fram yfir nokkur félög sem hafi sóst eftir að fá hann leigðan, meðal þeirra var Celta frá Vigo.  FORYSTUSAUÐIR ensku 1. deildarinnar, Portsmouth, hafa tekið Tim Sherwood á leigu frá Totten- ham út leiktíðina. Sherwood, sem er 33 ára gamall, hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Glenn Hoddle, knatt- spyrnustjóra Tottenham, upp á síð- kastið.  SPÆNSKA dagblaðið Mundo Deportivo fullyrðir að Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englend- inga í knattspyrnu, sé efstur á óska- lista Barcelona og að forráðamenn spænska stórliðsins hafi þegar haft samband við Eriksson á bak við tjöldin. Eriksson er með samning við enska knattspyrnusambandið til 2006.  AÐRIR sem nefndir eru í þjálfara- starfið hjá Barcelona eru Þjóðverj- inn Bernd Schuster og Carles Rex- ach, forveri Louis van Gaals, sem sagt var upp á dögunum. Einbeiting heimamanna var góðfrá fyrstu mínútu og virtist slá á baráttuvilja gestanna. Þjálfari Njarðvíkinga tók leikhlé eftir fimm mínútur og reyndi að koma lífi í sína menn – það gekk en aðeins í nokkrar mínútur og eftir fyrsta fjórðung var staðan 34:16 fyrir Val. Það fínasta var farið úr leik Njarð- víkinga og þeir kvörtuðu mikið við dómarana, sem áttu minnstan hlut í óförum þeirra. Í öðrum leikhluta tókst Njarðvíkingum að halda í horf- inu en það var eingöngu fyrir ein- staklingsframtak Teits Örlygssonar. Munurinn var þá 17 stig, 49:32, sem var ekki of mikið að brúa. Jason Pryor fór á kostum í þriðja leikhluta þegar hann skoraði 17 af 21 stigum Vals. Njarðvíkingar voru þá farnir að taka sig aðeins á með bætt- um varnarleik en þar sem Gary Hunter og Friðrik Stefánsson voru báðir komnir með 4 villur áttu þeir erfitt með að taka of hart á í vörninni. Í byrjun fjórða leikhluta minnkaði Gary muninn niður í 12 stig og nóg eftir. Þá reyndi fyrir alvöru á Vals- menn, hvort þeir misstu móðinn eins og svo oft í vetur en úr því varð ekki. „Við erum komnir með hörkugott lið, komum mjög einbeittir til leiks og héldum út allan leikinn, sem lagði grunn að sigrinum,“ sagði Ágúst Guðmundsson, þjálfari Vals „Við undirbjuggum okkur mjög vel, ég er búinn að horfa á afar mörg myndbönd af leik Njarðvíkinga. Við fórum vel fyrir kerfin þeirra og brut- um algerlega niður sóknarleik þeirra.“ Valsliðið var mjög heilsteypt og missti aldrei sjónar á markmiði sínu. Evaldas Priudokas var mjög góður í byrjun en Pryor tók sviðið með skotsýningu auk þess að taka 12 fráköst. Gylfi Geirsson náði sér einn- ig á strik með góðri baráttu auk þess að taka 12 fráköst. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, var ómyrkur í máli eftir leikinn. „Mínir menn voru hundlélegir, lögðu sig fram eftir eig- in hentugleik og halda að þeir séu miklu betri en þeir eru. Útlending- urinn minn var húðlatur eins og reyndar megnið af liðinu, sem var fé- laginu til skammar,“ sagði Friðrik. Njarðvík náði sér aldrei á strik, Gary Hunter fékk lítinn tíma til að skjóta og lét það fara í skapið á sér og Frið- rik Stefánsson háði harða baráttu undir körfunni og fékk fljótlega 4 villur enda spilaði hann aðeins í 19 mínútur. Teitur var stigahæstur gestanna enda tók hann oft af skarið. Frábær sigur Snæfells á KR Snæfell tók KR í kennslustund íStykkishólmi í gærkveldi og sigraði með 27 stiga mun, 84:57. Þetta var leikur sterkra varna hjá báðum liðum, sér- staklega hjá Snæfelli og það var frábær varnarleikur liðsins sem skóp þenn- an glæsilega sigur. Það er ekki dag- legt brauð hjá Hólmurum að vinna Vesturbæjarstórveldið og það með svona miklum mun. Eftir fyrsta leik- hluta var munurinn þrjú stig Snæ- felli í vil. Í öðrum fjórðungi héldu heimamenn áfram að mylja gestina undir sig, náðu mest 13 stiga mun. Á þessum tíma var varnarleikurinn mjög góður hjá Hólmurunum, fór það greinilega í taugarnar á gestun- um með þjálfarann í fararbroddi og kom það niður á leik þeirra. Í upphafi síðari hálfleiks var svolítið fum á lið- unum, sérstaklega þó liði Snæfells og minnkuðu gestirnir muninn í þrjú stig um miðjan þriðja fjórðung, en þá skiptu heimamenn um gír og náðu muninum upp í 13 stig í lok leikhlut- ans. KRingar hófu að pressa heima- menn í upphafi fjórða fjórðungs og ætluð með því að reyna að vinna muninn upp og gekk vörninn ágæt- lega upp en sóknarleikurinn skánaði ekkert. Snæfellingar héldu KRing- um í 12 stigum í loka fjórðungnum. Þegar leið á fjórðunginn og gestun- um varð ekkert ágengt jókst pirring- urinn stig af stigi sem endaði með því að Darrel Flake fékk dæmda á sig villu, þegar um tvær mínútur voru eftir, sem hann var ósáttur við og fylgdu tvær tæknivillur í kjölfarið sem þýddi brottrekstur úr húsinu. Hjá heimamönnum er erfitt að taka einhvern út, því þetta var sigur góðrar liðsheildar sem lék frábæran varnarleik. Hlynur Bæringsson lék mjög vel, er í landsliðsklassa, hefur oft skorað meira en varnarleikurinn frábær og krafturinn í fráköstunum mikill. Clifton Bush átti einnig mjög góðan leik, með 15 fráköst og 25 stig. Andrés M. Heiðarsson lék einn sinn besta leik með liðunu og var öflugur í vörninni. Helgi Reynir Guðmunds- son stjórnaði leik liðsins vel að vanda og keyrði upp hraðann, stundum full- mikið þó. Lýður Vignisson átti einnig góðan dag svo og Jón Ólafur Jónsson þrátt fyrir eymsli í fótum. Í lið gest- anna stóð Darrel Flake upp úr og hélt KR-ingum hreinlega á floti, þar til hann las dómurum leiksins pist- ilinn. Fátt var um fína drætti hjá öðr- um og meðalmennskan allsráðandi. Liðið mætti mótspyrnu sem þeir hafa örugglega ekki átt von á frá Snæfelli og kannski hafi verið pínu- lítið vanmat í gangi fyrir leik, sem kann ekki góðri lukku að stýra. Páll Axel kom Grindavík á toppinn Grindvíkingar geta þakkað PáliAxel Vilbergssyni fyrir stigin sem þeir sóttu til Sauðárkróks í mikl- um baráttuleik sem endaði með fimm stiga sigri gestanna, 83:78. Með sigrinum náðu Grindvíkingar tveggja stiga forystu í deildinni. Þeg- ar í upphafi tóku heimamenn foryst- una og léku mjög góða vörn og hrað- an sóknarleik sem setti gestina algerlega út af sporinu, og strax í fyrsta leikhluta náðu þeir góðu for- skoti sem gestunum gekk illa að saxa niður. Í fyrri hálfleik hélt Helgi Jónas gestunum inni í leiknum og skoraði fimmtán stig þar af fjórar þriggja stiga körfur. Hjá heimamönnum átti Clifton ágætan leik svo og Axel Kárason, og Helgi og Antropov léku mjög góða vörn. Undir lok fyrri hálf- leiks náðu gestirnir að saxa forskotið niður í fimm stig. Í seinni hálfleik byrjuðu Grindvík- ingar með miklum látum og fór þar Darrel fremstur í flokki en heima- menn héldu uppteknum hætti og héldu góðri vörn og hraðri sókn og náðu mest fjórtán stiga forskoti, og lítið gekk hjá gestunum. Við lok þriðja leikhluta skildu sex stig liðin að, og þegar síðasti leikhluti var hálfnaður hófst þáttur Páls Ax- els, en á örstuttum tíma raðaði hann niður þrem þriggja stig skotum og breytti stöðunni 71:67 í 73:78. Og þrátt fyrir mikla baráttu heima- manna náðu þeir ekki að yfirvinna þennan mun og gestirnir hrósuðu sætum sigri. Hjá Tindastóli léku þeir Axel, Clifton Helgi Rafn, og Antropov mjög vel, en þeir Óli Barðdal og Ein- ar Aðalsteinsson áttu einnig mjög góðan leik. Í liði Grindvíkinga var Darrell langatkvæðamestur, en Páll Axel og Helgi Jónas, sáu um þriggja stiga skorið, sinn í hvorum hálfleik. Meistararnir kjöl- dregnir á Hlíðarenda VALSMENN unnu sinn annan leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur þegar þeir kjöldrógu Njarðvíkinga rækilega á Hlíðarenda í gærkvöldi. Íslands- og bikarmeistararnir sáu aldrei sólar og máttu sín lítils gegn einbeittum Valsmönnum sem slógu hvergi af allan leikinn í 90:69 sigri. Tapið var gestunum úr Njarðvík því sárara að Valur vann einnig fyrri leik liðanna í deildinni og hefur því unnið báða sína gegn meisturunum. Stefán Stefánsson skrifar Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Björn Björnsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Valur – Njarðvík 90:69 Hlíðarendi, Reykjavík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 30. jan- úar 2003. Gangur leiksins: 0:2, 5:6, 15:6, 17:11, 29:11, 34:16, 41:24, 49:26, 49:32, 57:38, 62:40, 62:45, 69:51, 69:57, 70:64, 86:67, 90:86. Stig Vals: Jason Pryor 41, Evaldar Priud- okas 17, Bjarki Gústafsson 13, Gylfi Geirs- son 9, Barnaby Craddock 8, Hjörtur Hjart- arson 2, Ægir H. Jónsson 2. Fráköst: 27 í vörn – 12 í sókn. Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 18, Gary Hunter 17, Friðrik Stefánsson 8, Ólafur A. Ingvason 8, Sigurður Einarsson 7, Þorsteinn Húnfjörð 6, Ragnar Ragnars- son 3, Guðmundur Jónsson 2. Fráköst: 22 í vörn – 8 í sókn. Villur: Valur 21 – Njarðvík 24. Dómarar: Helgi Bragason og Leifur S. Garðarsson. Áhorfendur: 54. Snæfell – KR 84:57 Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi: Gangur leiksins: 0:4, 6:4, 12:6, 16:9, 18:13, 20:17, 24:21, 29:21, 29:26, 37:26, 40:30, 44:41, 51:43, 57:45, 60:47, 64:49, 66:55:, 70:55, 77:55, 82:57, 84:57. Stig Snæfells: Clifton Bush 25, Helgi Reyn- ir Guðmundsson 17, Hlynur Bæringsson 16, Lýður Vignisson 9, Jón Ólafur Jónsson 8, Andrés M. Heiðarsson 4, Sigurbjörn Þórðarson 3, Atli Sigurþórsson 2. Fráköst: 30 í vörn – 12 í sókn. Stig KR: Darrel Flake 20, Óðinn Ásgeirs- son 8, Arnar S. Kárason 6, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6, Herbert Arnarsson 6, Magnús Helgason 4, Steinar Kaldal 3, Skarphéðinn Ingason 2, Baldur Ólafsson 2. Fráköst: 18 í vörn – 6 í sókn. Villur: Snæfell 15 – KR 22. Dómarar: Georg Andersen og Bjarni G. Þórmundsson. Áhorfendur: 210. Tindastóll – Grindavík 78:83 Íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 7:0, 12:7, 19:12, 25:17, 33:20, 37:24, 41:25, 43:38, 45:43, 57:49, 66:52, 69:63, 71:70, 73:75,77:80, 78:83. Stig Tindastóls: Clifton Cook 26, Axel Kárason 17, Michail Antropov 10, Helgi R. Viggósson 8, Einar Örn Aðalsteinsson 7, Óli Barðdal 6, Kristinn Friðriksson 4. Fráköst: 16 í vörn – 12 í sókn. Stig Grindavíkur: Darrell Lewis 29, Helgi Jónas Guðfinnsson 22, Páll Axel Vilbergs- son 19, Bosko Boskovic 6, Hilmar Þór Ólafsson 3, Guðmundur Bragason 2, Guð- mundur Ásgeirsson 2. Fráköst: 25 í vörn – 16 í sókn. Villur: Tindastóll 12 – Grindavík 12. Dómarar: Kristinn Albertsson, Erling S. Erlingsson. Áhorfendur: 250. Staðan: Grindavík 15 13 2 1383:1223 26 KR 15 12 3 1331:1206 24 Keflavík 14 10 4 1401:1162 20 Njarðvík 15 9 6 1221:1242 18 Haukar 14 8 6 1251:1208 16 Tindastóll 15 8 7 1340:1320 16 Snæfell 15 7 8 1223:1216 14 ÍR 14 7 7 1209:1229 14 Breiðablik 14 5 9 1281:1335 10 Hamar 14 4 10 1313:1437 8 Skallagrímur 14 2 12 1128:1277 4 Valur 15 2 13 1164:1390 4 1. deild karla Þór Þ. – Fjölnir ..................................... 70:65 Stjarnan – Reynir S. ............................ 70:79 Staðan: Reynir S. 11 10 1 975:820 20 KFÍ 11 9 2 970:900 18 Þór Þorl. 12 8 4 925:880 16 Ármann/Þrótt. 12 7 5 1040:996 14 Fjölnir 12 5 7 974:999 10 Stjarnan 12 4 8 880:890 8 Höttur 10 4 6 676:782 8 ÍS 12 3 9 898:968 6 Selfoss/Laugd. 12 2 10 906:1009 4 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Indiana – San Antonio........................ 97:106 Philadelphia – Atlanta ......................... 83:97 New Jersey – Washington................... 86:78 Houston – Dallas ................................ 81:104 Utah – Portland.................................... 95:71 Orlando – Cleveland......................... 113:108 Miami – New York ............................... 82:80 New Orleans – Toronto...................... 104:83 Phoenix – LA Lakers ........................... 90:99 LA Clippers – Chicago......................... 77:75 Staðan: Atlantshafsriðill: New Jersey 31/14, Bost- on 26/19, Philadelphia 24/22, Orlando 24/23, Washington 22/24, New York 19/25, Miami 16/29. Miðriðill: Indiana 33/13, Detroit 29/15, New Orleans 24/22, Milwaukee 22/22, Chicago 17/28, Atlanta 17/29, Toronto 11/ 34, Cleveland 9/37. Miðvesturriðill: Dallas 35/9, San Antonio 29/16, Utah 27/18, Minnesota 27/18, Hou- ston 24/20, Memphis 13/31, Denver 10/35. Kyrrahafsriðill: Sacramento 32/14, Port- land 28/16, Phoenix 26/21, LA Lakers 20/ 23, Seattle 20/23, Golden State 20/24, LA Clippers 17/28. KNATTSPYRNA Spánn Bikarkeppnin, 8 liða úrslit, síðari leikur: Real Murcia – Deportivo La Coruna...... 4:3  Jafnt, 4:4. Deportivo áfram á mörkum á útivelli og er komið í undanúrslit ásamt Hu- elva, Mallorca og Osasuna. Vináttulandsleikur Kýpur – Grikkland ................................... 1:2 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Borgarnes: Skallagrímur - Keflavík....19.15 Hveragerði: Hamar - Haukar ..............19.15 Seljaskóli: ÍR - Breiðablik ....................19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Essodeild: Framhús: Fram - Valur .............................20 Ásvellir: Haukar - KA/Þór ........................20 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Fjölnir - ÍR ................................19 Egilshöll: Fram - Víkingur........................21 Í KVÖLD FÓLK PREDRAG Pramenko, körfuknatt- leiksmaður frá Júgóslavíu, er vænt- anlegur til Grindavíkur í næstu viku og leikur með liðinu út tímabilið. Pramenko hefur leikið sem framherji en hann er 28 ára gamall og 2,04 metrar á hæð. Hann lék síðast í 1. deildinni í Bosníu og þar á undan í 2. deild í Þýskalandi. „Við höfum lent í miklum vandræð- um í vetur, Dagur Þórisson meiddist í haust, þrír hafa þurft að hætta eftir áramótin, og við eigum varla í lið á æfingum. Það var því ekki um annað að ræða en að stækka hópinn á þenn- an hátt,“ sagði Gísli Sigurðsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, við Morgunblaðið í gær. Júgóslavi í Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.