Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 7
HM Í PORTÚGAL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 7 NÆSTA heimsmeistarakeppni í handknattleik karla fer fram í Túnis árið 2005 en Þjóðverjar sóttu einnig um að fá að halda keppnina. Mikill munur er á aðstöðu þeirri sem Þjóðverjar geta boðið uppá nú þegar en þeirri sem notuð verður í Túnis, þar sem íþróttamannvirkin eru mun minni en í Þýskalandi. Stefan Kretzschmar hornamaður þýska landsliðsins og Magdeburg er ekki sáttur við ákvörðun þings Alþjóða- handknattleikssambandsins, IHF, og telur að keppnin í Túnis verði handknattleiksíþróttinni ekki til framdráttar. Kretzschmar skrifaði grein á heimasíðu sinni þar sem hann hvatti landsliðsmenn annarra þjóða til að þrýsta á IHF með því að mæta ekki til leiks á HM í Túnis. Skrif landsliðsmannsins féllu í grýttan jarðveg hjá Túnisbúum sem sendu Kretzschmar fjölmörg skeyti þar sem honum var hótað öllu illu ef hann léti ekki af herferð sinni gegn keppninni í Túnis. Kretzschmar var m.a. hótað lífláti. PÓLSKIR fjölmiðlar veltu sér ekki mikið upp úr ósigri sinna manna gegn Íslendingum á HM í Portúgal í gær. Stærsta dagblað landsins, Gazeta Wyborcza, sagði aðeins stuttlega frá gangi mála í Caminha undir fyrirsögninni: „Íslendingar voru of sterkir.“ Handboltinn er ekki hátt skrifaður í Póllandi og lítið fjaðrafok hefur verið í þarlend- um fjölmiðlum vegna heimsmeistarakeppninnar. Íslendingar of sterkir Ég er hvorki svekktur né sár.Hvort sem ég fæ að spila eitt- hvað eða ekki neitt þá kem ég heim mjög sáttur. Ég ákvað strax að að vera ekkert að spá í það af hverju ég fengi ekkert að spila held- ur að nýta mér þetta á jákvæðan hátt sem ég hef gert. Ég tel mig hafa feng- ið heilmikið út úr því að vera einn af leikmönnum þó svo að ég hafi ekki verið í leikmannahópnum. Ég vissi það innst inni fyrir keppnina að ég fengi lítið eða kannski ekkert að spila enda er ég nýliði og ekki nema 21 árs gamall. Þegar ég var valinn fyrst í hópinn þá setti ég mér það markið að komast í HM-hópinn. Ég náði því markmiði og ákvað því í kjölfarið að öðlast sem mesta reynslu. Ég hef fengið mikið út úr því að vera einn af hópnum og gaman að fá að kynnast því að vera með liðinu á stórmóti eins og heimsmeistarakeppni. Ef kallið kemur frá Gumma þá verði ég pott- þétt klár. Það er búið að vera draum- ur hjá mér síðan ég var polli og var að kveðja pabba þegar hann var með landsliðinu að komast í landslið sem leikur á HM og vonandi á ég eftir að fara á fleiri slík mót. Fram undan eru stórkeppnir á hverju ári og þá er ég viss um að þessi keppni á eftir að koma mér til góða,“ sagði Snorri Steinn við Morgunblaðið fyrir leikinn gegn Pólverjum á miðvikudagskvöld- ið. Í fótspor föðurins Snorri Steinn er sonur Guðjóns Guðmundssonar, íþróttafréttamanns hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Guðjón var aðstoðarmaður pólska landsliðs- þjálfarans Bogdans Kowalczyk hjá Víkingi oog einnig hjá íslenska lands- liðinu á árunum 1983 til 1990, þegar „gullliðið“ undir hans stjórn ferðaðist um allan heim og tók þátt í fjölmörg- um mótum fyrir utan stóru mótin eins og HM í Sviss 1986 og Tékkóslóvakíu 1990 og Ólympíuleikunum í Los Ang- eles 1984 og Seoul 1988. Snorri Steinn var því ungur þegar hann kynntist handknattleik í hæsta gæðaflokki – er hann var með pabba sínum á lands- liðsæfingum. Þegar Guðjón starfaði með landsliðinu voru Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari og Einar Þorvarðarson, aðstoðarmaður hans, leikmenn landsliðsins. Þetta var aðeins smá hliðarspor, en höldum áfram að ræða við Snorra Stein. Með tilboð frá Grosswallstadt Finnst þér liðinu hafa gengið eins vel og þú reiknaðir með? „Það er kannski svolítið erfitt að leggja dóm á það núna. Við vorum í frekar léttum riðli og leikurinn við Portúgal var kannski sá eini sem hef- ur reynt virkilega á liðið. Núna fara í hönd leikir sem skipta öllu máli og þá reynir fyrst á hvað í því býr. Mögu- leikarnir eru fyrir hendi að ná góðum árangri en við verðum að halda vel á spilunum og taka gömlu klisjuna, einn leikur í einu, og svo spyrjum við að leikslokum.“ Snorri Steinn er með tilboð upp á vasann frá þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt. „Ég er ennþá að velta þessu fyrir mér. Það er auðvitað stórt stökk að fara út í atvinnu- mennsku og það er að mörgu að hyggja. Þetta hefur verið stærra í sniðum heldur en ég reiknaði kannski með en ég kem til með að taka ákvörðun mjög fljótlega. Tilboðið er freistandi og ég mundi segja að líkurnar á að ég taki því séu meiri en hitt,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri Steinn Guðjónsson á skólabekk á heimsmeistaramótinu í Portúgal Morgunblaðið/RAX Það væri gaman að vera inná … gæti Snorri Steinn Guðjónsson verið að hugsa, fyrir leikinn gegn Pólverjum í Caminha á miðvikudaginn. HINN 21 árs gamli Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Valsliðs- ins, hefur ekkert komið við sögu í leikjum íslenska liðsins á HM og tók Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, þá ákvörð- un í gær að tilkynna nafn Snorra í keppnina en eins og fram hefur komið tilkynnti Guðmundur aðeins 15 nöfn og hélt einu lausu sæti. Kretzsch- mar fékk morðhótanir frá Túnis Það var engin lognmolla á bekknum þegarGuðjón Guðmundsson var á ferðinni. Hérmótmælir hann dómi í leik gegn Austur- Þýskalandi á Ólympíuleikunum í Seoul. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Caminha Hvorki svekktur né sár Reykjavíkurmótið í knattspyrnu B - riðill 19:00 Fjölnir - ÍR B - riðill 21:00 Fram - Víkingur R. A - riðill 19:00 Þróttur R. - Valur A - riðill 21:00 Léttir - Leiknir R. Fös. 31. jan. Egilshöll Sun. 02. feb. Egilshöll Sá leikmaður sem sýnir bestu tilþrifin fær verðlaun frá Pepsi Aðgangseyrir 500 kr. fyrir 16 ára og eldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.