Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 2
ÉG ER frábær og ég getskipulagt líf mitt.“ Þettaer dæmi um fullyrðingu sem við eigum að fara með hve- nær sem okkur finnst sjálfs- traustið ekki sem best eða bara til að auka líkur á árangri og þar með hamingju. Það er a.m.k. ábending til fólks frá dr. David Peters, kennara við Háskólann í Westminster í Englandi, og vitn- að er til í Daily Telegraph ný- lega. Ekkert lát er á vinsældum sjálfshjálparbóka og -námskeiða, eða hvers þess sem hjálpar okk- ur að ná betri tökum á lífinu. Geisladiskar um hvaðeina hafa einnig náð vinsældum og til eru diskar sem eiga að efla sjálfs- traustið, diskar til að hjálpa okkur að ná aukakílóunum af, hjálpa okkur að hætta að reykja, ná slökun, betri svefni, aukinni ánægju eða betri einbeitingu. Með diskunum er „jákvæðum fræjum sáð í undirvitundina, og þaðan vaxa þau og blómstra inn í meðvitundina og þitt daglega líf,“ eins og segir á vef geisla- diskaútgáfunnar Hugbrots sem sett hefur á markað allar þessar tegundir geisladiska þar sem talað er við hlustandann á upp- byggilegan hátt. Nútíðin er málið, ekki fortíð eða framtíð Markmiðasetning er lykilorð á öllum námskeiðum sem hafa það að markmiði að kenna fólki að ná betri stjórn á eigin lífi, tíma sínum, líðan og framtíð. Mark- miðin eiga að vera sértæk og raunhæf en lokamarkmiðið hlýt- ur nú samt sem áður að vera lífshamingja. Það er ekki síst í kringum áramót sem fólk íhugar líf sitt og stefnu og strengir þess jafnvel heit að auka lífshamingju sína. Tvö bresk blöð Daily Tele- graph og Evening Standard gera einmitt lífshamingjuna að umtalsefni í byrjun nýs árs. Geðlæknirinn Larry Culliford segir t.d. í Telegraph að allt sem gefi lífinu gildi, auki möguleika fólks á hamingju. Þar nefnir hann t.d. að vænlegast sé að lifa í nútímanum en ekki dvelja í fortíðinni eða raunverulegri eða ímyndaðri framtíð. Hin dæmigerða hamingjusama manneskja er út á við, sjálfs- örugg og ákveðin og félagslega hæf. Hamingjusamir ein- staklingar eru oftast seigir að upplagi. Þeir muna það góða úr fortíðinni og eru bjartsýnir á framtíðina. Þolinmóðir og með hófsamar skoðanir. Þegar eitt- hvað fer úrskeiðis, kenna þeir ekki sjálfum sér um eða setja sér óraunhæf markmið. Hamingjuverkefnið (The Happiness Project) gengur út á að halda námskeið og vinnu- smiðjur sem miða að því að auka hamingju þátttakenda. Forsvars- maður Hamingjuverkefnisins, Ben Renshaw, segir að samband manns við sjálfan sig ákvarði samband manns við hamingjuna. „Líklegra er að maður höndli hamingjuna ef maður hefur góða sjálfsmynd en ef maður sér sjálfan sig stöðugt í neikvæðu ljósi.“ Jákvæðar staðhæfingar Að sögn dr. David Peters er bjartsýni góð leið til að lengja lífið. Hann hefur sett fram lista yfir hegðun sem er líkleg til að auka bjartsýni og lengja lífið. Á listanum eru m.a. þessi ráð: Borðið vel og hættið að reykja. Farið í líkamsrækt. Lærið að slaka á, prófið jóga, Að höndla hamingjuna Morgunblaðið/Jim Smart Ætli þetta fólk hafi hlustað á geisladisk eða farið með jákvæðar staðhæf- ingar til að verða hamingjusamt? DAGLEGT LÍF 2 C FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ erdam. „Það var troðið af fólki, rosa- lega gaman og mikil stemning,“ seg- ir Helena. „Í þetta skiptið var það þannig að áhorfendurnir tóku best undir mína mynd og hún var því sýnd aftur.“ Helena segir að viðbrögð- in við myndinni hafi komið henni á óvart. „Ástæðan fyrir því að ég gerði þessa mynd var að fyrsta myndin mín var mjög þung og með miklum skilaboðum. Mig langaði að gera einfalda mynd sem myndi gleðja fólk og væri gaman að horfa á. „Njóttu lífsins!“ er þannig; falleg og skemmtileg. Ég var svolítið hrædd um að henni yrði ekki vel tek- ið því það er dálítið ríkjandi í dag að maður á að vera kúl en ekki einlæg- ur. Ég hélt kannski að fólk yrði Ilmur María Arnarsdóttir nýtur lífsins í ungbarnasundi. Úr myndinni „Njóttu lífsins“. UNGBARNIÐ hverfurskríkjandi inn í sjón-varpsskjáinn þar semfyrir eru sundfélagar þess á sama aldri. Hlátur, vatn og börn koma saman í fjórar mínútur og kalla fram bros og vellíðan hjá áhorfendum. Þetta er stuttmyndin „Njóttu lífsins!“ eftir hjónin Helenu Stefánsdóttur og Arnar Stein Frið- bjarnarson. Aðalleikonan er Ilmur María Arnarsdóttir, þá sex mánaða dóttir þeirra hjóna. Myndin hlaut góðar viðtökur á stuttmynda- og video-listahátíðinni í Amsterdam og verður sýnd í Rík- issjónvarpinu 6. febrúar nk. ásamt eldri stuttmynd eftir Helenu, „Brot“. Helena og Arnar Steinn reka fyr- irtækið Undraland og m.a. framleiða þau stuttmyndir í sameiningu eftir handritum Helenu sem leikstýrir en Arnar Steinn sér um tökur og tækni- vinnslu. Einlægnin virkaði Yfir 30 myndir voru sýndar á hátíðinni síðast en hún var haldin í stóru myndlistargalleríi í Amst- vandræðalegt en það sem var svo gaman fyrir mig var að allir urðu svo glaðir. Myndin virkaði og það var æðislegt. Fólk klappaði og hrópaði bravó eftir að myndin var sýnd og ég var rosalega ánægð,“ segir Helena brosandi. Dansari, leikari og leikstjóri Helena er dansari, leikari og leik- stjóri að mennt og lærði m.a. í París. Hún dansaði með atvinnudanshópi og tók þátt í tilraunaleikhúsi. „Síðan dróst ég fyrir tilviljun inn í kvik- myndavinnu hér heima og heillaðist af því.“ Helena var í óhefðbundnum leik- listarskóla sem sérhæfði sig í til- raunaleikhúsi. Út frá dansinum lagði hún áherslu á líkamsbeitingu og svo- kallað „Physical Theatre“. Það byggist mikið á spuna og litlum gjörningum, ekki leikritum, heldur myndum eða sýningum. „Síðan fékk ég áhuga á ljós- myndun, byrjaði að taka myndir og hélt ljós- myndasýningu. Svo setti ég upp leiksýningu sem var röð af myndum eða atriðum sem voru fléttuð saman. Þetta tengist kvik- myndinni sem er rammi eftir ramma og úr verður saga. Mér fannst æðislega gaman að taka myndir og lét fólkið sem ég var að taka myndir af leika „sit- úasjónir“ og tók myndir af því. Það var eiginlega þannig sem ég leiddist út í kvikmyndagerð,“ seg- ir Helena hugsi. Samstarfshópur um betri borg bað Helenu að gera stuttmynd, í framhaldi af ljósmyndasýningunni. Hún átti handrit, fékk styrk frá Kvikmyndasjóði og fleirum og gerði „Brot“, sína fyrstu stuttmynd sem frumsýnd var í september 2001. „Þannig byrjaði þetta fyrir alvöru. Ég fékk „kikkið“ við að vera að gera mitt eigið verk. Ég fékk strax nýjar hugmyndir og langaði að gera fleiri myndir og langar einfaldlega að Stuttmyndir og video- verk eru um margt líkar listgreinar og mættust á sameiginlegri hátíð í Amsterdam síðla síðasta árs. Steingerður Ólafs- dóttir kíkti á skjáinn hjá íslensku þátttakend- unum; hjónunum Helenu Stefánsdóttur og Arnari Steini Friðbjarnarsyni, sem framleiða stutt- myndir, og Rebekku A. Ingimundardóttur, sem ásamt Yell-O-Company hafði veg og vanda af há- tíðarhöldunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Arnar Steinn Friðbjarnarson og Helena Stefánsdóttir með Ilmi Maríu 7 mánaða. S T U T T M Y N D A - O G V I D E O - L I S TA H ÁT Í Ð Einlæg mynd án skilaboða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.