Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Arsenal var með fimm stiga for-skot á Newcastle fyrir leikinn en strákarnir hans Bobbys Robsons léku ekki um helgina, leik þeirra í Middlesbrough var frestað vegna fannfergis í kringum leikvanginn þar. „Pires var frá keppni í hálft ár vegna meiðsla og hann hungrar í að skora mörk. Hann lagði mjög hart að sér á meðan hann var meiddur og nú er hann aftur kominn í sitt besta form. Bæði mörkin hans voru mjög góð. Sigurinn er okkur ákaflega mik- ilvægur, eftir að hafa tapað tveimur stigum á Anfield síðasta miðvikudag. Það hefðu verið gífurleg vonbrigði að missa aftur tvö stig í sömu vikunni,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sem jafnframt hrós- aði Francis Jeffers mjög fyrir sitt framlag í leiknum en hann lagði upp sigurmarkið eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Van Nistelrooy með 25. markið Ruud van Nistelrooy skoraði sitt 25. mark fyrir Manchester United á keppnistímabilinu þegar lið hans vann góðan útisigur á Southampton, 2:0. Hann og Ryan Giggs skoruðu mörkin, nokkuð gegn gangi leiksins, á fyrstu 22 mínútum leiksins. South- ampton, sem var ósigrað á heimavelli fram í janúar, tapaði sínum öðrum leik á St. Mary’s í röð. „Þetta er ekki auðveldur völlur til að sækja á þrjú stig en liðsheildin hjá okkur var góð. Við vorum yfirvegaðir og það er ánægjulegt að halda hreinu á úti- velli. Það segir mest um frammi- stöðu okkar í þessum leik,“ sgði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United. Everton komst upp að hlið Chelsea, í fimmta sæti, með því að sigra Leeds, 2:0. David Unsworth skoraði úr vítaspyrnu og Kanada- maðurinn Tomasz Radzinski innsigl- aði sigurinn. Leeds. Pires var bjargvættur Arsenal ROBERT Pires sá til þess að Arsenal héldi sex stiga forskoti sínu á Manchester United í fyrirsjáanlegu einvígi liðanna um enska meist- aratitilinn í knattspyrnu. Flest benti til þess að munurinn væri dott- inn niður í fjögur stig, Manchester United, sem að auki á leik til góða, vann góðan útisigur í Southampton, 2:0, á laugardaginn en á Highbury stefndi allt í jafntefli milli Arsenal og Fulham. En Pires, sem einnig gerði fyrra mark Arsenal í leiknum, sem kom meist- urunum til bjargar á örlagastundu og skoraði sigurmarkið, 2:1, rétt áður en flautað var til leiksloka. Reuters Robert Pires og Giovanni Van Bronckhorst fagna sigurmarkinu sem Pires gerði gegn Fulham, 2:1, á síðustu stundu. Í seinni hálfleiknum var EiðurSmári Guðjohnsen, sem lék allan leikinn með Chelsea, mjög ágengur við mark Tottenham en náði ekki að nýta ágæt marktækifæri sem hann fékk. Honum tókst því ekki að skora eins og í þremur leikjum Chelsea í úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjórar liðanna báru mikið lof á hinn 36 ára gamla Zola. „Hann er nákvæmur eins og vélmenni. Markið hans var ótrúlegt, boltinn fór hátt, skrúfaðist, og féll síðan hratt. Þetta var stór- kostlegt. Við töpuðum tveimur stig- um en Carlo Cudicini varði tvisvar glæsilega svo það má segja að hann hafi líka fært okkur stig,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea. „Litli maðurinn er stór- kostlegur leikmaður, frábær per- sónuleiki og er enn á toppnum,“ sagði Glenn Hoddle, stjóri Totten- ham. Lið hans hefur nú ekki náð að sigra Chelsea í síðustu 26 deilda- leikjum liðanna en fékk þó sitt fyrsta stig á Stamford Bridge í átta ár. Zola sem vélmenni SNILLDARMARK frá Gianfranco Zola færði Chelsea jafntefli, 1:1, í nágrannaslagnum gegn Tottenham á Stamford Bridge á laugardag- inn. Teddy Sheringham kom Tottenham yfir en Zola jafnaði þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi, rétt fyrir leikhlé. Stefán til Bradford STEFÁN Logi Magn- ússon, fyrrverandi ung- lingalandsliðsmarkvörð- ur í knattspyrnu, er kominn til enska 1. deild- ar félagsins Bradford City og verður þar sem lánsmaður út tímabilið. Stefán Logi, sem er 22 ára, hefur verið í her- búðum Farum í Dan- mörku undanfarin ár en hann fór þaðan til 1. deildar liðsins B1909 í Óðinsvéum í síðasta mán- uði. Áður lék hann með Öster í Svíþjóð og var á sínum tíma í unglingaliði Bayern München í Þýska- landi. Bradford er í vandræð- um með markverði og vantaði mann til að vera aðalmarkverðinum Aitor Davidson til halds og trausts út tímabilið. Stef- án Logi var fenginn til fé- lagsins fyrir helgina og hann var varamaður á laugardaginn þegar Bradford vann Hermann Hreiðarsson og félaga í Ipswich, 2:0. HERMANN Hreiðarsson var rekinn af leikvelli þegar Ipswich beið lægri hlut fyrir Bradford, 2:0, í 1. deild ensku knattspyrnunnar á laugardaginn. Hermann lék sinn 100. deildaleik fyrir Ipswich og hefði eflaust viljað halda upp á áfangann á skemmtilegri hátt. Hann fékk rauða spjaldið fyrir meint olnbogaskot á 50. mínútu leiksins. Bradford nýtti sér liðsmuninn og skoraði tví- vegis á síðasta hálftímanum. „Dómarinn var viss um að Hermann hefði slegið Francis. Hermann er jafnviss um að svo hafi ekki verið. Ég talaði við Wilkes dómara sem er góður og heið- arlegur maður. Hann mun skoða myndbandið af leiknum og vonandi leiðir það sannleikann í ljós. Það er þó of seint, leikurinn er tapaður,“ sagði Joe Royle, knatt- spyrnustjóri Ipswich. Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford sem vann góðan útisigur á Coventry, 1:0. Heiðar var hárs- breidd frá því að skora með skalla, mínútu áður en Micah Hyde gerði sigurmark Watford, snemma í síðari hálfleik. Hermann fékk rautt í 100. leik Hermann Hreiðarsson GUÐNI Bergsson og félagar í Bolton nældu sér í dýrmæt stig í fallbaráttu ensku úrvalsdeild- arinnar á laugardaginn þegar þeir sigruðu Birmingham, 4:2, og skoruðu fjögur mörk í þriðja skiptið í vetur. Þeir Youri Djorkaeff og Delroy Fac- ey tryggðu sigurinn með mörk- um undir lok leiksins eftir að Birmingham hafði jafnað í tví- gang. „Leikmennirnir sem fyrir voru, sýndu hvað í þeim býr og þeir Djorkaeff og Jay Jay Okocha voru frábærir,“ sagði Sam Allardyce, knatt- spyrnustjóri Bolton, sem keypti þrjá nýja leikmenn á föstudag en þeir voru ekki orðnir lögleg- ir. Guðni lék allan leikinn í vörn Bolton. WBA bætti líka stöðu sína við botninn með því að vinna Man- chester City óvænt, 2:1, á úti- velli. Lárus Orri Sigurðsson lék síðustu fimm mínúturnar í vörn WBA en honum var skipt inn á eftir að félaga hans, Jason Ro- berts, var vísað af leikvelli. „Við þurftum á svona sigri að halda til að auka sjálfs- traustið í félaginu. Nú vita allir að þetta er hægt, það er ekki óumflýjanlegt að liðið falli,“ sagði Gary Megson, knatt- spyrnustjóri WBA. Dýrmæt stig til Bolton og WBA Tvö sjálfsmörk á þremur mínútum MARK Proctor, leikmaður Sunderland, varð fyrir því óláni að skora tvö sjálfs- mörk með þriggja mínútna millibili þegar lið hans tapaði, 1:3, fyrir Charlton á heimavelli á laugardaginn. Með ósigrinum er Sunderland komið í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og útlitið er svart hjá félaginu. Fjórum mínútum áður en að þætti Proctors kom, skoraði Mark Fish fyrir Charlton og þar breyttu varnarmenn Sunderland líka stefnu boltans á leiðinni í netmöskvana. Staðan var orðin 3:0 eftir hálftíma og hundruð stuðningsmanna Sunderland risu úr sætum sínum og skunduðu á brott. Þeir urðu þó að bíða þess að flautað yrði til hálfleiks til að komast af svæðinu því hlið leikvangsins voru ekki opnuð fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.