Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 B 5  SVETLANA Feofanova frá Rúss- landi setti í gær heimsmet í stang- arstökki kvenna á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti í Glasgow. Hún stökk 4,76 m og bætti eigið met um 1 cm.  DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir er komin til St. Moritz í Sviss og keppir þar í risasvigi á heimsmeistara- mótinu í alpagreinum í dag. Björg- vin Björgvinsson keppir síðar á mótinu og heldur utan í vikunni.  HELGI Valur Daníelsson lék allan leikinn með Peterborough sem gerði jafntefli, 1:1, við Luton í ensku 2. deildinni á laugardaginn.  ÍVAR Ingimarsson var ekki í leik- mannahópi Wolves sem vann Shef- field Wed., 4:0, á útivelli í 1. deild. Ív- ar fer sem lánsmaður til Brighton í sömu deild eftir næstu helgi.  TRYGGVI Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Stabæk sem vann Lyn, 4:1, í æfingaleik norsku úrvals- deildarliðanna í knattspyrnuhöllinni Valhöll á föstudaginn.  FABIAN Barthez, markvörður Manchester United, fór af velli eftir 37 mínútur í leik liðsins gegn South- ampton á laugardaginn. Hann fékk högg á lærið og ólíklegt er að hann spili gegn Birmingham annað kvöld. Roy Carroll leysti hann af hólmi og gerir það væntanlega áfram.  ANTTI Niemi, markvörður Southampton, var líka borinn af velli, eftir árekstur við Ruud van Nistelrooy. Hann meiddist á hné, þó ekki alvarlega, að því talið var. Vara- markvörðurinn, Paul Jones, lék síð- ustu mínúturnar og því tóku fjórir markverðir þátt í leiknum.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Man. United, hefur hvatt fyr- irliða liðsins, Roy Keane, til að hætta alfarið með írska landsliðinu. Fergu- son sagðist í samtali við Sunday People ætla að benda Keane á for- dæmi Alans Shearers, sem hefði blómstrað eftir að hafa gefið enska landsliðið upp á bátinn um þrítugt.  CHRISTOPHE Dugarry, franski sóknarmaðurinn hjá Birmingham, fór meiddur af velli gegn Bolton á laugardag. Ólíklegt er að hann geti leikið gegn Manchester United ann- að kvöld.  SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, krækti í tvo franska leik- menn að láni á síðustu stundu áður en leikmannamarkaðnum var lokað. Það eru sóknarmaðurinn Pierre- Yves Andre frá Nantes og varnar- maðurinn Florent Laville frá Lyon.  GORDON Strachan, stjóri South- ampton, styrkti enn frekar hóp sinn á föstudag með því að fá til sín Danny Higginbotham, varnarmann frá Derby County.  ROBBIE Fowler lék sinn fyrsta leik með Manchester City á laugar- dag, þegar liðið tók á móti WBA. Hann var keyptur frá Leeds fyrir helgina og fór beint í byrjunarliðið. Byrjunin var ekki góð, óvæntur ósig- ur á heimavelli, 1:2.  ANTHONY Gardner, varnarmað- ur Tottenham, reif vöðva í fæti í leik liðsins gegn Chelsea á laugardag og verður frá keppni í 6–8 vikur.  RADOMIR Antic, sem tók við þjálfarastöðunni hjá Barcelona á föstudag, fékk sannkallaða eldskírn sólarhring síðar. Barcelona steinlá þá fyrir Atletico í Madríd, 3:0, í spænsku 1. deildinni og stórveldið frá Katalóníu er þar með komið í al- varlega fallhættu.  REAL Madríd var líka í hremm- ingum lengi vel gegn hinu Barce- lona-liðinu, Espanyol, í gærkvöld og lenti 2:0 undir. Stjörnurnar Roberto Carlos og Luis Figo náðu að svara og tryggja Real eitt stig.  REAL Sociedad tapaði í gærkvöld fyrsta leik sínum á tímabilinu í spænsku 1. deildinni og steinlá þá í baskauppgjörinu við Athletic Bilbao, 3:0. Joseba Etxeberria skor- aði tvö markanna. Real Sociedad hefur þó fjögurra stiga forskot á Real Madrid. FÓLK Með þessum samanburði viðbrasilísku knattspyrnugoð- sögnina var McKenzie að vitna til orða annarrar gamallar knatt- spyrnukempu, Mike Summerbee, sem lék með Pele í fótboltakvik- myndinni „Escape to Victory“ á sín- um tíma en þar skoraði Pele sigur- mark með hjólhestaspyrnu. „Summerbee sagði mér að Pele hefði þurft meira en 25 tilraunir til að skora þetta sigurmark í myndinni, og það segir okkur að allir eru mann- legir,“ sagði McKenzie. Spyrna Eiðs jafnast á við þær bestu sem ég hef séð Hann sagði að spyrnan hjá Eiði Smára jafnaðist á við þær bestu sem hann hefði nokkurn tíma séð. „Ég ólst upp við að fylgjast með Pele og Rivelino, en þeir gerðu ekki svona vel. Markið hjá Steve Watson var ekki slæmt heldur. Ef þessir tveir væru brasilískir, hefði enn meira verið gert úr hæfileikum þeirra,“ sagði McKenzie, en Watson, leik- maður Everton, skoraði líka úr hjól- hestaspyrnu fyrir Everton í vikunni. „Að skora úr hjólhestaspyrnu er stórbrotnasta leiðin til að gera mark, og um leið er það verulega erfitt. Þið verðið að athuga að slík mörk verða aðeins til eftir lélegar fyrirgjafir! Þess vegna dáist ég að strákunum tveimur sem slógu svona skemmti- lega í gegn með þessum mörkum í vikunni,“ sagði McKenzie. Reuters Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Chelsea, fagnar marki. Hann hefur skorað 50 deildarmörk í Englandi. . Pele þurfti 25 tilraunir, Eiður eina „PELE þurfti 25 tilraunir til að framkvæma það sem Guðjohnsen gerði í fyrstu,“ sagði í fyrirsögn á grein í enska blaðinu Independent á laugardag. Þar var rætt við Duncan McKenzie, fyrrum markaskor- ara hjá Chelsea, Everton og fleiri liðum, sem á sínum tíma var sér- fræðingur í að skora með hjólhestaspyrnum – rétt eins og Eiður Smári Guðjohnsen gerði fyrir Chelsea gegn Leeds síðasta þriðju- dag. Jóhannes Karl fór af velli mínútufyrir leikslok undir dynjandi lófataki áhorfenda á Villa Park. Hann fékk nokkurt hrós fyrir leik sinn og var í enskum fjölmiðlum sagður hafa haft betur í baráttu við leikmenn Blackburn um yfirráðin á miðjunni. Villa hefur heldur betur komist á sigurbraut eftir að Skaga- maðurinn kom til liðs við félagið og unnið tvo þriggja marka sigra með hann innanborðs. „Við erum loksins farnir að nýta marktækifærin sem liðið hefur ávallt skapað sér. Síðustu tveir leikirnir hafa sýnt okkur að það býr meira í liðinu en það hefur sýnt til þessa í vetur,“ sagði Graham Taylor, knatt- spyrnustjóri Aston Villa. Liverpool vann auðveldan útisigur á West Ham, 3:0, í hinum leik deild- arinnar í gær. Mörk frá Milan Baros og Steven Gerrard á fyrstu níu mín- útunum komu Liverpool í þægilega stöðu og Emile Heskey innsiglaði sigurinn. Nú er Jóhannes „Hamarinn“ hjá Aston Villa Thomas Hitzlsperger, þýski knattspyrnumaðurinn hjá Aston Villa, hefur til þessa verið talinn skotharðasti leikmaðurinn hjá félag- inu. Nú hefur hann fengið mikla samkeppni eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson gekk til liðs við Aston Villa. Í staðarblaðinu Evening Mail í Birmingham er sagt að Íslendingur- inn hafi rænt viðurnefninu „Hamar- inn“ af Þjóðverjanum í fyrsta leik sínum, gegn Middlesbrough á þriðjudagskvöldið. Hitzlsperger staðfestir sjálfur við blaðið að þetta sé helsta umræðuefn- ið innan Aston Villa þessa dagana. „Það er þegar farið að tala um að koma á einhvers konar keppni þar sem skorið verði úr um hvor okkar sé skotharðari. Mér er alveg sama á meðan við báðir skorum mörk. „Joey“ átti frábæran leik. Hann er mjög sterkur, með frábæran hægri fót og er afar grimmur. Ég hef staðið fyrir mínu en vil fyrst og fremst halda sæti mínu í liðinu og skora mörk,“ sagði Þjóðverjinn sem hefur skorað með þrumufleygum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Jóhannes lagði upp mark fyrir Dublin JÓHANNES Karl Guðjónsson var aðeins 90 sekúndur að leggja upp mark í fyrsta heimaleik sínum með Aston Villa í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Villa vann Blackburn, 3:0, í gær og fékk óska- byrjun þegar Dion Dublin skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Jó- hannesar Karls. Dublin bætti öðru marki við fyrir hlé og Gareth Barry innsiglaði sigurinn skömmu fyrir leikslok. Sverrir framlengdi við Molde SVERRIR Garðarsson knatt- spyrnumaður hefur fram- lengt samning sinn við norska úrvalsdeildarfélagið Molde til ársloka 2005. Molde hefur jafnframt lánað Sverri til FH-inga fram á haustið og hann spilar því með þeim í úr- valsdeildinni í sumar. Hann lék með yngri flokkum FH áður en hann hélt til Noregs. Sverrir, sem er miðjumað- ur og verður 19 ára í haust, hefur verið í röðum Molde frá miðju sumri 2001 og samdi þá við félagið út tímabilið 2004. Hann byrjaði með unglinga- liði félagsins en var fljótlega færður upp í aðalliðshópinn og hefur fyrst og fremst spil- að með varaliði Molde í 2. deildinni. Sverrir er einn þriggja ís- lenskra knattspyrnumanna hjá Molde en hinir eru A- landsliðsmennirnir Ólafur Stígsson og Bjarni Þor- steinsson. STOKE City er komið úr fallsæti í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti síðan í nóvember eftir jafntefli, 2:2, gegn Norwich á útivelli. Brynj- ar Björn Gunnarsson skor- aði fyrra mark Stoke með hörkuskalla eftir fyrirgjöf frá Peter Hoekstra á 63. mínútu og Lee Mills jafn- aði metin með glæsilegu skoti af 20 metra færi þeg- ar tvær mínútur voru eft- ir. Norwich var yfir í hálfleik, 2:0. Stigið fleytti Stoke uppfyrir Grimsby á markatölu og liðið hefur nú tveggja stiga forystu á Sheffield Wednesday og er fimm stigum á undan botnliði Brighton, en keppinautarnir þrír töpuðu allir um helgina. Brynjar Björn lék allan leikinn en Pétur Mar- teinsson kom inn á sem varamaður eftir jöfn- unarmarkið og Bjarni Guðjónsson sat á vara- mannabekknum allan tím- ann. „Ég er ánægður með hvernig við unnum okkur aftur inn í leikinn með mikilli baráttu og nú förum við með meira sjálfstraust í leikinn þýðing- armikla í Grimsby í næstu viku,“ sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke. Brynjar skoraði og Stoke úr fallsæti Brynjar Björn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.