Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 8
Rússneski björninn of sterkur HM Í PORTÚGAL 8 B MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ byrjuðum leikinn mjög vel en við náðum ekki að halda undirtök- unum í leiknum og í síðari hálfleik spilaðist leikurinn ekki nógu vel fyrir okkur. Enn og aftur misnot- uðum við góð færi og það ásamt því að við náðum okkur ekki allir vel á strik má bara ekki henta í leik við lið á borð við Rússa,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Morgunblaðið eftir ósigurinn á Rússum á laug- ardag, 30:27. Heldur þú að leikurinn á móti Spánverjum hafi að einhverju leyti setið í ykkur og þá aðallega í koll- inum? ,,Úrslitin á móti Spánverjunum voru okkur auðvitað gríðarleg von- brigði en það háði okkur ekkert í þessum leik. Við vorum búnir að fá góða hvíld og menn voru svo sann- arlega ákveðnir í að leggja Rússana að velli. Ég held að menn hafi gefið allt í leikinn sem þeir áttu en því miður dugði það ekki til.“ Guðjón Valur var settur til höf- uðs stórskyttunni Alexandre Toutchkin sem þó náði að rífa sig lausan og skoraði átta mörk í leikn- um. En hefði ekki verið nærri lagi að taka Toutchkin alveg úr umferð? ,,Hann var okkur mjög erfiður enda frábær skotmaður sem þarf lítinn tíma til að stilla fallbyssuna. Ég var nánast að taka hann úr um- ferð og hann var ekki að gera mikið fyrir utan það að skora mörkin sem komu flest eftir aukaköst.“ Fórum illa með færin Roland Eradze hóf leikinn aðþessu sinni í marki íslenska liðs- ins í fyrsta sinn á þessu móti. Eradze náði hins vegar ekki að verja vel að þessu sinni og tók Guðmundur Hrafnkelsson undir lok fyrri hálfleiks og varði 7 skot og þar af eitt vítakast. Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari íslenska liðsins, setti Guðjón Val Sigurðsson til höfuðs Tutschkin og virkaði 5/1 vörnin ágætlega þar til Vladimir Maximov, þjálfari Rússa, fann mótleik sem virkaði vel það sem eftir var. Tutschkin var á köflum óstöðvandi og skoraði alls átta mörk – öll með langskotum. Það sem einkenndi sóknarleik ís- lenska liðsins í fyrri hálfleik var jöfn dreifing á þeim 12 mörkum sem liðið skoraði gegn 13 mörkum Rússa. Í þeim síðari var það aðeins Ólafur Stefánsson sem skoraði úr langskot- um og á stundum fannst manni að flestir leikmenn íslenska liðsins hefðu ekki sjálfstraust til þess að skora gegn hinum „aldna“ Lavrov. Reynsla hans vó þungt á þeim köflum í leikn- um sem íslenska liðið hefði getað snú- ið hlutunum sér í hag. Í stöðunni 19:19 ver hann frá Einari Erni Jónssyni úr horninu þar sem íslenska liðið fékk tækifæri á að komast yfir. „Ég lét hann verja frá mér í tví- gang á lokakafla leiksins og á stóran þátt í því hvernig fór að þessu sinni,“ sagði Einar Örn. „Í hvert sinn sem við fórum okkur hægt í sóknarleiknum fengum við góð færi en þegar við flýttum okkur of mikið gekk okkur illa að nýta sóknirnar og gerðum of mörg mistök,“ sagði Einar Örn. Rússneska liðið virkaði þreytulegt, flestir leikmenn liðsins virðast þung- lamalegir og á fullri ferð niður brekk- una á ferli sínum. Hins vegar skiptu þessi atriði litlu máli þegar á hólminn var komið gegn íslenska liðinu. Eins og áður segir fór Ólafur Stef- ánsson fremstur í flokki í sóknarleik íslenska liðsins. Patrekur Jóhannes- son lék aðeins í nokkra mínútur áður en hann meiddist á fæti og lék ekkert meira með. Ólafur bar því íslenska lið- ið nánast á herðum sínum í síðari hálf- leik þar sem þeir Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson komust lítt áleiðis gegn rússnesku vörninni. Dag og Aron skorti sjálfstraust í aðgerðir sínar og þegar skotin komust í gegn var Lavrov oftar en ekki á réttum stað í marki þeirra. Einar Örn Jóns- son vaknaði til lífsins í síðari hálfleik og skoraði þrjú mörk en nýtti færin sín afar illa þegar á heildina er litið. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark úr horninu en þrjú til viðbótar af öðrum stöðum á vellinum. Þar sem íslenska liðið fékk lítið af hraðaupp- hlaupum að þessu sinni var Guðjón Valur lítt áberandi í sóknarleik liðs- ins. Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark í hvorum hálfleik og virðist ekki vera í sama ástandi líkamlega og á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð fyr- ir ári. Róbert Sighvatsson leysti Sig- fús af í sóknarleiknum sem línumaður og skoraði eitt mark. Ógnunin af lín- unni var því lítil og kannski eðlileg or- sök þar sem rússneska vörnin gat leyft sér að „liggja aftarlega“ þar sem lítil ógnun var frá íslenska liðinu fyrir utan Ólaf Stefánsson. Morgunblaðið/RAX Sigurinn gegn Júgóslövum að komast í örugga höfn – Sigurður Bjarnason, Guðjón Valur Sigurðsson, Rúnar Sigtryggsson og Sigfús Sigurðsson eru staðnir upp til að fagna, Róbert Sighvatsson er hinn rólegasti á bekknum.        #   #    ?          !"# $#% &&  & $#  '(   +              Í stöðunni 6:2 eftir tíu mínútna leik gegn Rússum hafði maður það á tilfinningunni að íslenska landsliðið í handknattleik gæti loksins sett saman atburðarás í vörn sem sókn sem gerði því kleift að leggja „rússneska björnin“ að velli í Lissabon á laugardaginn. Gömlu refirnir Alexander Tutschkin og markvörðurinn Andrei Lavr- ov tóku í kjölfarið við keflinu í rússneska liðinu. Hinn rétt tæplega fertugi Tutschkin „hamraði“ knöttinn í markið með þrumufleygum þrátt fyrir að vera nánast tekinn úr umferð og Lavrov sem er elsti leikmaðurinn á HM, 41 árs, var í hlutverki „landamæravarðarins“ á hinum enda vallarins og sá til þess að skot íslenskra leikmanna röt- uðu ekki rétta leið. Hann varði alls 19 skot í leiknum og þar af eitt vítakast. Rússarnir litu aldrei um öxl í síðari hálfleik eftir að þeir komust yfir, 20:19, og náðu mest fjögurra marka forskoti, 24:20. Og þann mun náðu íslensku leikmennirnir aldrei að brúa. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Lissabon Fyrir einhverjum árum vorumenn sáttir við 8. sæti á HM en metnaðurinn er mikill hjá okk- ur og við viljum fara lengra. Nú eru framundan spenn- andi tímar. Evrópu- mót og Ólympíu- leikar svo það verður gaman að spila með landsliðinu á komandi misserum,“ sagði Patrekur sem segist hafa átt sér þann draum að ná lengra í keppninni og leika til verðlauna. „Okkur skorti herslu- muninn að fara lengra en við köst- uðum því frá okkur sjálfir. Við vorum ekkert með lélegra lið en til dæmis Spánverjar og með örlítið yfirvegaðri leik þá hefðum við get- að verið í þeirra sporum. Eins og staðan er í dag erum við sjöunda besta þjóðin og í sjálfu sér er það frábær árangur hjá svona lítilli þjóð.“ Eftir frábæran árangur á EM í fyrra voru þá væntingarnar meiri en þær hefðu átt að vera fyrir HM? „Við vitum að það eru alltaf gerðar miklar væntingar til lands- liðsins. Það gekk til að mynda allt upp á EM enda var ástand manna miklu betra hvað meiðsli varðar fyrir þá keppni en núna. Hvað sjálfan mig varðar þá var ég í tölu- verði basli með meiðsli og lengi vel var óvíst hvort ég gæti leikið á móti Júgóslavíu. Það voru hlutir í leik okkar á EM sem voru betri í Svíþjóð heldur en núna. Guðmund- ur varði stórkostlega í öllum leikj- unum í Svíþjóð og vörnin var klassagóð í öllum leikjunum. Það komu leikir hjá okkur núna sem liðið hökti talsvert en það má held- ur ekki gleyma að tapleikirnir þrír voru allir á móti stórþjóðum og í öllum þeim vorum við inni í leikj- unum allt fram á síðustu mínútur. Það sýnir að okkur skortir ekki nema bara herslumun að komast alveg í fremstu röð.“ Það var töluvert einkennandi hjá liðinu ákveðinn pirringur á milli manna en þetta sást ekki í leiknum við Júgóslava. Var eitt- hvert uppgjör hjá ykkur eftir tap- leikinn við Rússa? „Við erum búnir að vera saman í þrjár til fjórar vikur og það er al- veg eðlilegt að menn ræði mikið saman um hlutina. Ég viðurkenni alveg að það var ákveðinn pirr- ingur í gangi. Menn voru að kýta en það risti ekkert djúpt. Við ákváðum eftir Rússaleikinn að mæta til leiks á móti Júgóslövum með jákvætt hugarfar enda vildum við standa saman og vinna leikinn sem lið. Menn tóku aldrei neitt persónulega þegar verið var að skammast. Við erum sumir búnir að vera lengi saman með landslið- inu og auðvitað er hluti af þessu að ræða málin og rökræða en það verður að vera innan skynsam- legra marka.“ Hvað með sjálfan þig. Þú gekkst ekki alveg heill til skógar á mótinu sem hafði áhrif á frammistöðu þína? „Ég er búinn lenda í hinum ýmsu meiðslum meðan á mótinu hefur staðið fyrir utan þau meiðsli sem ég átti við að glíma fyrir keppnina. Þetta hafði auðvitað mikil áhrif á leiki mína þó svo að það geti ekki alltaf verið afsökun þegar illa fer. Það kom okkur til góða að breiddin er góð og ég get nefnt sem dæmi að Aron Krist- jánsson skilaði að mínu mati mjög góðri keppni. Hann leysti mig af hólmi og gerði það vel,“ sagði Pat- rekur Jóhannesson. ,,ÞAÐ er mikill léttir hjá okkur enda var þetta okkar síðasta tæki- færi að fylla markmiðið sem við settum okkur. Við gerðum okkur grein fyrir því að mikið var í húfi og við hefðum orðið hundsvekktir með árangurinn ef áttunda sætið hefði orðið niðurstaðan,“ Patrek- ur Jóhannesson við Morgunblaðið eftir sigurleikinn á móti Júgó- slövum. Patrekur er einn fárra í liðinu sem leikið hefur á Ólympíu- leikum en hann var í íslenska liðinu í Barcelona 1992. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Lissabon Skorti herslu- mun að ná lengra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.