Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 9
HM Í PORTÚGAL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 B 9  SIGURÐUR Bjarnason gat ekki tekið þátt í leiknum við Rússa. Sigurður meiddist á hné í leiknum við Spánverja og þar sem hann var ekki al- veg búinn að hrista þau af sér var ákveðið að hvíla hann fyr- ir átökin við Júgóslava.  SNORRI Steinn Guðjóns- son kom inn í hópinn fyrir Sigurð og var þar með í fyrsta sinn í leikmannahópn- um á HM. Snorri Steinn fékk hins vegar ekki að spreyta sig í leiknum.  PATREKUR Jóhannesson fékk þungt högg á lærið á 17. mínútu fyrri hálfleiks í leikn- um við Rússa og gat ekki tek- ið meira þátt í leiknum eftir það.  PATREKUR var tæpur fyr- ir leikinn gegn Júgóslövum en eftir upphitununa fyrir leikina var tekin ákvörðun að hann léki með. Snorri Steinn Guð- jónsson var til taks ef Patrek- ur hefði ekki getað spilað.  ÍSLENSKU leikmennirnir þurftu að skipta um keppn- istreyjur rétt fyrir leikinn við Rússa. Þeim var ekki heimilt að spila í rauðum treyjum þar sem keppnisbúningurinn þótti of líkur þeim rússneska. Ís- lendingar léku því í rauðum buxum og bláum treyjum.  NEDELJKO Jovanovic, að- alleikstjórnandi Júgóslava, og einn þeirra besti leikmaður gat ekki leikið gegn Íslend- ingum í gær. Jovanovic varð fyrir hnjámeiðslum í leiknum við Ungverja á laugardaginn.  NENAND Perunicic risinn í liði Júgóslava sem leikur með Ólafi Stefánssyni og Sig- fúsi Sigurðssyni hjá Magde- burg, kom ekkert við sögu í leiknum við Íslendinga. Per- unicic var veikur og sat á varamannabekknum allan tímann.  LINO Cervar, þjálfari Kró- ata, er einnig þjálfari ítalska liðsins Conversano, liðsins sem Guðmundur Hrafnkels- son, landsliðsmarkvörður, leikur með.  STEFAN Kretzschmar, hornamaður þýska landsliðs- ins, fingurbrotnaði í undan- úrslitaleiknum við Frakka á laugardaginn og gat því ekki tekið þátt í úrslitaleiknum við Króata.  VOLKER Zerbe gat heldur ekki tekið þátt í úrslitaleikn- um. Hann meiddist einnig í undanúrslitaleiknum við Frakka. Christian Rose, fé- lagi Einars Arnar Jónsson hjá Wallau Massenheim kom inn í þýska liðið í stað Zerbe. FÓLK EGYPTINN Mohamed Gohar féll á lyfja- prófi sem tekið var honum á heimsmeist- aramótinu í handknattleik í Portúgal. Ekki hefur verið upplýst um hvaða ólöglegu efni fundust við lyfjaprófið og verður það ekki upplýst fyrr en niðurstaðan úr síðara lyfja- prófinu liggur fyrir eftir nokkra daga. Gohar er eini leikmaðurinn sem hefur orð- ið uppvís að notkun ólöglegra efna á heimsmeistaramótinu en alls voru 88 leik- menn kallaðir í lyfjaprófa á meðan mótið stóð yfir. Gohar var tekinn í lyfjapróf eftir viðureign Egypta og Brasilíu í riðlakeppni mótsins. Reynist síðara prófið sýna sömu niðurstöðu og A-prófið þá á Gohar yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann. Egypti féll á lyfjaprófi HANDKNATTLEIKSDÓMARARNIR Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson geta verið stoltir af frammistöðu sinni á HM. Þeim tókst afar vel upp í hlutverki sínu, aldrei betur en þegar þeir dæmdu undanúrslitaleik Króata og Spánverja. Stefán og Gunnar dæmdu leikinn af stakri snilld og sýndu að þeir eru á með- al fremstu dómara heimsins. Þeir stigu vart feilspor og í jafnspennandi og mik- ilvægum leik eins og viðureignin var þá vakti athygli þeirra sem á leikinn horfðu hversu lítið leikmenn og for- ráðamenn liðanna þurftu að deila við dómarana, enda flestir dómar þeirra réttir og aðdáunarvert hversu rólegir og yfirvegaðir þeir Stefán og Gunnar voru í þessum maraþonleik. Stefán og Gunnar stigu ekki feilspor Morgunblaðið RAX Gunnar og Stefán STJÓRN Alþjóðahandknattleiks- sambandsins sýndi líkast til einn besta varnarleik sem sást á heims- meistaramótinu sl. föstudag þegar IHF bauð fréttamönnum á fund sinn. Þar sem IHF sat fyrir svörum hvað varðar framkvæmd, fyr- irkomulag og aðstöðu fréttamanna á heimsmeistaramótinu í Portúgal. Óhætt er að segja að 5/0 vörn IHF hafi þurft að þola ýmislegt á þeim fundi þar sem fréttamenn létu álit sitt í ljós hvað varðar HM. Forseti IHF, dr. Hassan Moust- afa frá Egyptalandi, reyndi að „plástra“ yfir sárin í svörum sín- um. Enda voru spurningar fréttamanna allar á sömu nót- unum. Moustafa svaraði því til að fyrirkomulagið hefði verið ákveðið árið 1999 þar sem að- ildarþjóðum IHF þótti útslátt- arfyrirkomulagið ekki vera vænlegast fyrir íþróttina. Hann gat ekki útskýrt það hvers vegna lið sem endaði í fyrsta sæti riðlakeppninnar fékk ekkert stig með sér í milliriðlana, en lið í þriðja sæti fékk tvö stig. Moustafa fékk dræmar undirtektir er hann reyndi að verja keppnisfyr- irkomulagið enda sögðu fréttamenn almennt að þeir sjálfir ættu í mestu vandræðum með að halda utan um þróun mála. Fátt var um svör er spurt var hvað stjórn IHF héldi að hinn almenni handknattleiksáhugamaður hefði mikla vitneskju um möguleikana sem keppnisfyrirkomulagið byði upp á. Líklega var öllum sama því fáir komu á leikina í riðlakeppninni og milliriðl- um. Moustafa í vandræðum Moustafa gat heldur ekki svarað því hvers vegna svo margt hefði farið úrskeiðis hjá framkvæmdaraðila mótsins, IHF og handknattleiks- sambandi Portúgal. Menn voru sam- mála því að á flestum keppnistöðum hefði ástandið verið á þann veg að hafist hefði verið handa við skipu- lagningu þremur dögum áður en keppnin hófst. Íslenskir blaðamenn í Caminha vildu aðeins fá borð og stól en sátu þess í stað á áhorfendapöll- unum í báðum leikjum íslenska liðsins í milliriðlinum. Enginn vissi hvert halda átti í milliriðlana fyrr en seint á sunnudagskvöldi eftir að liðin höfðu leikið fimm leiki á einni viku. Stuðningsmenn liðanna vissu ekki hvernig skipuleggja átti ferðina og völdu mjög margir það að fara ekki á HM í Portúgal. Moustafa varðist af krafti í um klukkustund, mörkunum fjölgaði hins vegar þegar á leið og leki kom í 5/0 vörn IHF. Líkast til verður Moustafa ekki lengi við stjórn- völinn hjá IHF sé miðað við traustið sem hann fékk frá fréttamönnum í Lissabon. Hann sagði fátt þegar þýsk- ir fréttamenn klöppuðu þegar ís- lenskur fréttamaður innti IHF eftir svörum við hvers vegna næsta heims- meistarakeppni ætti að fara fram í Túnis, en ekki Þýskalandi þar sem áhuginn væri hvað mestur. Moustafa taldi mikilvægt að breiða út boðskap- inn eins og hann orðaði það. En flest- ir fréttamenn sem voru á svæðinu gátu ekki séð kostina sem fylgja því að halda keppnina í Túnis í stað Þýskalands. Vandræði á Víkingabarnum Víkingabarinn er í Caminha og þar hafði veitingamaður staðarins gert ráðstafanir til þess að taka á móti ís- lenskum, dönskum eða sænskum vík- ingum. Þeir íslensku enduðu í Cam- inha en verra var að telja mátti stuðningsmenn íslenska liðsins á fingrum beggja handa. Örfáir komu á leikina og enn færri dvöldu í Cam- inha. Sá sem þetta skrifar fann aðeins einn stuðningsmann sem dvaldi í Caminha. Öllu var hins veg- ar til tjaldað á „Vík- ingabarnum“ alla keppnisdagana, djasshljómsveit lék þar öll kvöld en aðeins eitt vantaði – gestina. Heimsmeistarakeppnin var því ekki „vertíð“ fyrir veitingamann- inn og þegar gera átti upp við hljóm- sveitina síðasta kvöldið mátti sjá á látbragði eigandans að hann hefði reiknað dæmið vitlaust og gæti ekki greitt fyrir spilamennskuna. Samn- ingaþófið stóð enn yfir þegar við yf- irgáfum staðinn. Brand komst ekki í viðtal Heiner Brand, þjálfari þýska lands- liðsins, lenti í skemmtilegri uppá- komu í Póvoa de Varzim þegar Þjóð- verjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar eftir 31:31 jafntefli gegn Júgóslövum. Brand ætlaði að fara af keppnisgólf- inu og upp í aðstöðu þýskrar sjón- varpsstöðvar til þess að fara í viðtal eftir leikinn. Starfsmenn keppninnar meinuðu honum að fara af keppn- isgólfinu þar sem hann var ekki með réttan „passa“ hangandi um hálsinn. Þrátt fyrir kröftug mótmæli starfs- manna þýsku sjónvarpsstöðvarinnar komst Brand hvorki lönd né strönd og ekkert varð af viðtalinu. Sigurður Elvar Þórólfsson, Lissabon. IHF-vörnin stóðst ekki álagið Elsti leikmaðurinn í heimsmeist-arakeppninni, rússneski mark- vörðurinn Andrei Lavrov, sem verð- ur 41 árs gamall í mars næstkomandi, fór hvað eftir annað illa með íslensku leikmennina og það var ekki síst fyrir stórleik hans á milli stanganna að Rússar fögnuðu sigri á Íslendingum. Lavrov varði alls 19 skot, mörg þeirra úr dauða- færum, og þessi snjalli markvörður fagnaði sigrinum innilega því með honum er tryggt að hann tekur þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum þeg- ar þeir verða haldnir í Aþenu á næsta ári. ,,Mig hungraði í að komast á Ól- ympíuleikana og ég fann það snemma í leiknum að ég var vel upplagður og einbeittur. Við vorum dálítið sofandi í byrjun leiksins en við tókum okkur sem betur fer taki og þegar við náðum fjögurra marka forskoti undir lokin þá vissi ég innst inni að við myndum hafa þetta. Íslendingarnir börðust grimmi- lega en mér fannst sigri okkar ekki ógnað. Það er alltaf erfitt að glíma við Íslendinga. Þeir eru baráttu- glaðir og eiga Stefánsson (Ólafur) sem er frábær leikmaður,“ sagði Lavrov við Morgunblaðið eftir leik- inn. Þú á fimmtugsaldrinum og Toutchkine sem verður fertugur á næsta ári dróguð vagninn fyrir ykk- ar lið. Ert þú ekki sammála því? ,,Já, það má kannski segja að tveir gamlir menn hafi unnið leikinn og líklega skiptir þar mestu leikreynsl- an. Við höfum verið lengi í eldlín- unni og gjörþekkjum allt sem snýr að handboltanum. Við ætluðum okk- ur að komast lengra í keppninni en fyrst ólympíusætið náðist get ég ekki annað en verið ánægður.“ Morgunblaðið/RAX Roland Eradze og Patrekur Jóhannesson fagna og Guð- mundur Ingvarsson, formaður HSÍ, er ánægður með lífið. Elsti maðurinn á HM lék Íslend- ingana grátt Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Lissabon Portúgalsbréf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.