Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 7
HM Í PORTÚGAL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 B 7 Morgunblaðið/RAXg u. ur f- . Takmarkinu er náð og ég er ákaf-lega glaður að við skyldum ná því með og gera það með miklum stæl. Við höfðum greinilega meiri vilja til að vinna leikinn og ég vil meina að það að ná sjöunda sætinu sé virkilega góður árangur. Við settum okkur það markmið að komast á Ólympíuleikana og ég held að þjóðin geti verið ánægð með frammistöðu liðsins,“ sagði Guð- mundur við Morgunblaðið eftir sig- urinn á Júgóslövum. Þú fannst þig vel á milli stang- anna? „Já, ég var góður eins og allir hin- ir. Vörnin fyrir framan mig var virki- lega góð og þegar það er uppi á ten- ingnum gengur manni alltaf betur í markinu. Ég fann fyrir leikinn að ég var vel stemmdur og ég held að allir hafi verið þannig.“ Guðmundur sagði að það hefði verið góður möguleiki á að ná lengra í keppninni. „Við vorum ekki langt frá því að komast í undanúrslitin. Við lentum í hörkuleik á móti Spánverj- um og með smáheppni og aðeins yf- irvegaðari leik hefðum við getað komist í keppni um verðlaun. Við töpuðum þremur leikjum á mótinu en í öllum þeim leikjum áttum við möguleika á að sigra allt fram á síð- ustu stundu.“ Hvernig er samanburðurinn við leiki ykkar á þessu móti og á EM í Svíþjóð í fyrra? „Spilamennskan í Svíþjóð var frábær hjá okkur en fólk verður að átta sig á því að HM- keppnin er allt öðruvísi en EM. Við spiluðum við létta andstæðinga í riðlakeppninni og það er erfitt að vinna leiki með 20–30 mörkum og þurfa síðan að spila við stórþjóðir. Allir leikirnir á EM eru stórleikir þannig að samanburðurinn er mjög erfiður. Guðmundur var að taka þátt í sinni sjöttu heimsmeistarakeppni og alls eru stórmótin sem hann hefur tekið þátt í orðin tólf, sex HM- keppnir, tvær Evrópukeppnir, tvær B-keppnir og tvennir Ólympíuleikar. En er hann eitthvað að hugsa um að láta staðar numið eftir þessa keppni? ,,Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Guðmundur og brosti í kampinn. „Ég er ekkert farinn að hugsa um að hætta. Það er spennandi tímar framundan. Tvö stórmót á næsta ári – Evrópumót og Ólympíuleikar svo það verður gaman að taka þátt í þessu áfram á meðan maður hefur Tólfta stórkeppnin að baki hjá Guðmundi Hrafn- kelssyni, sem er ekki á þeim buxunum að hætta Tvö stórmót eru framundan GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og Ólafur Stefánsson voru að öðr- um ólöstuðum bestu leikmenn íslenska liðsins í sigrinum á Júgóslövum í gær. Guðmundur lokaði marki sínu á löngum köfl- um og þegar upp var staðið varði hann 24 skot, þar af þrjú vítaköst.       %!  #<$#=  ( #% #<'<(  (#<(  $/ (<5(#   <   ' (!#<#!  ( #% #<D/#  =#%<   D# (<D# (  D/#(< %!   E = #<$<   7# #<   D/#(<( #%  D/4# (<D/4# (  (#<$ (   =<D/#  @#9%<F   @#( /9< #  ( #% #< #  ,#"# #< % (  <$/  <8   E = #<=9  3 #<( #%  #9<) <( <+** #9<) <( <)) #9<)<( <))) #9<))<( <)  #9<)<( <))) #9<)<( <+*** #9<))<( <+** #9<)*<( <)) #9<) <( <+*** #9<) <( <) #9<) <( <) #9<))*<( <+** #9<) <( <))) #9<) <( <)* #9<) <( <)  #9<))<( <+** #9<) <( <))) #9<)*<( <))+ #9<) <( <))* #9<) <( <) #9<) <( <) #9<))+<( <+** #9<))+<( <+**                     + + + 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9# 9#       (!% # 1!"( <  (/ ;#=/4 ( Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Lissabon Guðmundur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður. getu og hefur gaman af hlutunum. Framtíðin er björt hjá okkur og ef við höldum vel á spöðunum getum við alveg haldið áfram að vera í fremstu röð.“ Guðmundur segir óljóst hvað tek- ur við hjá sér en samningur hans við Conversano á Ítalíu klárast í vor. ÞAÐ vakti athygli í keppnishöllinni í Lissabon hve langt var frá endalínu og að netinu sem strengt var fyrir aftan mörkin á hvorum enda vallarins. Þegar knötturinn hafnaði í netinu voru markverðirnir lengi að fá knöttinn í hend- urnar til þess að setja leikinn af stað á ný. Á undanförnum árum hefur hraðinn í hand- knattleiksíþróttinni aukist til muna og hafa þá markverðir leikið mikilvægt hlutverk í hraða- upphlaupum með því að vera snöggir að setja knöttinn í leik. Í Atlantico-höllinni í Lissabon var þetta erfiðara en ella þar sem knötturinn fór langt aftur fyrir markið og oftar en ekki festist hann á bak við auglýsingaskiltin fyrir aftan mörkin. Ólafur Stefánsson leikmaður íslenska lands- liðsins var ekki sáttur við aðstöðuna í Atlantico- höllinni hvað þetta atriði varðaði en annars er keppnishöllin mjög fullkomin að öllu leyti. Langt í netið í Lissabon ARON Kristjánsson úr Haukum kom mörgum á óvart á heims- meistaramótinu í Portúgal þar sem hann byrjaði inn á í átta af níu leikjum liðsins. Aron var í hlutverki leikstjórnanda í íslenska liðinu og taldi sig eiga vel heima í því hlutverki líkt og hver ann- ar. „Ég fór með því hugarfari í þetta verkefni að taka því sem mér væri falið. Auðvitað vilja allir spila og það mikið en ég ætl- aði ekki að svekkja mig á neinu. Ég hefði tekið jafnmikið á því hvort sem ég léki í fimm mínútur eða 60 mínútur í þessum leikj- um,“ sagði Aron en hann er þrítugur og hefur gert samning við danska liðið Tvis Holstebro til næstu tveggja ára. Við nálguðumst þennan leik gegn Júgóslövum með þeim hætti að um væri að ræða bikarúrslitaleik. Það var gleði og tilhlökkun í okkur og við sýndum okkar allra bestu hliðar frá upphafi,“ sagði Aron og var bjartsýnn á framhaldið hjá íslenska liðinu og sagði spennandi tíma vera framundan. „Þegar það gengur vel er ekkert skemmtilegra en að spila handbolta. Ég er ekkert á því að fara að gefa eftir á næstunni og stefni á að vera valinn til þess að taka þátt í næstu verkefnum liðsins, í Slóveníu og á Ól- ympíuleikunum í Aþenu í Grikklandi árið 2004,“ sagði Aron. Spennandi tímar framundan Dagur boðaði okkur á fund þarsem aðeins leikmenn liðsins voru staddir. Þar ræddum við sam- an, andrúmsloftið var hreinsað og það skilað því að við tryggðum okkur sæti á Ólympíuleik- um sem var upphaflegt markmið okkar fyrir þessa keppni,“ sagði Sigfús og taldi að frumkvæði fyr- irliðans hefði skilað miklu fyrir liðið og jafnvel gert gæfumuninn. „Ég man nú ekki alveg hvað var sagt á fundinum, en þar ræddu menn í ró- legheitum um framhaldið og hvern- ig best væri að haga sér á vellinum í næsta leik. Það sáu það allir sem horfðu á leikinn að við gáfum allt sem við áttum í leikinn sem skipti svo miklu máli. Við fórum að fagna mörkunum og hafa gaman af þessu. Það skiptir svo miklu máli,“ sagði Magdeburg-leikmaðurinn og játti því að hann hefði leikið undir getu á þessu móti. „Ég var ekki í sama ástandi lík- amlega og á EM fyrir ári. Und- irbúningurinn hjá mér einkenndist af meiðslum, í fæti, olnboga, nára og í baki. Það er samt sem áður engin afsökun og það kemur maður í manns stað í þessu liði. Hinsvegar er ég ósáttur við sjálfan mig hvað þetta mót varðar þrátt fyrir að ég hafi verið að gera það sem ég gat í öllum leikjunum. Ég á að geta gert mun betur sem og aðrir leikmenn liðsins og þegar allt smellur saman getum við farið langt á svona stór- móti. Þegar við spilum bara með hjartanu og látum verkin tala erum við jafngóðir ef ekki betri en þau lið sem eru að leika til undanúrslita á þessu móti,“ sagði Sigfús og var viss um að íslenska liðið ætti eftir að ná lengra. „Þegar við erum í ham í vörn sem sókn eru sum lið nánast hrædd við okkur. Hinsvegar erum við búnir að tryggja okkur á næstu stórmót, EM og Ólympíuleikana, og nú held ég að ég fari bara inn í klefa og sofni. Ég er alveg búinn eftir þetta mót,“ sagði Sigfús. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Lissabon Get gert mun betur VARNARLEIKUR íslenska landsliðsins á HM í Portúgal var af og til eins og hann á að sér að vera á góðum degi, en small loks saman í gær gegn Júgóslövum. Sigfús Sigurðsson línumaðurinn sterki er einn af lykilmönnum í varnarleik liðsins og hefur vörnin á HM verið í takt við hans eigin frammistöðu, gloppótt. Sigfús var samt sem áð- ur himinlifandi eftir að hafa lagt Júgóslava að velli, 32:27, og sagði að Dagur Sigurðsson fyrirliði liðsins hefði tekið af skarið í fyrradag eftir tapið gegn Rússum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.