Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 12
 ÓLAFUR Gottskálksson knatt- spyrnumarkvörður er mættur í slag- inn með Grindavík. Ólafur, sem samdi við Grindvíkinga í nóvember eftir að hann hætti hjá Brentford, lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar það vann Breiðablik, 3:2, í leik um 3. sætið á Opna Kópavogsmótinu í Fíf- unni í gær. Á laugardag tapaði Grindavík, 1:0, fyrir HK í undanúr- slitum mótsins.  SKAGAMENN sigruðu HK í úr- slitaleik mótsins í gær, 2:0, en þeir unnu Breiðablik, 5:1, í undanúrslit- um. Garðar Gunnlaugsson skoraði fjögur af mörkum ÍA í mótinu.  HRAFNHILDUR Skúladóttir var markahæst í liði Tvis/Holstebro með 7 mörk þegar liðið tapaði, 30:21, fyrir FCK Håndbold í dönsku úrvals- deildinni i handknattleik á laugar- daginn. Tvis/Holstebro er í næst- neðsta sæti deildarinnar með 4 stig þegar 15 leikir eru að baki.  REGINA Jacobs frá Bandaríkjun- um setti á laugardaginn heimsmet í 1.500 m hlaupi kvenna innanhúss á móti í Boston. Jacobs hljóp á 3.59,98 mínútum og varð þar með fyrst kvenna til þess að hlaupa vegalengd- ina innanhúss á skemmri tíma en fjórar mínútur. Fyrra heimsmet átti Doina Melinte frá Rúmeníu, 4.00,27. Þrettán ár eru síðan það met var sett.  STACY Dragila setti bandarískt met í stangarstökki innanhúss á sama móti þega hún lyfti sér yfir 4,71 metra. FÓLK ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik tekur þátt í Ólymp- íuleikunum í Aþenu 2004 og verður það í fjórða skipti sem það tekur þátt í Ólympíu- leikum. Íslenska landsliðið var fyrst með á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 – komst þangað þar sem Sovétmenn, Tékkar, Austur-Þjóðverjar, Pólverjar og Ungverjar ákváðu að senda ekki íþróttamenn til Bandaríkjanna. Íslenska landsliðið komst þá til Los Angeles þar sem það hafnaði í sjöunda sæti í B-keppninni í Hollandi 1983, þar sem keppt var um Ólympíusæti. Þegar landsliðið hafnaði í sjötta sæti á HM 1986 í Sviss tryggði liðið sér rétt til að leika á ÓL í Seoul 1988. Ísland tók síðan sæti Júgó- slavíu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, vegna sam- skiptabanns öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna gegn Serbíu og Svartfjallalandi. Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður, hefur verið með íslenska landsliðinu á áð- urnefndum þrennum Ólymp- íuleikum. Einar Þorvarð- arson lék í markinu 1984 í Los Angeles og 1988 í Seoul og hann var aðstoðarþjálfari Þorbergs Aðalsteinssonar á ÓL í Barcelona 1992. Guð- mundur Þórður Guðmunds- son, landsliðsþjálfari, var einnig leikmaður 1984 og 1988. Gústaf Bjarnason, Sigurður Bjarnason og Patrekur Jó- hannesson, sem eru nú leik- menn landsliðsins, tóku þátt í ÓL í Barcelona. Í fjórða skipti á Ólympíu- leika Eftir gönguferð um Lissabonmeð þeim Ólafi Stefánssyni og Sigfúsi Sigurðssyni ákvað Dagur að kalla leikmenn liðsins á fund. En hvað sagði fyrirlið- inn á þessum fundi? „Við settumst bara niður og fórum aðeins yfir málin. Ég sagði bara mína skoðun og við reyndum að brýna spjótin okkar fyrir næsta leik sem var mikilvæg- ur fyrir okkur,“ sagði Dagur og vildi ekki meina að íslenska liðið hefði ekki náð að stilla saman strengi sína á HM. „Það þurfti að kveikja ákveðinn neista í liðinu. Í upphafi leiksins gegn Júgóslövum vorum við eins og ljón sem höfðu ekki fengið að éta í þrjár vikur. Menn voru á tánum að ná hverjum einasta bolta sem var rúllandi á gólfinu. Júgóslavar voru hinsvegar ekki tilbúnir í þennan slag við okk- ur að þessu sinni. Þeir gáfust hreinlega upp í upphafi síðari hálf- leiks á meðan við höfðum viljann til þess að tryggja okkur markmiðið sem við höfðum sett okkur fyrir keppnina,“ sagði Dagur og vildi meina að sjöunda sæti á slíku móti væri meira en viðunandi. „Ég held að margir þurfi að ná sér niður á jörðina ef ætlast er til þess að við séum ósáttir við sjö- unda sætið. Þetta er góður árangur að mínu mati, nei annars, þetta er frábær árangur. Það eru um 15 þjóðir sem hafa getu til þess að vera í hópi sjö bestu þjóða heims. Við erum þar í dag og það er ekki svo slæmt skal ég segja þér. Við hefðum líka getað unnið Spán, Þjóðverja, Rússa og þess vegna Króatíu ef því hefði verið að skipta í undanúrslitum. Við lékum gegn Spánverjum nánast á „heimavelli“ þeirra við landamæri Spánar og Portúgals. Við lékum ágætlega gegn Rússum á köflum en þessir leikir töpuðust og við náðum að rífa „fallhlífina“ af okkur fyrir leikinn gegn Júgóslövum. Það var það sem skipti öllu máli að þessu sinni og ég viðurkenni það vel að við áttum í erfiðleikum sem lið eftir að hafa tapað fyrir Rússum í gær. Sjálfs- traustið var ekki mikið í okkar liði eftir leikinn. Við höfðum ákveðna reynslu með okkur þar sem við höfðum upplifað að tapa leikjum á þessu stigi í svona keppni. Hins- vegar er sjálfstraustið mjög fljótt að renna af liði sem tapar og missir af þeim tækifærum sem voru í boði fyrir leikinn. Það kostar mikla vinnu að ná til baka sjálfstraustinu og við náðum því til baka fyrir lokaslaginn á þessu móti.“ Spurður um stöðu hans sem leikmanns hjá Wagunaga í japönsku deildinni sagði Dagur að hann væri sáttur við lífið og tilveruna þar sem hann væri. „Ég lít á það þannig að jap- anska deildin sé fínn staður fyrir mig. Þetta snýst ekki um annað en að láta sér líða vel og spila hand- bolta. Ég veit hinsvegar að það hafa einhver lið sett sig í samband við umboðsmann minn en ég hef ýtt öllu slíku tali frá mér meðan á þessari keppni hefur staðið. Ég á samt von á því að leika í japönsku deildinni í a.m.k. eitt ár til við- bótar.“ Hefur þú leitt hugann að því að gefa ekki kost á þér í landsliðið? „Nei, ég er ekki nema 29 ára gamall og framundan eru tvö stór- mót sem allir handknattleiksmenn vilja vera með á. Ef ég verð valinn mun ég ekki skorast undan því. Ég er ekki að fara hætta að spila handbolta á næstunni. Hinsvegar væri gott að setjast núna niður með liðinu og tala um eitthvað ann- að en handbolta,“ sagði Dagur Sig- urðsson fyrirliði. Morgunblaðið/RAX Dagur Sigurðsson, Róbert Sighvatsson og Sigurður Bjarnason fagna á lokakaflanum í leiknum gegn Júgóslavíu. „Þurfti að kveikja neista í liðinu“ DAGUR Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, tók af skarið inni á vellinum sem aðalvopn íslenska liðsins gegn Pólverjum í milliriðl- inum í Caminha og skoraði þar tíu mörk. Í öðrum leikjum liðsins var Dagur lítt áberandi í sóknarleiknum en hann tók af skarið á öðrum vettvangi eftir 30:27 tap liðsins í leiknum á laugardaginn gegn Rússum. Þá var aðeins eitt tækifæri enn eftir á HM til þess að tryggja íslenska liðinu farseðil á næstu Ólympíuleika. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Lissabon Dagur Sigurðsson fyrirliði kallaði félaga sína á fund eftir leikinn við Rússa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.