Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2003, Blaðsíða 11
Ewerthon 3., Jan Koller 29. Rautt spjald: Yildiray Basturk (Leverkusen) 6. – 68.000. Hamburger SV – Werder Bremen ........ 1:0 Sergej Barbarez 56. – 46.742. Staðan: Bayern 19 13 4 2 39:14 43 Dortmund 19 10 6 3 31:15 36 Bremen 19 10 4 5 36:30 34 Stuttgart 19 9 6 4 32:24 33 Schalke 19 8 8 3 25:17 32 Hamburger 19 8 5 6 24:25 29 1860 München 19 8 4 7 29:26 28 Bochum 19 7 5 7 34:31 26 Hertha 19 7 5 7 22:23 26 Bielefeld 19 6 6 7 23:26 24 Wolfsburg 19 7 3 9 21:24 24 Rostock 19 6 5 8 22:24 23 Nürnberg 19 6 3 10 24:30 21 Gladbach 19 5 5 9 20:22 20 Leverkusen 19 5 5 9 24:32 20 Hannover 19 5 5 9 25:35 20 Cottbus 19 4 4 11 18:39 16 Kaiserslautern 19 3 5 11 20:32 14 Spánn Atletico Madrid – Barcelona.................. 3:0 Fernando Torres 39., Moises Costa Emer- son 69., Jose Garcia Calvo 88. Rautt spjald: Jose Mari (Atletico) 66., Fabio Rochem- back (Barcelona) 66. – 55.000. Alavés – Rayo Vallecano ........................ 1:1 Antonio Karmona 71. – Roberto Peragon 20. Rautt spjald: Jorge Azkoitia (Vallec- ano) 59. – 13.000. Real Betis – Deportivo La Coruna ........ 0:2 Diego Tristan 60., Roy Makaay 72. – 45.000. Celta Vigo – Sevilla ................................. 0:1 Javier Casquero 74. – 17.000. Osasuna – Villarreal ............................... 0:1 Jose Moreno 31. – 14.000. Valencia – Mallorca................................. 1:0 Miguel Mista 79. – 46.000. Valladolid – Racing Santander.............. 2:1 Jose Chema 17., Fernando Sales 82. – Pedro Munitis 13. Rautt spjald: Claudio Arzeno (Santander) 83. – 11.500. Málaga – Huelva ...................................... 4:0 Dely Valdes 48., 79., Marcelo Romero 67., Garcia Gerardo 70. – 23.033. Espanyol – Real Madrid.......................... 2:2 Garcia Roger 40., Raúl Tamudo 45. - Ro- berto Carlos 59., Luis Figo 74. Rautt spjald: Sanchez Alex Fernandez (Espany- ol) 87. - 51.100. Athletic Bilbao – Real Sociedad ............ 3:0 Joseba Etxeberria 19., 74., Santiago Ez- querro 90. Rautt spjald: Nihat Kahveci (Sociedad) 85. Staðan: Real Sociedad 20 12 7 1 36:24 43 Real Madrid 20 10 9 1 42:21 39 Valencia 20 11 5 4 33:16 38 Deportivo 20 10 5 5 29:24 35 Real Betis 20 9 6 5 31:24 33 Celta Vigo 20 9 3 8 22:19 30 Atl. Madrid 20 7 7 6 32:26 28 Málaga 20 6 9 5 27:24 27 Valladolid 20 8 3 9 21:23 27 Mallorca 20 8 3 9 24:33 27 Sevilla 20 6 7 7 16:15 25 Villarreal 20 6 7 7 21:23 25 Bilbao 20 7 4 9 30:35 25 Alavés 20 6 7 7 26:31 25 Barcelona 20 6 5 9 27:28 23 Osasuna 20 6 5 9 22:26 23 Espanyol 20 6 3 11 24:31 21 Santander 20 6 2 12 22:29 20 Vallecano 20 5 4 11 20:29 19 Huelva 20 3 5 12 16:40 14 Ítalía Piacenza – Brescia .................................. 1:4 Dario Hubner 17. – Stephen Appiah 6., Ro- berto Baggio 32., Luca Toni 46., Igli Tare 87. – 5.500. Roma – Bologna....................................... 3:0 Vincenzo Montella 36., Marco Delvecchio 51., Antonio Cassano 72. – Giusepppe Sig- nori 41. – 55.000. AC Milan – Modena ................................. 2:1 Andrea Pirlo 76. (víti), Filippo Inzaghi 80. – Massimo Scoponi 90. – 75.000. Atlanta – Juventus................................... 1:1 Alex Pinardi 40. – Marco Di Vaio 50. Rautt spjald: Cristiano Doni (Atlanta) 81. – 25.000. Chievo – Lazio.......................................... 1:1 Eugenio Corini 44. (víti) – Diego Simeone 88. – 15.000. Empoli – Como......................................... 0:0 4.000. Parma – Udinese ..................................... 3:2 Adriano 11., Simone Barone 52., Hidetoshi Nakata 84. – David Marcelo Pizarro 56., Marek Jankulovski 90. Rautt spjald: Mat- teo Ferrari (Parma) 21., Per Kroldrup (Ud- inese) 44. – 15.000. Reggina – Perugia .................................. 3:1 David Di Michele 1., Francesco Cozza 28., Emiliano Bonazzoli 46. – Rahman Rezaei 1. – 25.000. Torino – Inter Mílanó.............................. 0:2 Christian Vieri 48., Okan Buruk 57. – 20.000. Staðan: AC Milan 19 13 3 3 36:13 42 Inter 19 13 3 3 39:20 42 Juventus 19 11 6 2 35:14 39 Lazio 19 10 7 2 34:18 37 Chievo 19 10 3 6 29:19 33 Parma 19 8 6 5 33:22 30 Bologna 19 7 7 5 22:19 28 Roma 19 7 5 7 31:28 26 Udinese 18 7 5 6 17:19 26 Perugia 19 7 4 8 24:27 25 Empoli 19 6 5 8 24:27 23 Brescia 19 5 7 7 24:28 22 Modena 19 6 2 11 13:28 20 Reggina 19 5 4 10 18:33 19 Atalanta 19 4 6 9 20:30 18 Piacenza 19 3 4 12 15:32 13 Como 18 1 8 9 11:25 11 Torino 19 2 5 12 11:34 11 Holland Feyenoord – Twente.................................4:2 Waalwijk – Groningen ..............................1:0 Willem II – Ajax ........................................0:6 Alkmaar – Nijmegen ................................0:0 Breda – Heerenveen .................................1:1 Staðan: PSV 18 14 3 1 45:10 45 Ajax 18 13 4 1 50:18 43 Feyenoord 18 11 3 4 44:22 36 Waalwijk 18 8 4 6 20:23 28 Breda 17 6 9 2 23:13 27 Roda 17 7 5 5 30:26 26 Willem II 18 7 4 7 26:29 25 Utrecht 17 6 6 5 23:21 24 Nijmegen 18 6 6 6 22:26 24 Twente 18 5 7 6 23:28 22 Heerenveen 18 5 6 7 25:30 21 Alkmaar 17 6 3 8 27:40 21 Excelsior 17 4 6 7 20:29 18 Vitesse 17 4 4 9 17:20 16 Roosendaal 18 4 4 10 20:32 16 Groningen 18 3 4 11 16:29 13 Zwolle 17 3 4 10 16:30 13 De Graafschap 17 3 4 10 18:39 13 Frakkland Ajaccio – Bastia .........................................1:1 Le Havre – Troyes ....................................1:0 Lyon – Nantes ...........................................0:0 Mónakó – Sedan ........................................3:0 Nice – Guingamp.......................................1:0 Rennes – Lens ...........................................1:1 Strasbourg – París SG..............................0:1 Auxerre – Sochaux....................................2:0 Bordeaux – Marseille................................3:1 Staða efstu liða: Mónakó 25 11 9 5 38:21 42 Nice 25 11 9 5 29:18 42 Marseille 25 12 6 7 26:23 42 Lyon 25 11 8 6 43:30 41 Auxerre 24 11 7 6 24:19 40 Bordeaux 24 11 6 7 34:23 39 París SG 25 10 9 6 32:21 39 Sochaux 24 10 7 7 25:20 37 Bastia 25 10 5 10 27:29 35 Vináttulandsleikur Hondúras – Argentína ............................ 1:3 Saul Martinez 8. – Diego Millito 15., Lucho Gonzales 53., Mariano Gonzales 56. Rautt spjald: Figueroa (Hondúras) 45., Diego Millito (Argentínu) 72., Garce (Argentínu) 79. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2003 B 11 Skjaldarglíma Ármanns Haldin í íþróttahúsi Seljaskóla laugardag- inn 1. febrúar. 1. Pétur Eyþórsson, Víkverja..................... 4 2. Heimir Hansen, Fjölni ............................ 3 3. Hlynur Hansen, Fjölni............................ 2 4. Orri Ingólfsson, Fjölni ............................ 1 5. Ásgrímur Jósefsson, Fjölni .................... 0  Pétur varð skjaldarhafi Ármanns í þriðja sinn en hann vann titilinn áður 1999 og 2001. Ármannsglíman var háð í 103. sinn en hún fór fyrst fram árið 1889.  Heimir og Hlynur, sem urðu í öðru og þriðja sæti, eru tvíburabræður. 1. deild kvenna Þróttur R. – Fylkir .................................. 2:3 (16:25, 25:21, 16:25, 25:21, 15:17) Staðan: Þróttur N. 12 12 0 36:6 36 KA 12 10 2 31:7 31 HK 12 5 7 20:21 20 Nato 10 2 8 11:26 11 Fylkir 12 3 9 11:29 11 Þróttur R. 10 2 8 9:26 9 1. deild karla HK – ÍS.......................................................1:3 (25:22, 16:25, 17:25, 17:25) Staðan: ÍS 9 7 2 22:9 22 Stjarnan 8 7 1 21:5 21 HK 9 5 4 19:13 19 Þróttur R. 9 3 6 12:20 12 Hamar 9 0 9 0:27 0 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Grindavík: UMFG – Skallagrímur ......19.15 Keflavík: Keflavík – Hamar .................19.15 Njarðvík: Njarðvík – ÍR .......................19.15 BLAK 1. deild karla: Hveragerði: Hamar – Stjarnan.................20 Í KVÖLD Það var ljóst strax í upphafi leiksað leikmenn Stjörnunnar og ÍBV myndu selja sig dýrt í þessum leik. Bæði lið keyrðu upp hraðann og freistuðu þess að koma mótherjum sínum á óvart með því að ljúka sóknum hratt og örugglega. Þessi aðferð virkaði alls ekki og eftir rúmlega 11 mínútna leik höfðu að- eins þrjú mörk verið skoruð en leik- menn höfðu hins vegar tapað bolt- anum í sóknarleik sínum 13 sinnum. Stjarnan skoraði t.a.m. úr fyrstu sókn sinni en annað markið kom ekki fyrr en í 14. sókninni. Á sama tíma höfðu Eyjastúlkur náð þriggja marka forystu 1:4 og sá munur hélst að mestu út fyrri hálfleikinn. Stórleikur Jelenu Jovanovic í marki Stjörnunnar í síðari hálfleik, þar sem hún varði 12 skot, færði liði hennar aukna trú á verkefnið og góð- an árangur að því loknu. Stjarnan komst yfir 16:15 þegar tæpar 9 mín- útur lifðu af leiknum og liðið náði þriggja marka forystu þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Það var því ekkert sem benti til annars en að ÍBV myndi tapa öðrum leik sínum í röð á Íslandsmótinu en það var eins og Stjarnan réði ekki við spennuna og þær töpuðu boltanum á ótrúlegan hátt í tveimur sóknum á þessum tíma. Stjarnan missti þá þrjá leik- menn af velli og þegar Anna Yan- kova tók aukakast að loknum leik- tíma stóðu aðeins þrír leikmenn í varnarveggnum fyrir framan hana og tókst ekki að koma í veg fyrir að hún setti boltann snyrtilega í mark Stjörnunnar framhjá hinum frábæra markverði Jelenu Jovanovic. „Svona eru leikirnir búnir að vera á móti Stjörnunni í vetur, þetta er bara dramatík,“ sagði Unnur Sig- marsdóttir, þjálfari ÍBV, sem fylgd- ist með sínum stúlkum úr áhorfenda- stúkunni þar sem hún tók út leikbann. „Ég var staðin upp og búin að játa mig sigraða, ég verð að við- urkenna það. Það var rosalega mikið af mistökum hjá báðum liðum og mikil taugaveiklun í gangi. Lykilleik- menn í mínu liði léku langt undir getu í dag og eiga miklu meira inni.“ En framundan er bikarleikur þessara liða, spilaði hann eitthvað inn í í þessum leik? „Já, liðin mætast aftur í Eyjum á miðvikudaginn og leika til undanúr- slita í bikarnum og kannski voru leikmenn þegar farnir að hugsa um þann leik. Við unnum hér í Ásgarði í fyrsta leiknum með einu marki, jöfn- um á síðustu sekúndu úti í Eyjum og aftur núna. Miðað við þetta get ég lofað því að bikarleikurinn í Eyjum verður mjög spennandi og ég á ekki von á öðru en að þangað mæti 700 manns,“ sagði Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV. „Það var betra að fá eitt stig en ekki neitt. Svona fór leikurinn og það er ekkert við því að gera,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, sem var markahæst í liði Stjörnunnar. „Við misstum þrjá menn út af á lokamín- útunum og þetta datt ekki okkar megin í dag. Vörnin gekk vel upp og við erum þess fullvissar að við getum tekið þær í bikarleiknum í Eyjum, þó að þetta hafi ekki gengið upp hjá okkur hér í dag,“ sagði Jóna Mar- grét og var greinilega hundsvekkt með niðurstöðu leiksins. Jóna Margrét og stöllur hennar geta líka verið óánægðar með úrslit- in. Eftir heldur brösuga byrjun náðu þær að brjóta sóknarleik ÍBV á bak aftur og á sama tíma að finna smugu í varnarleik þeirra. En það háa tempó sem var í leiknum í upphafi var of mikið fyrir Stjörnuna. og sést það best á því að liðið skorar aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi í leikn- um á meðan ÍBV skorar 7 mörk úr hraðaupphlaupum. Jelena Jovanovic markvörður hélt liðinu hreinlega á floti og geta liðsmenn Stjörnunnar fyrst og fremst þakkað frammistöðu hennar það stig sem vannst í þessum leik. Leikmenn ÍBV geta gert miklu betur en þeir gerðu í þessum leik. Liðið er vel mannað í öllum stöðum og fá lið búa fyrir jafnmiklum hraða og Eyjastúlkur gera. Það munaði miklu að leikmenn eins og Alla Gor- korian, sem hefur verið meidd, náði sér ekki á strik enda hafði Stjörnu- liðið á henni góðar gætur. Anna Ya- kova lék best í liði ÍBV. Aftur stórsigur FH á Gróttu/KR Enn og aftur mátti Grótta/KRsætta sig við afhroð í Kapla- krika þegar FH-stúlkur unnu 36:24 á laugardaginn en í þetta sinnið áttu stangir og slár nokk- urn hlut í máli. Fyrir vikið höfðu liðin sætaskipti í deildinni, FH tók 6. sæt- ið af Gróttu/KR. Gestunum gekk ekkert í hag og hittu frekar stöng eða slá en markið en FH-stúlkur hugsuðu ekki um það og náðu öruggri forystu. Í upphafi síðari hálf- leiks fóru fjögur skot Gróttu/KR í stöng eða slá svo að FH sætti færis til að ná 23:11 forystu. Eftirleikurinn var því auðveldur og það var ekki ekki fyrr en í lokin að FH slakaði á. Einvarður Jóhannsson, þjálfari FH, var sáttur við baráttu liðsins. „Við unnum enn stærri sigur í fyrri heimaleiknum en lentum í vandræð- um í næsta leik á Seltjarnarnesi þeg- ar við með góða forystu fórum að hugsa meira um að horfa upp í áhorf- endapallana. Við vorum heppin að halda jöfnu þar og brenndum okkur á því og ætluðum að bæta úr því nú til að komast ofar í töfluna því við eigum erindi þangað,“ sagði Ein- varður og ætlar sér lengra. „Okkur vantar ennþá reynslu því þegar kem- ur að því að spila jafna og langa leiki vegur reynslan þyngst af öllu. Við erum með samkeppnishæft lið í deildinni en sjóður okkar í reynslu- bankanum er ekki eins digur og hinna. Þegar við eigum nóg í þeim sjóði er ekkert lið sem við þurfum að óttast.“ Jolanta Slapikiene mark- vörður átti góðan leik auk þess að skora tvö mörk en í heild var góð barátta í FH-liðinu. „Við getum staðið lengi vel í góðu liðunum en á móti liðum svipuðum okkur gengur ekki neitt,“ sagði Þór- dís Brynjólfsdóttir, sem var ágæt hjá Gróttu/KR. „Síðast þegar við spiluðum hérna gerðist nákvæmlega það sama. Reyndar skutum við enda- laust í stöng og slá auk þess að flestir boltar hrukku til þeirra því við vor- um alls ekki vakandi og vörnin eins og gatasigti. Það er ekki til að rífa mann upp en ég tel að liðið hafi skort baráttuanda. Við stefnum á úrslita- keppnina og æfum mjög vel, erum að fara í gegnum fullt af nýjum hlutum og vonandi að þeir verði tilbúnir á réttum tíma.“ Aiga Stefanie lék stór- vel þegar hún tók oft af skarið. ÍBV slapp fyrir horn ÓTRÚLEGT klúður og taugaveiklun á hæsta stigi varð til þess að Stjörnustúlkur töpuðu niður unnum leik gegn ÍBV í 1. deild kvenna í handknattleik í Ásgarði á laugardag. Anna Yakova skoraði jöfn- unarmark ÍBV, 20:20, úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn og heldur ÍBV stöðu sinni á toppi deildarinnar og hefur þriggja stiga forskot á Hauka en Stjarnan er komin í þriðja sæti. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Stefán Stefánsson skrifar Haukar byrjuðu leikinn af mikl-um krafti, með þá Halldór Kristmannsson – sem gerði fjórtán stig í fyrsta leikhluta – og Stevie Johnson fremsta í flokki náðu þeir snemma undir- tökunum á leiknum. Vörn þeirra var geysisterk og gest- irnir áttu lítið í þá undir körfunum. Í hálfleik var staðan 48:35 fyrir Hauka. Í síðari hálfleik juku heimamenn muninn og mestan hluta hálfleiksins héldu þeir Valsmönnum tuttugu stigum frá sér. „Mínir menn mættu alveg tilbúnir í þennan leik, allir skiluðu þeir mjög góðu varnarhlutverki og ég get ekki verið annað en sáttur í heildina. Við ætlum að blanda okkur í toppbarátt- una og megum því ekki við því að tapa einum einasta leik – við eigum að vera með liðsburði í það, sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka, vígreifur að leikslokum. Eftir þennan leik sitja Valsmenn enn á botninum og eiga erfiða fall- baráttu framundan. „Það er ekki hægt að vera sáttur eftir svona leik, þegar menn mæta ekki tilbúnir til leiks þá er erfitt að rífa sig upp úr því. Mínir menn reyndu að leggja sig fram en þeir voru að drífa sig of mikið og allir ætluðu að bjarga leiknum. Eina sem dugir er að undirbúa sig vel fyrir næsta leik,“ sagði Ágúst Björgvins- son, þjálfari Vals. Baráttusigur Breiðabliks Breiðablik vann mikinn baráttu-sigur á Snæfelli úr Stykkis- hólmi, 77:72, í íþróttahúsinu Smára í gærkvöldi. Með sigrinum halda Blik- ar enn í vonina um að komast í úrslita- keppni 8 efstu liða í vor. Snæfell hafði undirtökin í leiknum lengst af. Hólmurum tókst þó ekki að hrista Blikana alveg af sér en mestur var munurinn á milli liðanna 12 stig í öðrum leikhluta. Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks tók þá leikhlé, hvatti sína menn til dáða og það dugði vel því Blikarnir skor- uðu 8 síðustu stig hálfleiksins. Það var ljóst að Blikar myndu selja sig dýrt í þessum leik, þeir börðust um hvern einasta bolta í vörninni en sóknarleikur þeirra sveiflaðist frá því að vera mjög fljót- færnislegur yfir í það að fara yfir leyfileg tímamörk, 24 sekúndur. Miðað við sóknarleikinn var undar- legt að sjá þá vinna niður forskot Snæfells jafnt og þétt í seinni hálf- leiknum en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn Blikanna og það var fyrst og fremst hún sem skóp sigur þeirra grænklæddu. Leikurinn fer seint í sögubækur fyrir áferð eða sköpunargleði. Það er ljóst að þessi tvö lið eru áþekk að getu, bæði eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina en kannski voru Snæfellingar ekki með hugann 100% við þennan leik heldur við bik- arúrslitaleikinn sem þeir hafa unnið sér rétt til að spila gegn Keflvík- ingum næstkomandi laugardag, 8. febrúar. Ísak Einarsson og Kenneth Tate voru bestir í liði Breiðabliks en hjá Snæfelli léku þeir Hlynur Bærings- son og Clifton Bush best. Erfið staða Vals ALDREI var spurning hvernig leikur Hauka og Valsmanna í úrvals- deildinni í körfuknattleik færi á Ásvöllum í gærkvöld. Valsmenn voru greinilega enn í skýjunum eftir góðan sigur á Njarðvíkingum í síðustu umferð og voru alls ekki tilbúnir fyrir fjöruga Hafnfirðinga. Heimamenn náðu snemma forystu og héldu henni allt til leiksloka – unnu sannfærandi 22 stiga sigur, 96:74. Andri Karl skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.