Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2003 B 11 NFÓLK  Viðskiptablað Morgunblaðsins Fólk  Erlendur Hjaltason tók við starfi fram- kvæmdastjóra Eimskips ehf. um áramót- in síðustu. Erlendur var fyrst fast- ráðinn hjá Eimskip árið 1984 og varð deild- arstjóri farmskrár- deildar árið 1985. Áð- ur hafði hann starfað hjá félaginu við sum- arafleysingar árin 1982 og 1983. Erlend- ur tók við starfi forstöðumanns mark- aðsdeildar árið 1986 og gegndi því starfi til 1987 þegar hann réðst til starfa sem framkvæmdastjóri húsgagna- framleiðslu KÁESS. Erlendur kom aftur til starfa hjá Eimskip árið 1990 sem for- stöðumaður utanlandsdeildar og tók við starfi framkvæmdastjóra utanlandssviðs þegar það var stofnað í kjölfar skipu- lagsbreytinga árið 1997. Erlendur lauk prófi frá Samvinnuskól- anum á Bifröst árið 1978 og útskrifaðist með Cand. Merc. próf frá Viðskiptahá- skólanum í Kaupmannahöfn 1984.  Garðar Jóhannsson forstöðumaður Eimskip UK Ltd. hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra utanlandssviðs. Garðar tekur við af Er- lendi Hjaltasyni, nýjum framkvæmdastjóra Eimskips ehf. Garðar hóf störf á skip- um Eimskips árið 1981. Hann kom til starfa í landi árið 1983, fyrst sem fulltrúi í innkaupadeild og síðar sem sölufulltrúi í Ameríkudeild. Í nóvember 1986 tók Garðar við starfi fulltrúa við skipamiðlun í stórflutningadeild, hann varð aðstoð- arforstöðumaður stórflutningadeildar í desember 1989 og síðan forstöðumaður deildarinnar í maí 1991. Árin 1993 til 1995 veitti Garðar útflutningsdeild for- stöðu. Hann varð forstöðumaður Eim- skips á Akureyri í ágúst 1995 og í lok janúar 1997 kom hann aftur til Reykja- víkur til að taka við starfi forstöðumanns vörugeymslu og dreifingar. Í mars 1999 fluttist Garðar til Bretlands þar sem hann tók við núverandi starfi sem for- stöðumaður Eimskip UK Ltd. Á árunum 1990 til 1993 sinnti Garðar, samhliða störfum sínum hjá Eimskip, stunda- kennslu í flutningafræðum við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Garðar lauk farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík árið 1981. Frá 1984 til 1985 stundaði hann nám í skipamiðlun og flutningafræði við The London School of Foreign Trade. Garðar hefur auk þess setið ýmis námskeið á sviði stjórnunar og sölu- og markaðs- mála.  Höskuldur H. Ólafsson verður fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips ehf. Höskuldur hóf störf hjá Eimskip árið 1987. Hann starfaði lengst af sem for- stöðumaður útflutn- ingsdeildar félagsins þar til hann tók við starfi forstöðumanns Eimskips í Rotterdam árið 1994. Rotterdam hefur um árabil verið stærsta starfsstöð félagsins erlendis og gegndi Höskuldur þar jafnframt starfi framkvæmdastjóra Eimskip Transport BV og Gelders Spetra Shipping BV, sem eru dótturfélög Eimskips í Hollandi. Höskuldur hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Eimskips síðan 1999. Höskuldur lauk Diploma í Shipping and Commerce frá London School of Foreign Trade 1980 og útskrifaðist með við- skiptafræðipróf (Cand. Oecon.) frá Há- skóla Íslands árið 1987.  Guðmundur Þorbjörnsson verður fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Eimskips ehf. Guðmundur hóf störf hjá Eimskip árið 1993. Hann starfaði fyrst í starfsþróunardeild að verkefnum sem sneru að stefnumótun og markmiðsáætlunargerð og síðar sem gæða- stjóri félagsins. Árið 1995 var Guðmundur ráðinn for- stöðumaður útflutningsdeildar Eimskips og síðan forstöðumaður sölu milli- landaflutninga árið 1997. Guðmundur hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Eimskips síðan í apríl árið 2001. Guðmundur lauk prófi í byggingaverk- fræði frá Háskóla Íslands árið 1981 og framhaldsnámi í byggingaverkfræði frá University of Washington árið 1983. Hann lauk MBA námi frá University of Toronto í Kanada árið 1993.  Stefán Ágúst Magnússon hefur tekið við starfi fjármálastjóra hjá Eimskip ehf. Stefán hefur gegnt starfi forstöðumanns fjárhagsdeildar síðan 5. febrúar 2002. Stefán lauk Cand. merc. gráðu af fjár- mála- og reiknings- haldssviði frá Hand- elshøjskolen í Kaupmannahöfn árið 1997. Hann útskrif- aðist sem Cand. Oecon. úr við- skiptaskori Viðskipta- og hagfræðideildar af reikningshalds- og fjármálasviði frá Háskóla Íslands vorið 1993. Hann lauk stúdentsprófi frá hagfræðibraut Versl- unarskóla Íslands vorið 1989.  Jónína A. Sanders hefur verið ráðin starfsmannastjóri Eimskips ehf. Hún hóf störf 5. desember og tók við af Hjördísi Ásberg sem lætur af störfum í janúar. Jónína lauk MBA prófi frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands sl. vor og hefur starfað hjá KPMG ráðgjöf síðan. Hún lauk BSc-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Jónína hefur gegnt ýmsum ábyrgð- arstörfum á sviði hjúkr- unar hérlendis og í Sví- þjóð. Jónína hefur einnig unnið að bæj- armálum í Reykja- nesbæ og m.a. verið bæjarfulltrúi og formað- ur bæjarráðs Reykjanesbæjar sl. 8 ár og stjórnarmaður í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sl. 4 ár. Starfsmanna- breytingar hjá Eimskip ehf.  Gunnar Ármannsson er fram- kvæmdastjóri Læknafélags Íslands. Hann vann áður hjá tollstjóranum í Reykjavík, síðast sem forstöðumaður. Gunnar lauk embætt- isprófi í lögfræði árið 1993 með áherslu á vinnumarkaðs- og Evr- ópurétt og öðlaðist héraðsdómslögmanns- réttindi árið 1994. Ár- ið 2002 lauk hann meistaragráðu í við- skiptafræði, MBA, frá HÍ. Gunnar sat í stjórn stéttarfélags lög- fræðinga frá 1994 til 1998, þar af sem formaður frá 1997. Hann sat í stjórn Bandalags háskólamanna frá 1996 til 1998 og í laganefnd Bandalags há- skólamanna á árunum 1996–2002. Hann hefur skrifað greinar í fjölmiðla og einnig hefur birst eftir hann grein í Tímariti lögfræðinga sem nefnist „Ráðningar í störf hjá hinu opinbera – skiptir persónuleiki einhverju máli?“ Gunnar hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða. Hjá Þekkingarmiðlun kennir Gunnar á námskeiðum um stefnumiðað árangursmat – Balanced Scorecard (BSC). Nýr sérfræð- ingur hjá Þekk- ingarmiðlun Taktu baðfötin með á fundinn Hringdu í síma 420 8806. Glæsilegir salir fyrir fundi, ráðstefnur og mannfagnað í Bláa lóninu og einnig í Eldborg (800 m frá Bláa lóninu). www.bluelagoon.isVEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.