Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 5
Þeir sem ætla að gista hjá ferðaþjónustubændum í sumar ættu að skoða slóðina www.sveit.is GREEN Globe 21 eru alþjóðleg sam- tök sem vilja stuðla að sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Þau hafa þróað eigin staðla og gefa út eigin umhverfisvottanir. Yfir þúsund fyrirtæki í um hundr- að löndum eru aðilar að sam- tökunum. Nú þegar hafa sex íslensk fyrirtæki gerst aðilar að samtökunum og hafa þrjú þeirra fengið fullnaðarvottun, Ferðaskrifstofan Leiðarljós á Hellnum, Gistihúsið Brekku- bær og fólksflutningafyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson. Að sögn Jóhönnu B. Magn- úsdóttur, kynningarstjóra verkefn- isins hjá Hólaskóla, geta ferðamenn sem nýta sér þjónustu fyrirtækja sem eru með vottun treyst því að fyrirtækið verndi náttúruna á öllum sviðum. Hún segir að Ferðaþjónusta bænda, í samvinnu við Hólaskóla, vinni að því að auðvelda inngöngu fé- lagsmanna sinna í samtökin á næstu árum og Snæfellsbær hefur gefið út yfirlýsingu um að bærinn stefni að því að gerast aðili að Green Globe 21. Síðastliðið haust gerðist Hólaskóli úttektaraðili fyrir Green Globe 21 en hingað til hafa erlendir aðilar komið til þess að taka út fyrirtæki með til- heyrandi kostnaði. Jóhanna mun á næstunni fara um Suðvesturland til þess að kynna for- svarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjón- ustu Green Globe 21. Alþjóðlegt umhverfismerki fyrir ferða- þjónustuna kynnt Þrjú íslensk fyrirtæki hafa fengið vottun  Þeir sem vilja kynna sér Green Globe 21 geta haft sam- band við Jóhönnu í síma 899 0378 eða sent tölvupóst á hanna@smart.is. 19. febrúar mun Hólaskóli halda kynning- arnámskeið fyrir ráðgjafa í ferðaþjónustu í Reykjavík. Skráning fer fram hjá Sólrúnu í síma 455-6335 (einnig: sol- run@holar.is). KYNNISFERÐIR sf. eiga 35 ára af- mæli um þessar mundir. Af því til- efni var ákveðið að endurnýja vöru- merki félagsins. Merkið er einfölduð mynd af íslensku landslagi; tveir hvítir fjallatindar undir bláum himni, þar sem norðurljósin sindra. Að sögn Stefáns Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra Kynnisferða, er fyrirtækið með ferðaskrifstofuleyfi en sérhæfir sig í dagsferðum frá Reykjavík. Kynnisferðir ásamt öðr- um stofnuðu fyrirtækið Sæferðir í Stykkishólmi árið 1999, en það gerir út á náttúru- og hvalaskoðunarferðir frá Snæfellsnesi. Fjórtán mismunandi skoðunarferðir Á þessu ári munu Kynnisferðir starfrækja 14 mismunandi skoðun- arferðir og vinsælustu ferðirnar eru farnar allt árið. Flestir farþeganna fara að Gull- fossi og Geysi, en Bláa lónið nýtur líka mikilla vinsælda. Stefán segir að yfir sumartímann bætist við fleiri ferðir, t.d. á Snæfellsnes, um Kalda- dal og Borgarfjörð, Þjórsárdal, um Suðurströndina og til Krísuvíkur. Kynnisferðir hafa aukið kynningu á ferðum sínum á Netinu og nú er hægt að bóka ferðir félagsins þar. Fyrirtækið rekur einnig Flugrút- una, sem sér um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflug- velli, og er sérleyfishafi á leiðinni. Ný söluskrifstofa Á þessu ári starfrækir félagið þrjá sölustaði í Reykjavík. Stærsta skrif- stofan er á Hótel Loftleiðum og einn- ig er söluskrifstofa á Hótel Sögu. Ný söluskrifstofa verður opnuð á Hótel Nordica í mars. Núverandi eigendur Kynnisferða eru Flugleiðir, Ferðaskrifstofa Ís- lands, Ferðaskrifstofan Atlantik og Ferðaskrifstofa BSÍ. Kynnisferðir 35 ára Vinsælustu skoðun- arferðirnar að Gull- fossi og Geysi Á þessu ári munu Kynnisferðir bjóða upp á 14 mismunandi skoðunarferðir. NORRÆNA AUSTFAR- 2 5 Á R A O G T R A U S T S I N S V E R Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.