Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 14
Veistu svarið? – Hvað er jarðlitt, 10.000 kílómetra langt og 12 metrar á hæð? Kínamúrinn. Ó, já! Hú með frænda sínum Wang Chen í Kína. Hú er í sumarskólabúningi. Hú með mömmu sinni við ferskjutré, áður en hann flutti til Íslands. UM seinustu helgi fögnuðu Kínverj- ar nýju ári, en þá hófst ár geit- arinnar. Hu Guangze – eða bara Hú einsog vinir hans kalla hann – er á þrettánda ári. Hann er frá Kína, en fluttist þaðan til Hveragerðis fyrir þremur árum. Hann hélt upp á áramótin með kínverskum vinum sínum, en hann er hestur samkvæmt kínverskri stjörnuspeki (sjá grein til hliðar). Hú segir áramótin vera stærstu hátíðina fyr- ir börn í Kína, en þar eru ekki haldin jól. „Þá er margt skemmtilegt í sjónvarpinu. Við krakk- arnir fáum líka helling af peningum. Við heim- sækjum afa, ömmur, frænkur og frænda og hjá öllum fáum við pening,“ segir Hú og brosir, „svo spörum við peningana, en kaupum fyrst nokkrar sprengjur til að sprengja.“ Alltaf að læra Hú átti heima í borginn Tian Jin, þar sem 10 milljónir manna búa og er rétt hjá höfuðborg- inni Beijing. – Er gaman að búa á Íslandi? „Já,“ segir hann án þess að hika. „Maður leikur sér svo mikið. Krakkarnir eru skemmti- legir, alla vega allir vinir mínir.“ – Saknarðu ekki vina þinna í Kína? „Nja, ég hafði aldrei tíma til að leika við vini mína. Skólinn var alltaf frá 8 til 5, þá fór ég heim að borða og læra og síðan að sofa. Þannig var það alltaf. Um helgar var líka mikill heima- lærdómur. Og á sumrin fengum við heim með okkur þykkar kennslubækur í kínversku og stærðfræði sem við urðum að klára í sumarfrí- inu,“ útskýrir Hú og segir lífið á Íslandi bæði skemmtilegra og auðveldara. „Ég var alltaf að læra!“ Bannað að hlaupa Mikill hluti lærdómsins var að læra að skrifa kínversk orð. Þar hefur hvert orð eitt tákn, en er ekki myndað úr stöfum einsog hjá okkur. Hú segir að það sé mjög erfitt að læra að skrifa á kínversku og maður kunni það ekki almennileg fyrr en maður sé orðinn svona 16 ára. – Er skólinn öðruvísi en á Íslandi? „Já, í Kína þurftum við sitja allan tímann með spenntar greipar fyrir aftan bak, þegja og hlusta. Á Íslandi sitja krakkar þess vegna með fætur uppi á borði og eru oft að blaðra,“ segir Hú brosandi og kann greinilega vel við það, þótt honum hafi fundið það skrítið fyrst. „Í hverjum bekk eru um 60 krakkar og hver bekkur kýs sex bestu nemendurna til að sitja yfir krökkunum þegar kennarinn er ekki við. Ég var einn þeirra og þurfti m.a. að skrá niður í frímínútum ef einhver var að hlaupa eða með læti. Það má ekki. Við eigum bara að spjalla eða sippa.“ Hafði aldrei borðað pitsu – Eru íslenskir krakkar ólíkir kínverskum krökkum? „Nei, mér finnst krakkar alls staðar vera eins, alla langar að leika sér.“ – En borða þeir meira nammi? „Já og líka meiri pitsu. Ég hafði aldrei borðað pitsu þegar ég flutti til Íslands, hún er mjög góð.“ – Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með íslensku vinunum? „Fara í fótbolta, tala saman og vera í tölv- unni,“ segir Hú sem æfir bæði fótbolta og körfubolta og segist góður í fótbolta, en aðeins of lítill fyrir körfubolta. – Langar þig að flytja til Kína, þegar þú verð- ur stór? „Ég veit það ekki. Kannski flyt ég til einhvers annars lands,“ segir Hú sem ætlar verða læknir einsog pabbi hans. Pabbi hans er nálastungu- læknir, en Hú vill verða venjulegur læknir.“ – Ætlarðu að heimsækja Kína? „Já, ég er að fara þangað í sumar í fyrsta skipti síðan ég flutti til Íslands. Ég ætla að heimsækja fjölskylduna og kaupa mér föt og dót. Allt er miklu ódýrara í Kína,“ segir Hú brosandi að lokum og segist hlakka mikið til ferðarinnar. Hú Guangze finnst gaman að búa á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg „Da dja dó há,“ segir Hú á kínversku sem þýðir: „Allir eru skemmtilegir.“ Svona skrifar Hú Guangze nafnið sitt á kín- versku. Ekki auðvelt! Krakkar eru alls staðar einsÍ KÍNA eru tólf stjörnumerki, öll táknuð með sitt- hvoru dýrinu. Hvert gildir í heilt ár, og í ár er ár geitarinnar. Þannig eru heilu bekkirnir fæddir í sama stjörnumerkinu, og eru sama dýr. Hvaða dýr ert þú? Finndu árið sem þú ert fædd/ur og hvaða dýr þú ert. Í kínversku stjörnuspekinni segir að maður hafi sömu persónueinkenni og dýrið sem ræður fæðing- arárinu manns. Pældu aðeins í því hvernig þú ert og hvort þú ert sammála því sem um þig stendur. 1988 Dreki 1989 Snákur 1990 Hestur 1991 Geit 1992 Api 1993 Hani 1994 Hundur 1995 Svín 1996 Rotta 1997 Naut 1998 Tígur 1999 Héri DREKINN er hraustur og vinsæll. Hann er góður við fólk, og finn- ur til með því, en vill oft að dunda sér einn... en stundum er hann dóni og sjálfselskur! SNÁKURINN er indæll, skemmti- legur og finnst gaman að skemmta sér. Hann er góður við minni máttar... en á það til að vera tapsár og dómharður. HESTURINN er hæfileikaríkur og gerir margt sniðugt. Hann gefur með sér, er klár og fólk trúir honum. En fer stundum í vont skap og hlustar ekki. GEITIN segir það sem henni býr í hjarta og er mjög elskuleg, gjaf- mild og góð við aðra. En stund- um vorkennir hún sér voðalega og lemur jafnvel frá sér. APINN er fullur af góðum hug- myndum og vill vinna með öðr- um. Hann er klár og elskulegur. En apalingur er einnig smá sjálfselskur og pínku platari. HANINN er hughrakkur og stendur með vinum sínum. Hann er ákafur og vill lenda í ævintýrum. En hann er sjálfs- ánægður og stundum skap- styggur. HUNDURINN er hjálpsamur og vill vel. Hann er gáfaður og velt- ur ótrúlegustu hlutum fyrir sér. En stundum vill hann bara vera í fýlu og rífast við alla. SVÍNIÐ er yndislegt, gjafmilt, skemmtilegt og vill kynnast fólki. Það er hæfileikaríkt og hreinskilið ... en stundum vill það ráða öllu og stríðir öðrum. ROTTAN er rosalega klár og elskuleg. Full af krafti og hug- myndum, og vinsæl.. En stund- um á allt að snúast í kringum hana eina og hún verður jafnvel nísk. NAUTIÐ er leikið á mörgum svið- um, bæði í höndunum og hug- anum. Það er rólegt og finnst fólk skemmtilegt. En stundum er nautið skrýtið og skapvont. TÍGURINN er elskulegur, dugleg- ur, sjálfstæður og kraftmikill. En stundum líka óþekkur og ráðrík lítil frekja. HÉRINN hefur gaman af alls konar listum. Hann er kurteis og ótrúlega elskulegur. En svo verður hann stundum montinn og platar fólk. Kínversk stjörnumerki Hvaða dýr ert þú? Fjör að föndra HVORT sem þú ert snákur samkvæmt kín- verska dýrahringnum eða ekki, getur verið gaman að föndra þessa kínversku snáka og skreyta með hjá sér. Bæði um kínversk áramót og hversdags. Það sem til þarf  Rautt filt og annan lit að vali  Reglustiku  Svartan merkipenna  Skæri  Gott lím  Tvö fönduraugu  Pípuhreinsara  Smjörpappír  10 klemmur  Glimmer, pallíettur og skraut Það sem gera skal 1) Settu reglustikuna á filtið, strikaðu eftir henni og klipptu út. 2) Klipptu tungu úr rauða filtinu, 3 mm x 2 cm, og V-laga inn í annan endann. 3) Settu lím yfir filtið, settu pípuhreinsara langsum og rúllaðu filtinu upp. 4) Klemmdu fyrir annan endann, settu tunguna inn um hinn og klemmdu. 5) Vefðu filtrúllunni inn í smjörpappír og klemmdu saman með 8 klemmum. 6) Láttu þorna, jafnvel yfir nótt. 7) Taktu klemmur og smjörpappír burt. 8) Límdu augun á og fallegt skraut. 9) Skreyttu með eða gefðu sem gjöf. Kínverskir snákar ÞETTA er hann Qi Liu. Hann klæjar í nefið og ætlar að fá þig til að hjálpa sér. Byrjaðu við rauðu örina og reyndu að komast hratt og örugglega inn að nef- broddinum og klóraðu karlinum á nefinu. Takk fyrir! Qi Liu klæjar Í ÞETTA sinn á að finna öll dýrin tólf í kínversku stjörnuspekinni í orða- og stafaruglinu, en þau má sjá vinstra megin á síðunni. Munið að orðin geta verið lóðrétt, lárétt, ská niður, upp og afturábak. Góða skemmtun! H R E R G N N N Ú I K E R D U T H A I A H RÆ R O T T A V R U S V Í N T G K H É R I S R Á U I E Y E G N N N P D HA S D A A A T Í G U R V N Á E V R P L T Dýraheitarugl Þeir krakkar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa áhuga á að læra kínverskt kung-fu ættu að hringja í Heilsudrek- ann Ármúla 17a, sími: 553-8282.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.