Morgunblaðið - 17.02.2003, Side 1
2003 MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR BLAÐ C
80%
A
FS
LÁ
T
T
U
R
ÚTSALA
7.-23.FEB
ALLT AÐ
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
JÓN ARNAR MAGNÚSSON STÓÐ SIG VEL Í TALLINN / C12
Samkvæmt nýrri félagaskipta-löggjöf FIFA er leikmönnum
undir 18 ára aldri óheimilt að
skipta á milli landa nema sérstakar
ástæður liggi fyrir. Geir Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði
við Morgunblaðið í gær að mál Ara
Freys væri alfarið í höndum FIFA.
„Frá okkar hendi var engin fyr-
irstaða varðandi félagaskipti hans
en FIFA hefur óskað eftir því að
ekki verið gefin út leikheimild að
svo stöddu. Verndun yngri leik-
manna er eitt af lykilatriðunum í
nýju félagaskiptareglunum en það
hafa verið mikil brögð að því að
ungir leikmenn, sérstaklega frá
Austur-Evrópu og Afríku, hafi
komið til evrópskra félaga en síðan
staðið uppi bjargarlausir ef þeir
hafa ekki þótt nægilega góðir
knattspyrnumenn. Til að svona
ungir leikmenn geti skipt á milli
landa þarf fjölskyldan helst að
flytja búferlum, nám að vera
tryggt og samningur hans við fé-
lagið verður að samræmast vinnu-
löggjöf viðkomandi lands,“ sagði
Geir. Hann kvaðst halda að í hol-
lensku vinnulöggjöfinni væri miðað
við 16 ára aldur en Ari Freyr verð-
ur 16 ára í maí.
FIFA heimilar ekki skipti
Ara til Heerenveen
ARI Freyr Skúlason, 15 ára gamall knattspyrnumaður úr Val, dvelur
um þessar mundir hjá hollenska úrvalsdeildarfélaginu Heerenveen.
Hollendingarnir vilja semja við Ara Frey, enda hafði hann áður dval-
ist hjá þeim og staðið sig mjög vel, og samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hefur náðst fullt samkomulag við alla aðila í málinu um
að hann gangi til liðs við félagið. Alþjóða knattspyrnusambandið,
FIFA, heimilar hins vegar ekki félagaskipti hans að svo stöddu.
RAGNA Ingólfsdóttir úr TBR varð
um helgina þrefaldur Reykjavík-
urmeistari í badminton, lagði alla
mótherja sína í einliða-, tvíliða- og
tvenndarleik. Kínverjinn Lin
Guang Yun varð Reykjavíkurmeist-
ari í einliðaleik karla.
Ragna lagði Katrínu Atladóttur í
úrslitum í einliðaleik kvenna en Lin
Guang vann Njörð Ludvigsson í
karlaflokki.
Með Rögnu í tvíliðaleik lék Katr-
ín og unnu þær Brynju Péturs-
dóttur og Vigdísi Ásgeirsdóttur í
úrslitum og Njörður og Ragna
unnu Magnús Helgason og Tinnu
Helgadóttur í tvenndarleik
Ragna
þrefaldur
meistari
ÞAÐ hitnaði heldur betur í kol-
unum undir lok leiks Aftureldingar
og Fram í 1. deild karla í hand-
knattleik í gær og m.a. þurfti lög-
reglumaður að ganga á milli
manna oog stilla til friðar í leiknum
sem lauk með jafntefli, 24:24.
Þremur sekúndum fyrir leikslok
braut Valdimar Þórsson, leikmaður
Fram, gróflega á Hrafni Ingv-
arssyni, leikmanni Aftureldingar,
sem gerði sig líklegan til þess að
freista þessa að skora sigurmark
leiksins fyrir heimaliðið. Þegar
Valdimar var vísað af leikvelli með
rautt spjald fagnaði hann með því
að rétta upp hendurnar. Við það
fauk í menn á varamannabekk Aft-
ureldingar og einhverjum varð það
á að spyrna knetti, viljandi eða
óviljandi, í Valdimar þegar hann
gekk út af. Þar með sauð uppúr
Fram megin og kom til snarpra
orðaskipta m.a. á milli Bjarka Sig-
urðssonar, þjálfara Aftureldingar,
og Héðins Gilssonar, leikmanns
Fram, sem sat í skammarkróknum,
hafði verið rekinn af leikvelli
skömmu áður. Hópur manna gekk
á milli Bjarka og Héðins og fleiri
manna sem töldu sig hafa ýmislegt
til málanna að leggja. Meðal þeirra
sem gengu fram fyrir skjöldu til
þess að lægja öldurnar var Heimir
Ríkharðsson, þjálfari Fram og lög-
reglumaður, sem rann blóðið til
skyldunnar að koma í veg fyrir
frekari leiðindi. Það tókst og hægt
var að ljúka leiknum.
Lögreglan
greip í
taumana
■ Fram stal… /C6 Reuters
Króatísku systkinin, Ivica og Janica Kostelic, urðu um helgina heimsmeistarar í svigi og höfðu
bæði nokkra yfirburði. Hér er Ivica á ferðinni í brautinni í St. Moritz í Sviss. Umsögn er á B11.