Morgunblaðið - 17.02.2003, Page 3

Morgunblaðið - 17.02.2003, Page 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 C 3 BAYERN München er byrjað að bera víurnar í 21 árs gamlan sóknarmann nágrannaliðsins 1860 München, Benjamin Lauth, eða „Benny Bomber“ eins og hann er kallaður. Lauth er samningsbundinn 1860 fram til ársins 2006 en það kemur þó ekki í veg fyrir að stórliðið í München, Bayern, hefur sýnt pilti mikinn áhuga. „Lauth hefur alla hæfileika til að verða frábær leikmaður, leikmaður sem getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi,“ segir Ottmar Hitzfeld þjálfari Bayern sem segir ljóst að slíkir leikmenn hljóti að vilja vera með stórliðum og komast þannig í Meist- aradeildina. Brasilíumaðurinn Giovane Elber er helsti sókn- armaður Bayern en talið er að hann verði ekki hjá félaginu lengur en til næsta árs og er Lauth ætlað að leysa hann af hólmi. „Hann er greinilega rétti maðurinn fyrir Bayern. Hann hefur ótrúlega næmt auga fyrir mörkum,“ segir Elber um væntanlega arftaka sinn. Lauth hefur gert tíu mörk í deildinni, mörg hver „með stórkostlegum hætti, bakfallsspyrnum eða með því að prjóna sig svoleiðis framhjá sterkustu varnarmönnum Þýskalands að þeir liggja eins og hráviði eftir,“ eins og segir í frétt AP um pilt. Bæjarar vilja „Benny Bomber“ LOGI Gunnarsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, átti stórleik á laugardaginn þegar lið hans, Ulm, sigraði Jena af öryggi, 94:79, í toppslag í þýsku 2. deildinni. Logi skor- aði 27 stig í leiknum og þótti besti maður heimaliðsins. Hann skoraði meðal annars þriggja stiga körfu langt utan af velli um leið og lokaflaut þriðja leikhluta gall, og með henni náði Ulm 16 stiga for- skoti sem Jena náði aldrei að ógna. Sigurinn var afar mik- ilvægur fyrir Ulm sem komst með honum í annað sætið og er með 34 stig eins og Jena og Tübingen. Fyrir ofan er lið Karlsruhe með 38 stig. Stór- leikur hjá Loga Logi Gunnarsson við verðum að vinna alla leikina til að verða bikarmeistarar þannig að mér er sama í hvaða röð þeir koma, en ég vil bara fá heimaleik,“ sagði markaskorarinn. Vil ekki mæta Arsenal Le Saux er einnig nokk sama, en vill ekki mæta Arsenal. „Ef við sleppum við að mæta Arsenal þá væri ég ánægður, ekki heldur í úr- slitaleiknum,“ sagði hann, en liðin mættust í úrslitum í fyrra. Eftir að Hasselbaink kom Chelsea yfir var ekki spurning hvorum megin sigurinn lenti því þeir bláklæddu voru mun sterkari og Grönkjær hleypti nýju blóði og krafti í sóknarleikinn þegar hann kom inn á í síðari hálfleiknum. Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, var nokkuð ánægður með leikinn þrátt fyrir tap. „Við lékum vel í dag og ég er bara nokkuð sáttur þrátt fyrir tapið enda er Chelsea með eitt af fjórum bestu liðum Englands. Þessi leikur var bara bónusleikur fyrir leikmenn og áhorfendur og vonandi gefur frammistaðan í bikarnum okkur kraft í lokasprettinn í deildinni, ekki veitir okkur af,“ sagði stjór- inn. Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, vonast eftir að krækja í titilinn og verða þar með bikarmeistari í þriðja landinu, hefur áður orðið bikarmeistari á Spáni og Ítalíu. „Við reyndum að leika skipulega en það var erfitt því leikmenn Stoke gáfu okkur engan frið til að byggja upp spil. Ég er sérlega ánægður með hvernig leikmenn mínir brugðust við, með mikilli baráttu og andinn í liðinu var bæði góður og réttur í dag. Við höfum leikið með réttu viðhorfi gegn öll- um liðum í vetur, nokkuð sem vantaði hjá okkur í fyrra og ég er mjög sáttur við þá breytingu,“ sagði Ranieri. Reuters Jimmy Floyd Hasselbaink kemur Chelsea hér á bragðið án þess að Steve Banks, markvörður Stoke, komi við vörnum. ingaslagnum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar ensku Reuters John Terry, fyrirliði Chelsea, fór fyrir sínum mönnum í Stoke og er hér í harðri baráttu við Chris Greenacre, sóknarmann Stoke. FÓLK  ÍTALINN Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði eftir sigurinn á Stoke, að hann vilji ekki mæta Englands- og bik- armeisturum Arsenal í 8-liða úr- slitunum, en dregið verður í bik- arkeppninni í dag. Ranieri horfir fram á veg og gerir sér grein fyrir að fyrr eða síðar verður hann að horfast í augu við leikmenn Arsenal, sem fögnuðu sigri á hans mönnum í í bikarúr- slitaleik í Cardiff í fyrra.  „ÉG vona að við fáum heimaleik í næstu umferð,“ sagði Ranieri, sem var ánægður með sína menn gegn Stoke. „Leikmenn Stoke voru erfiðir viðureignar – léku vel skipulagðan varnarleik og voru hættulegir þegar þeir fengu auka- spyrnur og hornspyrnur.“  ÞAU lið sem eru í pottinum þeg- ar dregið verður í dag í 8-liða úr- slitin, eru: Arsenal, Chelsea, Shef- field United, Southampton, Leeds, Watford, Fulham/Burnley, sem þurfa að leika á ný og Wolves.  EYJASTÚLKUR mættu FH í handknattleik á laugardaginn og þær létu það ekki á sig fá að koma upp á land þó ljóst væri að þær kæmust varla til síns heima fyrr en óveðrinu slotaði. Stúlkurnar unnu góðan sigur í Kaplakrika þar sem Vigdís Sigurðardóttir varði meðal annars þrjú vítaköst frá FH- stúlkum.  EFTIR að ÍBV náði tíu stiga for- ystu fengu óreyndari stúlkur að reyna sig í liði Eyjastúlkna og gekk það ágætlega.  ÍRIS Andrésdóttir, knattspyrnu- kona úr Val, var í byrjunarliði Ís- lands gegn Bandaríkjunum í vin- áttulandsleiknum sem hófst í Charleston laust fyrir miðnættið. Hún lék þar með sinn fyrsta lands- leik. Hrefna Jóhannnesdóttir og Dóra Stefánsdóttir, sem aðeins höfðu leikið einn landsleik, hófu einnig leikinn. Honum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en sjá má allt um hann á mbl.is.  STAÐAN í leiknum, þegar Morgunblaðið fór í prentun, var 1:0 fyrir Bandaríkin og gerði besta knattspyrnukona heims, Mia Hamm, markið strax á 4. mínútu. Þá höfðu stúlkurnar leikið í hálfa klukkustund á rennandi blautum vellinum í Charleston.  PREDRAG Pramenko, nýi leik- maðurinn hjá úrvalsdeildarliði Grindavíkur í körfuknattleik, kom til félagsins á laugardag. Hann spilaði með gegn KR í gærkvöld en kom lítið við sögu og skoraði að- eins tvö stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.