Morgunblaðið - 17.02.2003, Side 5

Morgunblaðið - 17.02.2003, Side 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 C 5 LUIS Figo var rekinn af velli þegar Real Madrid tapaði óvænt fyrir Osasuna, 1:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Figo braut illa á Francisco Punal um miðjan síðari hálfleik, fékk að líta rauða spjaldið, og þar með voru möguleikar hans manna litlir en Manfredini hafði komið heimaliðinu yfir í fyrri hálfleik. Þó munaði litlu í lokin þegar Fernando Morientes skallaði boltann uppundir þverslána á marki Osasuna. Real Sociedad nýtti ekki tækifærið, tapaði 3:2 fyrir Real Betis á útivelli og er áfram með tveggja stiga forystu í deildinni, nú á bæði Real Madrid og Valencia. Sociedad komst í 2:1 seint í leiknum með tveimur mörkum frá Kahveci Nihat en Betis skoraði tvívegis á síð- ustu fjórum mínútunum. Fernandez Fernando gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. Barcelona vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Radomirs Antics, 2:0, í nágrannaslag gegn Espanyol, og komst með því í þægilegri fjarlægð frá botnsætum deildarinnar. Cocu og Xavi gerðu mörkin undir lok fyrri hálfleiks. Figo fékk rautt og Real tapaði ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, byrjaði vel sem lánsmaður hjá Brighton í ensku 1. deildinni á laugardag- inn. Brighton, sem hefur setið á botni deildarinnar frá byrjun í haust, vann Bradford á útivelli, 1:0, og komst í fyrsta skipti úr neðsta sætinu – uppfyrir bæði Stoke City og Sheffield Wednesday. Ívar, sem er í láni í einn mánuð frá Wolves, kom inn í vörnina og þótti standa sig mjög vel. „Það var ein afgerandi breyt- ing á liðinu. Ívar Ingimarsson var kominn í staðinn fyrir hinn meidda Pethick, og ég segi það hér og nú að hann lék frábærlega í sínum fyrsta leik. Steig ekki feilspor, af- ar einbeittur, Ísmaðurinn Ívar verður eft- irlæti stuðningsmanna Brighton.“ Þannig hljóðaði lýsing á þætti Ívars í leiknum á vefsíðu stuðningsmanna Brighton. Brighton hefur nú unnið tvo leiki í röð, í fyrsta skipti á tímabilinu, og hefur sótt sig jafnt og þétt eftir að Steve Coppell tók við liðinu í að því er virtist vonlausri stöðu fyrir áramótin. Ívar byrjar vel hjá Brighton Ívar Ingimarsson FÓLK  CARLO Ancelotti, þjálfari AC Mil- an á Ítalíu, framlengdi á laugardag- inn samning sinn við félagið til ársins 2005. Talsmaður félagsins sagði að um leið hefðu verið gerðar breytingar á launum þjálfarans, þau hefðu verið lækkuð og slíkt væri nauðsynlegt til að laga fjárhag félagsins og önnur fé- lög ættu að gera slíkt hið sama.  KRISTIJAN Djordjevic, knatt- spyrnumaður frá Serbíu-Svartfjalla- landi, hálsbrotnaði á æfingu hjá liði sínu, Schalke í Þýskalandi, fyrr í þessum mánuði. Rudi Assauer, þjálf- ari Schalke, upplýsti þetta um helgina og sagði að Djordjevic verði frá keppni í það minnsta eitt ár, og hann myndi jafnvel aldrei spila knatt- spyrnu framar. Djordjevic, sem er 27 ára, lenti í árekstri við félaga sinn Gustavo Varela með þessum afleið- ingum.  MATEJA Kezman skoraði þrjú mörk fyrir PSV Eindhoven, sem vann stórsigur á Zwolle á heimavelli í Hollandi, 6:0.  LEIKMENN PSV voru búnir að gera út um leikinn eftir aðeins 12 mínútur, en þá var staðan 4:0. Jan Vennegoor of Hesselink opnaði leik- inn með því að skora eftir aðeins 54 sekúndur en síðan skoraði Kezman mörk á þriðju og níundu mín. og Mark van Bommel það fjórða á tólftu mín. Kezman náði þrennunni á 25. mínútu.  CHRISTIAN Vieri er nýjasti með- limurinn í 100 marka klúbbnum í 1. deildarkeppninni á Ítalíu, Serie A. Hann skoraði mark Inter, sem varð að sætta sig við tap fyrir Chievo, 2:1. Átta menn eru í 100 marka klúbbnum – þeir eru, mörk og leikir: Roberto Baggio 189 (196) Gabriel Batistuta 182 (168) Guiseppe Signori 177 (144) Enrico Chiesa 106 (236) Hernan Crespo 104 (168) Vincenzo Montella 102 (170) Filippo Inzaghi 102 (194) Christian Vieri 100 (158) og Oliver Bierhoff 100 (207).  JEAN Tigana, knattspyrnustjóri Fulham, hótaði á laugardaginn að hætta störfum hjá félaginu í vor ef eigandinn, Mohamed Al Fayed, kæmi ekki fram með einhverjar framtíðar- áætlanir. Samningur Tiganas rennur út í vor og hann er ekki tilbúinn til að framlengja hann að svo stöddu.  AL-FAYED boðaði mikinn niður- skurð fyrir skömmu og Tigana telur óvissuna of mikla. Ekki liggur fyrir hvar félagið leikur á næsta tímabili eða hvað hægt verður að gera til að efla leikmannahópinn. „Vandamálið er að það er ekki á hreinu hvert félag- ið vill stefna. Ég tel að það geti náð lengra en það hefur gert, en vil fá ein- hverjar áætlanir í hendurnar,“ sagði Tigana. JUVENTUS skákaði Mílanól- iðunum í gær, nýtti sér stigamissi þeirra beggja og komst á topp ítölsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu með góðum útisigri á Parma, 2:1. „Það er alltaf erfitt að spila hérna en við erum með mjög traust lið og sigurviljinn er gífurlegur,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juventus. Inter beið lægri hlut gegn Chievo, 2:1, þar sem Eugenio Corini skoraði úr tveimur víta- spyrnum fyrir heimamenn en var rekinn af velli áður en yfir lauk. AC Milan komst í hann krappan heima gegn Lazio í gærkvöld, lenti 0:2 undir en jafnaði, 2:2, með mörkum frá Filippo Inzaghi og Rivaldo. Juventus upp fyrir Mílanóliðin Ryan Giggs vill örugglega gleymaleiknum sem fyrst. Það var óvíst fram á síðustu stundu hvort hann gæti leikið, en hann stóðst læknisskoðun og var í byrjunarliðinu. Eftir hálfrar klukkustundar leik fékk hann kjörið færi til að koma heima- mönnum yfir en tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að skjóta yfir autt markið frá vítateig, með verri fæt- inum – þeim hægri. Giggs fékk frá- bæra sendingu frá fyrirliða sínum, lék á varnarmann og David Seaman markvörð sem kom út á vítateigslín- una. Síðan leit Giggs upp, sá autt markið en sendi boltann yfir það. Sir Alex Ferguson var eins og steinrunninn, engin svipbrigði sáust á kappanum en hann brást hins vegar illa við þegar Brasilíumaðurinn Edu kom meisturunum yfir fjórum mín- útum síðar. Edu tók aukaspyrnu rétt utan teigs, ætlaði að senda boltann yfir varnarvegginn en hann lenti í öxlinni á David Beckham, breytti um stefnu og fór hægra megin við Fa- bien Barthez, sem var lagður af stað í hitt hornið og átti ekki möguleika. Fyrri hálfleikur þessa stórleiks helgarinnar í Englandi var nokkuð jafn en meistararnir í Arsenal voru þó ívið sterkari og miðjumenn liðsins réðu gangi mála. Markaskorarnir Thierry Henry og Dennis Bergkamp voru ekki í byrjunarliðinu, Henry kom inná á 73. mínútu en Bergkamp var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Fátt er svo með öllu illt… „Við vorum óheppnir að komast ekki yfir í fyrri hálfleik. Giggs var bú- inn að gera það erfiðasta, leika á markvörðinn og varnarmanninn, en mistókst að ljúka við verkefnið. Eftir að við lentum 2:0 undir var ljóst að þetta yrði erfitt enda lék Arsenal vel og skipulega og við komumst lítt áleiðis,“ sagði Ferguson eftir leikinn. „Það eina góða við slæm úrslit hér í dag er að það léttir óneitanlega á okkur að vera fallnir út úr bikarnum. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þeirri keppni og getum einbeitt okk- ur að deildinni og Meistarakeppn- inni,“ sagði framkvæmdastjórinn. Edu átti stóran þátt í öðru marki Arsenal sem kom snemma í síðari hálfleiknum. Hann og Sylvain Wilt- ord léku vel saman, Edu renndi á Wiltord sem lék illa á Wes Brown og skoraði af öryggi. Eftir þetta léku meistararnir af mikilli skynsemi, héldu boltanum vel innan liðsins og Edu og Patrick Vieira hreinlega yf- irspiluðu þá Paul Scholes og Roy Keane á miðsvæðinu og sóknarað- gerðir heimamanna voru máttleysis- legar. „Þetta var góður sigur sem ég vona að styrki okkur í trúnni á því hvers við erum megnugir og hvað við ætlum að gera á þessari leiktíð. Þetta er mikilvægt þar sem við eigum mik- ið af erfiðum leikjum framundan. Liðið virðist vera mjög stöðugt um þessar mundir og það er gott fyrir framtíðina,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir leik- inn. Hann sagði Giggs hafa verið óheppinn að koma heimamönnum ekki yfir skömmu áður en Edu skor- aði fyrir Arsenal. „Giggs gerði allt rétt, nema að skora. Ég er samt ekki viss um að við hefðum tapað leiknum þó svo hann hefði skorað,“ sagði Wenger og Ferguson tók undir þau orð. Knattspyrnustjórarnir eru engir perluvinir en þeir voru þó greinilega báðir sammála um að dómarinn Jeff Winter var ekki starfi sínu vaxinn að þessu sinni. Leikurinn var mjög gróf- ur fyrstu mínúturnar, sérstaklega voru heimamenn grófir og sumir leik- menn gestanna duttu við hvert tæki- færi og gerðu meira úr ákveðnum at- vikum en efni stóðu til. Peter Schmeichel, fyrrum markvörður United, lýsti leiknum í sjónvarpi og hann var ekki par hrifinn af hörkunni hjá van Nistelrooy og Scholes sem voru greinilega eitthvað pirraðir á laugardaginn. Enginn var þó rekinn af velli og það er ljóst að ekkert verð- ur gefið eftir þegar liðin eigast við í apríl undir lok deildarkeppninnar. Leikmenn Manchester United náðu ekki að brjóta Arsenal niður með grófum leik strax í byrjun bikarorrustunnar Meistararnir miklu betri á Old Trafford ARSENAL átti ekki í teljandi erfiðleikum þegar liðið heimsótti Man- chester United á Old Trafford í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar ensku á laugardaginn. Bikarmeistararnir voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigruðu 2:0 í leik þar sem heimamenn náðu sér alls ekki á strik og vilja þeir örugglega gleyma leiknum sem fyrst. LEEDS slapp fyrir horn í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær þegar lið- ið lagði 1. deildarfélag Crystal Palace, 2:1, á Sel- hurst Park í London. Glæsi- mark frá Harry Kewell skildi liðin að í lokin en hann lék varnarmenn Palace grátt í skyndisókn og skor- aði með fallegu skoti. Ann- ars áttu leikmenn Leeds í vök að verjast lengi vel og voru heppnir í stöðunni 1:1 þegar aðstoðardómari sá ekki þegar boltinn fór vel innfyrir marklínu Leeds. Að auki varði varnarmaður liðs- ins með hendi sekúndubrot- um áður án þess að upp um hann kæmist. Southampton lenti í mikl- um vandræðum með 1. deild- arlið Norwich á heimavelli en vann að lokum 2:0. And- ers Svensson braut ísinn með marki 20 mínútum fyrir leikslok og varamaðurinn Jo Tessem bætti öðru við rétt á eftir. Fulham náði ekki að knýja fram sigur gegn 1. deild- arliði Burnley á heimavelli. Úrslit urðu 1:1 og Burnley fær annað tækifæri á heima- velli. Sheffield United lagði Walsall, 2:0, í uppgjöri tveggja 1. deildarliða og á því enn bikargengi að fagna. Liðið var nálægt því að kom- ast í úrslit deildabikarsins á kostnað Liverpool eftir tvær rimmur liðanna í síðasta mánuði. Loks komst Wolves í átta liða úrslitin í gærkvöld með því að sigra 3. deild- arlið Rochdale, 3:1. Leeds slapp fyrir horn í London

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.