Morgunblaðið - 17.02.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.02.2003, Qupperneq 6
HANDKNATTLEIKUR 6 C MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HLYNUR Jóhannesson átti stórleik í marki Stord sem sigraði Dram- men, 30:27, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Norska dagblaðið Haugesunds Avis segir að með slíku áframhaldi muni félagið eiga erfitt með að halda honum í sínum röðum en haft er eftir Hlyni í blaðinu að umboðsmaður hans hafi verið í sambandi við félög á Spáni og í Danmörku. Hlynur kom til Stord frá Midtsjælland í Danmörku fyrir þetta tímabil. „Ég mun leggja mig allan fram um að standa mig sem best með Stord það sem eftir er af þessu tímabili en félagið er mjög seint á ferðinni með að ganga frá samn- ingum við leikmenn fyrir næsta tímabil,“ sagði Hlynur í samtali við blaðið. Þjálfari Stord, Jesper Svensson, lét líka liggja að því að stjórn fé- lagsins stæði sig ekki nægilega vel og kvaðst vonast til þess að eitthvað færi að gerast í leikmannamálum á næstu dögum. Stord er í sjötta sæti af átta liðum í úrvalsdeildinni og á góða mögu- leika á að komast áfram í úr- slitakeppni um norska meistaratit- ilinn. Í gærkvöld tapaði liðið fyrir efsta liði deildarinnar, Stavanger, í hörkuleik á útivelli, 40:36 Hlynur á förum frá Stord eftir tímabilið? eftir tvíframlengdan leik við HK í bikarkeppninni á miðvikudagskvöld- ið. „Ég kaupi þá skýringu ekki,“ sagði Heimir og var þar með rokinn til búningsklefa til þess að tala yfir hausmótunum á lærisveinum sínum. Eftir nokkuð góðan upphafskafla Fram tók Afturelding völdin á vell- inum eftir um tíu mínútna leik. Framliggjandi vörn liðsins var geysi- sterk og Reynir Þór Reynisson með á nótunum í markinu. Skyttur Fram fengu fá tækifæri til að athafna sig og lokað var nær alveg fyrir línuspil. Sóknarleikur Aftureldingar var góð- ur, boltinn gekk hratt á milli manna og vel gekk að finna leiðir framhjá varnarmönnum Fram, ef Sebastían Alexandersson markvörður var und- anskilin. Hann varði á tíðum vel og kom í veg fyrir að munurinn var ekki meiri en þrjú mörk í hálfleik, 14:11. Leikmenn Aftureldingar héldu uppteknum hætti framan af síðari hálfleik, léku hratt og vel gegn fram- liggjandi og stemmningslausri vörn Framara. Þegar 16,20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jók Sverrir Björnsson muninn í sex mörk, 22:16. Fram svaraði með þremur mörkum, þar af tveimur eftir hraðaupphlaup. Munurinn var þar með kominn niður í þrjú mörk, 22:19, og tíu mínútur eft- ir. Á þessum kafla var sem Fram- liðið vaknaði af Þyrnirósarsvefni. Er trúlegt að leikhlé sem Heimir þjálf- ari tók í stöðunni 22:17, hafi haft sitt að segja. Allt annað var að sjá til Framara í vörninni á lokasprettinum, þeir tóku að berjast sem mest þeir máttu. Það sló verulega á sóknarleik Aftureld- ingar. Hann varð hægari og boltinn gekk ekki eins skilvíslega á milli manna og áður og t.d. var lítið um að hornamenn leystu inn á línu. Flæðið í sóknarleiknum breyttist skyndilega til verri vegar. Þá fékk Atli Rúnar Steinþórsson, línumaður Mosfell- inga, úr litlu að moða. Smátt og smátt sáu heimamenn forystuna renna út í sandinn þeim til mikillar og skiljanlegrar gremju. „Ég breytti engu á lokakaflanum, menn einfald- lega vöknuðu og það nægði til að krækja í þetta stig,“ sagði Heimir, þjálfari Fram. Atli Rúnar var besti leikmaður Aftureldingar í leiknum. Hann var sívinnandi bæði í vörn og sókn. Guð- jón Drengsson og Sebastían voru skástir í Fram-liðinu sem fékk meira út úr leiknum en það verðskuldaði. Fram situr sem fastast í 7. sætideildarinnar með 24 stig og á sex leiki eftir en Afturelding er í tólfta sæti með 11 stig og á sjö viður- eignir óleiknar. Von- in um sæti í úrslita- keppninni er úr sögunni hjá Mosfellingum en Fram- arar eru í harðri baráttu um að vera með í potti þeirra átta liða sem að loknum löngum vetri fá tækifæri til að klást um Íslandsmeistaratitilinn á vormánuðum. Í ljósi stöðu Framara kom áhuga- og baráttuleysi þeirra á óvart gegn Aftureldingu. Lengst af var sem úrslitin skiptu liðið engu máli, það væri Aftureldingarmenn sem væru enn með í baráttunni. „Lið sem ekki leggur sig fram nema í tíu mínútur í leik á ekki skilið að fá stig, en svona er þetta. Í raun er það með ólíkindum að lið sem er að keppast um að komast í úrslita- keppnina skuli mæta til leiks með hangandi haus eins og mínir menn gerðu að þessu sinni,“ sagði Heimir og var allt annað en sáttur. „Það var sem menn héldu að sigurinn kæmi af sjálfum sér, án allrar fyrirhafnar, slíkur hugsunarháttur gengur aldrei, alveg sama við hvern menn leika og hver staða liða er í deildinni,“ sagði Heimir og vísaði þeirri kenningu al- veg á bug að Fram-liðið væri þreytt Fram stal stigi „VIÐ stálum stigi frá Aftureldingu í þessum leik, það er á hreinu, við áttum það ekki skilið,“ sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, eft- ir 24:24, jafntefli við Aftureldingu að Varmá í gær eftir að leikmenn Aftureldingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Þegar 14 mínútur voru til leiksloka, voru heimamenn sex mörkum yfir, 22:16, en sterk vörn Fram og óyfirvegaður sóknarleikur Aftureldingar varð þess valdandi að sveitirnar deildu með sér stigunum. Ívar Benediktsson skrifar Leikmenn HK virtust frekar das-aðir þegar þeir gengu til leiks mót KA á laugardaginn. Hugsan- lega hefur ferðalagið setið í þeim ellegar hinn rammi bikar- leikur í vikunni. KA komst í 6:1 en þá tók Árni Stefánsson leikhlé, barði kjark og þor í sína menn og fullir baráttu breyttu gestirnir stöðunni úr 8:2 í 8:7 á sex mínútum og héldu jöfnu í leikhléi, 12:12. KA-menn tóku Jal- iesky Garcia úr umferð frá byrjun en HK svaraði með því að senda mann til höfuðs Arnóri Atlasyni. Leikurinn einkenndist allmjög af ráðabruggi þessu. Framan af seinni hálfleik höfðu HK-menn frumkvæðið; nokkuð sem engan gat órað fyrir miðað við upp- haf leiksins. Staðan var 16:18 að liðnum 10 mínútum í seinni hálfleik en KA-menn jöfnuðu og eftir tæp- lega tuttugu mínútna leik mátti sjá stöðuna 21:21 á töflunni. Það sem síðan gerðist er verðugt rannsókn- arefni en KA skoraði þrjú mörk í röð og tryggði sér þægilega stöðu á endasprettinum. Líklegt má telja að ísköld yfirvegun Baldvins Þor- steinssonar á vítalínunni hafi gert það að verkum að óhug hafi sett að gestunum þótt staðan væri 26:24 er tvær mínútur lifðu af leiknum. Vil- helm Gauti Bergsveinsson minnkaði muninn í eitt mark þegar ein og hálf mínúta var eftir og HK fékk tæki- færi til að jafna en Egidijus Petkevi- cius varði skot Garcia 10 sekúndum fyrir leikslok og sigurinn var í höfn. Leikurinn kemst ekki á spjöld sögunnar fyrir gæði en spennandi var hann. Ingólfur Axelsson var bestur KA-manna, Petkevicius stóð fyrir sínu í markinu sem og Stelmo- kas. Þá skoraði Einar Logi Frið- jónsson mikilvæg mörk í seinni hálf- leik eftir afleitt gengi framan af. Hjá HK stóðu þeir Ólafur Víðir Ólafsson, Vilhelm Gauti Berg- sveinsson og markvörðurinn Arnar Freyr Reynisson upp úr. Örlítið meiri grimmd frá Garcia hefði örugglega skilað liðinu að minnsta kosti öðru stiginu. KA-menn lönduðu eins marks sigri ÞEIR fiska sem róa. Hið vel mannaða fley KA virtist vera á sókn- armarki í upphafi vertíðar er att var kappi við Kópavogsskútu HK. Þeim fyrrnefndu tókst að hala inn 6 mörk á ríflega 9 mínútum með- an gæftaleysið hrelldi sunnanmenn og aðeins eitt vesælt mark var dregið um borð. Kapteinn Árni Stefánsson hefur marga fjöruna sopið og oftlega migið í brimsaltan sjá. Tókst honum að berja veiði- hug í mannskap sinn svo úr varð hin æsilegasta veiðiferð en Jó- hannes KA-kapteinn Bjarnason er svo sannarlega af sjóuðu fólki kominn og honum tókst að landa markinu er skildi skipin að í lokin; uppskipuð mörk KA 26 á móti 25 hjá HK. Stefán Þór Sæmundsson skrifar MAGDEBURG vann auðveldan sigur á Wetzlar, 32:20, í þýsku 1. deildinni í handknattleik og var með yfirburði all- an tímann. Staðan var 18:7 í hálfleik. Ís- lendingarnir hjá Magdeburg höfðu sig ekki mikið í frammi, Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk, annað úr vítakasti, og Sigfús Sigurðsson komst ekki á blað. Julian Róbert Duranona var hins- vegar í aðalhlutverki hjá Wetzlar og skoraði 8 mörk. Róbert Sighvatsson skoraði ekki og Sigurður Bjarnason var fjarri góðu gamni en hann leikur ekki meira með liðinu í vetur vegna slitins krossbands. Guðjón Valur Sigurðsson og Patrek- ur Jóhannesson skoruðu 6 mörk hvor þegar Essen vann Eisenach á útivelli, 28:26, á laugardaginn. Þeir voru í aðal- hlutverkum ásamt Úkraínumanninum Oleg Velyky, sem skoraði 10 mörk, en Guðjón Valur var drjúgur undir lok leiksins þegar Essen knúði fram sig- urinn. Átta mörk frá Duranona dugðu skammt Duranona Morgunblaðið/Kristin Gísli H. Jóhannsson vísar Valdimari Þórssyni, Framara, af leikvelli eftir gróft brot, Valdimar fagnar end stigið tryggt en fyrir aftan þá liggur einn Aftureldingarmanna sár eftir átökin á síðustu sekúndum leiksins VIÐUREIGN Aftureldingar og Fram á Íslandsmóti karla í hand- knattleik í gær fór fram í nýrra íþróttahúsinu á Varmá. Er þetta í fyrsta sinn sem Afturelding leikur kappleik á Íslandsmótinu í nýja íþróttahúsinu, en það var vígt haustið 1998. Hingað til hefur verið látið nægja að nýta gamla íþrótta- húsið, sem vígt var haustið 1977, undir leiki handknattleiksliðsins. Ástæðan fyrir því að ekki hefur verið leikið í salnum fyrr er sú að áhorfendabekki hefur alveg vant- að. Í haust var loks drifið í að kaupa bekki öðrum megin í salinn. Voru þeir settir upp í síðasta mánuði og formlega vígðir við hátíðlega at- höfn 25. janúar með kappleik eldri og yngri handknattleiksmanna úr Aftureldingu. Fjögurra ára bið á enda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.