Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 10
Martin Scorsese rýnir í rætur borgarfrumskógarins Gangs of New York frumsýnd hérlendis um helgina  BRESKI gamanleikarinn Steve Coogan (The Parole Officer, 24 Hour Party People) hefur verið ráðinn í hlutverk Fíleasar Fogg og slags- málahetjan Jackie Chan í hlut- verk þjóns hans Passepartout í nýrri kvikmyndun sögu Jules Verne Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Leikstjóri verð- ur Frank Coraci sem kunnur er af grínsmellunum The Wedding Singer og The Waterboy með Adam Sandler. Frægasta kvik- myndun þessarar sögu er frá 1956 með David Niv- en og Cantinflas í fyrrnefndum aðalhlutverkum. Coogan og Chan umhverfis jörðina Steve Coogan  HJÓNIN Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones, sem síðast sáust saman á tjaldinu í Traffic, hafa tekið höndum saman við framleiðanda þeirrar myndar, Laura Bickford, og fara með aðalhlutverkin í spennumyndinni Monkeyface. Breski leikstjórinn Stephen Frears verður við stjórnvölinn en titilpersóna myndarinnar er veðhlaupahestur sem þau hjón- in hyggjast gera að hluta einhvers apaspils. Douglas-hjónin leika saman á ný Michael og Catherine.  GAMANLEIKARINN Steve Martin hefur í seinni tíð reynt að færa út dramatíska land- helgi sína, bæði sem leikari og handritshöfundur. Nú stígur enn enn eitt skrefið, en hann hyggst standa að framleiðslu spennumyndar sem byggð er á hans eigin hugmynd og gerist í viðsjárverðum samtímanum þar sem er heimur alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi. Martin ætlar hvorki að leika í myndinni né semja handritið en mun vinna grannt með höfundi þess, Jeffrey Nachmanoff. Myndin hefur vinnuheitið Traitor eða Svikari. Martin í alvörumálum  DROTTNING þýskra kvik- mynda, Franka Potente, er komin langleiðina inn í alþjóð- legan stjörnuheim eftir leik sinn í The Bourne Identity. Hún hefur nú tekið að sér hlutverk í annarri bandarískri mynd, Eyes Of the Street eftir Josh Rofe. Hún leikur þar vændiskonu sem deilir íbúð með táningi sem verður mannsbani fyrir slysni og er úthrópaður á eftir. Myndin er annað leikstjórnarverkefni Rofes. Potente til Ameríku Franka Potente  HINN umdeildi bandaríski plötusnúður Howard Stern hefur ákveðið að feta í fótspor Roberts Zemeckis og félaga í endurgerð B-mynda. Þeir síð- arnefndu hafa með frekar slök- um árangri einbeitt sér að gömlum hrollvekjum Williams Castles, en Stern, sem komst fyrst í snertingu við kvikmynd- irnar með því að leika sjálfan sig í ævisögumyndinni Private Parts, hyggst hins vegar endurgera greddu- og gelgjuskeiðsmyndir. Sú fyrsta verður Porky’s frá 1981 og síðan kemur Rock ’n’ Roll High School sem Roger Corman gerði 1979. Howard Stern endurgerir gelgjumyndir „MÉR fannst einfaldlega þörf fyrir svona miðil og fyrst enginn annar var búinn að gera það ákvað ég að gera það sjálfur,“ segir Ásgrímur Sverrisson kvik- myndagerðarmaður sem undan- farið tæpt ár hefur starfrækt as- grimur.is, metnaðarfulla vefsíðu með fréttum, fróðleik og skoðana- skiptum af innlendum og erlend- um kvikmyndavettvangi. „Mér finnst Netið vera frábær vettvangur fyrir frétta- og upp- lýsingamiðlun; hægt er að vera fljótur með fréttirnar og koma alls kyns efni á framfæri sem er aðgengilegt flestum á hverjum tíma. Það er líka mikið að gerast í íslenska kvikmynda- og sjón- varpsgeiranum og að mínu mati er mjög mikilvægt að fólkið sem starfar innan hans fái upplýsingar um það og geti þannig vonandi búið sér til skýrari mynd af því umhverfi sem það starfar í. Einn- ig getur þetta verið mjög fróðlegt fyrir aðra sem annaðhvort hafa áhuga á þessari grein eða þurfa að vita hvað er að gerast í brans- anum starfs síns vegna, t.d. fjöl- miðla og fólk í stjórnkerfinu og menningargeiranum almennt.“ Hann segir að vefurinn sé ætl- aður bæði kvikmyndagerðar- mönnum og áhugafólki um kvik- myndir, „auk þess að vera nokkurs konar upplýsingaveita bransans útávið því allir helstu fjölmiðlar landsins fylgjast með skarast auðvitað nokkuð, sem hefur bæði kosti og galla. Reynd- ar er nú í umræðunni að slá þessum miðlum saman í einn sterkan vef. Ég sé framtíðina þannig fyrir mér að þeir aðilar sem hafa staðið að útgáfu Lands & sona sameinist um að breyta blaðinu í öflugan vef sem býður upp á sömu þjónustu og meira til. Vef sem hefur sjálfstæða rit- stjórnarstefnu og það markmið að vera sem víðtækust upplýs- ingaveita um geirann, með frétt- um, pistlum, umræðu, skoðana- skiptum og alls kyns tölulegum upplýsingum. Að auki sé ég fyrir mér að lifandi myndir komi sterkt inn á vefinn, enda er það fram- tíðin í vefmiðlun, þ.e. samspil texta og mynda, bæði kyrr- og hreyfimynda. Þarna gætu verið viðtöl, stiklur, brot úr myndum, stuttmyndir o.fl. o.fl. Það er mjög eðlilegt að kvikmyndavefur af þessu tagi sé í fararbroddi þess konar efnisframsetningar. Ef fyrir fyrri störf á því sviði. Mér finnst reyndar svolítið áberandi að þeir sem skrifa á þann vef virð- ast hafa búið við einhæft mynda- úrval. Varðandi síðarnefnda vef- inn þá er þar á ferðinni upp- lýsingavefur um þær myndir sem verið er að sýna, auk þess sem gestir og gangandi geta gagnrýnt myndir. Það er ágætt út af fyrir sig en ekki mikið á því að græða. Aftur komum við að því einhæfa bíófæði sem haldið er að þjóðinni; það hefur einfaldlega stórskaðað kvikmyndasmekk ungs fólks og gerir það að verkum að það hefur alltof sjaldan forsendur til að meta öðruvísi nálgun við kvik- myndaformið.“ Mun meiri vinna hefur farið í að halda úti vefnum en hann hafði reiknað með. „Ég er líka ritstjóri Lands & sona, tímarits kvik- myndagerðarmanna, og er þann- ig með puttana þokkalega á púls- inum. Það auðveldar starfið að ýmsu leyti en þessir tveir miðlar honum og fá reglulega fréttir og upplýsingar þaðan. Áherslan er á íslenska kvikmyndagerð en þarna birtist líka efni annars staðar frá sem mér finnst eiga erindi inn í þetta samfélag, vegna þess að við erum ekki til í einhverju tóma- rúmi heldur erum við hluti af al- þjóðlegum bransa sem er í raun ekki svo víðfeðmur.“ Ásgrímur segir vefinn fá um 4.000 heimsóknir á mánuði sem sé miklu meira en hann hafi átt von á. Fær hann mikil viðbrögð? „Ég fæ fín viðbrögð almennt og finn að vefurinn er víða lesinn. Stefnan er að uppfæra daglega á virkum dögum og ef ekkert er sett á vefinn í fáeina daga láta gestirnir í sér heyra. Svo er mjög skemmtilegt að ýmsir íslenskir kvikmyndagerðarmenn sem bú- settir eru erlendis fylgjast með honum reglulega og eru mjög duglegir að lýsa ánægju sinni með að hafa aðgang að þessu efni. Ýmsir eru þarna daglegir gestir og hafa vefinn sem opnunarsíðu í vafranum.“ Stórskaddaður kvikmyndasmekkur Nú eru nokkrir íslenskir kvik- myndavefir í gangi, svosem kvik- myndir.com og kvikmyndir.is o.fl. Hvað finnst þér um þá? „Mér finnst þeir allt í lagi svo langt sem þeir ná. Sá fyrrnefndi snýst um bíókrítík, sem ég hef ekki verið með á mínum vef þrátt Ásgrímur Sverrisson segir stefnt að sameiningu Lands og sona og asgrimur.is Upplýsinga- veita kvik- myndaheimsins Ásgrímur Sverrisson: Um 4.000 heimsóknir í hverjum mánuði. ÞESSI ameríska endurgerð jap- ansks þríleiks var óvæntur smellur vestra um síðustu jól og rakaði inn yfir 100 milljónum dollara. Watts fer með hlutverk harðsnúins blaðamanns sem rannsakar dularfull mannslát. Þau virðast tengjast myndbandi einu sem hin látnu eiga sam- merkt að hafa horft á skömmu fyrir dauða sinn. Watts segir það góða tilbreytingu að leika per- sónu sem „er kirfilega staðsett í raunveruleikanum þótt hún sé Duigan. Þar lék einnig Nicole Kid- man, sem Watts hafði kynnst þegar báðar mættu í leikprufu fyrir auglýsingu nokkru fyrr. Þær urðu bestu vinkonur og eru það enn. Kaldhæðni örlaganna er að Watts hafnaði eitt sinn stefnumóti við Tom Cruise sem síð- ar varð eiginmaður Kidmans. Þótt ferill Kidmans hafi tekið kipp mun fyrr en ferill vinkonu hennar, þ.e. strax eftir Flirting, og hún sé ein stærsta kvik- myndastjarna samtímans en Watts rétt að byrja að skína, eru aldrei að vita hvernig þessari „keppni“ vinkvennanna lyktar. Watts er feikilega eftirsótt núna, velgengni The Ring hefur styrkt stöðu hennar í Hollywood veru- lega og hún mun birtast í fjölda mynda á næstunni. Meðal þeirra má nefna sjónvarpsmyndina The Outsider með Íslandsvininum Keith Carradine, næstu mynd Davids Lynch, Rabbits, þar sem hún leik- ur m.a. með stöllu sinni úr Mul- holland Drive, Laura Harring, ástr- ölsku myndina The Kelly Gang, þar sem hún leikur með kærasta sínum, ástralska leikaranum Heath Ledger, grínspennumyndina 21 Grams eftir mexíkóska leik- stjórann Alejandro Gonzáles Inn- árritu (Amores Perros) með Sean Penn og Benicio Del Toro, og loks Merchant-Ivory-dramað Le Divorce með Kate Hudson og Glenn Close. „Ég vil láta ögra mér,“ seg- ir hún. „Ég vil leita að verk- efnum þar sem óttinn rekur mig áfram.“ Vöttunum fjölgar hjá Naomi Watts. (1999) fékk góðar viðtökur. Núna segir Watts: „Ég vissi alltaf að ég myndi ekki slá í gegn á svip- stundu og þannig varð það líka.“ Hún er fædd í Englandi og bjó þar á ýmsum stöðum til 14 ára aldurs. Faðir hennar var um tíma hljómmaður fyrir Pink Floyd, en hann lést þegar hún var 10 ára gömul. Hún fluttist fjórum árum síðar með móður sinni til Ástralíu þar sem fjölskyldan settist að í úthverfi Sydney. „Við litum svo á að við værum að flytja til lands tækifæranna. Þetta var snemma á 9. áratugn- um og erfiðleikar í bresku sam- félagi. En ég var mjög ósátt við flutninginn, því ég var táningur og rétt að byrja að eignast góða vini. Eftirá að hyggja er ég þó ánægð með að við fluttum. Þessi tvö samfélög bæta hvort annað upp – Ástralar eru afslappaðir og Bretar til baka. Ég held ég sé blanda af hvoru tveggja.“ Þegar hún var 18 ára var henni boðið fyrirsætustarf í Jap- an og lofað gulli og grænum skógum. Ekkert af því stóðst og Watts var staðráðin í að fara aldr- ei fram fyrir myndavélar á ný. En vinur hennar fékk hana til að innritast á leiklistarnámskeið heima í Ástralíu og henni líkaði svo vel þar að hún sökkti sér á kaf í námið. Tveimur vikum síðar fékk hún fyrsta alvöru kvik- myndahlutverkið í þroskasög- unni Flirting (1991) eftir John að ganga í gegnum óvenjulega reynslu. Hún er venjuleg kona, en í Mulholland Drive var enginn raunveruleiki.“ Núna, þegar Naomi Watts er 34 ára, getur hún í fyrsta sinn valið um hlutverk. „Fyrir Mulholland Drive átti ég engra annarra kosta völ en að taka því sem bauðst. Ég var leikari til leigu og átti allt undir ákvörðunum ann- arra. Mig langaði að gera svo margt sem ég sá enga möguleika á að geta gert. Núna get ég vandað valið.“ David Lynch hafði aldrei séð hana leika en valdi hana í Mul- holland Drive eftir einn fund. „Hann lét eðlisávísunina ráða,“ segir Watts. „Og það var allt sem til þurfti – að ein manneskja tæki séns á mér.“ Hún hafði verið að harka í Hollywood síðan 1995, mætti í endalausar leikprufur og varð fyrir vonbrigðum á von- brigði ofan. „Ég er ekki sjálfs- örugg manneskja; bjartsýn og barnaleg væri nær lagi.“ Hún hafði fyrst leikið í bandarískri mynd þremur árum áður; sú var Matinee (1992), hylling Joes Dante til B-mynda kóngsins Will- iams Castle. Síðan komu nokkrir slæmir skellir, eins og Tank Girl (1995) og Children of the Corn IV (1996), en Dangerous Beauty (1998), búningadrama Marshalls Herskovitz, var þó metnaðarfullur skellur og sjónvarpsmyndin The Hunt For the Unicorn Killer Á fleiri vöttum Hún er sú ljóshærða úr Mulholland Drive (2001), segulmagnaðri og draumkenndri mynd Davids Lynch, sem ekki aðeins blés nýju lífi í feril þess sérstæða og mistæka leikstjóra, heldur fór langleiðina með að búa til stjörnur úr tveimur óþekktum leik- konum í aðalhlutverkunum; hin, sú dekkri er Laura Harring. Naomi Watts hafði baslað í bransanum í rúman ára- tug þegar þessi umskipti urðu, en túlkun hennar á tvöföldu hlutverkinu, annars vegar hinu sakleysislega von- arstirni Betty Elms og hins vegar hinni myrku Diane Selwyn, var sann- kallað afreksverk. Hún fylgir nú þessu flókna verki eftir með öllu einfaldara hlutverki í spennutryllinum The Ring, sem frumsýndur er hérlendis um helgina. Árni Þórarinsson SVIPMYND  HELSTA kvikmyndaskáld Hong Kong, Wong Kar-Wai, sem síðast gerði garðinn frægan með In the Mood For Love sem sýnd var hér á Kvik- myndahátíð í Reykjavík, mun aftur kominn á beinu brautina með nýjasta verkefni sitt, 2046, og er sagður stefna á Cannes-hátíðina í vor. 2046 hefur átt skrykkjótt framleiðsluferli allt frá því Wong lauk við fyrrnefndu myndina fyrir þremur árum og mun leikstjórinn hafa hent töluverðu af eldra myndefninu. Wong lætur lítið uppi um myndir sínar á meðan þær eru í vinnslu en þó er vitað að titillinn vísar til loka þess 50 ára tímabils sem Kínverjar hafa lofað að hrófla ekki við stöðu Hong Kong. Að- alleikarar eru þeir sömu og í In the Mood For Love, Tony Leung Chiu-wai og Maggie Cheung. Wong kominn á skrið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.