Morgunblaðið - 24.02.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.02.2003, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Leið Mosfellinga í úrslitaleikinnvar þyrnum stráð en á leið sinni í Höllina lögðu þeir FH, Hauka, Gróttu/KR og Val að velli. „Við spiluðum hina bik- arleikina miklu bet- ur en við gerðum í dag og ég ekki skýringar á reiðum höndum hvað fór úrskeiðis. Í HK- liðinu virtist vera meiri stemmning en við það virtist vera meiri vilji hjá þeim að vinna titilinn en hjá okkur. Til marks um það þá unnu HK- mennirnir flesta dauðu boltana og þeir voru miklu grimmari í fráköst- unum en við. Hungrið var kannski meira hjá þeim enda tapaði HK síð- ast í úrslitaleik en við unnum.“ Átti von á okkur sterkari Má ekki segja sem svo að sókn- arleikurinn hafi brugðist hjá ykkur og lykilmenn leikið undir getu? „Sóknarleikurinn var ekki í standi hjá okkur og oft á tíðum virt- ust menn ekki klárir á hvað þeir áttu að gera. Hins vegar sköpuðum við okkur mörg góð færi sem ekki nýttust og í svona leik má það ekki. Við erum í þessu saman 14 leik- mennirnir og auðvitað eru allir að reyna að gera sitt besta. En sportið er svona. Annað liðið þarf að tapa og því miður féll það okkar megin en ég get alveg viðurkennt að ég átti von á okkur sterkari.“ Er ekki HK-liðið vel að titlinum komið? „Ég mundi segja að miðað við hvernig það lék hér í dag þá verð- skuldi HK bikarmeistaratitilinn. HK-liðið er vel mannað í flestum stöðum og það má með sanni segja að Ólafur Víðir hafi strítt okkur og þá sérstaklega í byrjun. Mér fannst hann líklega maður leiksins en bræðurnir Reynir Þór og Arnar Freyr fóru hamförum í mörkunum og voru klárlega í hópi bestu manna leiksins. Ég vil ítreka hamingjuósk- ir mínar til HK-inga. Þeir verð- skulduðu sigurinn svo sannarlega.“ Bjarki sagði í lokin telja það nokkuð víst að hann hefði verið að spila sinn síðasta bikarúrslitaleik. „Maður á aldrei að segja aldrei en ég á samt ekki von á öðru en að þetta hafi verið minn síðasti úrslita- leikur. Nú tekur deildin við og stefnan er að klára hana með sæmd. Óheppnin hefur elt okkur í vetur. Alvarleg meiðsli hafa sett strik í reikninginn.“ Bjarki Sigurðsson þjálfari og leikmaður Aftureldingar – eftir bikarúrslitaleikinn Morgunblaðið/Árni Torfason Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, sækir að marki HK. Meiri stemmn- ing og hungur hjá HK-liðinu BJARKI Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Aftureldingar, við- urkenndi eftir leikinn að sigur HK-liðsins hefði verið fyllilega sanngjarn. „Við misstum þá fram úr okkur strax í byrjun og vorum í raun að elta uppi þetta forskot allan leikinn. Ég hélt kannski að þetta væri að koma hjá okkur þegar við minnkuðum muninn í eitt mark í byrjun síðari hálfleiks en því miður fór leikur okkar í sama farið og við misstum þá of langt frá okkur,“ sagði Bjarki við Morg- unblaðið eftir leikinn. Guðmundur Hilmarsson skrifar Þetta er mjög stór stund fyrirokkur,“ sagði baráttujaxlinn Árni Jakob Stefánsson, þjálfari HK, eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í úrslitum bikarkeppninnar, lagt Aft- ureldingu, 24:21. Árni tók við liðinu fyrir um ári eftir að hafa verið liðs- stjóri þess hluta úr leiktíð. „Í leikjum sem þessum er hver sinnar gæfu smiður. Við bjuggum okkur mjög vel undir leikinn og það skilaði þessum árangri,“ sagði Árni sem er alinn upp á Akureyri og lék bæði knattspyrnu og handknattleik með Þór og var um tíma fyrirliði félagsins. Síðan söðlaði hann um og gerðist aðstoðarþjálfari KA þegar Alfreð Gíslason var þjálf- ari félagsins. Saman gengu þeir oft með KA-liðið í gegnum úrslitaleiki, bæði í deild og bikar, og því er Árni öllum hnútum kunnugur við undir- búning liðs fyrir leiki sem þennan sem fram fór í Laugardalshöll á laugardaginn. ,„Ég er ákaflega stoltur af því að eiga þátt í að HK vann sinn fyrsta titil í meistaraflokki í boltaíþrótt,“ sagði Akureyringurinn með strákslegt bros á vör en öruggur í fasi eftir að hafa haldið sigurræðuna yfir leikmönnum sínum inni í klefa að verðlaunaafhendingu lokinni. „Við unnum í undirbúningi leiks- ins alla vikuna og meðal annars tók ég þá ákvörðun að draga liðið út úr skarkalanum síðasta sólarhringinn fyrir leikinn. Við fórum saman aust- ur að Nesjavöllum og gistum á hótel Nesbúð. Þar nutum við þess að vera einir í afslöppuðu andrúmslofti. Þessi samvera heppnaðist mjög vel og ég fann það vel á leiðinni í bæinn fyrr í dag að menn voru klárir í slag- inn og hungraði í sigur,“ sagði Árni sem er að þreyta frumraun sína sem þjálfari liðs í úrslitaleik. Úrslitaleikir snúast oft um sjálfstraust og vilja Árni segir aðalmálið vera að menn töfri fram kosti sína. Þá verði sjálfs- traustið að vera fyrir hendi, ekki síst hjá liði eins og HK þar sem ekki er hefð fyrir sigrum á stórmótum. „Ég bara veit það að ef við leikum af full- um krafti, leggjum hjarta okkar og sál í leikinn, þá getum við unnið hvaða lið sem er. En ef við erum ekki einbeittir og ekki með viljann að vopni þá getum við líka tapað fyrir hverjum sem er. Þessar staðreyndir hef ég verið að berja inn í hausinn á strákunum, það kemur hægt og síg- andi og skilaði sér meðal annars alla leið að þessu sinni. Úrslitaleikir snúast oft um sjálfs- traust og vilja. Hvort tveggja var fyrir hendi í mínu liði í dag. Þá er ég einnig afar stoltur af því hvernig Akureyringurinn Árni Jakob Stefánsson var manna Fann að strák- arnir voru klárir í slaginn ’ Ég bara veit þaðað ef við leikum af fullum krafti, leggj- um hjarta okkar og sál í leikinn, þá get- um við unnið hvaða lið sem er. ‘ MEISTARAUPPS Árni J. Stefánsson fagnar geysilega þegar bikarinn var í höfn. „Ég er ákaflega stoltur af því að eiga þátt í að HK vann sinn fyrsta titil í meistaraflokki í handknattleik,“ sagði Akureyringurinn Árni Jakob Stefánsson, þjálfari HK, í sam- tali við Ívar Benediktsson, eftir að HK vann Aftureldingu í úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik á laugardaginn, 24:21. Árni hefur kynnst því áður að verða meistari, sem liðsstjóri KA í handknattleik. ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren vann sannfærandi sig- ur á Westerlo í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld, 3:1. Arnar Grétarsson kom á nýjan leik inn í lið Lokeren og hann skoraði eitt marka liðs- ins úr vítaspyrnu og lagði upp annað. Arnar skoraði annað markið og kom Lokeren í 2:1 þegar hann skor- aði af öryggi úr vítaspyrnu og skömmu seinna lagði hann upp þriðja markið með fallegri sendingu á Del Beule sem skoraði. Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliði Lokeren. Arn- ar Grétarsson var besti maður Lokeren ásamt Bang- oura, Rúnar Kristinsson og Arnar Þór Viðarsson áttu góðan leik en lítið bar á Marel Baldvinssyni sem var nánast týndur á vinstri kantinum. Hann varð fyrir því óláni að meiðast á hendinni en harkaði af sér og lék allan leikinn sem og landar hans. Marel var fluttur á sjúkrahús í Lokeren eftir leikinn þar sem teknar voru myndir af hendinni og í gær var hann svo settur í gifs. „Ég fann fyrir þessu í fyrri hálfleik. Höndin byrjaði að bólgna og hún var orðin tvöföld í lok leiksins. Ég reyndist ekki brotinn en það kom í ljós að bein færðist til og ég verð í gifsi næstu tvær vikurnar. Ég átti erf- itt með að leika úti á kanti á miðjunni þar sem ég hef aldrei leikið þessa stöðu,“ sagði Marel eftir leikinn. Arnar skoraði eitt af mörk- um Lokeren Arnar Grétarsson í landsleik gegn Búlgaríu. SIGUR HK í bikarkeppninni á laug- ardaginn var fyrsti titill félagsins í meistaraflokki í handknattleik, en félagið var stofnað í kringum áhuga nokkurra ungra manna á hand- knattleik fyrir 33 árum þótt því hafi vaxið fiskur um hrygg og íþrótta- greinum fjölgað á síðustu árum. Þótti mörgum HK-mönnum vel við hæfi að sigurinn í bikarkeppninni bar upp á fæðingardag eins stofn- enda félagsins og fyrsta formanns þess, Þorvarðar Áka Eiríkssonar. Hann fæddist 22. febrúar 1931 en lést fyrir nokkrum árum um aldur fram. Ekkja Þorvarðar, Margrét Sigríður Einarsdóttir, var á meðal áhorfenda á leiknum og var af skilj- anlegum ástæðum í sjöunda himni í leikslok. Þess má geta að sonur Þorvarðar og Margrétar Sigríðar, er Einar, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handknattleik og núverandi fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Íslands og aðstoðarlands- liðsþjálfari. Þá má einnig geta þess að Ólafur H. Gíslason, einn leik- manna Aftureldingar, í bikarúr- slitaleiknum við HK, á laugardaginn er kærasti Margrétar Einarsdóttur, sonardóttur Þorvarðar Áka og Mar- grétar Sigríðar. Einnig er Þorsteinn Einarsson núverandi formaður HK og driffjöður félagsins til margra ára bróðir Margrétar Sigríðar. Sigur í minningu Þorvarðar Áka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.