Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar „ÞESSAR hugmyndir eru allrar at- hygli verðar. Ég myndi telja að allt sem gæti breytt viðhorfum ungs fólks til bíla, sýnt þeim að bílar eru samgöngutæki en ekki hættuleg leikföng, væri af hinu góða. Hér á Íslandi er því miður allt annað við- horf til bíla en gerist í öðrum lönd- um. Hér er byggð upp gífurleg spenna samhliða bílprófinu en þessi nýja hugsun gæti hjálpað til að slá á þá spennu,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, yfirmaður forvarn- ardeildar Vátryggingafélags Íslands, um hugmyndir um að hefja öku- kennslu 14 til 15 ára unglinga á körtubrautum. Um er að ræða hugmyndir sem Stefán Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Reis-bíla ehf., hefur lagt fram. Hann byggði fyrstur manna sérstaka akstursbraut hér á landi, körtubrautina í Njarðvík og hefur viðrað þær hugmyndir að nýta brautina m.a. til að þjálfa verðandi ökunema og gera þá í stakk búna að taka bílpróf og fara út í umferðina. Stefán fékk Helgu Sigrúnu Harð- ardóttur ökukennara til að vinna skýrslu um þessi mál og hefur lagt hana fyrir stjórnvöld og forsvarsmenn tryggingafélaga. Í stuttu máli er talað um að nemendur á aldrinum 14 til 15 ára hefji strax undirbúning fyrir frekara ökunám með grunnþjálfun á körtubílum í þar til gerðu ökugerði. Haft verði að leiðarljósi að aukin þjálfun í um- gengni við ökutæki geri unga ökumenn ábyrgð- arfyllri og þeir fái grunnþjálfun sem þeir búi að æ síðan. Undirbúningur fyrir frekara ökunám hafi því farið fram og hið eiginlega verklega öku- nám verði því ekki streituvaldur. Fram kemur í skýrslunni að tjón- valdar í umferðinni eru að lang- stærstum hluta ungir ökumenn. Reis-bílar hafa lagt til að þjálfun ökunema hefjist mun fyrr en verið hefur og verði þrískipt. Þjálfuð verði hæfni í akstri, þekking umferðarlaga og þekking á umferð- arumhverfinu. Þetta sé gerlegt með mark- vissum hætti með samþættingu bóklegs náms og ökuþjálfun á körtubílum á þar til gerðri braut, en „akstri á körtubílum má líkja við aksturs- herma sem notaðir eru með góðum ár- angri víða um heim, þar sem þjálfuð er til- tekin æskileg hegðun við akstur,“ eins og stendur í skýrslunni sem um ræðir. Ný hugsun Ragnheiður sagði ennfremur að hér væri um að ræða nýja hugsun sem þyrfti skoðunar við, hins vegar væru strax sjáanleg vandkvæði, t.d. væri aðeins aðstaða af þessu tagi á suðvesturhorninu, en hvernig ætti þá að bjóða ungu fólki á Suðureyri og Raufarhöfn, svo dæmi væri tek- ið, upp á sams konar þjónustu og undirbúning? „Þessari hugmynd hefur verið komið á framfæri við okkur og eins og ég sagði þá er hún allrar athygli verð,“ sagði Ragn- heiður og bætti við: Stóra málið „Ég get þó ekki sagt að það sé neitt í hendi með framhaldið og við höfum ekki tekið afstöðu til hug- myndarinnar. Stóra málið, sem ég tel að brýnast sé í augnablikinu, er hins vegar að koma upp æf- ingasvæði ökunema. Svæði þar sem ökunemar geta farið, bæði með ökukennara og á meðan á æfinga- rakstri stendur, og æft sig í akstri við hinar ýmsu aðstæður, t.d. akstri í bleytu, hálku, lausamöl o.s.frv. Hér er brotalöm í ökukennslu á Íslandi. Nemendur geta, svo dæmi sé tekið, tekið ökupróf um hásumar og hafa þá enga reynslu í akstri við vetr- arskilyrði. En körtubílahugmyndin er skemmtileg, akstursíþróttamenn hafa mjög vitnað í rannsóknir og reynslu annarra þjóða í þeim efnum og það virðist lofa góðu.“ Morgunblaðið/Júlíus Gokartakstur undir flóðljósum í Reykjanesbæ. Ný hugsun gæti slegið á spennu Ragnheiður Davíðsdóttir Nýr Kia Carnival ls 2,5 Grænsans. Sjálfsk. Verð 2.490 þús. Tilboð 2.190 þús. Nýr Kia Clarus glx 2,0 Grænsans, 5 gíra. Verð 1.690 þús. Tilboð 1.450 þús. Kia Grand Sportage 2,0 12/99. Ekinn 54 þús., 5 gíra. Grár. Verð 1.350 þús. Kia Sportage 2,0 6/00 Ekinn 47 þús. 5 gíra. Grænn. Verð 1.380 þús. Kia Clarus glx 2,0 7/00 Ekinn 58 þús. Grár. 5 gíra. Verð 1.190 þús. Daihatsu Terios 1,6 9/97 Ekinn 85 þús. Sjálfsk. Grænn. Verð 690 þús. Toyota Avensis Sol 1,6 8/99 Ekinn 34 þús. 5 gíra. Blár. Verð 1.170 þús. Mazda 323 f GT 1,8 5/98 Ekinn 91 þús. 5 gíra. Hvítur. Verð 990 þús. Opel Vectra 1,6 GL 4/99 Ekinn 36 þús. Sjálfsk. Verð 1.190 þús. Daewoo Lanos 1.3 12/00 Ekinn 66 þús. 5 gíra. Verð 760 þús. Tilboð 550 þús. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík Sími 530 9500 - www.bilabaer.is Reykjavík - Nýjir og notaðir bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.