Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Hjólalegusett Öxulhosur Tímareimar BÍLA- VARAHLUTIR w w w .d es ig n .is © 2 0 0 3 VOLKSWAGEN Touareg samein- ar fullboðlega eiginleika til aksturs utan vega og til aksturs í borginni. Þar fylgir VW þróun sem hefur átt sér stað undanfarin misseri hjá bílaframleiðendum sem elta mark- aðinn og kröfur kaupenda eins og skottið á sér. Menn vilja aflmikla lúxusjeppa, sem á malbikinu eru eins og hágæða fólksbílar í akstri, og gefa jafnframt grindarbyggðum jeppum ekkert eftir í drifgetu utan vega. VW-menn voru lengi að taka við sér og bjóða valkost inn á þenn- an ört vaxandi markað en nú er hann kominn í líki Touareg og bíll- inn var biðarinnar fullkomlega virði. Touareg er alls enginn alþýðu- vagn, enda skýr stefna hjá VW að færa framleiðsluna að hluta í lúx- usflokk og nú þegar eru komnir tveir bílar alla leið þangað, þ.e. lúx- usfólksbíllinn Phaeton og lúxus- jeppinn Touareg. Rennilegur og aflmikill Touareg er jeppi með sambyggða yfirbyggingu og grind og búinn einu fullkomnasta fjórhjóladrifs- kerfi sem á boðstólum er. Hann er boðinn hérlendis með tveimur vél- argerðum enn sem komið er, þ.e. V6 220 hestafla bensínvél og V10 313 hestafla dísilvél. Innan tíðar bætist síðan við V8, 312 hestafla bensínvél. Við prófuðum bílinn ný- lega við íslenskar aðstæður með V6 vélinni og loftpúðafjöðrun. Bílnum er sem best lýst í þremur orðum: Aflmikill, fágaður og rík- mannlegur. Hann lætur í raun lítið yfir sér að utan og virkar á marga við fyrstu sýn eins og hann sé nú ekki til stórræðanna. Kannski eins og ofvaxinn langbakur eða jepp- lingur með stórum hjólum. En um- fram allt virðast hönnuðir hafa haft að leiðarljósi að gera bílinn renni- legan og hæfan til að kljúfa loftmót- stöðu með sem minnstri fyrirhöfn. Á grillinu og afturhleranum eru risavaxin einkennismerki VW, framlugtirnar eru fíngerðar linsu- lugtir en að aftan eru stórar aft- urlugtir á bretti og ná út á aftur- hlera. Krómlistar eru umhverfis glugga og á sílsum og grilli. Allt er fremur stórt og traustvekjandi í sniðum; t.a.m. hliðarspeglar og hurðarhúnar. Í hliðarspeglunum neðanverðum eru stefnuljós sem setja bæði fallegan svip á bílinn og auka umferðaröryggið. Lykillaust aðgengi VW-mönnum hefur sannarlega tekist vel upp í hönnun innanrým- isins. Bíllinn slær út alla keppi- nauta sína í frágangi, efnisvali og stíl. Sætin eru stór og styðja vel við líkamann og milli framsæta er stór geymslustokkur sem er hreyfan- legur og virkar vel sem armhvíla. Ökumannssætið er með upphitun. Í prófunarbílnum voru framsætin með rafstillingu og minni og öll sætin leðurklædd. Þetta er auka- pakki sem kostar 450.000 kr. Sömu- leiðis var prófunarbíllinn með lyk- illausu aðgengi að hurðum sem er sérlega þægilegur búnaður. Í stað þess að þrýsta á hnapp til að opna hurðir er nóg að vera í námunda við hurðir með lykilinn í vasanum til þess að þær opnist. Ekki þarf held- ur að taka lykilinn upp þegar inn í bílinn er komið heldur nóg að þrýsta á hnapp í námunda við gír- stöngina til að ræsa bílvélina. Þeg- ar bíllinn er síðan yfirgefinn nægir að þrýsta á hnapp í hurðarhúninum utanverðum til að læsa bílnum. Lengi er hægt að dveljast við smáatriði í hönnun og útbúnaði bílsins en um leið verður að gæta þess að margt af þessu er aukabún- aður og kostar sitt. Þannig er t.d. fjögurra svæða loftfrískunarbúnað- ur, viðarskreyting í mælaborði, fjölrofa stýrishjól og sóllúga, svo fátt eitt sé nefnt, aukabúnaður. Meðal aukabúnaður eru einnig raf- læsingar á fram- og afturdrifi. Duglegur utan vega Af framansögðu mætti ætla að hér væri fyrst og fremst um mal- biksbíl að ræða en svo er þó alls ekki. Touareg hentar ekki síður til aksturs utan vega. Veghæðin er 23,7 cm þegar bíllinn er á gorma- fjöðrun og allt að 30 cm á loftpúða- fjöðrun, og hjólhafið er mikið. Hann er líka með háu og lágu drifi og mis- munadrifslæsingu. Þá eru fáanleg- ar læsingar á fram- og afturhás- ingu. Bíllinn sem var prófaður var með loftpúðafjöðrun sem er lúxus sem kostar 330.000 kr. aukalega. Með henni er sem sagt hægt að hækka veghæðina í 30 cm og þá er bíllinn líka fær í flest, ekki síst í djúpan snjó. Sömuleiðis er hægt að lækka veghæðina niður í 16 cm, sem hentar vel við hraðakstur og þegar verið er að hlaða bílinn. Auk Touareg – meistara- smíð frá Volkswagen REYNSLUAKSTUR Volkswagen Touareg Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Veghæð í bílnum með loftpúðafjöðrun og drifi er stjórnað með snúningstökkum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Veghæð 30 cm … Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Touareg er ekki með mesta farang- ursrýmið af keppinautunum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Touareg lætur eins og fólksbíll á malbikinu. Upptak er 9,9 sekúndur og hámarkshraðinn 206 km/klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.