Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 B 3 Kringlunni & Hamraborg Vor 2003 Ný sending [s v a rt á h v ítu ] 568 4900 552 3636 mikið úrval af fallegum vorvörum laxaroði það sem miður fór væri mér að kenna. Hann álasaði mér líka í sífellu fyrir að vera kynköld og það versta var kannski að ég fór að reyna að þóknast honum í kynlífinu. Ég var orðin algjörlega niðurbrotin mann- eskja,“ segir Hrafnhildur Ýr og lýsir kinnroðalaust hvernig maðurinn nýtti sér þjónkunarlund hennar. „Til þess að sýnast áhugasöm og nýj- ungagjörn stakk ég eitt sinn upp á kynlífi þar sem ég væri bundin. Leik- ar fóru svo að hann nýtti sér varn- arleysi mitt með afar ruddalegum hætti. Um leið og ég grátbændi hann um að losa mig lék hann sér að brenna mig með kertavaxi og og tróð meðal annars frosnum matvælum upp í leggöngin. Þú vildir þetta, þú baðst um þetta, endurtók hann svo í sífellu.“ Fjarræn á svip segist Hrafnhildur Ýr núorðið geta horft tilbaka án þess að komast í uppnám. „Andlegt of- beldi er undanfari líkamlegs ofbeldis. Þessir menn ganga eins langt og þeir geta, þeir vilja halda sínu valdi. Nán- ast hver sem er getur orðið fórnar- lamb ofbeldis, en þær manngerðir sem beita því eru afar líkt innrétt- aðar,“ segir Hrafnhildur Ýr. Íris Anita tekur í sama streng, en bendir á að sumir ofbeldismenn geti átt sér viðreisnar von. „Þeir sem sjálfir hafa alist upp við ofbeldi eiga kannski möguleika á hjálp, en siðblindingjun- um er ekki viðbjargandi.“ Heimilisofbeldi endurspeglast í hegðun barna Þær voru bara þrjár þegar þær lögðu upp í Herferðina gegn heim- ilis- og kynferðisofbeldi, en ekki leið á löngu þar til fjöldi kvenna bauðst til að leggja þeim lið með ýmsum hætti. Herinn er orðinn fjölmennur og fer víða. Opin hús, þemakvöld og fyrir- lestrar hafa verið haldnir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi; í leik- og grunnskólum, félagsmið- stöðvum og hvarvetna sem þeirra er óskað. Á heimasíðunni herferd.tk er nokkrum stuðningsaðilum þakkað, en framlag kvennanna er sjálfboða- vinna. „Sjálfar erum við að þessu af hug- sjón og áhuga en ekki vegna peninga, enda borgum við frekar með okkur. Allt okkar starf er í náinni samvinnu við Kvennaathvarfið. Við ákváðum að halda fyrirlestrana sjálfar og fengum því konur hjá Kvennaat- hvarfinu og Stígamótum til að yfir- fara þá. Þangað vísum við líka þol- endum og aðstandendum, sem leita til okkar.“ Þeim finnst leik- og grunnskólar vera þarfur vettvangur umræðunn- ar, enda hafi heimilisofbeldi áhrif á líðan barns og endurspeglist í hegð- un þess. Ef kennara grunar að ekki sé allt með felldu hjá barninu heima- fyrir þurfi hann að vita hvernig best sé að bregðast við. Íris Anita og Hrafnhildur Ýr segja algengt að jafnvel þótt ekki þurfi að gefa upp nafn hjá barnaverndarnefnd, veigri margir sér við að tilkynna grun um ofbeldi ef ske kynni að hann væri ekki á rökum reistur og þeir væru að skipta sér af því sem þeim kæmi ekki við. „Kennarar þurfa sérstaklega að vera á varðbergi. Einnig er afar brýnt að þeir tali við börnin um að til séu menn, sem hafi illt í hyggju, hvernig líklegt sé að þeir beri sig að og nauðsyn þess að börnin segi frá, hver sem í hlut á.“ Afleiðingar klámvæðingarinnar Umfram allt segja þær að opin umræða á heimilum geti komið í veg fyrir að börn og unglingar verði fórn- arlömb ofbeldismanna og klámvæð- ingarinnar svokölluðu. Þær hafa líka áhyggjur af því síðarnefnda og segja afleiðingarnar birtast í hnignandi siðferðisvitund unga fólksins, sem þær eru vissar um að helgist af skorti á fræðslu og uppbyggilegri umræðu á heimilum og í skólum. „Til þess að sporna við áhrifum á óheftu aðgengi að hvers kyns klámi, sem gefur brenglaða mynd af kynlífi, verður að auka fræðslu. Kynfræðsla í skólum er löngu úrelt, því ekki er nóg að ungmennin læri um staðreyndir, svo sem nöfnin á líffærunum, hvernig börn verða til og þvíumlíkt. Eitt af markmiðum okkar er að koma fræðslu um kynferðisofbeldi inn í námskrá leik- og grunnskóla. Leggja þarf meiri áherslu á siðfræði og að fræða þau um hvað felist í kynferðis- ofbeldi, hópkynlífi og munnmökum svo dæmi séu tekin af því sem sum þeirra hafa orðið fyrir, ástunda eða hafa prófað. Þegar munnmök eru orðin aðgangseyrir tólf til sextán ára stelpna í partí, eins og brögð eru að, er greinilegt að hvort kynið um sig ber litla virðingu fyrir sjálfu sér og hvort öðru. Sumum, strákum og stelpum, finnst hópkynlíf alveg eðli- legt, eða í það minnsta bara smart,“ segja Íris Anita og Hrafnhildur Ýr um raunveruleika unga fólksins, sem þeir fullorðnu hafi litla innsýn í. Þeim rennur til rifja þjónkunar- lund stelpna gagnvart strákum og segja hana bjóða upp á misbeitingu. Sem dæmi um tíðarandann segir Íris Anita þekkja til tveggja sautján ára stelpna, sem buðu jafnaldra sín- um að horfa á þær, allsberar, hnoð- ast hvor á annarri, og taka aðfarirnar upp á myndband. Svo leyfðu þær stráknum eitthvað að potast með, segir hún og bætir við að þeim hafi þótt þetta voða töff og smart og boðið þeim sem vildu að horfa á mynd- bandið. „Gamla, góða trúboðsstell- ingin í einrúmi með kærastanum sín- um virðist eiga undir högg að sækja,“ segir Hrafnhildur Ýr, meira í gríni en alvöru. Eða hvað…? „Okkur finnst bara allt ganga út á að prófa allt; kynlíf með sama kyni, endaþarmsmök og hvaðeina,“ svara þær og byggja ummælin á viðhorf- um, sem þær hafa heyrt meðal sumra unglinga í tengslum við her- ferðina. Þær segjast þó ekkert vera að prédika algjört skírlífi, bara að stelpur eigi ekki að sofa hjá fyrr en þær séu tilbúnar og treysti rekkju- nautnum. „Annars er undarlegt að í kynfræðslu og umræðum er sjónum alltaf frekar beint að stelpunum en strákunum. Þeir eru svolítið útundan og því kannski ekki nema von að þeir séu ekki alveg með á nótunum um hver séu eðlileg siðferðileg mörk,“ bæta þær við. Sjálfshjálparhópar Undanfarið hefur hálfgerð her- kvaðning staðið yfir að hjá Írisi Anitu, Hrafnhildi Ýr og hinum frum- kvöðlum herferðarinnar. Þær hafa sett á laggirnar sjálfshjálparhópa fyrir þolendur heimilisofbeldis og að- standendur þeirra og hefst starf hóp- anna á allra næstu dögum. Leiðbein- endur eru allir þolendur, sem hafa fengið þjálfun sem leiðbeinendur hjá aðstandendum herferðarinnar og með stuðningi frá Kvennaathvarfinu. Tekið verður á öllum þáttum ofbeldis og afleiðingar þess ræddar ofan í kjölinn. „Þrátt fyrir að hafa verið hjá sál- fræðingum og í ýmiss konar fjöl- skylduráðgjöf, virðast þolendur oft ná betri árangri í að byggja sig upp með því að deila reynslu sinni með öðrum þolendum. Það myndast sér- stök tengsl þeirra á milli og þeir fá styrk hverjir frá öðrum. Þegar ein segir frá er viðkvæðið oft „já, ein- mitt, „minn“ var svona líka. Hópun- um er skipt upp eftir aðstæðum hvers og eins og reynt verður að hafa fólk með svipaða sögu í sama fjög- urra til fimm manna hópi ásamt leið- beinanda. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fyrirkomulagið geta sent okkur tölvupóst; herferd@hot- mail.com. Við ætlum að hittast einu sinni í viku í þrjá mánuði, skiptast á hugmyndum um starfið, tala um til- finningar, sekt, skömm, kynlíf og annað sem fólk hefur upplifað og þarf að tjá sig um.“ Hamingjusamar „Sögur“ Íris Anita og Hrafnhildur Ýr eru fullar eldmóðs og ætla að halda áfram að starfa í þágu þolenda heim- ilisofbeldis um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Um lífið að öðru leyti upplýsir Hrafnhildur Ýr að hún sé að ljúka námi í ferðamálafræðum í Háskóla Íslands og eigi núna góðan kærasta. Einn slíkan á Íris Anita einnig, en hún á líka tvö börn. Um fyrirmynd- irnar að Sögu gegnir sama máli. Þær hafa slitið samböndum sínum við of- beldisfulla sambýlismenn og náð átt- um með góða menn sér við hlið. Sjálf var Saga komin með kærasta, einkar góðan og geðþekkan mann, og ófrísk í bókarlok. En þá er komið að tveimur spurn- ingum sem brunnu á blaðamanni eft- ir lesturinn. Í bókinni verður Jóhann sálfræðingur, hefur það einhverja skírskotun? „Persóna hans er að hluta byggð á fósturföður „einnar Sögunnar“, sem var barnasálfræðingur og misnotaði hana frá unga aldri. Sem sýnir að engu skiptir hverrar stéttar þessir menn eru sem haldnir eru svona ónáttúru,“ segir Íris Anita, en tekur fram að barnasálfræðingurinn sé er- lendur og hafi hvorki búið né starfað hér á landi. Og spurning tvö: Af hverju kaus Íris Anita að hafa endinn þannig að vel mátti ímynda sér að sálarheill Sögu væri undir því komin að hún eignaðist svona gegnumgóðan og hjálpsaman kærasta? „Fyrst og fremst til að sýna fram á að slíti konur sambandi við ofbeldis- menn geti þær átt sér gott líf. Þær þurfa að læra af vondri reynslu, en ekki að heimfæra hana á alla karlmenn. Ég vildi hafa söguna eins sanna og hægt væri og þar sem allar „Sögurnar mín- ar“ voru komnar í ham- ingjusöm sambönd hélt ég mig algjörlega við sannleikann að því leytinu,“ segir Íris Anita og ljóstrar upp að aðalfyrirmynd Jóhanns hafi nýverið fengið eins makleg málagjöld og búast mátti við sam- kvæmt íslensku réttarkerfi.  Afleiðingar klám- væðingarinnar birtast í hnignandi siðferð- isvitund  Í kynfræðslu er sjónum frekar beint að stelpum en strákum. Þeir eru svo- lítið útundan og því kannski ekki nema von að þeir séu ekki alveg með á nótunum um hver séu eðlileg siðferðileg mörk  Þessir menn ganga eins langt og þeir geta, þeir vilja halda sínu valdi vjon@mbl.is ARMBÖND úr laxa- og hlýraroði vöktu athygli japanskra versl-anaeigenda á sýningu íslenskra fatahönnuða á tískuviku í Par-ís í október sl. Ásdís Jónsdóttir fatahönnuður, annar eiganda verslunarinnar Gust og dísjón, hefur í samvinnu við Guðlaugu Hall- dórsdóttur, eiganda verslunarinnar Má Mí Mó, hannað armböndin og selt til Japans. „Við fengum pöntun upp á hundrað armbönd og það var vel viðráðanlegt,“ segir Ásdís. Hún og Guðlaug hafa nóg að gera hvor í sínu lagi en vinna saman föt af og til og þá er það Ásdís sem sníður og saumar en Guðlaug þrykkir. Þannig var það líka með ullarsjöl sem þær hönnuðu í sameiningu og fóru með til Parísar árið 2001. Sjölin voru í ýmsum litum, úr þæfðri íslenskri ull og með þrykki úr gúmmífroðu í ýmsum litum. Þessi sjöl vöktu einnig áhuga Japana sem pöntuðu hundrað stykki. Ekki var um sömu verslanir að ræða. Sjölin voru framleidd í ýmsum litum, t.d. bleiku, grænu, hvítu og bláu og að sögn Ásdísar nutu sjöl með samlitu þrykki mestra vinsælda. Alíslenskt hráefni Ásdís og Guðlaug hanna bæði armböndin og sjölin undir merkinu Milljón. Roðarmböndin eru unnin úr roði af hlýra eða laxi en roðið fá Ásdís og Guðlaug frá Sjávarleðri hf. unnið og litað. Armbandið verður til þegar roðinu er rúllað upp og hneppt saman með tölu úr slípuðu hrein- dýrshorni. Ásdís er ánægð með að allt hráefnið er alíslenskt. „Svo er það nú oft talin flottasta hönnunin þegar maður nær að vera ekki að vinna hlutina of mikið. Svona arm- band getur verið eins og fínasti skart- gripur við fínan topp eða kjól.“ Ásdís segir að Útflutningsráð eigi stóran þátt í að koma íslenskum hönnuðum á framfæri erlendis. Útflutningsráð leigir sýningaraðstöðu í París fyrir íslensku hönnuðina og sumir ná þar sölu- samningum þar sem innkaupastjórar verslana ganga á milli sýningarstaða. Armband eða servíettuhringur Nokkuð hefur einnig selst af armbönd- um Ásdísar og Guðlaugar hér á landi. „Við vorum nú svolítið hissa um daginn þegar ein og sama konan keypti mörg stykki. Það kom í ljós að hún notaði armbönd- in sem servíettuhringi þegar hún bauð upp á fisk í matarboði,“ segir Ásdís brosandi og er ánægð með að armböndin hafa mikið notagildi. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Roði af laxi eða hlýra er rúllað upp og hneppt saman með tölu úr slípuðu hreindýrshorni. Armbönd úr vekja lukku í Japan H Ö N N U N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.