Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDSVIRKJUN telur að það muni borga sig að virkja við Norðlingaöldu-veitu. Er þetta niðurstaða fyrirtækisins þrátt fyrir þau skilyrði sem settur umhverfis-ráðherra, Jón Kristjánsson setti í úrskurði sínum um veituna. Landsvirkjun ætlar því að hefja þegar í stað viðræður við Norðurál um kaup á rafmagninu sem virkjunin mun framleiða. Forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, segir að hægt verði að byrja að selja rafmagn úr virkjuninni árið 2005 ef allt gengur vel. Árið 2006 verði framleiðsla á rafmagni síðan komin á fullan skrið. Landsvirkjun segir mikilvægt að flýta byggingu virkjunarinnar. Það er gert svo framkvæmdum verði lokið árin 2005 og 2006 þegar mikið verður að gera við byggingu virkjunar við Kárahnjúka á Austur-landi. Vilja virkja við Norðlingaöldu-veitu Landsvirkjun vill selja Norðuráli rafmagnið sem virkjunin við Norðlinga-öldu-veitu framleiðir. LEIK-hópurinn Perlan fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Í tilefni þessa heldur leik-hópurinn sýningu í Iðnó á morgun, laugardaginn 1. mars. Þar verður sýnt brot af því besta úr sýningum Perlunnar í gegnum árin. Alls verða sýnd brot úr 6 dans- og leik-verkum. En boðskapur sýningarinnar er kær-leikur, friður og gáski. Þá verður sýning á ljósmyndum, vegg-spjöldum, búningum og fleiru sem tengist sögu hópsins. 20 ára afmæli Perlunnar Netfang: auefni@mbl.is SADDAM Hussein, forseti Íraks, segist ekki ætla að flýja land. Hann ætlar ekki að fara í útlegð heldur berjast fari svo að Bandaríkjamenn fari í stríð við Íraka. Þetta kom fram í sjónvarps-viðtali við Saddam Hussein sem sýnt var á miðvikudag. Viðtalið tók þekktur bandarískur sjónvarps-maður. Þetta er fyrsta viðtalið sem Saddam veitir fréttamanni frá Vestur-löndum í meira en tíu ár. Í viðtalinu sagði forsetinn að ekki kæmi til greina að fara frá Írak. Þar ætlaði hann að vera og deyja. Gerði hann það ekki væri hann að svíkja þjóðina. Hann myndi berjast við Bandaríkjamenn. Saddam sagði að Írakar ætluðu ekki að kveikja í olíu-lindum sínum réðust Bandaríkjamenn á þá. Þeir kveiktu í olíu-lindum þegar Bandaríkjamenn hröktu þá frá Kúveit árið 1991. Írakar höfðu þá ráðist inn í landið. Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir því að landið var frelsað. Saddam neitaði því að Írakar væru að vinna með hryðjuverka-mönnum. Sagði hann að Írakar hefðu aldrei aðstoðað hryðjuverka-foringjann Osama bin Laden. Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir segja að Írakar eigi samskipti við hryðjuverka-menn. Írakar eigi líka gereyðingar-vopn. Þess vegna þurfi að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Reuters Saddam Hussein ásamt bandaríska sjónvarps-manninum. Saddam ætlar ekki að yfirgefa Írak heldur vera kyrr og berjast. Saddam segist fara hvergi HLJÓMSVEITIN Írafár var sigurvegari Hlustenda-verðlauna útvarps-stöðvarinnar FM957 sem fram fóru í Borgar-leikhúsinu á fimmtudags-kvöld. Írafár vann öll helstu verðlaun kvöldsins; fyrir bestu plötu ársins 2002, besta lagið, var valin besta hljómveitin og Birgitta Haukdal útnefnd besta söngkonan. Alls hlaut hljómsveitin Írafár sjö verðlaun af þeim tólf sem veitt voru. Jónsi úr Í svörtum fötum var valinn besti söngvarinn. Og hlustendum FM957 þykir Í svörtum fötum líka bestir á balli. Quarashi unnu í flokknum hipp-hipp ársins. Síðast en ekki síst veitti Davíð Oddsson Bubba Morthens sérstök heiðurs-verðlaun FM957. Hlustendur FM957, sem fylltu Borgarleikhúsið, urðu aldeilis hlessa þegar fyrstu tónar í loka-atriði kvöldsins tóku að hljóma. En þeir komu frá hljómsveitinni Skítamóral, sem hefur legið í dvala síðan árið 2000. Skítamórall ætlar aftur að fara að leika saman í vor og í sumar. Seinna á árinu stendur til að gefa út safn-plötu með bestu lögum sveitarinnar. Írafár vann stórt Morgunblaðið/Árni Torfason Birgitta og Írafár voru með annan fótinn uppi á sviði Borgar-leikhússins allt kvöldið. Hlustendaverð- laun FM957 HAUKAR og HK fögnuðu bikarmeistara-titlunum í hand-knattleik í Laugardalshöll um síðustu helgi. Haukar höfðu betur á móti ÍBV í kvenna-flokki, 23:22, og HK sigraði Aftur-eldingu í karla-flokki, 24:21. Leikur Hauka og ÍBV var jafn og spennandi allan tímann. ÍBV hafði yfir í hálfleik, 11:10. Í síðari hálfleik skiptust liðin síðan á að hafa forystuna allt þar til undir lokin að Haukar sigu fram úr. Harpa Melsted var marka-hæst hjá Haukum með 5 mörk, en næstar komu Nína K. Björnsdóttir og Inga Fríða Tryggvadóttir sem báðar skoruðu 4 mörk. Hjá ÍBV voru Sylvia Strass og Alla Gorkorian marka-hæstar með 7 mörk hvor. HK var allan tímann sterkara á móti Aftur-eldingu í karla-flokki og vann sannfærandi sigur. Þetta var um leið fyrsti titill HK í 33 ára sögu félagsins í meistara-flokki í hand-knattleik. Ólafur Víðir Ólafsson fór á kostum í liði HK og skoraði 10 mörk. En hjá Aftur-eldingu var Bjarki Sigurðsson marka-hæstur með 6 mörk. Morgunblaðið/Árni Torfason HK urðu bikar-meistarar í handknatt-leik. HK og Haukar bikarmeistarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.