Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR Melkorka Rut Bjarna-dóttir, 14 ára, flutti í nýjaíbúð með fjölskyldu sinni fyr- ir skömmu fékk hún alfarið að ráða herberginu sínu. Foreldrum hennar fannst þeir hafa valið dótturinni um- hverfi nógu lengi svo Melkorku var leyft að velja liti á veggina, glugga- tjöld og fleira. Og hún þurfti ekki lengi að hugsa sig um: „Mamma, mig langar í graffiti.“ Til þess að standa við gefið loforð fóru foreldrarnir strax á stjá og í gegnum krókaleiðir komust þeir í samband við þrjá unga graffara úr Kópavogi sem mættu galvaskir þvert yfir höfuðborgarsvæðið. Þeir rissuðu á blað nokkrar tillögur; í fyrstu stakk Melkorka upp á nafn- inu sínu en þegar það reyndist of langt var ákveðið að útfæra á vegg- inn fangamark hennar, MRB. „Við vorum svona fjóra og hálfan tíma að þessu, næstum því fimm,“ segja graffararnir Ingi, Guðni og Grétar Ágúst, sem búa í Kópavogi og stunda nám í 9. og 10. bekk. Á útivegg tæki sambærilegt verk að þeirra sögn styttri tíma, en innan- húss eru veggir sléttari og máln- ingin svo lakkkennd að úðinn tollir illa. „Yfirleitt leka litirnir ekki nema þegar brúsarnir eru nýir, en hérna lak mikið sem tafði okkur geðveikt.“ Þegar félagarnir breyta ásýnd veggja á förnum vegi, skilur hver þeirra eftir sína undirskrift, eða „tag“. Mun það vera kappsmál að nöfnin fari sem víðast, en strákarnir biðja að eigin sögn iðulega um leyfi áður en þeir lyfta brúsum við göngustíga, veggi eða skúra. Ingi merkir verk sín sem Jewz, Guðni er Power og Grétar gengur undir nafninu Pic. „Ingi er rosa góður, Guðni líka, ég reyni bara að gera eins og þeir,“ segir Grétar hógvær og segist hafa fengið að fljóta með því strákana hafi vantað félagsskap. „Já, maður verður stundum svo- lítið einmana,“ segir Ingi glottandi og þeir staðfesta að skemmtilegra sé að graffa saman. Og þeir líta tví- mælalaust á veggjakrotið sem list- grein. „Já, þetta er list. Þeir sem segja að þetta sé ekki list mega rotna í ruslagámi fyrir mér – þetta er að minnsta kosti meiri list en einhver abstraktmálverk sem þýða ekki neitt,“ segir Ingi ákveðinn. Þeim sem heimsótt hafa herbergi Melkorku líst vel á frumraun strák- anna á innivegg. Hvað ef óskir um innanhússskreytingar færu í kjöl- farið að hellast yfir þá? „Það væri bara næs,“ svarar Grét- ar að bragði. „Við myndum líklega flytja úr landi. Eða byrja að rukka fyrir þetta,“ bæta hinir við. Á meðan ann- ríkið er ekki meira hafa þeir svig- rúm fyrir önnur áhugamál, sem eru þessi helst: „Mótorkross, til dæmis,“ svarar Guðni. „Ég hlusta mikið á hiphop,“ segir Grétar. „Að djamma,“ segir Ingi. „Og stelpur, allavega sumar.“ Stundum er talað um að veggja- krot og rapp séu angar af sömu V E G G J A L I S T Í H E I M A H Ú S U M Við fiktum okkur áfram Veggjakrot er víða á almannafæri og ber ýmist vitni um listfengi eða almenna framhleypni. Nokkuð fátíðara er að fólk láti skreyta híbýli sín með úðabrúsum en Sigurbjörg Þrastardóttir rakst þó inn í eitt slíkt unglingaherbergi í Vesturbænum. M IKILVÆGT er að fólki líði vel á vinnu- stað enda eyða flest- ir þar stórum hluta ævi sinnar. En vinn- an sjálf, eða aðstæður á vinnustað, geta líka verið streituvaldandi og oft má lítið út af bregða til að raska ró manna. Steinunn Inga Stefánsdóttir hefur menntað sig sérstaklega til að fást við slík vandamál, einkum þeim er lúta að streitu sem tengist atvinnu fólks og samskiptum á vinnustöðum. Hún hefur nú opnað ráðgjafaþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem meðal annars býður upp á greiningu á álagi og streitu, ráðgjöf í starfs- mannamálum auk einkaráðgjafar á stofu fyrir fólk sem vill fyrirbyggja eða leita handleiðslu vegna starfs- tengdra vandamála, svo sem vegna streitu, samskipta á vinnustað og samspils einkalífs og vinnu. „Þetta er ráðgjafastofa í viðskipta- sálfræði og streitustjórnun,“ sagði Steinunn og bætti við að starfseminni mætti skipta í fjóra meginþætti: Álags- og streitustjórnun, sem fel- ur í sér ráðgjöf, úrlausnir og eftir- fylgni í fyrirtækjum og stofnunum. Ráðgjöf í starfsmannamálum og ýms- ir fyrirlestrar fyrir stjórnendur eða starfsmannahópa, svo sem álags- og streitustjórnun, samskipti og per- sónuleikamunur á vinnustöðum, áhrif vinnustaðamenningar, samninga- tækni og lausn ágreiningsmála, þróun og þjálfun teyma og fleira. Einkaráðgjöf á stofu, fyrir stjórn- endur jafnt sem annað starfsfólk. Hér er bæði um að ræða fyrirbyggjandi handleiðslu fyrir þá sem vilja öðlast meiri leikni í að takast á við kröfur vinnuumhverfisins og handleiðsla og þjálfun við að nota aðferðir til að draga úr neikvæðum afleiðingum streitu og starfstengdra vandamála. Starfspersónuleikakannanir fyrir þá sem vilja auka leikni sína í starfi og samskiptum. Vinnusálfræði og streitustjórnun Steinunn Inga lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1987 og BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1994. M.Sc.-gráðu í við- skiptasálfræði (Business Psychology) frá University of Westminster í London árið 2001 og auk þess hefur hún lokið M.Sc.-gráðu frá University of Surrey Roehampton á Englandi í streitufræðum (Psychobiology of stress), eða því sem hún kallar streitustjórnun. Steinunn sagði að námið í við- skiptasálfræðinni hefði opnað augu sín fyrir því að á þessu sviði væri óplægður akur og jafnframt að „eitt- hvað vantaði inn í pakkann“ eins og hún orðaði það. „Eftir því sem ég kynnti mér þetta betur sá ég hversu mikið vandamál streita er orðin í dag- legu lífi manna og hvernig hún haml- ar eðlilegri starfsgetu fólks. Leiðbein- andi minn hvatti mig til að kynna mér þessi mál nánar og ég ákvað að bæta við mig þekkingu á þessu sviði. Nám- ið grundvallast á skilningi á orsökum, einkennum og afleiðingum streitu, áhrifum einstaklingsmunar, sálfræði- legra-, líffræðilegra- og félagslegra þátta, svo sem þátta er varða upp- byggingu, stjórnun og samskipti inn- an fyrirtækja. Leiðbeinandi minn í streitufræðum var dr. Valerie J. Sutherland, virtur vinnusálfræðingur á sviði streitu- stjórnunar. Það var frábært að vinna undir hennar handleiðslu, ekki síst vegna þess að það leiddi til þess að nú hefur hún boðið mér áframhaldandi samstarf sem er ómetanlegt fyrir mig.“ Af hverju stafar streita? Streita er orð sem okkur nútíma- mönnum er tamt í munni, enda virðist þetta fyrirbæri vera óhjákvæmilegur fylgifiskur daglegs lífs og flestir hafa einhvern tíma fundið fyrir óþægind- um sem kenna má við streitu. Í mis- munandi mæli að vísu og einstakling- ar eru misjafnlega í stakk búnir til að glíma við þetta vandamál. Steinunn var spurð um hvað fælist í raun í þessu orði, streitu? „Streita er afleiðing streituvalda eða of krefjandi áreita. Að upplifa of krefjandi aðstæður til langs tíma get- ur leitt til líkamlegs og andlegs ójafn- vægis, sem kallað er streita. Streita er ekki sjúkdómur heldur ástand sem hlýst af neikvæðu ferli tilfinninga, líf- fræðilegra og atferlislegra viðbragða, sem hafa í för með sér fjölda nei- kvæðra afleiðinga, þar með talið sjúk- dóma. Að upplifa streitu er að hluta til háð huglægu mati okkar á aðstæðum okk- ar eða þeim björgum sem við höfum til þess að ráða við álag og streitu. Umræddar bjargir eru annars vegar það sem kalla má innri bjargir, til dæmis menntun og þekking, fyrri reynsla af því að mæta svipuðum að- stæðum eða mat á eigin styrk og getu og hins vegar ytri bjargir svo sem tími, stuðningur yfirmanns eða fjöl- skyldu, aðgangur að upplýsingum eða umboð til athafna. Streita er því til- komin vegna ójafnvægis milli um- hverfisins og þeirra bjarga sem við höfum eða teljum okkur hafa til þess að mæta þessum kröfum. Huglægt mat á umhverfi okkar og aðstæðum hefur sem sagt töluvert það að segja hvort við verðum fangar streitu. Verkefni sem veldur einum starfs- manni eða einstaklingi streitu getur virkað sem skemmtileg áskorun fyrir annan. Það má samt alls ekki skilja það svo að streita sé aðeins tilkomin vegna veikleika eða rangs mats einstaklings á aðstæðum sínum. Maðurinn lifir ekki einangraður frá umhverfi sínu. Samspil einstaklings og umhverfis veldur streitu. Staðreyndin er að við lifum á tímum gífurlegra breytinga og kröfurnar um afköst og getu eru einfaldlega stundum ómanneskjuleg- ar.“ En hvaða tilgangi þjóna þá þessi streituviðbrögð? „Fólk hefur jú alltaf mætt álagi eða ógn í umhverfi sínu. Forfeður okkar þurftu ósjaldan að berjast eða flýja til þess að komast af. Líkamleg og and- leg baráttu- eða flóttaviðbrögð við tímabundnu álagi voru mjög hentug á tímum daglegra ógna í formi ljóna eða annarra rándýra á eyðimörkinni. Líf- fræðileg ferli sem spenntu upp líkam- ann til að gera hann tilbúinn til átaka gátu gert gæfumuninn hvað varðar hvort sá sem mætti ógn, í formi rán- dýrs eða óvinar, komst lífs af. Þessi líffræðilegu ferli eru undir stjórn tauga-, kirtla- og ónæmiskerfisins sem bregðast við álagi með því til dæmis að auka flæði streituhormóns- ins cortisols og einnig adrenalins og noradrenalíns og gera líkamann tilbú- inn til átaka. Í því felst að orka lík- amans fer meira og minna í að mæta líkamlegu skammtímaálagi, vöðvar spennast upp, hjartsláttur eykst, and- ardráttur verður grunnur og ör og það hægir á meltingu og annarri við- haldsstarfsemi líkamans. Andleg og líkamleg svörun gengur sem sagt út á að bjarga sér og það strax. Ef það tekst þá leitar starfsemi líkama og hugar aftur í jafnvægi. Þetta er ástæða þess að stundum er talað um að svolítið stress sé gott. Mér finnst miklu eðlilegra að tala um að mikilvægt sé að hafa hæfilegt álag í umhverfinu til þess að ná fram því besta í okkur með metnaði og hæfi- legri vinnu sem heldur okkur áhuga- sömum. Streita er bara alls ekkert góð, en álag er í lagi ef við ráðum við það! Vandamálið er að eins og aðstæður eru í dag er æði algengt að álagið sé allt of mikið, það er þetta misræmi milli krafna umhverfisins og bjarg- anna sem við höfum eða teljum okkur hafa til að mæta kröfunum. Viðbrögð- in sem hentuðu frummanninum svo vel henta sjaldnast í nútímaþjóðfélagi þar sem streituvaldar eru fyrst og fremst sálfræðilegs eða félagslegs eðlis en ekki endilega áþreifanlegar ógnir. Það eru almennt ekki verkin sjálf sem valda okkur streitu, eða eðl- isfræðilegar vinnuaðstæður, til dæm- is hvort stóllinn sé þægilegur og skrif- stofan stór, heldur er samskipta- streita mesta vandamálið. Ef fólk lítur í eigin barm mun það finna að það hefur oftar komið heim úr vinnu útkeyrt af neikvæðum samskiptum við fólk, væntingum og kröfum við- skiptavinnanna eða stjórnunarstíl á sínum vinnustað fremur en verkefn- inu eða hlutlægum aðstæðum. Hin ósjálfráðu viðbrögð líkamans sem líklegast fylgja þróun mannsins og búa okkur undir að bretta upp ermarnar og sýna hnúana eða iljarnar eru ekki líkleg til þess að hjálpa okkur að komast af í nútíma starfsumhverfi. Að upplifa illviðráðanlegar aðstæður til langs tíma þýðir að líkami og sál eru á stöðugum suðupunkti. Því hefur verið líkt við að standa bensíngjöf bíls í botni með hinn fótinn á bremsunni. Eitthvað mun láta undan að lokum og þá koma í ljós margvíslegar neikvæð- ar afleiðingar streitu, bæði fyrir ein- staklinginn og fyrirtækið.“ Viðvörunarbjöllur Talið beinist að afleiðingum lang- varandi streitu, verkkvíða og starfs- þreytu gagnvart vinnunni, en um þetta sagði Steinunn meðal annars: „Langvarandi streita getur leitt af sér kvíða og þunglyndi. Kvíði getur Streituvaldar og vinnusálfræði Í nýlegri könnun um starfsstreitu kom í ljós að einn af hverjum þremur hefur fundið fyrir streitu vegna at- vinnu sinnar. Steinunn Inga Stefánsdóttir hef- ur sérhæft sig í vinnu- sálfræði og streitu- stjórnun og í samtali við Svein Guðjónsson fjallar hún um streitu- valda, hvernig greina má vandann og vega að rótum hans. Morgunblaðið/Golli Steinunn Inga Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.