Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.02.2003, Blaðsíða 7
menningu, götumenningunni. „Já, ég vil þó ekki meina að það þurfi endilega að tengjast hjá okkur sjálf- um. Ég get til dæmis hlustað á alls konar tónlist,“ segir Guðni glað- beittur. „Stundum er líka sagt að körfu- bolti sé hluti af þessu,“ bendir Ingi á og vísar í götubolta á ameríska vísu. „En teiknimyndasögur eru hobbí fyrir nörda.“ Hinir dást að hugrekk- inu og svo springa þeir allir úr hlátri. En aftur að fangamarkinu sem þeir úðuðu á herbergisvegginn hjá Melkorku. Hvernig kom það til? „Það var Halla í Ekkó sem redd- aði þessu,“ segir Guðni og á við Höllu Frímannsdóttur sem vinnur í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavogi. „Hún talaði við hann og hann við okkur,“ segir hann og bendir á Inga, sem sé þeirra flinkastur. „Ég er nú bara svona meðalkrói,“ muldrar Ingi og kveðst hvergi hafa lært til verka. „Maður bara fiktar sig áfram.“ „Svo er líka hægt að finna flottar myndir og fá hugmyndir á Netinu, eða bara með því að labba um bæ- inn …,“ bætir Guðni við. „… þangað til Harpa Sjöfn kemur við og málar yfir allt saman,“ botna hinir og hengja hneykslaðir haus. Morgunblaðið/Jim Smart Melkorka þekkti strákana ekkert fyrir, en þeir skreyttu vegginn hennar eftir pöntun. Frá vinstri: Grétar (Pic), Guðni (Power), Melkorka og Ingi (Jewz). tímamarkmið fyrirtækja eða bara skammtímaverkefni, sem þarf að klára fyrir hádegi í dag. Einnig má benda á að það er ekki endilega fylgni á milli þess að vera áberandi og snöggur og vinnuframlags eða gæða vinnunnar. Mér finnst umhugsunar- vert varðandi íslenskt þjóðfélag hversu mikill hraði er á öllum sviðum, væntingar eru miklar og sömuleiðis kröfur. Einstaklingar virðast gleyma því að setjast niður og spyrja sig hvert þeir sjálfir vilja stefna í lífinu og hvort þeir séu á réttri leið til að ná þeim markmiðum. Margir eru upp- teknir af því hvað öðrum finnst og því sem þeir halda að aðrir vilji sjá þá gera. Mikil áhersla er lögð á vel- gengni og árangur. En í hverju felst það? Er það velgengni að hafa komist á þennan svokallaða topp en sitja uppi með magasár og svefnlausar nætur? Eða er velgengni að skoða sín mark- mið og ná þeim á sínum eigin forsend- um, og að sjálfsögðu um leið að taka tillit til krafna umhverfisins. Um- hverfið gerir vissulega kröfur til okk- ar og við þurfum að vera móttækileg fyrir þeim, en við megum ekki láta kröfurnar stjórna okkur.“ Streitustjórnunarstefna Varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir sagði Steinunn að ýmsar aðferðir væru tiltækar, mismunandi eftir eðli vandamálsins og ennfremur eftir ein- staklingum og starfsaðstæðum. „Mik- ilvægast er að fólk fái hjálp við að greina hvað það er sem veldur streitu í þeirra lífi og það er meðal annars sú þjónusta sem ég býð upp á. Þegar sú greining er fengin er hægt að vega að rótum vandamálsins. Í fyrsta lagi svg@mbl.is verið af ýmsum toga, svo sem verkkvíði, þar sem fólk miklar fyr- ir sér verkefni sem því er falið að fást við. Eins geta menn farið að kvíða því að fást við algengar daglegar og venjulegar athafnir. Í sumum tilvik- um gengur þetta svo langt að viðkom- andi fær svokallað „ofsakvíðakast“. Þetta getur svo leitt til þunglyndis en skilin milli kvíða og þunglyndis eru oft óljós. Langvarandi starfsþreyta, sem á síðasta stigi er kallað „kulnun“, leiðir af sér að viðkomandi er gjör- samlega orðinn óvinnufær, andlega og líkamlega. Af neikvæðum afleið- ingum streitu fyrir fyrirtæki má nefna einbeitingarskort, nýsköpunar- getan hverfur, menn eiga erfitt með að taka ákvarðanir, annaðhvort fresta því eða að taka ákvarðanir sem eru fljótfærnislegar, áhættusamar eða beinlínis rangar. Langvarandi streita getur valdið breytingum á atferlismynstri, til dæmis aukinnar áfengis-, tóbaks- og koffínnotkunar og stundum leita menn í sætan og fituríkan mat sem gefur þeim tímabundna skyndiorku eða í neyslu á ávanabindandi verkja- lyfjum eða vímuefnaneyslu.“ Steinunn sagði ennfremur að and- leg vanlíðan á vinnustað leiddi oft til skamskiptakrísu og ýmissa fjöl- skylduvandamála, sem vitaskuld væri ekki til að bæta aðstæður viðkomandi. Um einkenni sálrænna vandamála á byrjunarstigi sagði Steinunn að ýmsar „viðvörunabjöllur“ hringdu oftast áður en komið væri í óefni: „Af líkamlegum einkennum má nefna, auk líkamlegrar spennutilfinn- ingar, vöðvabólgu, tilfinningu um kökk í hálsi, aukna svitamyndun, meltingartruflanir og höfuðverki svo fátt eitt sé nefnt. Andleg einkenni geta verið svefnleysi og verkkvíði. Auðvitað er fólk misjafnlega í stakk búið til að takast á við aðsteðjandi vandamál, en ég tel að afar mikilvægt sé að menn átti sig á því í tæka tíð hvert stefnir og leiti sér þá aðstoðar áður en í óefni er komið. Reyndar er mín skoðun sú að allir, hvort sem þeir telja sig finna fyrir streitu eða ekki, eigi að vera undir stöðugu eftirliti og ráðgjöf til að sinna forvörnum hvað þetta varðar.“ Steinunn sagði að í nýlegri könnun, sem gerð var hér á landi, hefði komið í ljós að tæplega einn af hverjum þrem- ur aðspurðra kváðust finna fyrir streitu vegna vinnu sinnar. A-týpan í áhættuhópi Nú er stundum talað um svokallaða vinnufíkla, það er fólk sem unir sér hvergi betur en í vinnunni. Eru ein- hver tengsl þarna á milli og eru þeir, eða einhverjar ákveðnar manngerðir, í meiri hættu hvað þetta varðar? „Í nútímaþjóðfélagi, þar sem eru miklar sveiflur í atvinnulífinu með til- heyrandi niðurskurði og uppsögnum, getur svokölluð „vinnufíkn“ verið lið- ur í sjálfsbjargarviðleitni. Fólki finnst að það verði að sanna sig og sýna vinnuveitendum að það sé ómissandi, einfaldlega til að halda vinnunni. Hins vegar kemur þetta líka fram í per- sónuleikagerðinni. Í sálfræðinni er stundum talað um svokallaðar A-týpur annars vegar og B-týpur hins vegar. Ákveðin persónu- leikaeinkenni eru sameiginleg fólki sem hefur mikinn metnað gagnvart vinnunni og gerir miklar kröfur til sjálfs sín í starfi. Er með öðrum orð- um ofboðslega duglegt í öllu sem það tekur sér fyrir hendur. Þetta er A-týpan. Hún vinnur hratt, borðar hratt og talar hratt. Hún virðist þríf- ast best í samfélagi þar sem ríkir mik- il áskorun og hraði. Rannsóknir benda til að þessum vinnu- og hraða- fíklum er mun hættara við ýmsum lík- amlegum afleiðingum streitu, meðal annars aukinni tíðni hjarta- og æða- sjúkdóma, sérstaklega ef viðkomandi hefur líka tilhneigingu til andúðar eða pirrings í samskiptum á vinnustað. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að A-týpan er líklegri til að lenda í vinnu- tengdum slysum. B-týpan er aftur á móti þessi ró- lega manngerð sem fer sér hægar í öllu, en getur þó engu að síður náð sínum markmiðum. Hún er andstæð- an við A-týpuna og laus við þessi per- sónuleikaeinkenni sem einkenna A-týpuna. En augu fólks eru að opn- ast fyrir því að þessar A-týpur eru líka það sem kallað er „stress carr- ier“, þeir eru streitu-berar. Ekki bara að þeir séu að valda sjálfum sér streitu og aukinni tíðni hjartaáfalla heldur valda þeir einnig þeim sem umgangast þá á vinnustað, ákveðnum erfiðleikum og streitu með fram- göngu sinni. A-týpan er ef til vill gríð- arlega öflugur starfsmaður þar sem hún gerir miklar kröfur til sjálfrar sín, en þar með er því ekki lokið því henni hættir til að gera sambærilegar kröfur til samstarfsfólks eða undir- manna, ef um stjórnanda er að ræða. Með ýtni sinni og væntingum eru þeir því í rauninni að valda streitu meðal vinnufélaganna. Auðvitað getur verið akkur fyrir fyrirtæki að hafa svona duglegt fólk í vinnu, að minnsta kosti til skamms tíma. En menn verða þá líka að gera sér grein fyrir afleiðing- unum sem það getur haft til lang- frama þar sem það er oft erfitt fyrir aðra að vinna með þessu fólki. Í þessu samhengi má vissulega leiða rök að því að B-týpan sé betur sett, bæði gagnvart sjálfri sér og öðrum, ef til lengri tíma er litið.“ En má ekki líka segja um B-týpuna að þar fari fólk sem hefur ekki nægi- legan metnað í starfi? „Nei, alls ekki. Það fer eftir því hvernig það er skilgreint og hvort þú ert að hugsa um heilsu fólks og lang- með því að fjarlægja þá streituvalda sem hægt er að fjarlægja, breyta því sem hægt er að breyta og milda áhrif- in eins og hægt er. Síðan geta menn fengið aðstoð við hagnýtar aðferðir til að ráða við þau streituein- kenni og álag sem ekki er hægt að komast hjá. Steinunn sagði ennfremur að fyr- irtæki þyrftu að innleiða markvissa streitustjórnunarstefnu og í því felast meðal annars, eins og mælt er með til dæmis af Vinnueftirliti ríkisins og Evrópsku vinnuverndarstofnuninni, að greina og meta það í vinnuum- hverfinu sem veldur álagi og streitu, fjarlægja, breyta eða milda það álag sem unnt er að hafa stjórn á, búa fólki viðunandi starfsaðstæður og styrkja það til að ráða við þá streituvalda sem ekki er unnt að fjarlægja, til dæmis með því að bjóða upp á hópfræðslu eða styrkja viðkomandi til að leita sér einkaráðgjafar. „Mikilvægi greiningarþáttarins á vinnuumhverfi er afar mikið en er því miður oft vanmetið en það er mjög mikilvægt fyrir stjórnendur að gera sér grein fyrir að ýmsu er unnt að breyta í starfsumhverfinu,“ sagði Steinunn jafnframt um þessa þætti streitustjórnunarstefnu fyrirtækja. „Það þarf að greina hvað veldur streitunni um leið og starfsfólk er sent á streitustjórnunarnámskeið og fyrirlestra til þess að vera betur í stakk búið til að mæta álaginu. Rann- sóknir benda til þess að ef streitu- stjórnun í fyrirtækjum miðar aðeins að því að gera starfsfólk hæfara til að mæta álaginu, í fyrsta lagi, er aukin vellíðan starfsfólks að loknum nám- skeiðum tímabundin og fólk líklegt til að lenda í sama neikvæða vítahringn- um ef álag og aðstæður á vinnustað helst það sama. Í öðru lagi má velta fyrir sér siðferðinu sem felst í skila- boðunum til starfsmannsins, það er að segja: „Farðu á námskeið eða leit- aðu þér hjálpar til þess að ráða betur við álagið sem er hér, en við ætlum engu að breyta hjá okkur.“ Það sem skiptir þó allra mestu máli er að leggja í langtímafjárfestingu og fyr- irbyggja streitu frekar en að bíða eft- ir því að bregðast þurfi við eftir að vandamálin eru komin upp.“ Steinunn kvaðst ennfremur bjóða upp á fyrirlestra fyrir stofnanir, fyr- irtæki og hópa, en á því sviði hefur hún meðal annars flutt fyrirlestur undir yfirskriftinni Samskipti á vinnustöðum: gulur, rauður, grænn og blár, og egg og appelsína líka!“, sem er sambland af kenningum um persónuleikamun og samningatækni. Einnig má nefna fyrirlestur þar sem bent er á ýmis ráð til að mæta álagi og draga úr streitu og fyrirlestur um að- ferðir til að leysa eða koma í veg fyrir ágreining við viðskiptavini. Óáþreifanlegar og áþreifanlegar ógnir Viðbrögðin sem hentuðu frum- manninum svo vel henta sjaldnast í nútíma þjóðfélagi, þar sem streitu- valdar eru fyrst og fremst sál- fræðilegs eða félagslegs eðlis, en ekki endilega áþreifanlegar ógnir. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 B 7 Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ Apótek og lyfjaverslanir www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.