Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 C 5 Fasteignasala Sölumaður fasteigna Vegna aukinna verkefna þurfum við hjá Fasteignaþingi að ráða til okkar vanan sölumann. Um er að ræða mjög skemmtilegt og líflegt starf í góðu og jákvæðu starfsumhverfi, þar sem áhersla er lögð á metnað og árangur í starfi. Öll starfsaðstaða og húsnæði er fyrsta flokks. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson í síma 896 2822, netfang karl@fasteignathing.is. Fullum trúnaði heitið. Umsóknarfrestur er til 7. mars. Fasteignaþing, sími 585 0600, Kringlunni 4-12, 5. hæð, stóri turn. SALASKÓLI auglýsir eftir kennurum fyrir skólaárið 2003-2004 • Við leitum að áhugasömum kennurum m.a. með móðurmál, tungumál, náttúru- fræði og íþróttir sem aðalgreinar. • Einnig umsjónarkennara á öll stig. Salaskóli er á öðru starfsári. Skólaárið 2003-2004 verða 1.-8. bekkur í skólanum og gert er ráð fyrir að fjöldi nemenda verði hátt í 300. Skólinn er mjög vel búinn mannafla, búnaði og húsnæði. Starf Salaskóla byggir á traustri hugmyndafræði þar sem rauði þráðurinn er að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn býður starfsfólki sínu upp á góðar og hvetjandi vinnuaðstæður. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 23. mars nk. Við hvetjum karla jafnt sem konur um að sækja um. Frekari upplýsingar gefa Hafsteinn Karlsson, skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir aðstoðar- skólastjóri í síma 570 4600. Starfsmannastjóri Einnig má leggja inn umsókn á www.kopavogur.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is ORF Líftækni hf. er ungt og vaxandi fyrir- tæki á sviði líftækni, sem vinnur að þróun nýstárlegra framleiðslu- og úrvinnsluað- ferða á verðmætum próteinlyfjum og iðnaðarpróteinum. ORF Líftækni hf. leitar nú eftir fólki með B.Sc, M.Sc. eða doktorspróf í sameindalíffræði, lífefnafræði eða skyldu sviði, til að vinna með samhentum hópi vísindamanna að spennandi rannsóknum og þróun. Starfið felur í sér almenna sameindalíffræði- vinnu og er reynsla í klónun þar sérstaklega æskileg. Lögð er áhersla á færni, jákvætt hugarfar, dugnað og samviskusemi. Viðkomandi starfs- menn fá tækifæri til þátttöku í uppbyggingu fyrirtækisins og til að leggja sinn skerf til nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Umsóknum, merktum „Atvinnuumsókn“, þar sem gerð er grein fyrir menntun og reynslu skal skilað til ORF Líftækni hf., RALA-húsinu, Keldna- holti, 112 Reykjavík, fyrir 20. mars nk. Frekari upplýsingar má fá hjá Birni Örvar (borvar@orf.is) eða Júlíusi B. Kristinssyni (julius@orf.is) í síma 577 6070 og einnig á heima- síðu félagsins www.orf.is . Dönsk fjölskylda óskar eftir „au — pair“ Erum að flytja til Malmö í Svíþjóð, 25 mín. frá Kaupmannahöfn. Okkur vantar hjálp við barna- gæslu og heimilisstörf frá maí/júní. Bílpróf er nauðsynlegt. Dönskukunnátta. Sendið umsókn eða spurningar til bach_meineche@yahoo.com Fasteignasala - sölumaður Heimili fasteignasala leitar að duglegum sölumanni. Við leitum að samviskusöm- um aðila sem er tilbúinn til að leggja sig fram um að ná árangri í starfi. Æskilegt er að reynsla sé af sölustörfum. Laun eru afkomutengd. Við störfum í lifandi umhverfi þar sem nóg er að gera og mjög góð laun í boði fyrir duglegan söl- umann. Fyrsta flokks vinnuaðstaða. Umsóknum skal skila til Mbl. fyrir 5. mars merkt: „Heimili sölumaður - 13393". Borgarnes kjötvörur Sölu- og markaðsstjóri Borgarnes kjötvörur ehf. óska eftir að ráða sölu- og markaðsstjóra. Við leitum að drífandi einstaklingi með faglegan bakgrunn í sölu- og markaðsmálum. Reynsla úr kjötiðnaði er æskileg, en sölur- eynsla á smásölumarkaði er nauðsynleg. Umsóknir, ásamt ferilskrá, skal senda til Borgarnes kjötvara, Brákarey, 310 Borgarnesi, fyrir 15 mars. Einnig er hægt að senda umsókn á: axel@bk.is Upplýsingar um starfið veitir Axel í síma 430 5600. Læknaritari Laus er 50% staða læknaritara í Lækn- ingu, Lágmúla 5. Í starfinu felast almenn störf læknaritara, ritun bréfa, skjalavarsla, tímabókanir ofl. Leitað er að einstaklingi með góða skipulagshæfileika og sjálf- stæð vinnubrögð og kunnáttu á helstu tölvuforrit auk gagnagrunnskerfisins "Sögu" sem notað er við stöðina. Umsóknir ásamt greinargóðri ferilskrá og meðmælum sendist til Ólafs M Håkans- sonar, Lækningu, Lágmúla 5, 108 Reykjavík fyrir 10. mars nk. Söluskáli Skeljungs Sandgerði Leitum að áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur Shell-skálans í Sandgerði. Gott tækifæri fyrir einstakling eða samhent hjón til að byggja upp sjálfstæðan atvinnu- rekstur og vinna að frekari þróun verslunar og þjónustu á staðnum. Umsóknir sendist starfsmannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, fax: 560 3801, netfang kek@skeljungur.is . Nánari upplýsingar veita Þorvaldur I. Birgisson, rekstrarstjóri Shellstöðva, eða Rebekka Ingvars- dóttir, starfsmannastjóri Skeljungs hf., í síma 560 3800. Umsóknarfrestur er til 10. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.