Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 14
14 C SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÚSNÆÐI Í BOÐI Íbúð til leigu 5 herbergja íbúðarhæð með sérinngangi og í toppástandi til leigu í Hlíðunum. Húsgögn og heimilistæki gætu fylgt. Vinsamlega sendið nöfn og símanúmer, ásamt upplýsingum um fjölskyldustærð, í tölvupósti á info@iec.is . Íbúð til sölu 3ja herbergja íbúð á efri hæð til sölu í hverfi 108 Upplýsingar í síma 893 5916. Til leigu eða sölu 150 fm verslunar- eða skrifstofuhúsnæði á jarð- hæð við Skúlagötu. Getur leigst í tvennu lagi. Annar hlutinn er með nuddpotti og saunabaði. Næg bílastæði. Upplýsingar í síma 892 0655. Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur fund í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 3. mars kl. 20. Kven- frambjóðendurnir af lista flokksins koma í heimsókn. Sigríður Anna Þórðardóttir, þing- maður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður, flytja ávörp. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin. FÉLAGSSTARF Hús verslunarinnar / Til leigu Í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, er 85 fm skrifstofuhúsnæði til leigu. Frábært útsýni, góð bílastæði og góð staðsetning. Nánari upplýsingar veitir Stefán H. Stefánsson í síma 581 4120 og 897 1943. S M Á A U G L Ý S I N G A RI DULSPEKI Teiknimiðilinn vinsæli Ragnheiður Ólafsdóttir verður með einkatíma í versluninni Betra Lífi í Kringlunni, 4. og 5. mars Pantanir í síma 581 1380. Áruteiknimiðillinn Guðbjörg Guðjónsdóttir, Ég verð í Reykjavík í byrjun mars, með einkatíma sími 897 9509 TILKYNNINGAR SálarrannsóknarfélagReykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Ingibjörg Þeng- ilsdóttir, Erla Alexanders- dóttir, Matthildur Sveins- dóttir, tarrot-lesari og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13— 18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Huglæknarnir Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, miðlarnir Birgitta Hreiðarsdótt- ir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Laufey Egilsdóttir, Lára Halla Snæfells, María Sigurðardóttir, Oddbjörg Sigfúsdóttir, Rósa Ólafsdóttir, Skúli Lórenzson og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Friðbjörg Óskarsdótt- ir sér um hópastarf. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130. Breyttur opn- unartími á skrifstofu í Garða- stræti 8. Opið mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga frá kl. 9— 13, fimmtudaga frá kl. 12—16, lokað á föstudögum. Heimasíða: www.salarrannsoknarfelagid.is . Netfang: srfi@salarrannsoknarfelagid.is . SRFÍ. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10  183338  Fr I.O.O.F. 3  183338  9.II.  GIMLI 6003030319 I Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Samkoma kl. 20.00 Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Heilög kvöldmáltíð. Allir velkomnir. www.kristur.is Kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Pálína Imsland og Hilmar Símonarson stjórna. Ólafur Jóhannsson talar. Mánudagur 11. nóv. kl. 15.00 Heimilasamband. Valgerður Gísladóttir talar. Kl. 17.30 Barnakór. Allir hjartanlega velkomnir. Félagsfundur Lífssýnar er nk. þriðjudagskvöld 4. mars kl. 20:30 í Bolholti 4, 4. hæð. Fyr- irlesari er Pétur Pétursson próf- essor í guðfræði. Erindið ber yf- irskriftina „Móðirin, sjálfið, spekingarnir — stef í myndlist Kristínar Gunnlaugsdóttur“. Fundurinn er opinn öllum og er aðgangseyrir 500 kr. Stjórn Lífssýnar vill minna á föstuna, sem hefst sunnudaginn 9. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Viggósdóttir í síma 863 7457. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 16:00. Samkoma kl. 16:30. Högni Valsson predikar. Lofgjörð, brauðsbrotning, krakka- og ungbarnakirkja. Allir velkomnir. Ath.: Nýleg sending af bókum í bókabúðinni, m.a. eftir Joyce Meyer, Ulf Ekman, Tommy Tenney o.fl. „Drottinn mun varðveita þig fyr- ir öllu illu, hann mun vernda sál þína.... héðan í frá og að eilífu.“ Brauðsbrotning kl. 11.00 Ræðum. Þorsteinn Óskarsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Vörður L. Traustason. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Allir hjartanlega velkomnir. Mið. Mömmumorgun kl. 10.00. Fjölskyldusamv. kl. 18.00. Bæn og fræðsla. Fimmtud. kl. 21.00 Eldur unga fólksins. Laugad.: Bænastund kl. 20:00. Bænastundir alla virka morgna kl. 6.00. filadelfia@gospel.is Gunnar Þorsteinsson predikar á samkomu í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Samkoma kl. 20.00. Miðvikudagur: Alfanámskeið kl. 19.00. Fimmtudagur: Konunglegu kl. 17.30. Kvennamót 2003, 6.—9. mars í Ölveri. Laugardagur: Samkoma kl. 20.30. www.cross.is mbl.is ATVINNA FYRIRTÆKI sem kallar sig Sport- menn Íslands hefur tekið á leigu neðsta svæði Grenlækjar í Land- broti, svæði sem heitir Grenlækur 1 og hefur ekki verið á opnum markaði fyrr. Veiðisvæðið er allra neðsti hluti Grenlækjar og vatnaskilin þar sem Grenlækur fellur út í Skaftá í svo- kölluðum Veiðiósi. Veiðiskýrslur liggja ekki á lausu, en talið er að svæðið hafi ekki verið nýtt mjög mikið. Það hefur lengi ver- ið í leigu einstaklinga sem hafa ekki haldið þar úti miklu veiðiálagi. Eigi að síður hafa á stundum heyrst frétt- ir af svæðinu og ku oft vera ör taka, enda gengur þarna um ógurlegt magn af sjóbirtingi, allur fiskur sem á leið upp í Grenlæk, Jónskvísl, Tungulæk, Geirlandsá, Hörgsá og Fossála auk heimastofns Skaftár sjálfrar og áa sem falla í hana ofan Kirkjubæjarklausturs. Rögnvaldur A. Hall, einn Sport- manna, sagði í samtali við Morgun- blaðið að svæðið væri spennandi. Hann sagði og að landeigendur myndu stika vegaslóðann á svæðið og á döfinni væri að koma upp veiði- húsi fyrir svæðið og vonaðist Rögn- valdur til þess að það yrði tilbúið áð- ur en vertíðin hefst. Veitt er á tvær stangir og hefst veiðin í apríl og stendur fram í október. Í vorveiðinni verður aðeins leyfð fluguveiði og skylt að sleppa öllum fiski utan að hirða má einn fisk á hverja stöng. Er mælst til þess að það sé geldfiskur og hrygningarfiski sleppt. Í sumar- og haustveiðinni má hvor stöng hirða fjóra birtinga, en ótakmarkað af bleikju og staðbundnum urriða sem þarna er nokkuð af. Þá verður allt löglegt agn leyfilegt. Meiri hreyfing Annað svæði á þessum slóðum hefur fengið nýjan leigutaka, en Hilmar Hansson, kenndur við Landssamband stangaveiðifélaga, hefur gert það heyrinkunnugt að hann hafi tekið á leigu veiðisvæði 2 í Grenlæk og svokölluð Steinsmýrar- vötn. Verður veitt á tvær stangir á hvoru svæði eins og verið hefur. Hvers vegna fór illa? Aðstandendur seiðasleppinga í Ytri- og Eystri-Rangá hafa legið yfir því hvað hafi valdið því að heimtur voru jafn slakar á síðasta sumri og raun bar vitni. Stefán Sigurðsson, umsjónarmaður veiðileyfasölu hjá Lax-á, sem er leigutaki beggja ánna, greinir frá því að sleppimeistari fyr- irtækisins, Einar Lúðvíksson, hafi nú svör á reiðum höndum. Gefum þeim félögum orðið: „Eftir rannsóknir á ástæðum þess að veiðin varð ekki meiri en raun bar vitni sumarið 2002, má ætla að vandamálið hafi byrjað haustið 2000 þegar vatnsrennsli til seiðaeldis- stöðva hrundi í kjölfarið á Suður- landsskjálftum og lítilli úrkomu. Ekki hafi verið til nægjanlegt vatn til að ná seiðunum í ákjósanlega stærð og þau verið 20 grömm í stað 30 grömm um áramót. Það hafi reyndar verið sama stærð og árið á undan, en þar sem þau seiði skiluðu sér ágæt- lega var það eitt og sér ekki áhyggju- efni á þeim tíma. Því var það einnig rannsóknarverkefni að finna út af hverju síðari sleppingin skilaði ekki jafn vel af sér. Niðurstaða þeirra rannsókna leiddi í ljós að seiðin árið á undan komust í náttúrulega birtu í janúar 2000, en í janúar 2001 hafi seiðin ekki komist í útiker vegna þrengsla og því verið höfð inni á „tilbúinni ljóslotu“, sem virðist ekki gefa eins góðan árangur.“ Svo mörg voru þau orð og vonandi að viðkomandi komist fyrir viðlíka slys í framtíðinni. Þeir Stefán og Einar klykkja út með þeim orðum að til að tryggja að svona lagað gerist ekki aftur hafi veiðifélögin fest kaup í seiðaeldisstöðvum og stefni í stór- auknar slepppingar strax á næsta ári. Neðsta svæði Gren- lækjar á opinn markað Á þessari loftmynd frá Landmælingum má sjá neðsta svæði Grenlækjar.                      ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.