Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 B 5 HEIÐAR Helguson skoraði sitt níunda mark fyrir Wat- ford í ensku 1. deildinni á þessu tímabili þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Nottingham Forest á heimavelli á laugardaginn. Heiðar kom Watford yfir á 13. mínútu leiksins, skoraði þá með hörkuskalla eftir góða fyr- irgjöf frá hægri. Darren Huckerby jafnaði fyrir Forest í síðari hálfleik og jafnteflið var sanngjarnt. Watford náði því ekki að brúa bilið á milli liðanna og er því áfram átta stigum á eftir Forest, og frá því að komast í úrslitakeppnina um sæti í úrvalsdeildinni. „Þetta var frábær fyrirgjöf, fullkomin fyrir leik- mann á borð við Heiðar,“ sagði Ray Lewington, knatt- spyrnustjóri Watford. Með þessu marki er þetta nú þegar orðið besta tíma- bil Heiðars í ensku knattspyrnunni en hann hefur skor- að þessi 9 mörk í 25 deildaleikjum. Áður hafði hann mest skorað 8 mörk, í 33 leikjum tímabilið 2000–2001. „Fullkomin fyrirgjöf fyrir leikmann á borð við Heiðar“ Morgunblaðið/Einar Falur Heiðar Helguson skoraði gegn Nott- ingham Forest. STOKE City nýtti ekki gullið tækifæri til að komast úr fall- sæti í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Hin þrjú liðin í fallslagnum, Grimsby, Brighton og Shef- field Wednesday, töpuðu öll en Stoke fór illa með góð mark- tækifæri á heimavelli gegn Burnley og beið lægri hlut, 0:1. Bjarni Guðjónsson var á meðal þeirra sem voru nálægt því að skora en hann og Brynj- ar Björn Gunnarsson spiluðu allan leikinn. Pétur Marteins- son var ekki í leikmannahópn- um. Burnley skoraði ódýrt mark eftir hornspyrnu snemma í síðari hálfleik og síðan hélt markvörður liðsins, Marlon Beresford, því á floti með því að verja hvað eftir annað á glæsilegan hátt. „Þetta eru mikil vonbrigði, ekki síst vegna þess að við vor- um með boltann 90 prósent af leiknum en töpuðum á marki upp úr engu,“ sagði Tony Pul- is, knattspyrnustjóri Stoke. Stoke er því áfram næst- neðst, stigi á eftir Grimsby og Brighton, og fær Ívar Ingi- marsson og félaga í Brighton í heimsókn á miðvikudaginn. Ívar lék allan leikinn með Brighton sem tapaði, 3:0, í Gillingham. Gullið færi for- görðum hjá Stoke FÓLK  LES Ferdinand skoraði sitt fyrsta mark fyrir West Ham á laugardag, í 2:0 sigri á hinu gamla félagi hans, Tottenham. Ferdinand harkaði af sér þrátt fyrir slæman árekstur við Dean Richards, varnarmann Tott- enham, snemma í leiknum.  FERDINAND gæti verið með brákað bein við augnbotninn. Glenn Roeder, knattspyrnustjóri West Ham, hrósaði honum mjög. „Það kom ekki til greina hjá honum að fara af velli, hann er harður af sér, og það var mjög við hæfi að hann skyldi skora þetta mark,“ sagði Roeder.  ALAN Curbishley hjá Charlton var valinn knattspyrnustjóri mánað- arins í ensku úrvalsdeildinni. Charlt- on vann fimm leiki í röð í deildinni, nokkuð sem félagið hefur aldrei áður gert, og það er komið í baráttu um Evrópusæti, þvert ofan í allar spár fyrir tímabilið þar sem flestir bjugg- ust við liðinu í fallbaráttu.  TIL að kóróna frábæran febr- úarmánuð hjá Charlton lék Paul Konchesky, miðjumaðurinn efnilegi, sinn fyrsta A-landsleik fyrir Eng- land og félagi hans, Scott Parker, var einnig valinn í enska landsliðs- hópinn.  ARSENE Wenger gerði sex breyt- ingar á liði Arsenal eftir jafnteflis- leikinn gegn Ajax í meistaradeild- inni síðasta miðvikudag. Þeir Patrick Vieira og Lauren tóku út leikbann og Ashley Cole er meiddur. Þá tók Wenger þá Sylvain Wiltord, Gilberto Silva og Dennis Bergkamp út úr liðinu.  FREDDIE Ljungberg var einn þeirra sex sem komu inn í lið Arsen- al gegn Charlton í gær en hann hef- ur verið lengi frá vegna meiðsla.  KEVIN Keegan, stjóri Manchest- er City, sagði að draumurinn um Evrópusæti væri úr sögunni eftir tap gegn Blackburn, 1:0, á laugardag- inn. „Við erum bara ekki nógu góðir til að komast í eitt sex efstu sætanna. Við höfum aðeins fengið eitt stig af síðustu 18 mögulegum og tapað tví- sýnum leikjum á móti liðum sem eru ekkert betri en við,“ sagði Keegan.  GORDON Strachan, stjóri South- ampton, sagði eftir 1:0 sigurinn á WBA á laugardaginn að James Beat- tie væri maðurinn sem gerði útslagið fyrir lið sitt, en hann gerði sitt 19. mark á tímabilinu. „Hann er undir álagi, þarf að skora í hverjum leik því aðrir í liðinu hafa ekki komið honum til hjálpar með því að skora líka. Án hans værum við á sama stað og WBA í deildinni,“ sagði Strachan.  HERMANN Hreiðarsson tók út sinn þriðja leik í fjögurra leikja banni þegar lið hans, Ipswich, vann mikilvægan útisigur á nágrönnum sínum í Norwich, 2:0, í 1. deildinni. Ipswich flaug upp í áttunda sæti með sigrinum og er nú aðeins stigi á eftir Norwich sem er í sætinu fyrir ofan. Það voru þeir Francis Jeffers ogRobert Pires sem skoruðu mörkin fyrir Arsenal í gær, bæði í fyrri hálfleiknum. Arsenal var mun sterkari aðilinn og hefði getað skor- að fleiri mörk, en þó tóku leikmenn liðsins lífinu með ró á löngum köfl- um. „Úrslitin skiptu mestu máli í dag, ekki frammistaðan, þó ég telji að við höfum sýnt ágætan leik. Við hefðum vissulega getað skorað fleiri mörk en það er ekki aðalatriðið að gera 4–5 mörk í leik. Stigin þrjú eru aðal- atriðið. Það er sama hverjir mót- herjarnir eru, sigurviljinn er alltaf til staðar hjá okkur. Charlton spilar ávallt vel á Highbury og við vorum því mjög einbeittir. Staða okkar í deildinni er góð en það er staðan í lok tímabilsins sem hefur mest að segja,“ sagði Thierry Henry, sókn- armaður Arsenal, sem lagði upp markið fyrir Pires í lok fyrri hálf- leiks. Ranieri ánægður með Chelsea þrátt fyrir tap „Fótbolti er skrýtin íþrótt,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir ósigurinn gegn New- castle, 2:1, á St. Jameś Park á laug- ardaginn. „Ég er mjög ánægður með leik okkar en ekki með úrslitin. Ef við spilum áfram eins og í þessum leik vinnum við okkur sæti í meist- aradeildinni. Við lékum vel gegn liði sem er á mikilli siglingu og áttum fleiri markskot en mótherjarnir. Liðið stóð sig virkilega vel, allar við- ureignir Chelsea og Newcastle eru góðir fótboltaleikir,“ sagði Ranieri. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn í fremstu víglínu hjá Chelsea, átti tvö hættulegustu markskot liðs- ins í fyrri hálfleik og lagði upp góð færi fyrir samherja sína. Félagi hans, Jimmy Floyd Hasselbaink, náði sér ekki eins vel á strik og kom Newcastle með ótrúlegu sjálfsmarki – skallaði boltann í eigið mark eftir fyrirgjöf frá Nolberto Solano. Frank Lampard jafnaði fljótlega en Olivier Bernard skoraði sigurmark Chelsea snemma í síðari hálfleik. „Þetta var mikil prófraun fyrir okkur, því Chelsea gerði okkur mjög erfitt fyrir og er með firnasterkt lið. Ég er hæstánægður með mína menn, sem hafa lært af reynslunni að það er ekki alltaf nauðsynlegt að sækja þegar þeir eru með 2:1 for- ystu. Þeir þurfa líka að læra að vinna nauma sigra og stundum byggjast þeir á góðum varnarleik,“ sagði Bobby Robson, hinn sjötugi stjóri Newcastle, sem brosti út að eyrum í leikslok. Hann var sérlega ánægður með varnarmanninn Jonathan Woodgate sem lék sinn fyrsta leik eftir skiptin frá Leeds. „Hann hafði ekki spilað í sjö vikur, ekki einu sinni varaliðsleik. Hann sýndi sína sterk- ustu hlið, sem traustur og yfirveg- aður varnarmaður.“ Góð byrjun hjá Juninho Juninho lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Middlesbrough en Brasilíumaðurinn snjalli meiddist á æfingu í ágúst, nýkominn til félags- ins. Hann kom inná sem varamaður gegn Everton, í upphafi síðari hálf- leiks, og jafnaði metin, 1:1. Everton komst upp fyrir Chelsea og í fjórða sætið með þessu stigi. Arsenal náði átta stiga forystu Reuters Francis Jeffers, sem skoraði fyrra mark Arsenal í gær, reynir hér skot að marki Charlton en Mark Fish er til varnar. ARSENAL náði í gær átta stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni með því að sigra Charlton nokk- uð örugglega á Highbury, 2:0. Arsenal hefur leikið einum leik meira en Manchester United og Newcastle sem nú eru jöfn að stigum. Manchester United átti frí í deildinni um helgina vegna úrslitaleiks deildabikarsins í gær en Newcastle vann Chelsea, 2:1, í hörkuleik og komst með því að hlið strák- anna hans Alex Fergusons. Eftir ósigur Chelsea er ljóst að það eru aðeins tvö lið sem geta ógn- að sigri Arsenal í deildinni á lokasprettinum. ■ Úrslit / B11 Merson lagði upp fimm PAUL Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, lagði upp öll fimm mörk Portsmouth sem burstaði Millwall, 5:0, á útivelli í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Hann lék sér að miðju- mönnum og varnarmönnum heimaliðsins og nú eru taldar miklar líkur á að hinn 35 ára gamli Merson hætti við að hætta og spili með Portsmouth í úrvalsdeildinni næsta vetur en liðið er næsta öruggt með sæti þar. „Þetta var stórkostleg frammistaða hjá Paul sem var einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á vellinum. Ég sé enga ástæðu til þess að hann geti ekki spilað á fullu í úrvalsdeild- inni. Hann þarf aðeins að halda einbeitingu og vera í góðu líkamlegu ástandi,“ sagði Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth. ÍTÖLSKU meistararnir í Juventus náðu í gærkvöld þriggja stiga forystu í 1. deildinni þegar þeir unnu uppgjör toppliðanna við Int- er, 3:0, frammi fyrir tæplega 60 þúsund áhorfendum á Delle Alpi leikvanginum í Tórínó. Argentínski miðjumað- urinn Andres Guglielm- inpietro sendi boltann í eigið mark eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Tékkneski sóknartengiliðurinn Pavel Nedved, óumdeilanlega besti maður vallarins í gærkvöld, bætti við öðru marki fyrir hlé með hörkuskoti af 25 metra færi. Það var einmitt hann sem átti drýgstan þátt í sjálfsmarkinu. Skömmu fyrir leikslok innsiglaði hinn efnilegi argentínski Ítali, Mauro Camoranesi sigur Juventus með því að skora þriðja markið. Inter hefur nú ekki tekist að sigra á Delle Alpi und- anfarin tíu ár og vonir liðs- ins um að vinna meistaratit- ilinn í fyrsta skipti í 14 ár biðu nokkra hnekki við þennan ósigur. Liðið hefur hvað eftir annað gefið eftir í baráttunni þegar mest hefur á reynt. Juventus fór illa með Inter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.