Morgunblaðið - 03.03.2003, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.03.2003, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 B 7 HANNES Jón Jónsson handknatt- leiksmaður lék sinn fyrsta leik með Naranco á Spáni um helgina. Hannes og félagar tóku þá á móti Zarautz sem var í þriðja neðsta sæti, sæti ofar en Naranco. Hann- es og félagar sigruðu 23:21 á heimavelli og byrjaði Hannes með látum, gerði sjö mörk. Hannes, sem er markahæsti leikmaður 1. deildarinnar hér heima, með Sel- fyssingum, gekk sem kunnugt er til liðs við Naranco á dögunum og leikur með félaginu út þetta tímabil. Hannes byrjar vel á Spáni FÓLK  ALEKSANDR Tutschkin, rúss- neska stórskyttan, skoraði 9 mörk fyrir Filippos Verias frá Grikk- landi sem burstaði Besiktas frá Tyrklandi, 35:18, í 8-liða úrslitum Áskorendabikarsins í handknatt- leik á laugardaginn. Gríska liðið er firnasterkt og talið eiga ágæta sig- urmöguleika í keppninni.  FLORIAN Kehrmann, horna- maðurinn öflugi í þýska landslið- inu, skoraði 11 mörk fyrir Lemgo sem vann Pick Szeged, 40:32, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leikinn.  ÓLAFUR Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson dæmdu í Áskorenda- bikarnum í Frakklandi þar sem Créteil vann stórsigur á Krasnod- ar frá Rússlandi, 35:23. Línumað- urinn Guéric Kervadec, sem áður lék með Magdeburg, var atkvæða- mestur hjá Créteil með 7 mörk.  STAFFAN „Faxi“ Olsson var í miklum ham með Kiel í gær þegar liðið gerði jafntefli við Prule í Slóv- eníu, 33:33, í 8-liða úrslitum meist- aradeildar Evrópu. Sænska skytt- an gamalreynda skoraði 8 mörk í leiknum og Kiel stendur vel að vígi fyrir síðari leik liðanna.  HEIÐMAR Felixson skoraði eitt mark fyrir Bidasoa sem gerði jafn- tefli, 21:21, við Cantabria í spænsku 1. deildinni á laugardag- inn. Bidasoa er í 10. sæti af 16 lið- um í deildinni.  SIGURSTEINN Arndal skoraði eitt mark fyrir Team Helsinge sem burstaði Otterup, 34:21, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Team Helsinge er í sjötta sæti, tíu stigum á eftir toppliðinu Kolding.  WETZLAR krækti í gær í tvö mikilvæg stig í fallbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik þegar liðið sigraði Göppingen, 26:25. Ró- bert Sighvatsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar í leiknum og Julian Róbert Duranona eitt en Sigurður Bjarnason er fjarri góðu gamni út tímabilið vegna meiðsla, sem kunn- ugt er. Wetzlar komst með sigr- inum tveimur stigum frá fallsæti deildarinnar.  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 8 mörk fyrir Wasaiterna í gær þegar lið hans vann Stavstens, 28:27, í sænsku 1. deildinni. Wasaiterna komst í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum en sex efstu liðin í þessum síðari hluta deildakeppninnar komast í úrvals- deildina, þar sem Guðfinnur og lærisveinar hans léku fyrir áramót.  ALEKSANDRS Petersons vakti talsverða athygli fyrir frammistöðu sína með Gróttu/KR gegn Sävehof í Áskorendabikarnum í Gautaborg á laugardaginn. „Við eigum örugg- lega eftir að heyra meira talað um hann í framtíðinni,“ segir í umsögn netmiðilsins HerrElit Handboll um leikinn. HVORKI fleiri né færri en 80 mörk voru skoruð í við- ureign Flensburg og Wallau- Massenheim í þýsku 1. deild- inni í handknattleik á laug- ardagskvöldið. Flensburg sigraði, 42:38, en þetta markaskor er met í deild- inni, og að auki tvöfalt met hjá Flensborg. Liðið hafði aldrei skorað jafnmörg mörk í deildaleik, og aldrei fengið jafnmörg á sig. Einar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Wallau í leikn- um en Pascal Hens var at- kvæðamestur hjá liðinu með 9 mörk. Dönsku leikmenn- irnir voru í aðalhlutverkum hjá Flensburg eins og oft áð- ur, Lars Christiansen skor- aði 10 mörk, Sören Stryger 8 og Joachim Boldsen 7. Einar með 4 í 80 marka metleik völd eim- var a og mark áðu kinn sig ugu átíu. allt bolt- eim uðu um na í var ri á það fum gur og örn því m í sem ætl- loks ekki mur, voru Uppgjöf er hins vegar orð semleikmenn KA hafa ekki alist upp við og þeir skoruðu fimm mörk í röð en þeim tókst ekki að nýta síðustu sóknina og úrslitin því 26:27. FH-ingar eru þar með komnir í 8. sæti og standa í grimmilegri baráttu fyrir sæti í úrslitakeppninni. Allt lék í lyndi hjá heimamönnum í upphafi leiks. Þeir komust í 4:1 og Egidijus Petkevicius stimplaði sig inn í leikinn með því að verja vítakast frá Loga Geirssyni. Gestirnir náðu brátt að bíta frá sér og í stöðunni 10:8 sýndu þeir styrk sinn og skoruðu 3 mörk í röð. Staðan í leikhléi var 15:15 og jafnræði með liðunum, þó ekki á öllum sviðum. Petkevicius varði 11 skot í hálfleiknum en Jónas Stefáns- son aðeins 3 í marki FH. Ljóst var að ef markvarslan kæmist í sama gæða- flokk og aðrir þættir í leik liðsins gætu erfiðleikar KA-manna magnast. Þetta gekk eftir. Magnús Sig- mundsson kom í mark FH í seinni hálfleik og varði 4 skot á ríflega tveimur mínútum. Þau áttu eftir að verða fleiri. KA komst ekki á blað fyrr en á 7. mínútu hálfleiksins en þá hafði FH náð tveggja marka forskoti. KA jafnaði en um miðjan háfleikinn urðu straumhvörf. Magnús varði tvö vítaskot með skömmu millibili og staðan breyttist úr 19:21 í 19:24. Þá fékk Petkevicius fast skot í andlitið og varð að fara af velli. Þetta var mik- ið áfall fyrir KA-liðið og allt stefndi í stórsigur gestanna. Þegar rúmar 6 mínútur voru eftir var staðan 21:27. KA-menn stigu þá villtan dans, tóku 2 leikmenn FH úr umferð og spiluðu leiftursnöggar sóknir. Herbragðið heppnaðist. Hafnfirðingar misstu taktinn og KA skoraði 5 mörk í röð. Síðan kom löng sókn hjá FH sem skilaði ekki árangri og KA fékk tækifæri til að jafna en skot Arnórs Atlasonar fór í varnar- vegginn. Gestirnir gátu þá loks andað léttar og fagnað sigri. Lið FH var afar jafnt og heilsteypt í þessum leik, ef undan er skilin markvarslan í fyrri hálfleik og tauga- veiklunin í lokin. Magnús Sigmunds- son varði frábærlega í seinni hálfleik, 12 skot og þar af 2 vítaskot. Byrj- unarliðið í sókninni lék allt vel og markaskorunin dreifðist óvenju vel. Logi Geirsson, Magnús Sigurðsson og Björgvin Rúnarsson skoruðu 5 mörk og þeir Arnar Pétursson, Guð- mundur Pedersen og Hálfdán Þórð- arson 4. Ekki var sama breidd í liði KA, þar voru Arnór Atlason og Bald- vin Þorsteinsson atkvæðamestir með 7 mörk hvor. Reyndar komu 5 mörk Arnórs af vítalínunni. Hann náði sér ekki á strik í skyttustöðunni gegn sterkri vörn FH. Baldvin lék vel og sömuleiðis Petkevicius í markinu. Áreynslulítill sigur Hauka Haukar úr Hafnarfirði komust áný í annað sæti 1. deildar karla í handknattleik eftir áreynslulítinn sigur á Þór frá Akur- eyri á laugardag. Haukar höfðu undir- tökin allan leikinn og Þórsarar, sem hafa átt á brattann að sækja í seinni hluta móts, náðu ekki að endurtaka leikinn frá í fyrri umferðinni er þeir lögðu Hauka að velli. Haukar unnu sann- færandi 34-30 í miklum markaleik. Haukar voru staðráðnir í að hefna fyrir tapið gegn Þór í fyrri umferð- inni og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins en Þórsarar, með Pál Gísla- son í fararbroddi, voru ekki komnir bæjarleið til að láta taka sig í bakaríið og jöfnuðu leikinn, 3:3. Haukar skor- uðu næstu fjögur mörk en Þórsarar svöruðu á ný með þremur mörkum. Tvö til þrjú mörk skildu liðin að lengst af hálfleiknum en þegar um 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik spýttu Haukarnir í lófana, skoruðu úr þremur hraðaupphlaupum í röð og náðu sex marka forskoti, 15:9. Í leik- hléi hafði hvort lið bætt við sínu marki, 16:10. Haukarnir virtust geta gert út um leikinn á hvaða tíma sem var í seinni hálfleiknum. Þeir héldu sex til átta marka forskoti lengst af síðari hálf- leiks og léku eins og sá sem valdið hefur. Ef liðið og Viggó Sigurðsson hefðu haft áhuga á hefði um tugur marka skilið liðin að í leikslok. Þess í stað skipti Viggó reynsluminni leik- mönnum inná þegar leið að lokum leiksins og Þórsarar náðu að minnka muninn í fjögur mörk, 34:30, áður en leiktíminn rann út. Haukar höfðu mikla yfirburði í þessum leik, Halldór Ingólfsson fór eins og hershöfðingi fyrir sínum mönnum. Línumennirnir Vignir Svavarsson og Aliaksandr Shamkuts voru mjög drjúgir og markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Bjarni Frostason sýndu að þeir eru meðal allra bestu markvarða landsins. Svo er að sjá að Haukaliðið sé að komast í gírinn fyrir úrslitakeppnina sem senn líður að. Þeir eiga fjóra erfiða leiki eftir, gegn grönnum sínum úr FH, Fram, Aftureldingu og ÍR, en sá leik- ur mun örugglega ráða úrslitum um innbyrðis sæti þessara liða inní úr- slitakeppnina. Þórsarar eiga góða von um að kom- ast í úrslitakeppnina en þeir verða þó að leika betur en þeir gerðu í þessum leik. Þeir taka á móti toppliði Vals fyrir norðan á laugardag og síðan leika þeir gegn Víkingum, Gróttu/KR og Stjörnunni en Grótta/KR er í harðri baráttu við Þór, FH, Fram og HK um sæti í úrslitakeppninni. Páll Gíslason lék best Þórsara í leiknum gegn Haukum en hann og Goran Crusic skoruðu 18 af 30 mörkum norðanmanna, sem í heildina tekið náðu sér ekki á strik í þessum leik. Morgunblaðið/Kristján Logi Geirsson FH-ingur sækir að KA-mönnunum Jónatan Magnússyni og Baldvini Þorsteinssyni í leik liðanna á Akureyri á laugardaginn. Hafnfirðingar höfðu þar betur. FH-ingar lögðu KA KA-menn hafa iðulega átt í vandræðum með lið FH og litlar breyt- ingar urðu þar á þegar Hafnfirðingar komu í heimsókn á laugardag- inn. Leikurinn var jafn og skemmtilegur lengst af en gestirnir náðu undirtökunum í seinni hálfleik og allt stefndi í stórsigur þeirra í stöðunni 21:27. Í hinum leiknum þar sem Hafnfirðingar og Akureyr- ingar áttust við höfðu Haukar betur, unnu Þórsara 34:30, og Hafn- firðingar fögnuðu því sigri á báðum Akureyrarfélögunum. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar HANDKNATTLEIKUR ESSEN lenti í miklum vandræðum með 3. deildarliðið Burgdorf í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í gær. Frammi fyrir 8.443 áhorf- endum í Hannover, sem flestir voru á bandi litla liðsins, stóð Burgdorf uppi í hárinu á Essen, sem að lokum skoraði fimm síðustu mörk leiksins og knúði fram sigur, 25:20. Patrekur Jóhannesson og Guðjón Valur Sig- urðsson skoruðu 4 mörk hvor fyrir Essen. Lið þeirra er þar með komið í fjögurra liða úrslit keppninnar og mætir Wallau-Massenheim en Flens- burg og Göppingen eru hin tvö liðin. Essen í basli í bikarnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.