Morgunblaðið - 03.03.2003, Page 9
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 B 9
LOGI Gunnarsson var um helgina
útnefndur leikmaður febr-
úarmánaðar hjá þýska körfu-
knattleiksliðinu Ulm. Logi sigraði
með yfirburðum í kjöri þar sem
stuðningsmenn félagsins kjósa
jafnan, og fékk 61 prósent at-
kvæða en sá næsti var með 12
prósent. Óhætt er að segja að
tími hafi verið kominn á Loga því
hann varð þriðji í fyrsta kjörinu í
október, og síðan annarra í nóv-
ember, desember og janúar.
Logi skoraði 14 stig á laug-
ardaginn þegar Ulm sigraði
Heidelberg, 94:86, í þýsku 2.
deildinni. Þar er liðið í öðru sæti
með 38 stig eftir 22 leiki, tveimur
á eftir toppliðinu, Karlsruhe.
Fred Williams, fyrrum leikmaður
Þórs á Akureyri, spilaði sinn
fyrsta leik með Ulm, kom til leiks
í fjórða leikhluta og skoraði þá
15 stig.
Jón Arnór Stefánsson átti
ágætan leik á laugardaginn og
skoraði 17 stig í óvæntum sigri
Trier á Oldenburg, 90:85, í 1.
deildinni. Jón Arnór átti að auki
6 stoðsendingar, af 9 slíkum hjá
liðinu, og tók þrjú fráköst.
Trier náði þar með Wurzburg
að stigum á botninum, bæði lið
eru með 8 stig, en næst fyrir ofan
eru Giessen og Hagen með 12
stig.
Logi leikmaður febr-
úarmánaðar hjá Ulm
átti tvær holur um tíma. Toms
vann 33. holuna. Næsta hola
féll hjá köppunum og Woods
átti því eina holu þegar tvær
voru eftir. Woods vann síðan
17. holuna, þá 35. í einvíginu
og fagnaði sigri.
Ástralarnir Adam Scott og
Peter Lonard léku 18 holu
keppni um þriðja sætið og var
spennan álíka mikil hjá þeim
og í leik Woods og Toms.
Scott náði snemma forystu og
hélt henni til loka en síðustu
holunar munaði aðeins einni
holu. Lonard tókst ekki að
vinna hana til baka þannig að
Scott fangaði þriðja sætinu.
TIGER Woods, besti kylfingur
heims, varð í gærkvöldi
heimsmeistari í holukeppni í
golfi þegar hann lagði David
Toms að velli í úrslitarimm-
unni sem var 36 holu keppni.
Ekki þurftu þeir félagar þó að
leika þær allar því Woods
hafði sigur þegar ein hola var
eftir. Hann átti fjórar holur
eftir fyrri hringinn og þannig
var staðan allt þar til þeir
voru búnir að spila 25 holur.
Þá náði Toms að vinna þrjár
holur og staðan orðin þannig
að Woods átti aðeins eina
holu. Hann náði síðan að
vinna aðra holu fljótlega og
Woods meistari
í holukeppni
Tiger Woods sigraði á heimsmeist-
aramótinu í holukeppni.
TIGER Woods komst í fyrsta
sinn á 18. og síðustu brautina þeg-
ar hann sigraði Adam Scott í und-
anúrslitum heimsmeistaramótsins
í holukeppni á laugardaginn.
Woods hafði leikið mjög vel í
fyrstu fjórum umferðunum og
þurfti þá aðeins að leika 58 holur í
stað 72 ef allir leikir hans hefðu
endað 1-0. Á laugardagskvöldið
varð hann hins vegar að leika 19
holur til að slá Scott út.
STÆRSTUR var sigur hans á
Stephen Leaney í þriðju umferð
þegar Woods vann á 12. holu, hafði
þá sjö vinninga og Leaney gat því
ekki jafnað við hann þar sem að-
eins sex holur voru eftir.
HINN undanúrslitaleikurinn
kláraðist ekki fyrr en á 18. og síð-
ustu holunni þannig að segja má
að keppnin hafi verið jöfn. Þar
hafði David Toms betur gegn
Jerry Kelly.
TOMS, sem er í sjötta sæti
styrkleikalistans, byrjaði á því að
vinna Anders Hansen á 17. holu,
síðan vann hann Chris Riley á síð-
ustu holu eins og Alex Cejka í
þriðju umferðinni þannig að hann
hafði spilað mun meira en Woods
þegar þeir mættust í úrslitum á
sunnudeginum.
MÓTIÐ er nú haldið í fimmta
sinn og hafa úrslit oftast orðið
nokkuð óvænt að því leytinu til að
sigurvegararnir hafa ekki verið
mjög ofarlega á styrkleikalistanum
þegar mótið fór fram. Jeff Magg-
ert vann fyrsta árið, lagði Andrew
Magee. Darren Clark vann Woods
4-3 í úrslitum árið 2000, Steve
Stricker lagði Pierre Fulke 2-1 ár-
ið 2001 og í fyrra vann Kevin
Sutherland Scott McCarron 1-0.
MÓTIÐ hefur þrívegis áður ver-
ið leikið á sama velli og það fór
fram á núna, La Costa Resort and
Spa í Carlsbad í Kaliforníu. 2001
var leikið á Metropolitan Golf
Club.
FÓLK
Vonandi boðar þetta eitthvaðgott því það eru tíu umferðir
eftir hjá okkur í deildinni. Við er-
um í öðru sætinu og höfum aðeins
tapað tveimur stigum meira en
toppliðið Karlsruhe, þannig að
möguleikarnir eru enn til staðar að
við getum farið upp um deild í
vor.“
Alls eru 28 lið í 2. deildinni og
leika þau í tveimur riðlum og kom-
ast tvö efstu liðin í 1. deildina á
næstu leiktíð. Logi gerði samning
til eins árs við Ulm sl. vor og er
því laus allra mála þegar keppn-
istímabilinu lýkur. Logi sagði að
hugurinn stefndi hærra en at-
vinnumennskan væri harður heim-
ur. „Forráðamenn Ulm hafa ekki
rætt við mig um næsta tímabil
enda veltur mikið á því að liðið
komist upp í 1. deild. Þeir taka allt
mjög alvarlega og t.d. var okkar
besti leikmaður rekinn frá félaginu
á dögunum þar sem það sást til
hans á veitingahúsi kvöldið fyrir
leik. Hann var sendur til Banda-
ríkjanna án tafar og okkur tjáð að
ekki væri hægt að vinna með slík-
um mönnum.“
Logi hefur leikið 22 leik með lið-
inu í vetur og að meðaltali skorar
hann 18,5 stig og leikur í 30 mín-
útur af alls 40 í hverjum. Skotnýt-
ingin er með ágætum þar sem
hann nýtir 61% af 2 stiga skotum
sínum og 36% af 3 stiga skotum
sínum. Logi segir að honum líði
vel í Ulm sem er borg á stærð við
Reykjavík og mikill áhugi sé á lið-
inu í borginni. „Það koma um
2.000 áhorfendur á heimaleiki okk-
ar og umgjörðin er svipuð og í bik-
arúrslitaleik á Íslandi – það kom
mér mjög á óvart hve vel er staðið
að umgjörð leikja í deildinni,“ seg-
ir Logi en hann hefur sett sig í
samband við franskan umboðs-
mann og stefnir á að leika erlendis
sem atvinnumaður næstu misserin.
„Ef manni gengur vel í liði sem
er að vinna leiki spyrst það út og
ég á von að því að eitthvað spenn-
andi gerist í vor þegar ég lýk
samningi mínum hjá Ulm. Þýska-
land heillar þessa stundina og ég
myndi ekki slá hendinni á móti því
að leika í efstu deild en ég horfi
einnig til Ítalíu og Spánar þar sem
1. og 2. deildin eru mjög sterkar
deildir. Hins vegar verður maður
að vera á tánum og æfa mikið til
þess að standa sig. En maður er
að vinna við það sem manni finnst
skemmtilegast af öllu og það er
undir mér komið hvernig til tekst.
Við verðum að sjá til hvað gerist í
vor,“ sagði Logi Gunnarsson.
„Atvinnumennskan er harður heimur,“ segir Logi
Gunnarsson sem leikur með Ulm í Þýskalandi
Südwest Presse/Ulm
Logi Gunnarsson í leik með Ulm í Þýskalandi.
„Sjáum
til hvað
gerist“
LOGI Gunnarsson skoraði 31 stig um fyrri helgi fyrir lið sitt Ulm sem
sigraði þá Frankfurt, 110:76, í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik og
hefur Njarðvíkingurinn ekki skorað fleiri stig áður á leiktíðinni. „Þeir
gleymdu reyndar að skrá eina þriggja stiga körfu á mig og stigin voru
því alls 34,“ sagði Logi í gær þegar Morgunblaðið náði tali af honum.
Logi skoraði alls átta 3 stiga körfur í leiknum úr tíu tilraunum og
sagði Njarðvíkingurinn að hann hefði aldrei hitt betur á ferli sínum.
ÞJÁLFARAMENNTUN KSÍ
KSÍ III (C-STIG)
21.-23. mars
Fræðslunefnd KSÍ heldur KSÍ III (C-stigs) þjálfaranámskeið samkvæmt
kennsluskrá um þjálfaramenntun 21.-23. mars í Reykjavík. Nám-
skeiðið er bæði bóklegt og verklegt og því þurfa þátttakendur að
hafa með sér útbúnað til knattspyrnuiðkunar.
Dagskrá námskeiðsins má sjá á heimasíðu KSÍ
(www.ksi.is). Athugið að skrá ykkur sem fyrst,
því mikil aðsókn er á námskeiðið.
Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir
allar nánari upplýsingar í síma 510 2900.
GÓÐ ÞJÁLFUN — BETRI KNATTSPYRNA
PETE Philo, sem lék með
Íslandsmeistaraliði Njarðvík-
ur undir lok tímabilsins í
fyrra og lék um hríð með lið-
inu á yfirstandandi leiktíð, er
staddur í Þýskalandi þar sem
hann fylgist með leikmönnum
frá Evrópu fyrir bandarísk og
evrópsk atvinnumannalið.
Philo hefur fylgst með leik
hjá Ulm í þýsku 2. deildinni
þar sem fyrrum félagi hans úr
Njarðvík, Logi Gunnarsson
leikur, og að auki hefur Philo
séð leik með Trier sem er
neðsta lið 1. deildarinnar.
Þar er annar íslenskur
landsliðsmaður, Jón Arnór
Stefánsson, sem m.a. var út-
nefndur besti leikmaður nóv-
embermánaðar í einni af
sterkari deildum Evrópu.
Logi Gunnarsson sagði við
Morgunblaðið að Philo myndi
ferðast víðsvegar um Evrópu
á næstu vikum í þessum er-
indagjörðum en vissulega
væri spennandi að vita til þess
að fylgst væri með íslenskum
leikmönnum.
Pete Philo fylgist með
Loga og Jóni Arnóri
Jóhannes
meistari
í Finnlandi
JÓHANNES B. Jóhannesson tryggði
sér í gær Norðurlandameistaratitilinn í
snóker með því að sigra Jussi Tyrkko,
5:4, í úrslitaleik í Tampere í Finnlandi.
Leikurinn var hnífjafn allan tímann.
Jóhannes átti jafnframt hæsta skorið í
mótinu, 127. Þetta er í þriðja sinn sem
hann hampar þessum titli en Jóhannes
vann hann einnig árin 2000 og 2001.
Ásgeir Ásgeirsson komst í átta
manna úrslit mótsins og þeir Gunnar
Hreiðarsson og Jónas Þór Jónasson
komust í 16 manna úrslit.