Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 11
Satt og logið um skepnuna og skaparann Adaptation eftir Charlie Kauf- man og Spike Jonze frumsýnd hérlendis um helgina  LEIKARINN og leikstjórinn smái en knái Danny DeVito hefur tekið að sér að leikstýra endurgerð gamanmyndarinnar IMarried a Witch frá 1942 og stendur Tom Cruise að fram- leiðslunni auk þess að íhuga að leika annað aðalhlutverkanna. Fyrir fimm árum hugðist Cruise gera myndina með sjálfum sér og þáverandi eiginkonu Nicole Kidman en það dag- aði uppi þegar þau skildu. Í frummyndinni léku Fredric March og Veronica Lake aðalhlutverkin. Sagan, sem Michael Leeson gerir nú handrit úr, snýst um norn sem brennd er á báli á 17. öld og leggur bölvun á fjölskyldu þeirra sem það gerðu en snýr svo aftur til nútímans til að krækja í síðasta karlkyns afkomandann. DeVito á nornaveiðum Danny DeVito: Í lið með Cruise.  LEIKKONAN Brooke Shields, sem breyttist úr af- dankaðri barnastjörnu í vinsæla sjónvarpsstjörnu með prýðis hæfileika í gamanleik, er nú að reyna að fóta sig aftur á hvíta tjaldinu. Það gerir hún með tveimur gamanmyndum, Rent-a-Husband með Chevy Chase fyrir ítalska leikstjórann og handritshöfundinn Ilaria Borrelli, og The Last 2 People on Earth fyrir leikstjórann og handritshöf- undinn Vic Levin sem kemur úr amerísku sjónvarpi þar sem hann stóð að gerð Mad About You. Shields grínast á tjaldinu Brooke Shields: Gamanmyndir.  EIN þekktasta og ástsælasta teiknisögupersóna heims Tinni eða Tintin eftir Belgann Hergé verður senn Hollywood-vædd af sjálfum Steven Spielberg. Ekki hefur verið ákveðið hversu margar myndir Spielberg gerir eftir sögunum um Tinna sem eru 23 alls en leikstjórinn seg- ist hafa gert samning um kvik- myndaréttinn á þeim öllum. Tinni birtist fyrst árið 1929 og hafa sögurnar verið seldar í meira en 200 milljónum eintaka á yfir 50 tungumálum. Þær eru þó lítt þekktar í Bandaríkj- unum en þeim mun vinsælli í Evrópu. Spielberg filmar Tinna Steven Spiel- berg: Teiknifígúra kvikmynduð. ÞESSI kvikmynd er einhverallra ánægjulegasta frum-raun í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Hún gengur einhvern veginn svo fallega upp, gamanið og alvaran vega svo há- vaðalaust og áreynslulaust salt. Hún finnur hlýju í kuldanum, reisn í niðurlægingunni, vænt- umþykju í ádrepunni, mannauð í fásinninu, frið í stríðinu við um- hverfið. Sagan um Nóa albinóa, uppreisnarunglinginn, snilling- inn, villinginn sem ævinlega er uppá kant við einangrað sam- félag sitt vegna þess að hann get- ur ekki annað, vegna þess að hann er öðruvísi, skilur við áhorf- andann í vellíðan, ekki vegna ein- faldra lausna formúlumynda, heldur vegna þess að hún finnur líf í dauðanum, byrjun í endalok- unum. Við höfum áður, oft áður, séð myndir um æskuuppreisn, tog- streitu hins nýja og hins gamla. En í Nóa albinóa er sagan sögð með persónulegum hætti. Ofaná þessari tæru en undirliggjandi mannlegu sögu er atburðarás sem iðar af næmum smáatriðum og lunkinni kímnigáfu svo mynd- in er alltaf vakandi fyrir sjálfri sér, ef svo má segja. Eða, svo gripið sé til gamalreynds frasa: Í henni er aldrei dauður punktur. Hún er full af lífi, sem vex út úr persónum og umhverfi og sam- spili þeirra, túlkun afburða leik- hóps jafnt sem meðölum mynd- málsins. Nói albinói kemur til heima- lands síns með upphefð að utan í farangrinum. En hann er ekki Garðar Hólm. Myndin stendur undir vonum og væntingum. Hún er sigur fyrir Dag Kára. Hún er líka sigur fyrir Zik Zak, fimm ára gamalt framleiðslufyrirtæki Skúla Malmquists og Þóris Snæs Sigurjóns- sonar. Zik Zak hefur haslað sér völl við hliðina á Íslensku kvik- myndasamsteypunni í samfelldri framleiðslu á bíómyndum á und- anförnum árum, og fyrirtæki Baltasars Kormáks, Sögn ehf/ Blueeyes, er einnig að byggja upp vaxandi starfsemi. Fleiri fyr- irtæki eru starfandi á þessu sviði en framleiðsla þeirra er stopulli og flest eru þau mynduð í kring- um sköpun eins leikstjóra. Zik Zak er fyrirtæki framleiðenda sem velja leikstjóra og handrits- höfunda til verka, en slíkt fyr- irkomulag hefur verið algengara erlendis en hérlendis. Nói albinói er fjórða bíómynd- in sem Zik Zak frumsýnir á þess- um fimm árum. Á frumsýning- ardegi þeirrar fyrstu, Fíaskó eftir Ragnar Bragason, lögðu þeir Þórir Snær og Skúli í samtali við Morgunblaðið ríka áherslu á mikilvægi þeirrar undirstöðu kvikmyndagerðar sem handritið er. „Efni myndanna getur verið allt milli himins og jarðar, en sagan þarf að vera áhugaverð í sjálfu sér og hún þarf að vera vel fram sett. Þess vegna leggjum við gífurlega mikið upp úr fyrsta stigi myndgerðarinnar, þ.e. þró- unarvinnu hugmyndar og hand- rits.“ Þessi stefna hins unga fram- leiðslufyrirtækis er afar mikils- verð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að veikburða, vanþróuð handrit hafa frá upphafi verið akkilesarhæll íslenskra kvik- mynda, þótt í seinni tíð hafi orðið miklar framfarir á því sviði, m.a. fyrir tilstilli breytts vinnsluferlis af hálfu Kvikmyndasjóðs Íslands en einnig vegna almennrar vakn- ingar og aukinnar kunnáttu fag- manna á þessu sviði. Aðalatriðið er að gefa handritsvinnu nauð- synlegan tíma og rjúka ekki í tökur með hálfköruð verk. Fíaskó, Villiljós og Gemsar, þau þrjú verkefni Zik Zaks sem séð hafa dagsins ljós þar til nú, fullnægðu kröfum um for- vitnilegar sögur. Myndirnar eru allar til marks um áræði. Engin þeirra fann þó stóran markað. Tvær þær fyrstnefndu virtust reyndar gerðar án tillits til ríkjandi markaðsformúla: Fíaskó mannleg hópsaga, brokkgeng, en sjarmerandi á dálítið gamaldags hátt; Villiljós innrammaðar furðusögur Huldars Breiðfjörð (sem einnig semur næsta verkefni fyr- irtækisins, Niceland, sem sagt er frá hér á opnunni) undir stjórn fimm ungra leikstjóra með mis- mikilli jarðtengingu, misjöfnum stíl og takti; Gemsar Mikaels Torfa- sonar ögrandi og hrá að hætti hússins með bæði kostum þess og göllum. Allar hafa þessar myndir auðgað íslenska kvik- myndasögu án þess að auðga framleiðendurna. Vonandi gerir Nói albinói hvoru tveggja. Framleiðsla Zik Zaks er nefnilega eins og Nói – öðruvísi og ómissandi fyrir ís- lenskan samtíma á 21. öldinni eftir Krists burð, ekki síður en þá tíma er sálarinnar Herkúles var uppi. Syngjum öll um Sókrates Nói albinói: Tómas Lemarquis og Þröstur Leó Gunnarsson fara á kostum í hlutverkum feðganna. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson „Krakkar nútímans eru harðstjórar. Þau standa upp í hárinu á foreldrum sínum, slafra í sig matnum og beita kennara sína hryðjuverkum.“ Á þessa leið mælti sá vísi maður Sókrates. Hann var uppi á árunum 470 til 399 fyrir Krists burð og er því talið niður. Fyrir Krists burð, segi og skrifa. Ef við lítum í kringum okkur og um öxl og allt það er ekki að sjá að Krists burð- ur hafi breytt einu eða neinu um það sem Sókrates er þarna að velta fyrir sér. Sjáiði bara hina stórgóðu og stórskemmtilegu íslensku bíómynd Nói albinói eftir Dag Kára. KVIKMYNDIN Niceland sem Friðrik Þór Friðriksson mun leikstýra eftir handriti Huldars Breiðfjörð fyrir Zik Zak kvikmyndir hefur fengið 340 þús- und evra styrk (28,7 milljónir króna) frá evrópska kvikmyndasjóðnum Eurimages. Áður hefur Niceland feng- ið styrki úr Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, þýskum sjóði og breskum, auk 35 milljóna króna styrks frá Kvikmyndasjóði Íslands og fjár- magns frá dreifingaraðilanum Bavaria í Þýskalandi og forsölu til sjónvarps- stöðva. Alls nemur þessi fjármögnun 2,3 milljónum evra eða um 200 millj- ónum íslenskra króna. Að sögn Skúla Malmquist hjá Zik Zak var myndin fullfjármögnuð en ákveðið var að hækka kostnaðaráætlun um 50 milljónir króna til að geta staðið betur að gerð og eftirvinnslu mynd- arinnar. Með Eurimage-styrknum vantar því aðeins tæplega 20 milljónir til viðbótar og segist Skúli vera bjart- sýnn á að það fé fáist. Nú er einnig ver- ið að vinna að ráðningum leikara í myndina, en stefnt er að því að Nice- land fari í tökur á næstu mánuðum. Samkvæmt frétt í Screen Inter- national deildu níu verkefni 3,3 millj- óna evra úthlutun frá Eurimages, auk Nicelands m.a. myndir eftir Eric Rohmer (Frakkland), Chantal Aker- man (Belgía), Lars Johansson (Dan- mörk), Pantelis Voulgaris (Grikkland) og Ella Lernhagen (Svíþjóð). Morgunblaðið/Kristinn Skúli og Þórir Snær hjá Zik Zak: Á eftir Nóa albinóa kemur Niceland. Niceland fjármögnuð fyrir 200 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.