Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.2003, Blaðsíða 1
Sölustarf Sölumaður óskast hjá innflutningsfyrirtæki. Reynsla af sölu á matvöru og eða sælgæti æsk- ileg, þó ekki nauðsynleg. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir sendast til auglýsingd. Mbl. merktar: „GD-03“ fyrir 17.mars 2003. Sölustörf/ umboðsmenn Öflugt innflutningsfyrirtæki á sviði hreinlætisv- ara til heimila og fyrirtækja, auk umhverfis- vænna hreinsiefna fyrir prentiðnaðinn, vill ráða söluaðila sem fyrst. Jákvæðni og vilji til að ná árangri nauðsynlegir eiginleikar. Jafnframt leitum við að umboðsaðilum víðs- vegar á landinu. Mjög góðir tekjumöguleikar fyrir rétta aðila - sveigjanlegur vinnutími. Umsóknir, merktar: „Gott tækifæri“, sendist til augldeildar Mbl. fyrir 12. mars nk. Störf í Korpuskóla 2003—2004 Kennarar til að kenna 8.—10. bekk, alls 33 nemendur. Við leitum að 2—3 kennurum sem vilja koma og vinna saman við kennslu þessa aldurshóps. Þetta er gott og áhugavert tækifæri fyrir kennara eða kennarahóp sem hafa áhuga á að vinna saman og efla þróunar- og nýbreytnistarf í unglingadeild. Umsjónarkennara í 5. bekk Tónmenntakennara Sérkennara Námsráðgjafa Korpuskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.—10. bekk. Nemendur verða um 200 skólaárið 2003—2004. Skólinn er í bráða- birgðahúsnæði á Korpúlfstöðum. Einkunnarorð skólans eru: Sjálfstæði — ábyrgð — samvinna. Korpuskóli er móðurskóli í þróun kennsluhátta. Stefna skólans er að leggja áherslu á að þróa einstaklingsmiðað nám, sjálfstæði í vinnu- brögðum, samvinnu og samkennd nemenda. Hugmyndafræði sem lögð er til grundvallar skólastarfinu er að kenna til skilnings og greindarkenningar Gardners. Lögð er áhersla á aukna tölvunotkun og upplýsingaleit við vinnu verkefna, fjölbreyttar kennsluaðferðir og þróunar- og nýbreytnistarf. Lögð er áhersla á að kennarar vinni saman og beri sameigin- lega ábyrgð á kennslu mismunandi blandaðra hópa. Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og skóla án aðgreiningar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndarsamfélagið. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 30. mars. Frekari upplýsingar gefur Svanhildur María Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, sími 525 0600, tölvupóstfang svanh@ismennt.is . Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is . Starfsfólk óskast Saga Heilsa og Spa er vaxandi fyrirtæki í heilsuvernd og heilsutengd- ri ferðaþjónustu. Það býður upp á læknisfræðilega ráðgjöf, margs- konar þjálfun og fjölbreyttar meðferðir sem stuðla að aukinni vellíð- an. Hjá okkur starfar fólk sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu og nú vantar okkur fleiri starfsmenn í nýja heilsumiðstöð að Nýbýla- vegi 24, Kópavogi. Við leggjum áherslu á góða samvinnu starfs- manna og viðskiptavinir okkar eiga að geta treyst á fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Starfsmaður í móttöku Þarf að hafa reynslu af móttöku og sölustörf- um. Góð framkoma er skilyrði sem og tungu- málakunnátta, sérstaklega enska og norður- landamál. Skilyrði er reynsla í sölu og móttöku eða eða sambærlegu starfi innan ferða- eða heilbrigðisþjónustu. Sjúkraþjálfarar Óskum eftir samstarfi við sjúkraþjálfara (einn eða fleiri) sem geta rekið sjálfstæða sjúkraþjálfunarþjónustu innan heilsumiðstöðv- arinnar sem þó er hluti af þverfaglegri sam- vinnu lækna, hjúkurnarfræðinga og annars fagfólks á staðnum. Húkrunarfræðingar Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í heilsu- vernd fullorðinna, starfsmanna fyrirtækja og eða lífstílsráðgjöf. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti starfað í þverfaglegu teymi fagfólks sem sér um heilsuvernd og þjálfun og sé tilbúinn til að starfa innan og utan heilsumiðstöðvarinnar. SPA - fræðingar Við leitum að þeim sem hafa lært eða fengið sérstaka þjálfun í SPA meðferðum, sérstaklega vatnsnuddi, heilsuböðum, víxlböðum og leir- meðferð. Nuddfræðingar/Sjúkranuddarar Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi við heilsumiðstöðvar og/eða heilsutengda ferðaþjónustu. Íþróttafræðingar/Íþróttakennarar Leitað er eftir íþróttafræðingum sem hafa reynslu í þjálfun leikfimishópa, í tækjasal og sundlaug. Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af stjórn gönguhópa eða kraftgöngu. Aðrir sérfræðingar Leitað er eftir þeim sem hafa sérþekkingu í slökun og þjálfun t.d. í Yoga. Upplýsingar veita; Kristmann Hjálmarsson rek- strarstjóri, Anna Dagný Smith hjúkrunarfræð- ingur, Eva Ásrún Albertsdóttir sölu- og markað- stjóri, Guðmundur Björnsson læknir. „Því að hver dagur er dýrmætur!“ Saga Heilsa & Spa heilsumiðstöð, Nýbýlavegur 24, 200 Kópavogur, sími 5112111 — fax 5811171 mottaka@sagaheilsa.is — www.sagaheilsa.is . Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði Sjúkraþjálfari óskast til starfa á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði frá 15. apríl nk. Um er að ræða fullt starf en möguleiki er á hlutastarfi sé þess óskað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálf- ari í síma 483 0300 eða 483 0333, netfang: runa@hnlfi.is . Sunnudagur 9.mars 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni8.123  Innlit 15.604  Flettingar 65.566  Heimild: Samræmd vefmæling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.