Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2003, Blaðsíða 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEMGO er eitt þýskra liða eftir þegar komið er í fjögurra liða úrslit á Evrópumótunum í handknattleik og er það þýskum handknattleiks- liðum nokkurt áfall að vera ekki með fleiri fulltrúa í lokakeppni bestu handknattleiksliða Evrópu. Þýska deildin hefur oft verið nefnd besta deildarkeppni heims, ekki síst í Þýskalandi sjálfu, því þangað hafa safnast margir af sterkustu hand- knattleiksmönnum heims. Lemgo hefur verið nær ósigrandi í þýsku deildinni í vetur og það lét ungverska liðið Pick Szeged, og rúmlega 3.000 stuðningsmenn þess, ekki slá sig út af laginu í gær í síð- ari viðureigninni í Evrópukeppni bikarhafa. Lemgo vann fyrri leik- inn heima, 40:32, og síðari við- ureignina í gær, 34:30, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 16:15. Lemgo vann því ungversku bikarmeistarana með tólf marka mun í tveimur viðureignum. Hornamaðurinn Florian Kehr- mann var markahæstur leikmanna Lemgo að þessu sinni, hann fann netmöskvana hjá Ungverjunum átta sinnum. Svisslendingurinn MarcBaumgarten skoraði 7, Markus Baur skoraði einnig 7 mörk, þar af voru tvö úr vítakasti, Volker Zerbe gerði 5 mörk, línu- maðurinn Christian Schwarzer skoraði einnig fimm mörk og Binder skoraði tvö mörk. Kot- orman skoraði mest fyrir heimalið- ið, tíu mörk og Buday kom næstur með sjö mörk. Lemgo er eitt eftir Já, eitt stig er betra en ekkert envið áttum möguleika á því að tryggja okkur bæði stigin,“ sagði Sig- urpáll Árni Aðal- steinsson, þjálfari Þórs. „Byrjunin hjá okkur var slök en þegar upp er staðið tel ég að Valsmenn hafi verið heppn- ari í leiknum. Framundan er mikil barátta í þremur síðustu leikjunum og við megum ekki misstíga okkur,“ sagði Sigurpáll. Byrjunin var vissulega afleit hjá Þórsurum. Eftir að Hörður Sigþórs- son hafði komið heimamönnum yfir skoruðu Valsmenn sex mörk í röð og staðan 1:6 eftir 10 mínútur. Það var engu líkara en Þórsarar hefðu aldrei séð 3-2-1 vörn eins og Valsmenn tefldu fram. Loks virtist Goran Gusic átta sig á því út á hvað leikurinn gekk og skoraði hann 3 mörk í röð. Mun- urinn á liðunum var síðan tvö til þrjú mörk fram að leikhléi er staðan var 12:15. Þórsarar minnkuðu muninn í eitt mark fljótlega í seinni hálfleik en misstu gestina síðan fram úr sér í 17:21. Þeir náðu síðan að jafna í 23:23 og voru í allgóðum málum er þeir hófu sókn í stöðunni 26:26. Þá komst Freyr Brynjarsson inn í sendingu og skoraði úr hraðaupphlaupi og Brend- an Þorvaldsson bætti um betur; stað- an 26:28 þegar 3 mínútur voru eftir. Það voru síðan bestu menn Þórs, Goran Gusic og Páll Gíslason sem jöfnuðu leikinn og Þórsarar áttu síð- ustu sóknina en Roland Eradze varði þá skot Gusic úr hægra horninu. Leikurinn var býsna spennandi og úrslitin ættu að teljast sanngjörn. Valsmenn misstu taktinn í seinni hálfleik en Snorri Steinn Guðjónsson og gamla brýnið Alexei Trufan héldu þá liðinu á floti. Annars gekk liðinu lengst af vel að halda Þórsurum niðri, fyrst með 3-2-1 vörn og síðan 5-1 þar sem Aigars Lazdins var klipptur út. Hjá Þór áttu Goran Gusic og Páll Gíslason stórleik og skoruðu 20 af 28 mörkum liðsins; Goran 12 og Páll 8. Markverðir liðsins stóðu sig líka bærilega. Athygli vakti hve fáir áhorfendur studdu liðið í þessum stórleik og lengi vel heyrðist meira í einum Valsmanni í stúkunni en öllum Þórsurunum til samans. Mikilvægt stig Þórs SPENNAN hjá liðunum í 5.–9. sæti eykst óðfluga með hverri umferð og eru þar fimm lið að berjast um fjögur sæti í úr- slitakeppninni. Liðin þar fyrir ofan ættu að vera örugg með sæti í þeirri keppni. Valsmenn eru sem fyrr á toppnum en þeir gerðu jafntefli við Þórsara á Ak- ureyri sl. laugardag, 28:28. Þetta var fyrsta jafntefli Þórs í vetur og stigið vissulega mik- ilvægt því liðið er í miðjum suðupottinum í 6.–7. sæti. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Haukar léku nær óaðfinnanlega ífyrri hálfleiknum en þá skor- uðu þeir úr 19 af 27 sóknum sín- um.FH-ingar kom- ust lítt eða ekki áleiðis gegn firna- sterkri vörn þeirra og Birkir Ívar varði alls 13 skot. Á sama tíma gekk ekk- ert hjá FH-ingum. Þeir skoruðu að- eins 2 mörk úr fyrstu 10 sóknum sínum og markverðirnir, Magnús Sigmundsson og Jónas Stefánsson, náðu sér engan veginn á strik og vörðu aðeins hvor sitt skotið í hálf- leiknum. Haukar höfðu enda sjö marka forskot í leikhléi, 12:19. Seinni hálfleikurinn var allur annar hjá FH-ingum. Þeir hófu leikinn af miklum krafti, minnkuðu muninn í fjögur mörk, 16:20, og Magnús Sigmundsson náði að verja vel í upphafi hálfleiksins. En Hauk- arnir ætluðu sér ekki að gefa neitt eftir, þeir náðu aftur sex marka for- skoti og héldu því til leiksloka. Birkir Ívar Guðmundsson, mark- vörður Hauka, var maður þessa leiks. Hann fann sig vel allan leik- inn og varði alls 24 skot í leiknum. „Ég er úr Vestmannaeyjum og þekki vel tilfinninguna sem fylgir svona grannaslag,“ sagði Birkir í leikslok. „Það jafnast ekkert á við svona innanbæjarleiki. Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá mér en var svolítið óheppinn í þeim seinni þar sem ég er að verja bolta inn, en yfir heildina er ég mjög sátt- ur. Við áttum von á FH-ingunum sterkum í þennan leik. Þorbergur er stemmingskarl og hann á eftir að rífa FH-ingana upp, en við vorum betri hér í dag. Við vorum að gera marga góða hluti, þótt auðvitað megi alltaf bæta eitthvað. Við fór- um hægt af stað í vetur en það hef- ur verið mjög góður stígandi í liðinu eftir áramót og þetta er allt á réttri leið,“ sagði Birkir Ívar Guðmunds- son, markvörður Hauka. Robertas Pauzuolis og Vignir Svavarsson léku sömuleiðis mjög vel í jöfnu og sterku Haukaliði. FH-ingar, sem ekki hafa lagt Haukana að velli síðan 1998, eiga enn nokkuð inni. Liðið er sem stendur í 8. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki en Grótta/KR fylgir þeim fast á eftir með 23 stig eftir 21 leik en þessi lið mætast í lokaumferð deildarinnar 30. mars. Logi Geirsson bar liðið uppi gegn Haukum ásamt Arnari Péturssyni, sem kom mjög sterkur inní seinni hálfleikinn og virtist þá geta skorað að vild. Stórsigur HK í Digranesi Bikarmeistarar HK voru ekki ínokkrum vandræðum með Víkinga í gær þegar liðin mættust í Digranesi í 1. deild- inni í handknattleik. HK skoraði úr 22 hraðaupphlaupum sem var allt of mikið fyrir Víkinga. HK vann með 15 marka mun, 40:25, og komst við það í 5 sæti deildarinnar, er aðeins 2 stigum á efti KA en Víkingar eru sem fyrr í næstneðsta sæti og hafa aðeins unnið einn leik í vetur. Það var aldrei nokkur spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi í gær. Leikmenn HK byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu 5 fyrstu mörk leiksins og gáfu þar tóninn fyrir það sem koma skyldi. Víkingar komust ekkert áleiðis gegn sterkri 5-1 vörn heimamanna og skilaði þessi varnarleikur HK fjöldamörgum hraðaupphlaupum sem þeir nýttu ágætlega. Úrræða- leysi Víkinga í sókninni var algjört og tókst þeim ekki að koma knett- inum í mark HK fyrr en eftir tæp- lega 8 mínútna leik. Um miðjan hálfleikinn voru heimamenn komnir með 9 marka forystu en þá misstu þeir þá Jalieskys Garcia og Má Þór- arinsson útaf í 2 mínútur. Víkingum tókst að nýta sér liðsmuninn og breyttu stöðunni á skömmum tíma úr 13:4 í 14:9. HK tókst að auka for- ystuna aftur fyrir hálfleik og þegar flautað var til leikhlés var munur- inn 7 mörk, 18:11. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik. Árni Jakob Stefáns- son, þjálfari HK, gat leyft sér að hvíla lykilmenn sína og varð leik- urinn því jafnari fyrir vikið. Þórir Júlíusson átti góðan hálfleik fyrir Víkinga og raðaði inn mörkunum auk þess sem Ragnar Hjaltested lét að sér kveða en hjá HK var marka- skorunin jafnari og komust allir úti- leikmenn heimamanna á blað. Þeg- ar leið að lokum voru gestirnir farnir að hugsa um eitthvað annað en leikinn og það nýttu leikmenn HK sér, juku forskotið enn meir og þegar upp var staðið hafði HK skorað 40 mörk en gestirnir í Vík- ing 25 og 15 marka stórsigur bik- armeistaranna því niðurstaðan. Allt HK-liðið lék ágætlega í gær en Víkingar gerðu sig allt of oft seka um mistök í sókninni sem heimamenn voru ekki lengi að refsa þeim fyrir. Varnarleikur HK gaf þeim fjölda hraðaupphlaupa sem skilaði heima- mönnum 22 mörkum. Elías Már Halldórsson var markahæstur í liði HK með sex mörk og Atl Þór Sam- úelsson kom næstur með 5 mörk. Víkingar áttu ekki góðan dag, byrjuðu leikinn afleitlega og voru einfaldlega hættir að hugsa um leikinn undir lokin. Þeir misstu boltann allt of oft í sókninni og voru í erfiðleikum með 5-1 vörn HK. Þórir var þeirra sprækastur og skoraði 7 mörk og Ragnar kom þar næstur með 5 mörk. Morgunblaðið/Golli Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, sækir hér að vörn FH-inga í Kaplakrika í gær þar sem Arnar Pétursson er við öllu búinn. Halldór og samherjar fögnuðu sigri í slag Hafnarfjarðarliðanna. Haukar unnu granna- slaginn HAUKAR unnu sannfærandi sigur, 33:27, á grönnum sínum úr FH í Kaplakrika í gær. Haukarnir léku frábæran handknattleik í fyrri hálfleik, náðu mest 8 marka forskoti og lögðu grunninn að góðum sigri. Þessi úrslit flytja Hauka í annað sæti deildarinnar þar sem þeir hafa 35 stig eins og ÍR en hagstæðara markahlutfall, þessi lið mætast í lokaumferð deildarinnar að Ásvöllum 30. mars. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Benedikt Rafn Rafnsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.