Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.2003, Blaðsíða 9
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. MARS 2003 C 9 HLYNUR Morthens, markvörður Gróttu/KR í handknattleik, verður frá keppni það sem eftir er keppnis- tímabilsins. Hlynur meiddist á úln- lið í síðari leik Gróttu/KR við sænska liðið Sävehof í Evrópu- keppninni á dögunum og fyrir helgi kom í ljós að liðband í úlnliðnum er slitið og þarf Hlynur að gangast undir aðgerð vegna þess. Gert er ráð fyrir að hann þurfi að vera í gipsi í allt að sex vikur þannig að hann hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. Fleiri markverðir eru meiddir þessa dagana því Hreiðar Guð- mundsson, aðalmarkvörður ÍR- inga, er líklega með slitið kross- band í hné og veður frá það sem eft- ir er vetrar. Hlynur ekki meira með  EINAR Baldvin Árnason, leik- maður Gróttu/KR í handknattleik, lék ekki með liði sínu í gær þegar það mætti HK. Einar Baldvin hefur átt við meiðsli í hægri hendi að stríða undanfarin tvö ár og mun varla vera með liðinu á miðvikudaginn þegar það heimsækir Selfyssinga. Vonir standa til að hann geti leikið tvo síð- ustu leiki liðsins í deildakeppninni, en liðið er í mikilli baráttu um að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var ekki í liði Conversano sem vann Merano, 35:26, í ítölsku 1. deildinni á laugardaginn. Blazo Licicic skoraði 10 marka Conversano í leiknum en liðið er nú með sex stiga forystu í deildinni. Conversano er með einum of marga erlenda leikmenn í sínum röðum og því þarf alltaf einhver þeirra að hvíla hverju sinni.  RÚNAR Sigtryggsson og félagar í Ciudad Real unnu öruggan útisigur, 25:19, á Valladolid í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Varnarleikur Ciudad þótti með af- brigðum góður en Rúnar lék þar að vanda. Hann skoraði ekki mark í leiknum.  HEIÐMAR Felixson skoraði tvö mörk fyrir Bidasoa sem gerði jafn- tefli við Teucro á heimavelli, 21:21. Lið hans er í 10. sæti spænsku deild- arinnar.  ENRIC Masip skoraði 10 mörk fyrir Barcelona sem vann Portland á útivelli, 32:31, í stórleik helgarinn- ar í spænska handknattleiknum. Barcelona er með 39 stig á toppnum, Ciudad Real 36 og Portland 34. Ademar Leon, sem tapaði fyrir Val- encia í gær, 31:29, er næst með 33 stig.  GUÐFINNUR Kristmannsson, þjálfari og leikmaður Wasaiterna, var ekki á meðal markaskorara þeg- ar lið hans tapaði fyrir Lugi, 36:27, í sænsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Wasaiterna er nú þremur stigum frá sjötta sætinu sem gefur sæti í úrvalsdeildinni næsta vetur.  KRISTJÁN Andrésson skoraði 4 mörk fyrir GUIF sem gerði jafntefli, 25:25, við Kroppskultur í sænsku 1. deildinni í gær en liðin eru í tveimur efstu sætum deildarinnar.  PÁLMI Hlöðversson skoraði 2 mörk fyrir Fredericia sem tapaði, 25:28, fyrir Otterup í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær. Fredericia er í áttunda sæti deild- arinnar.  KIEL, hið sigursæla þýska hand- knattleikslið, á nú á hættu að komast ekki í Evrópukeppni næsta vetur en slíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Kiel tapaði, 29:23, fyrir Göpping- en um helgina og er nú í sjöunda sæti 1. deildarinnar. Nikolaj Jacobsen skoraði 8 mörk fyrir Kiel í leiknum. FÓLK Mikið var um þreifingar á fyrstufimmtán mínútum leiksins, jafnræði var með liðunum en heima- menn virtust þó ívið sterkari. Aleksand- ers Petersons hjá Gróttu/KR og Jal- iesky Garcia leik- maður HK fóru fyrir liðum sínum í fyrri hálfleik – þeir fengu að skora að vild og virtust varnir beggja liða liggja niðri fyrri hluta hálfleiksins. Um miðbik hálfleiksins var sem heimamenn settu í lás, þeir spiluðu fína vörn og uppskáru mörg ódýr hraðaupphlaup. Mest náðu þeir sjö marka forystu en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 17:11. Flestir bjuggust við því að sex marka forskot Gróttu/KR myndi fara langt með þá í síðari hálfleiknum, það gekk hins vegar ekki eftir því eftir tíu mínútna leik höfðu HK-menn jafnað leikinn. Þeim hafði tekist að fylla upp í öll göt á vörn sinni og náðu að skora sjö mörk á móti einu heimamanna. Eftir það var leikurinn galopinn, liðin skiptust á mörkum og lokamínúturn- ar voru fullar af spennu. Þegar fimm mínútur voru eftir til leiksloka höfðu gestirnir náð yfirhöndinni, 24:23, Páll Þórólfsson jafnaði þá strax í næstu sókn fyrir Gróttu/KR og HK-menn lögðu því upp í sókn – þá voru tvær mínútur eftir af leiktímanum. Sóknin rann hins vegar út í sandinn, brotið var á Alfreð Finnssyni í næstu sókn og víti gefið. Páll skoraði úr vítinu og staðan því orðin 25:24. HK fékk aukakast þegar þrjár sekúndur voru eftir en skot Jaliesky Garcia hafnaði í vörninni og úrslitin ráðin. „Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og vorum með fína forystu áður en skynsemin hvarf í byrjun seinni hálfleiks. Við áttum aldrei að hleypa þeim aftur inn í leikinn en leikmenn mínir sýndu mikinn styrk, vilja og hungur í lokin enda mikið sem liggur við. Við lítum á hvern leik sem úrslitaleik og stigin eru virkilega dýrmæt,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Gróttu/KR. „Þessi leikur er dýrmæt kennslu- stund fyrir okkur, sýnir okkur að þegar við erum ekki tilbúnir í leikinn þá lendum við á hælunum,“ sagði Árni Jakob Stefánsson þjálfari HK. Molnaði undan Mosfellingum Leikmenn KA sáu fram á náðugandag þegar þeir fengu Aftureld- ingu í heimsókn á laugardaginn enda hafa Mosfellingar ekki sýnt nein glæsi- tilþrif í deildinni í vetur. Hugur heima- manna var hins veg- ar bundinn við eitthvað annað en handbolta í byrjun leiks og voru þeir með allt niður um sig í stöðunni 3:8. Þeim tókst þó að hysja upp um sig buxurnar og komast yfir rétt fyrir leikhlé og KA vann að lokum örugg- lega, 28:20. Gestirnir úr Mosfellsbæ virtust koma KA-mönnum í opna skjöldu og gátu skorað að vild án teljandi vand- ræða. Heimamenn söknuðu Arnórs Atlasonar og voru harla ráðalitlir. Jó- hannes þjálfari Bjarnason reyndi að berja í brestina í stöðunni 3:8 og setti Hans Hreinsson í markið. Smám saman tókst KA-mönnum að rétta úr kútnum og þeir breyttu stöðunni úr 8:11 í 12:11 fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik fjaraði hægt og hljótt undan Mosfellingum. Bjarki þjálfari Sigurðsson freistaði þess að breyta gangi mála með því að koma inn á í stöðunni 16:13 en hafði ekki erindi sem erfiði. KA-menn gerðu út um leikinn með góðum kafla um mið- bik hálfleiksins þegar þeir breyttu stöðunni úr 18:16 í 23:16. Leikmenn Aftureldingar gerðu ótal mistök í sókninni og KA fékk hraðaupphlaup á færibandi. Í lokin fengu guttarnir á bekknum að spreyta sig enda úrslitin ráðin. Andrius Stelmokas var bestur KA- manna í þessum leik, Hans Hreins- son varði ágætlega og Einar Logi Friðjónsson stóð fyrir sínu. Liðið hefur oft leikið betur en gerði það sem til þurfti og er nú í góðri stöðu í 4. sæti deildarinnar. Leikur Aftur- eldingar versnaði til muna er á leið og aðeins hægt að hrósa Hauki Sig- urvinssyni og Reyni Þór Reynissyni fyrir bærilegt dagsverk. Morgunblaðið/Kristinn Aleksandrs Petersons, Gróttu/KR, í harðri baráttu við HK-inginn Alexander Arnarson. Grótta/KR styrkti stöð- una með sigri á HK ENGIN lognmolla var í leik Gróttu/KR og HK á Seltjarnarnesi í gær- kvöld. Mikil leikgleði var hjá báðum liðum og gáfu leikmenn ekki tommu eftir. Heimamenn í Gróttu/KR náðu að knýja fram sigur, 25:24, eftir æsispennandi lokamínútur, þrátt fyrir góðan leikkafla HK þar sem þeir náðu upp sex marka forskoti heimamanna. Andri Karl skrifar Stefán Þór Sæmundsson skrifar Haukarnir byrjuðu leikinn gegnFram af miklum krafti en Framarar fylgdu þeim fast eftir fyrstu 13 mínútur leiksins. Fram varð fyrir áfalli á 15. mín- útu er Hjálmar Vil- hjálmsson fékk að líta rauða spjaldið. Hann braut á Vigni Svavarssyni í hraðaupphlaupi og eftir að dómararnir höfðu dæmt sló hann Vigni á milli fóta hans. Það fór ekki framhjá dómurum leiksins og fékk Hjálmar rauða spjaldið að launum. Þetta reyndist vendipunkt- ur í leiknum, Framarar náðu sér ekki á strik og Haukarnir juku for- skotið jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn. Haukar höfðu tveggja marka for- skot í leikhléi, 15:13, og þeir fóru hreinlega á kostum í upphafi síðari hálfleiks, skoruðu úr 8 fyrstu sókn- um sínum í hálfleiknum og litu ekki til baka eftir það. „Við vorum búnir að skapa þetta með góðri vinnu,“ sagði Aron Krist- jánsson, leikmaður Hauka, í leikslok, aðspurður um hvort sigurinn hafi ekki verið þeim auðveldur. „Við vor- um búnir að vinna vel í vörninni, en við klikkuðum í of mörgum dauða- færum í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var mjög góður af okk- ar hálfu og við náðum að keyra yfir þetta,“ sagði Aron. Haukar léku á köflum frábæran handknattleik í þessum leik. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður fóru mik- inn í fyrri hálfleiknum en í þeim síð- ari léku þeir Þorkell Magnússon og Aron Kristjánsson best. Framarar, sem eru í 7. sæti deild- arinnar með 28 stig, eiga ágæta möguleika á að halda sér inni í úr- slitakeppninni en Grótta/KR og FH sækja fast að þeim, Grótta/KR er í 8. sæti með 27 stig og FH í 9. sæti með 26 stig, en bæði lið eiga leik til góða á Fram. Björgvin Þór Björgvinsson var markahæstur í liði Fram með 8 mörk en Haraldur Þorvarðarson lék best ásamt Jóni Björgvini Péturs- syni. HAUKAR unnu sannfærandi 8 marka sigur, 34:26, á Fram í þriðju síðustu umferð 1. deildar karla í handknattleik að Ásvöll- um í gærkvöldi. Með sigrinum komust Haukar í efsta sæti deildarinnar með 37 stig eins og Valur og ÍR og framundan er gríðarleg barátta á milli þessara liða um deildarmeistaratitilinn. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar BENGT Johansson, hinn sigursæli landsliðsþjálfari Svía, er ekki hrifinn af hinum hraða leik Lemgo, toppliðs þýsku 1. deildarinnar. Lemgo hefur gert 35 mörk að meðaltali í leik í vet- ur og er með yfirburðastöðu í deild- inni en Johansson segir að of mikið sé skorað í leikjum liðsins. „Það er einum of mikið þegar skoruð eru 70 mörk í handboltaleik og mér finnst leiðinlegt að fylgjast með slíkum leikjum,“ segir Johansson og telur að breytingin á reglunum þegar leyft var að taka miðju eftir mark hraðar en áður verði ekki góð fyrir íþróttina þegar til lengdar lætur. Volker Mudrow, þjálfari Lemgo, blæs á gagnrýnina og kveðst hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við leik sinna manna í vetur. Bengt gagn- rýnir Lemgo Haukar komnir á toppinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.