Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 8

Morgunblaðið - 19.03.2003, Side 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar FYRSTI staðurinn til að gefa sig í sætaáklæðinu er yfirleitt hliðin á sætisbakinu; sem ökumaður nuddar nokkrum sinnum á hverjum degi þegar hann sest inn og fer út úr bílnum. Svo var einnig komið fyrir bíl undirritaðs. Það var komið saumspretta sem þó er skömminni skárra en rifið áklæði. En saum- sprettan stækkaði með hverjum degi og hvað var til ráða? Leitað var eftir upplýsingum á Gulu síð- unum án árangurs. Með einu símtali til Félags íslenskra bifreiðaeigenda tókst að finna rétta aðilann; Sig- urjón Kristensen bólstrara, sem hefur sérhæft sig í viðgerðum á bílasætisáklæðum ásamt því sem hann leðurklæðir bíla eftir pönt- unum. Það var leitað til Sigurjóns sem tekur að sér stór og lítil verk á verkstæði sínu og vinnubrögðin eru fumlaus og fagleg. Sé um litlar saumsprettur að ræða handsaumar Sigurjón þær án tafar og hand- bragðið er fagmannlegt þegar hann handleikur nálina. Í þetta sinn ákvað hann að losa sætið eins og það lagði sig úr bílnum og sauma saum- sprettuna í vél. Sætið var vel boltað niður og auk þess þurfti að losa bíl- beltið, sem er fest við sætið í Ford Mondeo, og sömuleiðis raftengingar vegna bílbeltastrekkjarans. Hefði hliðarloftpúði einnig verið í sætinu hefði málið lítillega vandast og Sig- urjón þurft að aftengja rafgeymi bílsins því annars er hætta á því að neisti geti farið í búnaðinn þegar áklæðið er saumað og þá er jafn- gott að vera fjarri sætinu. Umhirða á leðursætum Þegar sætið var komið úr bílnum hófst Sigurjón handa við að losa áklæðið af sætinu. Það var talsvert verk en hafðist að lokum en sjálfur saumaskapurinn tók u.þ.b. 45 sek- úndur í vélinni. Það fer því mestur tími í að losa sætið úr bílnum og síðan áklæðið af sætinu en minnst- ur tími fer í sjálfan saumaskapinn. Sigurjón segir að þegar hliðin í sætisbakinu er rifin þurfi oft að skipta um allt stykkið og þá ríður á að finna áklæði sem svipar til þess sem fyrir var. Það tekst þó ekki allt- af og þá er stundum gripið til þess ráðs að skipta um bæði hlið- arstykkin í sætisbakinu til að halda samræmi í útliti þess og jafnvel einnig í farþegasætinu við hliðina. Sigurjón, sem segist tilheyra deyjandi stétt bólstrara, hefur þó nóg að gera við ýmiss konar við- gerðir en einnig hefur hann leður- Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Áklæðið saumað í vél. Gerir við sætaáklæði og leðurklæðir bíla mbl.isFRÉTTIR Ingvar Helgason Verið velkomin í nýja og fullkomna smurstöð, nánari upplýsingar í síma 525 8000 Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík Ingvar Helgason hefur nú opnað fullkomna smurstöð í húsakynnum sínum að Sævarhöfða. Nú getur þú rennt við hjá okkur og fengið alla almenna smurþjónustu fyrir Nissan, Subarau, Saab, GM, Opel og Isuzu án þess að panta tíma. Móttaka smurstöðvar er í afgreiðslu Bílheima í norðurenda hússins. Nýsmurstöð Nú getur þú látið smyrja bílinn hjá Ingvari Helgasyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.