Morgunblaðið - 28.03.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 28.03.2003, Síða 1
FEMÍNISTI er sú eða sá sem telur aðvið búum við kynjamisrétti af ein-hverju tagi og hefur vilja til að breyta því. Þetta er skilgreiningin sem notuð er á tölvupóstlistanum feminist- inn@hi.is. Þar hafa umræður blómstrað hátt í tvo mánuði og m.a. orðið til þess að Femínistafélag Íslands var stofnað fyrir tveimur vikum. Nú er femínistavor, eins og Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynja- fræðum við Háskóla Íslands, hefur komist að orði. Þetta er hluti af þriðju bylgju femínism- ans, en m.a. var fjallað um hana í grein um femínisma í Veru á síðasta ári. Fyrsta bylgjan var þegar barist var fyrir kosn- ingarétti kvenna um og eftir aldamótin 1900, önnur bylgjan á rætur sínar að rekja til kvennahreyfinga á 7. og 8. ára- tugnum og þriðja bylgjan átti upptök sín í háskólum en hefur nú náð út fyrir þá líka. Sigurður Harðarson hjúkrunarfræð- ingur, öðru nafni Siggi pönk, hefur dreift bæklingi og barmmerkjum með fullyrðing- unni „Sannir karlmenn eru femínistar“. Þessi fullyrðing var meðal þess sem rætt var um þegar fjórir femínistar, sem Dag- legt líf kallaði saman, hittust. Það voru þær Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, Ragnhildur Vigfúsdóttir, starfsþróunarstjóri Landsvirkjunar, Katr- ín Anna Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landsteinum, og Valgerður Pálma- dóttir, nemi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Katrín: Mér finnst mikið vit í þessari setningu. Mér finnst til dæmis ekkert karl- M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg Þriðja femínista- bylgjan 2003 Sannir karlmenn eru femínistar Kynjamisréttið í daglegu lífi mannlegt við það að níðast á öðrum eða sýna ekki tilfinningar en karlmenn eru oft aldir upp við að þetta sé flott. Þessar fyr- irmyndir fá þeir til dæmis í Disney- myndum eða frá leikföngum. Ég held ein- mitt að það þurfi að gefa körlunum leyfi til að vera svolítið mýkri. Valgerður: Þeir karlar sem hafa nógu mikið sjálfstraust eru alveg vissir um karl- mennsku sína. Þeim er alveg sama hvað öðrum finnst og þora að segja að þeir séu femínistar. Þeir karlar sem eru á móti femínisma virðast oft vera hræddir við að konur ætli sér að taka öll völd. Katrín: Þeir eru sannir sem þora að standa upp og segjast vera femínistar þrátt fyrir að fá á sig stimpla. Mér finnst það virðingarvert. Þetta er flottur frasi sem er vert að halda á lofti. Gerður: Það er alltaf einn og einn karl- maður sem er sannur í þessum málum og tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Katrín: Ef þeir eru ekki aldir upp sem femínistar og hafa tekið þátt í þjóðfélag- inu eins og það er í dag, verða þeir líka að horfast í augu við það að þeir hafi ekki verið með réttu gildin. Þeir þurfa þá allt í einu að kúvenda og viðurkenna að það sem þeir gerðu var rangt. Gerður: Það er þroskamerki, en til þess þarf kjark. Ragnhildur: Ergo, við erum allar sam- mála Sigga pönk: Sannir karlmenn eru femínistar. Flott að vera femínisti 1900 Fyrsta femínista- bylgjan 4 F Ö S T U D A G U R 2 8 . M A R S 2 0 0 3 B L A Ð B  TÓTA ER MEÐ TÖFRAFINGUR/2  HUGARFLUG Í FANGELSI/2  ÞJÓÐLEGT OG ÞÆGILEGT/6  TÁLGAÐ Í TRÉ/7  AUÐLESIÐ EFNI/8 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.