Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 B 3 eins og hægt er. Í því samhengi er hlutleysi ekki síður mikilvægt og að gagnsæi sé tryggt.“ – Eru kvikmyndir list eða iðnaður? „Þær eru hvort tveggja. Ég held að Orson Welles hafi talað um að mál- arinn þyrfti pensil, rithöfundur penna, en leikstjórinn her. Það gerir listformið svo erfitt; þessi blanda af listrænu höfundarverki og iðnaðinum sem þarf að vera til staðar. Kvik- myndavorið á Íslandi hefur verið erfið fæðing og kostað marga kvikmynda- gerðarmenn sem lögðu allt undir hús- in sín. En með elju frumherjanna og einhverri aðstoð frá Kvikmyndasjóði hefur tekist að byggja upp sterka grein og öflugan iðnað. Þurfa ekki að veðsetja húsið Við eigum kunnáttufólk á öllum sviðum, sem er forsenda fyrir því að þessi iðnaður fái þrifist. Öll fram- leiðslufyrirtækin hafa barist í bökk- um og stefna þarf að því að búa þeim viðunandi rekstrargrundvöll. Til- koma sjónvarpssjóðs yrði mikilvæg og myndi nýtast vel til að brúa bilið milli stórra verkefna. Ég held það sé fullur vilji fyrir því að koma honum á fót og það þarf aðeins að finna fjár- magnið. Ef við ráðum yfir þeim her, sem Welles talaði um, þá verður listræni þátturinn viðráðanlegri. Ég held við höfum náð því þrepi og að ekki sé á neinn hallað þó að ég nefni fagfólk eins og Valdísi Óskarsdóttur klippara og Hilmar Örn Hilmarsson í tónlist. En það blasir líka við að kvikmyndir eru ekki bara listgrein. Afkoma fólks byggist á kvikmyndagerð og þess vegna getur úthlutunin verið sárs- aukafull.“ – Hvort vegur þyngra fyrir Kvik- myndamiðstöðina að unga út nýjum kvikmyndagerðarmönnum eða halda utan um þá sem hafa þegar haslað sér völl? „Við þurfum að gera hvort tveggja og áætla ákveðnar prósentur. Í svona litlu samfélagi þá er framboð á góðum handritum ærið misjafnt á milli ára. En það þarf að setja ákveðinn hluta í vaxtarbroddinn og þar erum við farin að njóta tækniframfaranna. En einn- ig þarf að hlaupa undir bagga með þeim sem þegar hafa skilað góðum ár- angri.“ Dyrum ekki lokað – Talað hefur verið um að styrkir hafi ekki verið nógu háir til íslenskra kvikmynda, umhverfið hafi breyst og erfiðara sé að fá fjármögnun erlendis. „Ég held það sé töluvert til í því. En með þessu nýja ráðgjafakerfi er um- sóknarfresturinn ekki lengur miðað- ur við einn dag á ári, heldur verður hann hlaupandi, jafnvel á tveggja til þriggjamánaða fresti. Þess vegna verður meira samráð milli miðstöðv- arinnar, umsækjenda og hugsanlegra meðframleiðenda. Spennan verður ekki eins mikil, verkefnin betur und- irbúin og lengra á veg komin. Áður miðaðist allt við þennan eina dag og þá var handritum mokað inn hvar á vegi sem þau voru stödd.“ – Hversu langt þurfa verkefni að vera komin til að fá styrki? „Andi reglugerðarinnar er þannig að miklu skiptir að vera með framleið- anda. Enda er markmiðið að byggja upp öflugt umhverfi í kvikmyndagerð á Íslandi. Í öllum umsóknum verður að tilgreina markaðsvirði, því það er ekki sanngjarnt fyrir þá sem hafa lifi- brauð af þessu og bera þar með grein- ina uppi að inn komi áhugamenn með allt aðrar forsendur. Ég efast ekki um að ef hugmyndin er góð, þá stökkva framleiðendur á hana. Það þarf líka að tryggja að peningar nýtist beint í kvikmyndagerðina. Á tímabili var þetta eins og auka rithöfundarsjóður. Fólk var að sækja um styrki til handritaþróunar, án þess það væri fast í hendi hvað gert yrði við afrakst- urinn. Hugsunin er sú að styrkja greinina eins og hægt er, án þess þó að loka dyrum.“ Ráðgjöfum skipt út – Einnig var rætt um að ef mynd- væri nánast fullfjármögnuð væri að- gangur greiðari að styrkjum. „Það kerfi hefur verið við lýði í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Oft eru það nefndar markaðsvænar myndir, sem eru með fjármagn frá einkaaðilum og fullfjármagnaðar að öllu leyti, nema sem nemur framlagi kvikmyndamiðstöðvarinnar. Þær munu fá ákveðna hraðmeðferð, en þar þurfa ákveðin skilyrði að vera til stað- ar, s.s. lágmarkskostnaður eða um- fang. Og hlutirnir þurfa að vera ansi mikið á þurru áður en þessi leið er far- in.“ – Er stefnt að því að skera niður kostnað á skrifstofu Kvikmyndamið- stöðvar? „Það er stefnt að því að halda kostnaði í lágmarki og nýta fjármuni í það sem kemur kvikmyndaiðnaðinum að betri notum, s.s. ráðstefnur, fag- námskeið o.s.frv. Ekki má gleyma því að við erum að byggja upp nýja mið- stöð út frá ráðgjöfum sem vissulega mun hafa áhrif á rekstrarkostnaðinn. Það skiptir mestu máli að sá jarðveg- ur verði frjór og til þess þarf að skapa sem hagstæðust skilyrði. Á skrifstof- unni verður öflug stoðstarfsemi sem felst í kynningu kvikmynda, miðlun framleiðslureynslu og almennum rekstri.“ – Starfsemin verður þá byggð í kringum ráðgjafana? „Já, það verður þungamiðjan og þróunarstarf unnið í kringum þá.“ – Verður meira um verktakavinnu? „Já, ég sé fyrir mér verkefna- bundna vinnu. Það gefur okkur kost á að nýta þrengri og sérhæfðari þekk- ingu fagmanna í greininni.“ – Verða ráðgjafarnir fastráðnir? „Ég hef frekar áhuga á að hafa þá fleiri og í hlutastarfi þótt það sé kannski ekki tímabært að fullyrða nokkuð hér og nú. Mér finnst það fýsi- legri kostur heldur en að ráða einn í fullt starf sem hefði bíómyndir á sinni könnu og ég tel það betra fyrir brans- ann.“ – Sérðu fyrir þér að þeim verði skipt út reglulega? „Já, talað er um að þeir verði ráðnir í mesta lagi til tveggja ára í senn, þannig að ráðningin er tímabundin. Svo er hugsanlegt að endurráða þá í tvö ár til viðbótar. En þeir eiga líka að fylgja verkefnum eftir og bera ábyrgð á þeim til loka. Þeir eru tengiliður um- sækjenda eða styrkþega.“ Töfin erfið fyrir framleiðendur – Hversu mikil verða völd ráðgjaf- anna? Ef þeim finnst að aðalpersónan eigi að vera kona en ekki karl, geta þeir þá sagst styrkja verkefnið ef því verði breytt? „Nei, mér finnst ekki að ríkisstarfs- menn eigi að hrófla við höfundarverk- inu,“ segir hún og hlær. „En auðvitað eiga þeir að segja sína skoðun. Ég held það sé æskilegt að það skapist opin samræða milli ráðgjafanna og umsækjendanna. Þó meira í anda skrýtlunnar af manninum sem leitaði að pípunni sinni um allt hús en síðan var hún alltaf í munnvikinu. Stundum sér maður það ekki sem blasir við. Ég held að umræðan verði af því tagi, en ekki að útkoman úr uppgjörinu á blaðsíðu 77 sé ómöguleg og hún þurfi að vera á hinn veginn. Nei, það verður ekki.“ – Menntamálaráðuneytið hefur verið gagnrýnt fyrir seinagang; það hafi tekið langan tíma að gefa út reglugerð og á meðan hafi kvik- myndagerðarmenn beðið í óvissu. „Ég vona að það skaði ekki, en auð- vitað er töfin erfið fyrir framleiðendur og getur verið dýr, því þeir vita ekki hvaða verkefni eru framundan og geta ekki nýtt framleiðslutækin sem skildi. Hinsvegar eru örugglega allir sammála um að vanda þurfi til verks- ins og þegar til lengdar er litið koma þessir 3 til 4 mánuðir vonandi ekki að sök.“ Efling barnamyndagerðar – Hvernig verður kynningu erlend- is háttað? „Það verður að ráðast í samvinnu við framleiðendur og leikstjóra. Við þurfum að útbúa heildarstefnu, s.s. hversu margar litlar hátíðir við viljum sækja og hvort við viljum setja meira púður í stóru hátíðirnar. En svo veit maður aldrei hvar fræin lenda. Oft er betra að vera á litlu hátíðunum. Þá er samstarfið nánara.“ – Og oft ræðurðu því ekki. „Einmitt, það þarf að hugsa þetta vel. En mér finnst líka skipta veru- legu máli að vera á réttum stað á rétt- um tíma. Hvort hægt sé að setja sýn- ingu mynda í samhengi sem verður þeim til framdráttar og ýtir undir kynningu á myndum. Það er ekki nóg að vera í kvikmyndahúsi í New York. Það þarf að vera í réttu kvikmynda- húsi. Hið sama gildir um háskóla- borgir í Bandaríkjunum, þar sem eru öflugir kvikmyndaklúbbar. Þá þarf að sigta vel út. Auðvitað þurfum við á góðri kynningu að halda og kvik- myndagerðarmenn eru háðir erlendu fjármagni, þannig að það er um að gera að halda þessu hjóli vel smurðu.“ – Að lokum, hver er þín draumsýn varðandi íslenskar kvikmyndir? „Að við náum sem lengst. Mér finnst mikilvægt, bæði í bíómyndum og sjónvarpsmyndum, að efla barna- myndagerð. Því ef íslensk börn horfa ekki á íslenskar myndir, þá gerist það ekki heldur þegar þau eldast. Annars er það undir leikstjórunum komið hvernig til tekst. Þeir hafa veg og vanda af þessu. Við styðjum við bakið á þeim sem best við getum, en það eru höfundarverkin sem allt veltur á.“ pebl@mbl.is ’ Vandamálið er að það er erfitt að finna fólksem hefur engin hagsmunatengsl, þó það hafi hæfileika til að vinna þessi störf. Umfram allt þarf því gagnsæið að vera tryggt. ‘ ’ Það er orðið ódýrt að gera mynd. Ef hug-myndin er góð og vilji stendur til að fylgja henni eftir þurfa kvikmyndagerðarmenn ekki lengur að veðsetja húsið sitt og allra ættingjanna. ‘ FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.