Morgunblaðið - 30.03.2003, Page 8

Morgunblaðið - 30.03.2003, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ÚN heitir Frið- björg Ingimars- dóttir og er kennsluráðgjafi í nýbúafræðslu í grunnskólum Reykjavíkur. Hvað felur starfið í sér Friðbjörg? „Já – þú spyrð stórt. Eitt af verkefnum kennsluráðgjafa er að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn. Kennsluráðgjafi kemur með tillögur og veitir ráðgjöf í tengslum við þjónustu við börn af er- lendum uppruna og fjölskyldur þeirra í grunnskólum borgarinnar.“ Friðbjörg minnir á að starf kennsluráðgjafa feli í sér umsjón með móttökudeildarþjónustu fyrir börn af erlendum uppruna í Austurbæjar- skóla, Háteigsskóla og Breiðholts- skóla. „Það er heilmikið samstarf á milli okkar þó að hver deild mótist óneitanlega af aðstæðum og áherslum innan skólans, s.s. fjölda nemenda af erlendum uppruna,“ seg- ir hún og nefnir Austurbæjarskóla máli sínu til stuðnings. „Einn þáttur í sérstöðu Austurbæjarskóla felst í því að hlutfall nemenda af erlendum upp- runa í skólanum er svo hátt (16%) að jafningjastuðningurinn verður óvenju mikill. Jafningjastuðningur skiptir sköpum og er þroskandi fyrir íslenska nemendur. Allir móttöku- deildarskólarnir vinna markvisst að sem mestri blöndun. Sá stuðningur hefur afar jákvæð áhrif á sjálfsmynd krakkanna og veldur því að aðlögunin að almenna skólastarfinu gengur hraðar fyrir sig. Markmið námsins í mótttökudeildunum er einmitt að gera nemendur af erlendum uppruna eins fljótt og mögulegt er færa um að taka þátt í öllu almennu skólastarfi.“ Hagur fjölskyldna bættur Annað hlutverk kennsluráðgjafa er að fylgja eftir fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar og grunnskóla Reykjavíkur og starfsáætlun fræðslumála. „Einn liður í því starfi er nefndarseta, t.d. sit ég í fjölmenn- ingarnefnd Reykjavíkurborgar og þverfaglegu teymi ýmissa opinberra stofnana um málefni útlendinga. Ekki má heldur gleyma því að ég starfa ásamt kennurum í móttöku- deildunum og samstarfsaðilum eins og fulltrúum frá ungbarnaverndinni og Félagsþjónustunni í Birtunum.“ Birtunum? „Já, þessi hópur er frekar óform- legur og starfar að því að bæta upp- lýsingagjöf og hag erlendra barna- fjölskyldna almennt á Íslandi.“ Friðbjörg segist reyna að vera í góðum tengslum við alla nýbúakenn- ara í borginni. „Ég nýti mér tölvu- tæknina talsvert bæði til að veita og afla upplýsinga um starfið úti í skól- unum og svo efni ég annað veifið til sérstakra fræðslufunda í einstökum skólum og fyrir allan hópinn,“ segir hún og minnir á Sumarskólann. „Sumarskólinn er samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar, Íþrótta- og tóm- stundaráðs og Námsflokka Reykja- víkur og hefur verið ákaflega vel sótt- ur alveg frá upphafi. Á bilinu 10–15% af þeim rúmlega 600 nemendum sem eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskólum Reykjavíkur notfæra sér þennan kost yfir sumartímann.“ Friðbjörg segir að eitt af verkefn- um sínum sé að fylgja eftir ýmiss konar þróunarverkefnum á sviði ný- búakennslu. „Kennarar hafa verið duglegir að afla styrkja til ýmiss kon- ar þróunarverkefna úr ýmsum sjóð- um. Mitt hluverk er að styðja við verkefnin og tryggja að afrakstur þeirra nýtist sem best innan skóla- kerfisins. Af nokkrum áhugaverðum verkefnum er hægt að nefna mark- visst námsmat á framförum nemenda í íslensku sem öðru tungumáli, fjöl- menningarvef Breiðholtsskóla, þýð- ingar á skólahandbók Fellaskóla og nokkrum algengum skilaboðum frá skóla til foreldra á nokkur erlend tungumál,“ segir Friðbjörg og nefnir að lokum staðfært danskt verkefni – Sjáið, hlustið, lærið. „Markmiðið með verkefninu er að auðvelda erlendum foreldrum að veita börnum sínum stuðning við lestrarnám með því að gefa þeim kost á að hlusta á texta myndrænna bóka af spólu og ræða síðan innihaldið við börnin. Sjáið, hlustið, lærið-verkefnið fékk „Lese intivatif prisen“ í Danmörku árið 2000.“ Allir nemendur virkir Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög í borginni á síð- ustu árum. Lesendum til glöggvunar er hægt að nefna að fjölgun nemenda af erlendum uppruna samsvarar því að einn til tveir grunnskólar hafi Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðbjörgu Ingimarsdóttur, kennsluráðgjafa í nýbúafræðslu, dreymir um að börn af erlendum uppruna séu boðin velkomin á íslensk heimili og fái fleiri heimsóknir. Minni áhersla á þjóðerni – meiri á einstaklinga Yan Ping Wu, Halldóra Tuyet Thi Tham Nguyen, Thi Hong Van Truong og vin- konur þeirra í Háteigsskóla eru ekki í vafa um hverju þær myndu berjast fyrir ef þær stæðu í ströngu í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í vor. Allar settu þær efst á blað að tryggja að útlendingar lærðu íslensku. Ekki stóð heldur á svörunum þegar spurt var hvers vegna. Jú – til að eignast íslenska vini, skilja fréttirnar í sjónvarpinu, lesa blöðin, tala við afgreiðslufólk í verslunum og stofn- unum. Annað helsta baráttumálið var að vinna gegn fordómum gagnvart útlend- ingum. Stelpurnar vildu þó ekki meina að þær hefðu sjálfar orðið fyrir miklum for- dómum. „Einn strákur sagði reyndar svolítið ljótt í fyrra,“ sagði ein þeirra og hin- ar kinkuðu kolli án þess að vilja endurtaka ósómann. Allar voru sammála um að Íslendingar ættu að rétta útlendingum hjálparhönd og ein tók sérstaklega fram að íslenskir krakkar ættu að vera duglegir að hjálpa útlendum krökkum að kom- ast inn í félagslífið, t.d. með því að taka þá með sér í partý. Stelpurnar vildu stuðla að því að ekki kæmi til átaka á milli útlendinga og Íslendinga, allir tækju höndum saman um að vinna að bættu samfélagi og flestar tóku fram að þær myndu berj- ast fyrir því að íslenskir karlar hættu að kaupa konur frá fátækum löndum. Annars létu stelpurnar ákaflega vel af sér á Íslandi og tóku fram að gott væri að vera í Háteigsskóla. Sumar tóku sérstaklega fram hvað aðstæðurnar í skól- anum væru miklu betri en þær hefðu átt að venjast í gamla landinu, t.d. væri skól- inn allur rýmri og kennararnir ekki næstum því eins strangir. Stelpurnar voru í framhaldi af því spurðar að því hvort að þær héldu að þær byggju við strangari aga en íslenskir jafnaldrar þeirra. „Kannski aðeins strangari,“ svaraði ein þeirra, „en ekki svo mikið.“ Þær sögðust eiga fullt af vinum og þætti fínt að eiga rætur í tveimur menning- arheimum. Þegar þær voru spurðar að því við hvað þær myndu vilja starfa í framtíðinni kom líka í ljós að margar höfðu áhuga á að nýta þann hæfileika sinn að tala reiprennandi tvö tungumál – nokkrar vildu verða túlkar og tvær sögðust vilja verða flugfreyjur. Ein var staðráðin í að verða viðskiptafræðingur – alveg eins og mamma. Betra að kunna íslensku Albina Morina, 15 ára, kemur af og til í móttöku í Austurbæjarskólanum til að fá aðstoð við heim ið. „Ég fluttist hingað með pabba, mömmu og tv systkinum mínum frá Kosovo fyrir þremur árum eftir að ég kom til Íslands fannst mér erfiðast að ast vindinum og kuldanum. Núna er ég ekki eins kvæm fyrir veðrinu og áður. Íslenskir krakkar er og rosalega svipaðir krökkum í Kosovo. Öllum fi gaman að hittast, fara í bíó, drekka kók og svole Krakkar á mínum aldri eru líka mjög svipaðir í ú Fatatískan er svo svipuð.“ Hvort eru strákar í Ko eða á Íslandi sætari? „Veistu, þeir eru bara ótrú ir í útliti – sérstaklega eftir að strákar í Kosovo f lita á sér hárið ljóst og að vera með svipaða hár greiðslu og strákarnir á Íslandi!“ Albina fór í frí til Kosovo síðasta sumar. „Ég s mér rosalega vel í fríinu og var alveg til í að vera Kannski á ég eftir að flytja aftur út einhvern tím framtíðinni. Hver veit!“ segir Albina brosandi. Krakkarnir svipað Lísa les upphátt á meðan Katla greiðir Rashmi. Maro með um á til Ísl Sí lensk vinum fótbo hefu Ma Tr Agim Koso flótta hinga Veðr Br reglu landi bolta unni. – Á „J – H Sv fussa Re

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.