Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 6
Þeir sem ætla til Írlands á næstunni hafa eflaust gaman af að skoða slóðina www.trueireland.com Þeir sem hafa áhuga eða eru stadd- ir í Danmörku 8. júní nk. geta tekið þátt í árlegu hlaupi yfir Eyrarsunds- brúna. Hlaupið yfir þessa frægu brú, sem er 21.097,50 metrar að lengd, svarar til hálfs mararþons. Hlaupið hefst í Peberholmen. Segir í frétt í netútgáfu Politiken um hlaupið, að á meðan á því stendur geti hlaupararnir notið dásamlegs útsýnis yfir sundið. Hlaupaleiðin liggur um miðborg Malmø. Búist er við að margmenni fylgist þar með hlaupinu og hvetji þátttakendur. Því lýkur á fótbolta- velli Málmeyjar, Malmø Stadion. Segir ennfremur í fréttinni að hlaupið yfir Eyrarsundsbrúna sé ágæt upphitun fyrir maraþon- hlaupið í Stokkhólmi 14. júní nk. Í það hlaup hafa þegar boðað þátt- töku sína skokkarar frá 40 þjóð- löndum. Hlaupið yfir Eyrarsunds- brúna Scanpix Nordfoto www.broloppet.com www.marathon.se FERÐASKRIFSTOFA Vestfjarða- leiðar býður flugferðir til Sviss í sumar. Líkt og áður er flogið einu sinni í viku til Genfar og í sumar verður bætt við flugi til Zürich tvisv- ar í viku. Flugtími er um 4 klst. á hvorn stað og flogið er með 156 far- þega MD-83 flugvélum. Fyrsta flug 14. júní Í fréttatilkynningu frá ferðaskrif- stofunni kemur fram að staðsetning Genfar henti vel til hvers kyns ferða- laga um Evrópulönd. Flogið er til Genfar aðfaranótt laugardags frá 14. júní til 16. ágúst. Zürich er stærsta borg Sviss og ekki síður en Genf vel staðsett í hjarta Evrópu. Flogið er til Zürich aðfaranótt laugardags frá 21. júní til 16. ágúst og í júlí bætist við flug á miðvikudögum með fyrsta flugi 2. júlí en því síðasta hinn 6. ágúst. Ferðaskrifstofa Vestfjarðaleiðar Bjóða ferðir til Genfar og Zürich í sumar  Nánari upplýs- ingar og bókanir í flugið til Sviss eru hjá Ferðaskrif- stofu Vestfjarða- leiðar, Hesthálsi 10, Reykjavík Sími: 5629950 Fax. 567 4969. Upplýsingar um áætlun og verð er einnig að finna á heimasíðunni: www.vesttravel.is Hótel Vík í Síðumúla í Reykja- vík hefur tekið í notkun búnað með þráðlausri nettengingu. Á hótelinu eru 23 herbergi en tengingin stendur til boða í 12 herbergjum hótelsins. Til stendur að nettenging verði komin í öll herbergi fyrir sum- arið. Ólafur Stefánsson hótelstjóri segir að töluvert sé spurt um þráðlausu nettenginguna og margir gestir sem eru með far- tölvur kunni vel að meta þessa nýjung hjá hótelinu. Ólafur seg- ir að Hótel Vík sé enn sem kom- ið er eina hótel landsins sem býður þráðlausa nettengingu. Morgunblaðið/Jim Smart Þráðlaus nettenging  Hótel Vík Síðumúla 19 Reykjavík Sími: 5885588 Tölvupóstfang: lobby- @hotelvik.is Heimasíða: www.hotelvik.is - 2 5 Á R A O G T R AU S T S I N S V E R Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.