Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ að byggja brýr á milli Íslands og ann- arra menningarheima. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við get- um ekki alfarið mætt erlendum börn- um á okkar eigin íslensku forsendum heldur verðum við að reyna að setja okkur að einhverju leyti í spor þess- ara barna með tilliti til menningar- legs bakgrunns þeirra í öðru landi,“ segir hún hugsi og bætir við að þrennt virðist skipta mestu máli fyrir aðlögun barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum. „Það fyrsta er góð samskipti foreldra og kennara. Ann- að er aukið sjálfstraust og meðvitund nemandans um framfarir hans í nám- inu – en að baki því liggur gerð ein- staklingsnámskrár og markvisst námsmat. Að síðustu er svo afar mik- ilvægt að barnið öðlist fljótt sam- skiptahæfni á íslensku og læsi á ís- lenska menningu.“ Félagsleg einangrun rofin Friðbjörg vekur sérstaka athygli á tveimur vel heppnuðum sjálfstæðum verkefnum. „Annað verkefnið er á vegum séra Jónu Hrannar Bolladótt- ur miðbæjarprests og séra Bjarna Karlssonar, sóknarprests í Laugar- neskirkju, og ber yfirskriftina Adr- enalín. Verkefnið gengur út á að leiða saman íslenska nemendur í Laugar- nesskóla og erlenda nemendur í Austurbæjarskóla og nýlega bættust erlendir nemendur í Breiðholtsskóla í hópinn. Unglingarnir urðu fyrir val- inu því að reynslan hefur sýnt okkur fram á að þegar unglingar á aldrinum 12 til 15 ára hafa flust til Íslands hafa oft liðið tvö til þrjú ár þangað til þeir hafa fyrst komið inn á íslenskt heim- ili,“ segir Friðbjörg og tekur fram að íslensku nemendurnir hafi verið sér- valdir með tilliti til góðrar samskipta- hæfni og áhuga á því að taka þátt í al- þjóðlegu samfélagi. „Krakkarnir fara í ferðalög og gera ýmislegt annað skemmtilegt saman. Verkefnið þykir hafa gefið góða raun. Fljótlega eftir að því var hleypt af stokkunum fóru erlendu nemendurnir að sýna greini- leg merki um aukna félagslega hæfni.“ Hitt verkefnið hefur sjálfboðaliða- deild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins unnið í samstarfi við Frið- björgu á annað ár. „Verkefnið hefur verið kallað heimanámsaðstoð og fel- ur í sér að sjálfboðaliðar úr röðum kennara á eftirlaunum og háskóla- nema aðstoða börn af erlendum upp- runa við heimanámið. Annars er svo- lítið gaman að segja frá því að stundum hafa myndast afar falleg eins konar afa-og-ömmu-sambönd á milli fullorðnu kennaranna og er- lendu barnanna,“ segir hún og tekur fram að ófá börn í þessum hópi eigi hvorki afa né ömmur á Íslandi. „Góð reynsla hefur verið af verkefninu. Ekki er því ólíklegt að önnur sveit- arfélög eigi eftir að taka sér þessi verkefni til fyrirmyndar í framtíð- inni.“ Friðbjörg segir að sú þróun hafi átt sér stað að minni áhersla sé lögð á þjóðerni og meiri á einstaklingana. „Við höfum verið að átta okkur á því að þó að þjóðerni gefi okkur ákveðnar vísbendingar um einstaklinga er ein- staklingsmunur meðal margra stór- þjóða mun meiri en á Íslandi. Hver og einn einstaklingur er sérstakur og á rétt á að komið sé fram við hann sem slíkan. Íslendingar mega t.a.m. ekki vera latir við að kalla fólk af erlend- um uppruna skírnarnöfnum sínum þótt framburðurinn kunni að vefjast fyrir fólki til að byrja með. Alltof al- gengt er að fólk af erlendum uppruna sé aðeins kennt við gamla landið svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Nú er líka kominn tími til að við lærum ný hugtök eins og íslenskur Víetnami um Íslendinga upprunna á fjarlæg- um slóðum. Hver og einn verður að fá tækifæri til að skilgreina sig sjálfur. Skilgreiningarnar þurfa heldur ekki að vera eins innan fjölskyldna eða systkinahópa. Ég get nefnt þér dæmi um þrjú systkini. Yngsta barn- ið hefur flutt til Íslands ungt og legg- ur mikið upp úr því að verða Íslend- ingur. Miðjubarnið kemur hingað aðeins eldra og vill kenna sig bæði við nýja og gamla landið. Elsta barnið kemur hingað sem unglingur – á erf- iðara með að aðlagast samfélaginu og heldur lengur í tengslin við gamla landið.“ Móðurmálið æft á Netinu Frekar lítil aðsókn hefur verið að móðurmálskennslu fyrir börn af er- lendum uppruna í Alþjóðahúsinu. „Ég hugsa að ástæðan sé oft mikið álag á fjölskyldum barnanna. Við því er nauðsynlegt að bregðast því að gíf- urlega mikilvægt er að styrkja for- eldra í því að kenna og viðhalda móð- urmálinu hjá börnunum. Spurningin er hvort einhverjar aðrar leiðir en formleg kennsla henti ef til vill betur – þar má nefna spjallrásir og svo tengla í erlend blöð og annað efni frá upprunalandinu á Netinu, sem er m.a. að finna á fjölmenningarvefn- um.“ Friðbjörg segir að leitað hafi verið þekkingar og góðra fyrirmynda bæði hvað varðar verkefni og skipulag víða erlendis. „Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að aðstæður útlendinga hér á landi eru allt aðrar en víða erlendis. Annars vegar má nefna að yfirleitt eru þeir á fullu í at- vinnulífinu og vinna margir meira en góðu hófi gegnir og hins vegar að við höfum hvorki sterka hefð, reynslu né þekkingu til að kenna venjulegu fólki íslensku sem annað tungumál.“ Hún ítrekar að kennarar séu sífellt að prófa sig áfram með nýjar aðferð- ir. „Áhuginn er mikill og með stuðn- ingi stjórnvalda er hægt að ná mikl- um árangri í þessum málaflokki hér á landi. Ég er sammála áherslu stjórn- valda á að útlendingar læri íslensku þótt talsvert vanti enn upp á að að- gangur að náminu sé nægilega góður – sérstaklega úti á landsbyggðinni. Tungumálið er mikilvægur liður í því að fólk geti tekið virkan þátt í sam- félaginu. Ég veit að krakkarnir í mót- tökudeildarskólunum eru alveg sam- mála mér um að setja íslenskunámið í öndvegi. Mörg þeirra finna mjög til með foreldrum sínum sem oft hafa ekki náð tökum á tungumálinu.“ Friðbjörg tekur fram að mikill áhugi sé á því að leggja alls kyns kannanir fyrir fólk af erlendum upp- runa á Íslandi. „Þótt þessi áhugi sé jákvæður eru ýmsar hættur fyrir hendi, t.d. í tengslum við alhæfingar út frá litlu úrtaki og brot á persónu- vernd. Við verðum að tryggja að aldr- ei sé hægt að rekja persónulegar upplýsingar til ákveðinna einstak- linga í gegnum þjóðerni eða annars konar flokkunaraðferðir.“ Ekki nógu mikið heimanám „Foreldrar erlendra nemenda kvarta mest yfir því að nemendurnir séu ekki látnir læra nógu mikið heima,“ segir Friðbjörg og bætir við að margir þessara foreldra séu vanir mun meira heimanámi í sínum upp- runalöndum. „Önnur ástæða felst væntanlega í því að oft hafa fjölskyld- urnar úr litlu að spila og því er mörg- um erlendum foreldrum sérstaklega umhugað um menntun barnanna sinna. Einhverjir reyna þó að koma þeim sem fyrst út á vinnumarkaðinn. Ein leið til að mæta óskum um meira heimanám er að bæta úrval námsefn- is til að nemendurnir geti unnið meira af sjálfstæðum verkefnum heima hjá sér, í tölvuverum og á bókasöfnum, t.d. með aðstoð gagn- virkrar tölvutækni. Námsefni af þessu tagi gæti líka gagnast fjöl- mörgum fullorðnum af erlendum uppruna. Við verðum að fara að huga betur að þessum þætti og sérstaklega námsefni í framburði, t.d. væri áhugavert að einangra sérstaklega hvaða hljóð fólk frá einstökum svæð- um á erfitt með að bera fram til að hægt sé að æfa þau sérstaklega.“ „Ég á mér draum,“ segir Friðbjörg að lokum. „Draum um að hægt verði að virkja almenning með sama hætti og gert hefur verið við móttöku flóttamanna undanfarin ár. Að al- menningur átti sig á því hversu mik- ilvægur hann er í tengslum við aðlög- un barna og unglinga af erlendum uppruna. Börnin séu boðin velkomin inn á íslensk heimili og fái heimsókn- ir. Það skiptir sköpum því að þá upp- lifa þau að þau tilheyri samfélaginu á sínum forsendum og séu samþykktir meðlimir þess.“ Nhung Nguyen, Saywak Sahadeo, Dhani Rachmadani, John Limson og Erwin Bacolod hlusta athugul á Guðrúnu Halldórsdóttur kennara. Phuong Thi Duong (Sara), 14 ára, fluttist með foreldrum sínum frá Víetnam til Íslands í janúar í fyrra. Tvítugur bróðir hennar býr enn í Víetnam. „Pabbi og mamma komu til Íslands til að vinna. Í þorpinu okkar í Víetnam er enga vinnu að fá. Lífsskilyrði fólks eru miklu betri á Íslandi. Ég er líka mjög ánægð í Breiðholts- skóla. Mér finnst gaman að læra íslensku. Eftir skóla læri ég yfirleitt í 2–3 klukku- tíma heima. Ég er líka stundum með vinkonum mínum. Bestu vinkonur mínar eru Amalía frá Víetnam og Hafsteina frá Íslandi,“ segir Phuong Thi. Skuggi færist yfir andlitið þegar hún er spurð að því hvort hún ætli að eiga heima á Íslandi í framtíðinni. „Pabbi og mamma voru kærð fyrir að vinna ólöglega á Íslandi og eiga því á hættu að vera vísað úr landi. Ég óska þess heitast af öllu að þau fái að vera áfram á Íslandi. En ef þeim verður vísað úr landi er hugsanlegt að ég verði ættleidd af Íslendingum til að ég fái að vera hér áfram.“ Engin vinna í þorpinu Kushu Gurung, 13 ára, bjó í Katmandú í Nepal fram til loka nóvember sl. „Katmandú og Reykjavík eru ólíkar borgir. Sumt er betra í Katmandú, t.d. er borgin gróðursælli en Reykjavík. Annað er ekki eins gott, t.d. fólksmergðin og hávaðinn í Katmandú. Reykjavík er bæði öruggari og rólegri borg.“Þegar Kushu er hrósað fyrir hvað hún talar góða ensku segist hún hafa gengið í einkaskóla í Katmandú frá tveggja ára aldri. „Við töluðum alltaf ensku í skólanum nema í sérstökum tímum í nepölsku. Kenn- ararnir slógu stundum krakkana ef þeir höguðu sér ekki nógu vel – annaðhvort með hendinni beint í andlitið eða kennaraprikinu einhvers staðar í líkamann. Kennararnir í Breiðholtsskóla eru góðir og slá aldrei nemendur sína.“ Foreldrar Kushu fluttu hingað á undan henni og systkinum hennar. „Pabbi flutti til Íslands fyrir fjórum árum og mamma fyrir þremur árum. Ég og tvö yngri systkini mín bjuggum hjá móðursystur minni þangað til við komum hingað með vini pabba í lok nóvember. Þegar við komum til Íslands voru pabbi og mamma búin að kaupa íbúð í Breiðholti. Þau sýndu okkur merka staði í Reykjavík og nágrenni. Hvar við ættum eftir að eiga heima og hvert við myndum ganga í skóla. Mánuði seinna fluttum við í nýju íbúðina og ég byrjaði í Breiðholtsskóla. Fyrsta mánuðinn var ég mest í móttökudeildinni og svo fór ég að sækja tíma með bekknum mínum. Besta vinkona mín er íslensk og heitir Katla. Ég á líka vinkonur frá Póllandi, Kína og Víetnam. Í frítíma mínum hjálpa ég til heima, hlusta á tónlist eða fer í körfubolta með vinum mínum. Mér finnst gott að búa á Íslandi þó að ég sé ekki enn ákveðin í því hvort að ég ætla að búa hér áfram. Ég sakna margs frá Nepal – sérstaklega stórfjölskyldunnar og vinanna. Ég myndi gjarnan vilja hjálpa fátæku fólki þegar ég er orðin stór, t.d. í Nepal. Þar eru margir mjög fátækir og sumar konur þurfa að þvo fötin af fólkinu í fjölskyldunni í útilaugum alveg eins og íslenskar konur gerðu í þvottalaugunum í Laugardal í gamla daga.“ Frá Katmandú til Reykjavíkur Liya Yirga Behaga, 12 ára, kvaddi foreldra sína og sex bræður í Eþíópíu til að flytja til 28 ára systur sinnar á Íslandi um mánaðamótin september og október sl. Núna býr hún með systur sinni við Bergstaðastræti og stundar nám í Austurbæjarskóla. Hvers vegna fluttuð þið systurnar til Íslands, Liya? „Við áttum heima í höfuðborg- inni Addis Abeba. Við hliðina á okkur bjó íslenskur kristniboði – Guðlaugur Gíslason. Hann sagði okkur allt um Ísland. Ég vildi koma hingað til að fá tækifæri til að læra,“ segir Liya á skýrri íslensku þótt hún hafi aðeins búið í hálft ár á Íslandi. „Austurbæjarskóli er góður skóli. Ég er búin að eignast marga vini hérna. Besta vinkona mín heitir Halla. Hún er mjög fín stelpa. Námið er skemmtilegt – og íslensk- an ekkert erfið. Helstu áhugamál mín eru íþróttir – fótbolti og hlaup,“ segir Liya og viðurkennir feimnislega að ýmislegt sé ólíkt með Íslendingum og Eþíópíubúum. „Ís- lendingar góðir. Samt binst fólk sterkari vináttuböndum í Eþíópíu. Fólk hjálpast að við að byggja húsin sín og svoleiðis.“ Saknar þú Eþíópíu. „Já, stundum. Næsta sumar fer ég í heimsókn til pabba, mömmu og bræðra minna en svo kem ég aftur – til Íslands.“ Sterk vinabönd í Eþíópíu Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvað þýðir „uppáhalds“, kennari? Guðrún Halldórsdóttir spyr á móti: Hver er uppáhalds vinur ykkar, fótboltamaður, kvikmynd? Þau (fv.) Earl Gringo Bacolod, Ennis Bacolod, Nhung Nguyen, Saywak Sahadeo, Dhani Rachmadani og John Limson svara hvert í kapp við annað, nefna vini sína, Harry Potter, Beckham og Eið Smára. Hvað með Alan Shearer? spyr Guðrún. Krökkunum bregður í brún. Hefur kennarinn áhuga á fótbolta? ago@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.