Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 B 13 bíó H VERGI í Afríku er byggð á sjálfsævisögulegri skáld- sögu Stefanie Zweig, sem nú er sjötug að aldri. En þegar hún var sex ára varð hún að flýja með foreldrum sínum frá Þýskalandi til Kenýa undan ofsókn- um gegn gyðingum. Þetta var árið 1938. Faðir hennar var lögfræðingur og embættismaður sem í nýju og ókunnu landi varð að vinna fyrir fjöl- skyldunni sem ráðsmaður á af- skekktum búgarði á miðbaug í 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Með vinnu sinni gat hann með naumind- um staðið straum af skólagöngu dóttur sinnar, en árið 1944 gekk hann í breska herinn sem gerði hon- um og fjölskyldunni kleift að snúa aftur til Þýskalands árið 1947. Þar blasti við þeim viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar, rústir, hungursneyð, fá- tækt og örvænting. Stefanie, sem barn að aldri hafði tileinkað sér tungu og lífshætti í Afríku, gat nú hvorki lesið né skrifað móðurmál sitt og átti í miklum erfiðleikum við að aðlaga sig að nýju. En henni tókst það smám saman og eftir að hafa lok- ið skólagöngu gerðist hún blaðamað- ur við málgagn gyðinga og gegndi síðan ýmsum ábyrgðarstörfum við önnur blöð. Þekktust er hún þó fyrir sjálfsævisögulegar skáldsögur sínar, Hvergi í Afríku og Einhvers staðar í Þýskalandi sem báðar urðu metsölu- bækur. Caroline Link, leikstjóri Hvergi í Afríku, leggur í handriti sínu mesta áherslu á samband foreldranna og ást þeirra við erfiðar aðstæður. Í sögunni og myndinni heita foreldrar Zweigs Walter og Jettel Redrich og sjálf heitir hún Regina. Í hinum nýju og framandi heimkynnum, þar sem þægilegt millistéttarlíf þeirra í föð- urlandinu er víðsfjarri, brýnir Walt- er eiginkonu og dóttur til að sætta sig við hlutskiptið því allt sé í raun- inni skárra en ofsóknirnar sem steyptu þeim á flótta. Jettel saknar hins vegar þýskrar siðmenningar og lífshátta. Regina er eini fjölskyldu- meðlimurinn sem fellur strax inn í nýja umhverfið og eignast fljótt vini í kokkinum Owour og börnum í grannþorpinu. En níu árum seinna þegar Walter vill fara aftur heim og hefja að nýju störf sem lögmaður hefur blaðið snúist við; nú er það Jettel sem ekki vill yfirgefa Afríku. „Ást þeirra villist af leið og þau þurfa að finna hana að nýju,“ segir Link. Hún segir að þótt Zweig segi sög- una frá sjónarhóli Reginu, þ.e. í raun eigin sjónarhóli, þyki sér persóna móðurinnar áhugaverðust. „Ekki síst þróun hennar til sjálfstæðrar og þroskaðrar konu, sem ekki aðeins verður að endurmeta eigin stöðu og forgangsröð í lífinu heldur einnig samband sitt við fjölskyldu sína.“ Í hlutverkum foreldranna eru reyndir og margverðlaunaðir leikar- ar, Juliane Köhler og Merab Nin- idze. Myndin er tekin á sömu slóðum og sagan gerist á í Kenýa. Link og framleiðendur hennar tóku ákvörð- un um að styðjast við rétt umhverfi í stað þess að nýta auðveldari kosti eins og að taka myndina í Suður-Afr- íku þar sem skilyrði, reynsla og þekking á kvikmyndagerð eru mun meiri. „Erfið skilyrði eru ekki gild ástæða fyrir því að fórna trúverðug- leika. Það hefði t.d. ekki verið gott að láta Zulumann leika Masaia eða öf- ugt. Þessi atriði verða að vera sönn vegna þess að fólkið tjáir uppruna sinn og ljær myndinni sérstakt and- rúm og tilfinningu fyrir umhverfinu. Við lögðum mikla áherslu á að allt væri sem réttast í umhverfis- og mannlífslýsingum, t.d. varðandi klæðnað, trúarathafnir og hefðir.“ Link kveðst hafa orðið fyrir mikl- um áhrifum af Kenýa. „Sérstaklega landslaginu. Víðáttunum, fjölbreyti- leika náttúrunnar. Tökustaðirnir voru næstum allir norður af Nairobi, fjarri ferðamannastöðum. Landslag- ið breytist gífurlega, allt frá frjósöm- um grænum kaffi- og teræktarlend- um og skógum til hrjóstrugra steppa, vatnasvæða, hæða og stór- fenglegra dala. Og svo eru ótrúlega ljótar borgir, niðurnídd þorp, ólýs- anleg fátækt. Þegar við komum fyrst til landsins höfðu þurrkar staðið í þrjú ár með skelfilegum afleiðingum. En þrátt fyrir allt var fólkið svo vin- gjarnlegt, hláturmilt og lífsglatt. Það hafði mikil áhrif á mig.“ Hún segist hafa reynt að gæta sín á að láta ekki tilkomumikið lands- lagið yfirgnæfa söguna. „Þegar allt kemur til alls fjallar hún ekki um stórfenglega ævintýraferð til para- dísar. Ég vildi að áhorfandinn yrði smátt og smátt ástfanginn af þessum framandi heimi, rétt eins og sögu- hetjurnar. Og í upphafi er þessi heimur rykugur, óaðlaðandi og erf- iður.“ Hvergi í Afríku er önnur bíómynd Caroline Link sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna og það telst góður árangur 38 ára gamals leikstjóra sem aðeins hefur gert þrjár bíó- myndir í fullri lengd og hóf feril sinn sem lærlingur í Bavariakvikmynda- verinu. Í raun hafa Þjóðverjar átt fjórar Óskarstilnefndar myndir frá sameiningunni 1990 og af þeim á Caroline Link tvær. Sú fyrri var frumraunin Handan þagnarinnar eða Jenseits der Stille, sem Link hóf tökur á 1995 eftir að hafa kynnt sér viðfangsefnið, samband heyrnar- lausra hjóna og tónlistargáfaðs barns þeirra, í þrjú ár. Handan þagnarinnar hreppti Óskarstilnefn- ingu 1998 og fékk fjölda annarra verðlauna og sama gilti um næstu mynd, Annalouise og Anton (1999), barnamynd sem byggð var á sögu eftir Erich Käster. Og ekki hefur Hvergi í Afríku látið sitt eftir liggja. Myndin sópaði m.a. til sín þýsku kvikmyndaverðlaununum 2002 og hefur nú bætt þeirri rós í hnappagat- ið sem Óskarsverðlaunin eru. Alls staðar og hvergi er Óskarinn „Ég vildi að áhorfandinn yrði smátt og smátt ástfanginn af þessum framandi heimi, rétt eins og söguhetjurnar,“ segir Caroline Link, leikstjóri Hvergi í Afríku eða Nirgendwo in Afrika, sem notið hefur meiri viðurkenningar og vinsælda en flestar þýskar myndir undanfarin ár og hreppti Óskarsverðlaunin á sunnudag sem besta erlenda myndin. Árni Þórarinsson fjallar um sanna sögu af dramatískum átökum fólks og umhverfis, en myndin er frumsýnd hérlendis um helgina. Regina aðlagast fljótt: Lea Kurka leikur hana unga, en Karoline Eckertz eldri. Togstreita hjóna í nýju umhverfi: Merab Nin- idze og Juliane Köhler í hlutverkum sínum í Hvergi í Afríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.