Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Partur - Spyrnan - Lyftarar Eldshöfða 10 - 110 Reykjavík - Símar 585 2500 og 567 8757 KENNAMETAL DAEWOO lyftarar fleygar - krabbar - klippur o.fl. borbúnaður blöð og fræsitennur Notaðir lyftarar á lager - Viðgerðarþjónusta Varahlutir í flestar gerðir lyftara Fjaðrir og loftpúðar í vörubíla, sendibíla og jeppa „ÉG KEYPTI fyrsta Volvo-bílinn, Volvo Amazon, árið 1965 og átti hann nú ekki lengi. Ég var 29 ára og hafði átt nokkra bíla áður. Ég vann þá hjá Samvinnutryggingum. Ári seinna flutti Sambandið inn nokkra Chevrolet Acadian, sem var kanadísk útfærsla á Chevrolet Chevy 2. Þetta var ’65-árgerðin og höfðu bílarnir verið framleiddir árið áður en þeir voru fluttir inn og voru þeir á mjög góðu verði. Það fengu þá víst færri en vildu, en Hjalti heit- inn Pálsson, framkvæmdastjóri Véladeildar SÍS á þeim tíma, lét mig hafa bílinn. Ég átti þennan bíl í fimm ár og líkaði ágætlega við hann nema hvað það var endalaust tíst og skrölt í bílnum. Þetta fór mjög í taugarnar á mér. Í Amazon-bílnum hafði aldrei heyrst neitt. Svo ég keypti Volvo 144 árið 1971 og síðan er ég búinn að vera á Volvo.“ Hvers vegna alltaf Volvo? „Ástæðan er einfaldlega sú að þetta eru mjög góðir bílar. Ég alltaf látið þá í eftirlit sem verksmiðjan mælir með. Það er margt sem vinnst við þetta; það eru mun minni líkur á því að það komi upp óvæntar bilanir, í öðru lagi, eftir að ábyrgðin rennur út, sem er þrjú ár núna, er áfram ábyrgð á vissum hlutum í bílnum. Ef til dæmis ákveðinn hlut- ur í bílnum hefur 100.000 km líf- tíma en eyðileggst eftir 50.000 km, borga ég 50% af kostnaðinum en verksmiðjurnar afganginn. Það hefur þó ekki reynt á þetta hjá mér. Í þriðja lagi er mun betri endursala í bílum, sem hafa hlotið reglubundna þjónustu, sem aftur þýðir fljótari endursölu og hærra verð. Endur- söluverð á öllum mínum Volvo bíl- um hefur alltaf verið mjög gott. Þjónustuskoðanir eru ekki gefnar og kosta sitt en mér hefur fundist borga sig að notfæra mér þær. Ég hef yfirleitt átt mína bíla í þrjú ár. Tvo átti ég þó í fimm ár og tvo í tvö og hálft ár. Ég er ekki alveg laus við bíladelluna enn, þótt kominn sé af léttasta skeiði og í seinni tíð, þegar það koma nýjar gerðir, er freistandi að endurnýja,“ segir Bjarni. Hann segir að það hafi verið mjög góð reynsla af Volvo-bílunum sínum og bilanatíðnin hafi verið í lágmarki. Einungis smávægilegar bilanir hafi komið upp, en þó aðallega eitthvað tengt eðlilegri endurnýjun. „Ég skipti fyrst við Velti 1965 en síðan eignaðist Brimborg umboðið 1988. Ég hef alltaf átt góð viðskipti við Jóhann Jóhannsson forstjóra og Ólaf Friðsteinsson sölumann en þessa ágætu menn hef ég þekkt lengi, Ólaf í 35 ár og Jóhann síðan árið 1979. Síðast en ekki síst er þjónustan á verkstæðinu alveg frá- bær. Þar er í forsvari Hjörtur Haf- liðason. Ég býst við að einhverjir komist jafnfætis þeim í þeim efnum en afar ótrúlegt finnst mér að nokk- ur muni gera eða geta gert betur.“ Þú munt þá líklega ekki skipta um bíltegund á næstunni?„Nei, ég hef engar fyrirætlanir um það. Volvo er mitt merki af gefnu tilefni. Ég veit ekki hvort eigi að kalla þetta vörumerkjatryggð. Málið er einfald- lega það að þetta eru góðir bílar sem er gott að aka, bilanatíðnin er lág og þjónustan er góð. Það hefur aldrei hvarflað að mér að skipta um bíltegund síðan árið 1971 og mun ég ekki gera það hér eftir, nema þá að ég verði galinn eða þá Jóhann for- stjóri.“ Volvo-floti Bjarna í gegnum tíðina er eftirfarandi: Volvo Amazon, tveir Volvo 144, fjórir Volvo 244, Volvo 740, Volvo 760, tveir Volvo 850, tveir Volvo XC70 og núna er hann að fá XC90. Seinni Volvo 850 sér- pantaði hann og alla bílana sem hann hefur átt síðan. „Mér finnst bílarnir alltaf hafa verið að batna, enda fleygir tækninni fram. Cross Country- bílarnir voru alveg frábærir, en nýi XC90 er betri. Það kveikti í mér þegar hann kom og ég lét verða af því að skipta,“ segir Bjarni. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Bjarni Pétursson við XC90, fjórtánda Volvo-inn sem hann eignast. Volvo er merkið mitt 14. Volvo-inn er XC90 Bjarni Pétursson, deild- arstjóri hjá trygginga- félaginu Sjóvá-Almennum, hefur verið aðdáandi Volvo-bifreiða allt frá því snemma á sjöunda ára- tugnum. Hann er núna að fá í hendur sinn fjórtánda Volvo, nýja sportjeppann glæsilega XC90. gugu@mbl.is FRAMLEIÐSLA á Mazda RX-8- sportbílnum er hafin í Ujina-verk- smiðjunni í Hiroshima í Japan. Fyrstu bílarnir fóru á markað í Jap- an í byrjun þessa mánaðar og um miðjan marsmánuð á markað í Bandaríkjunum. Til Evrópu koma fyrstu bílarnir um miðjan apríl og standa vonir til að hægt verði að fá bíla hingað til lands seint á árinu. Bíllinn var fyrst kynntur sem hug- myndabíll á bílasýningunni í Tókýó fyrir tveimur árum. Þetta er fjög- urra manna sportbíll með afar óvenjulegri og glæsilegri hönnun. Óvenjulegt er með sportbíla af þessu tagi að þeir taki fjóra full- orðna í sæti. Mazda lofar aksturseig- inleikum sem eigi ekki sinn líka. Leysir af hólmi RX-7 Mazda hefur lagt sig í líma und- anfarið við að ná sömu stöðu og merkið var áður í. Stórstígar fram- farir urðu þegar Mazda 6 var kynnt- ur til sögunnar og á þessu ári bætast tveir nýir bílar í hópinn, þ.e. Mazda 2 og Mazda 3. Mest spennandi af þessum bílum er þó óneitanlega RX-8. Hann leysir af hólmi RX-7, sem kom fyrst á markað 1978 og verið framleiddur í fjórum kynslóð- um. Það sem gerði RX-7 frábrugðinn öllum öðrum sportbílum var vélin. Þetta var svokallaður Wankel-mót- or, sem heitir í höfuðið á Þjóðverj- anum Felix Wankel, sem þróaði fyrstur manna vél af þessu tagi á fjórða áratugnum. Vélin byggist á allt annarri tækni en hefðbundin vél með strokkum. Í stað stimplanna sem hreyfast upp og niður í strokk- unum er wankel-vélin með þrí- hyrnda snældu inni í egglaga bruna- rými. Snældan skiptir brunarýminu upp í þrjú hólf og þar á sér stað þjöppun, bruni og útsog. Kostir Wankel-vélarinnar eru smæð henn- ar og hún er líka léttari og afkasta- meiri en hefðbundin stimpilvél. Auk þess er titringur frá henni minni. Mazda er eini bílframleiðandinn sem í seinni tíð hefur þróað og notað Wankel-vél í fjöldaframleiddan bíl. Í RX-7 var vélin með tveimur for- þjöppum og þótt slagrýmið væri ein- ungis 1.308 rúmsentimetrar skilaði vélin heilum 280 hestöflum. RX-8 er með sömu stærð Wankel-vélar en án forþjöppu. Vélin er mikið breytt og er bæði eyðslugrennri og umhverf- isvænni en fyrri vél og uppfyllir Euro4 mengunarstaðalinn. Þótt engin forþjappa sé í nýju vél- inni framleiðir hún engu að síður 250 hestöfl við 8.500 snúninga á mínútu. Hröðun bílsins er sögð 6,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km og hámarks- hraðinn 250 km/klst. Hámarkstog er 220 Nm við 7.500 snúninga á mínútu. Enginn b-póstur Bíllinn er með fjórum dyrum sem er óvanalegt á sportbíl af þessu tagi. Afturdyrnar eru litlar og opnast á móti akstursstefnunni og enginn b-póstur er milli fram- og aftur- hurða sem gerir aðgengi að sætun- um mun þægilegra en ella. Bíllinn er á átján tommu hjólum sem eru höfð á ystu brúnum og það er sportlegur blær yfir tækinu. Bíllinn verður boðinn með sex gíra handskiptum kassa og fimm þrepa sjálfskiptingu, með og án handskiptivals. Í Bandaríkjunum mun ódýrasta útgáfan kosta nálægt 25.000 dollurum, tæpar tvær millj- ónir króna. Hér á landi verður verð- ið þó öllu hærra. Hann fellur þó í lægrivörugjaldsflokk, 30%, vegna smæðar vélarinnar. Mazda RX-8 til Íslands á árinu Einn af mest spennandi bílum frá Mazda er kominn á markað í Japan og væntanlegur hingað seint á árinu. Þetta er RX-8, óvenjulega hannaður og með Wankel-vél. Wankel-vélin er 1.308 rúmsentimetr- ar en skilar 250 hestöflum. Bíll nr. 1 rann af færibandinu í síðasta mánuði í Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.