Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.2003, Blaðsíða 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B MÁNUDAGUR 14. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ EKKERT verður leikið í úrslitakeppni karla eða kvenna á Íslandsmótinu í handknattleik næstu tíu dagana. Karlarnir hefja undanúrslitin á sumardag- inn fyrsta, 24. apríl, en þá leika Valur og ÍR að Hlíð- arenda og Haukar mæta KA á Ásvöllum. Liðin mæt- ast aftur 27. apríl og síðan 29. ef oddaleiki þarf. Ástæðan fyrir þessu hléi er sú að 20-ára landslið karla tekur þátt í undankeppni HM í Búlgaríu um páskana og þar eru innanborðs lykilmenn úr lið- unum, svo sem Einar Hólmgeirsson úr ÍR, Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum og Arnór Atlason úr KA. Hlé er á kvennakeppninni af sömu ástæðu en 20- ára landslið kvenna spilar í undankeppni HM í Serb- íu-Svartfjallalandi um páskana. Fyrsti úrslitaleikur ÍBV og Hauka um titilinn verður í Eyjum laugardag- inn 26. apríl. Frí í handbolt- anum til sumar- dagsins fyrsta Morgunblaðið/Þorkell Ásgeir Örn Hallgrímsson SAMNINGUR Heimis Rík- harðssonar þjálfara Fram- ara rann út eftir ósigurinn á móti Haukum í gær en í samtali við Morgunblaðið sagði Heimir að hafnar væru viðræður um nýjan samning. „Ég er tilbúinn til að halda áfram og ef það verð- ur raunin vona ég að við höldum þeim mannskap sem við erum með í dag en miss- um ekki frá okkur menn eins og undanfarin ár. Það er erfitt að þurfa á hverju ári að púsla saman nýju liði og það háði okkur framan af tímabilinu,“ sagði Heimir. Heimir í viðræðum við Framara Morgunblaðið/Golli Heimir Ríkharðs- son, þjálfari Fram.  CIUDAD Real vann öruggan úti- sigur á Valencia, 27:18, í spænsku 1. deildinni í handknattleik á laugar- daginn. Rúnar Sigtryggsson lék með Ciudad en skoraði ekki. Urios skoraði 7 mörk og Dusjebaev 6. Ciudad er nú þremur stigum á eftir toppliði Barcelona sem tapaði óvænt fyrir Valladolid, 35:31.  EINAR Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim tap- aði, 25:20, fyrir Essen í undanúrslit- um þýsku bikarkeppninnar í hand- knattleik á laugardaginn. Guðjón Valur Sigurðsson og Patrekur Jó- hannsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Essen í leiknum.  HLYNUR Jóhannesson og félagar í Stord steinlágu fyrir Sandefjord, 41:21, í síðari undanúrslitaleik lið- anna í keppninni um norska meist- aratitilinn í handknattleik í gær. Fyrir leikinn var staða Stordmanna nánast vonlaus því þeir töpuðu fyrri leiknum á heimavelli, 20:33. En þeir höfnuðu þó í 3.–4. sæti og tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni.  ÞAÐ verður Stavanger sem mæt- ir Sandefjord í úrslitunum um norska meistaratitilinn. Stavanger vann Runar öðru sinni í gær, 38:32 á heimavelli, en hafði unnið útileikinn 35:28. Kjetil Strand skoraði 11 mörk fyrir Stavanger en Frank Löke gerði 10 mörk fyrir Runar.  MAGNUS Wislander og félagar í Redbergslid völdu sér GUIF sem mótherja í átta liða úrslitunum um sænska meistaratitilinn í hand- knattleik. Í Svíþjóð er sá háttur hafður á að þrjú efstu liðin eftir síð- ari forkeppnina velja sér andstæð- ing. Val Redbergslid kom nokkuð á óvart því flestir reiknuðu með því að meistaraefnin vildu frekar spila gegn Tumba.  SÄVEHOF, sem sló Gróttu/KR út úr Evrópukeppninni í vetur, varð í öðru sæti og valdi að mæta Tumba og Drott valdi sér H 43 sem mót- herja. Fjórða einvígið verður á milli Ystad og Skövde.  KRISTJÁN Andrésson, sonur Andrésar Kristjánssonar, fyrrum landsliðsmanns úr Haukum, leikur með GUIF. Hann skoraði 4 mörk á laugardaginn þegar lið hans tapaði 24:19 í síðari leiknum við Hamm- arby um sæti í átta liða úrslitunum. GUIF var ekki í hættu því liðið hafði unnið fyrri leikinn með 10 marka mun.  ANJA Andersen, þekktasta hand- knattleikskona heims, er komin með lið sitt, Slagelse, í úrslit EHF-bik- ars kvenna en hún tók við þjálfun liðsins eftir að hún lagði skóna á hill- una. Slagelse tapaði fyrir Motor Zaporoshye, 28:23, í Úkraínu á laugardaginn en það gerði lítið til því danska liðið vann heimaleikinn með yfirburðum, 35:14, um fyrri helgi. FÓLK Haukarnir fóru hamförum í upp-hafi leiksins, skoruðu þá hvert markið öðru glæsilegra og sókn Stjörnunnar komst hvorki lönd né strönd gegn ógnvænlegri varnarlínu Hafnfirð- inga. Leiknum var enda lokið eftir tæpar 10 mínútur þegar Haukar höfðu sent boltann sex sinnum í mark Stjörnunnar án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Snemmbúið leikhlé Matthíasar Matthíassonar, þjálfara Stjörnunnar, hafði ekkert að segja fyrir Stjörnulið- ið og eftir 20 mínútna leik var staðan 2:11 og endanlega ljóst að þennan mun myndu Stjörnustúlkur aldrei vinna upp. „Við ræddum saman í leikhléinu, stöppuðum stálinu hver í aðra og ákváðum að spila eins og lið en ekki eins og einstaklingar, eins og við gerðum í hálfleiknum. Við gerðum okkur grein fyrir því að við ættum ekki mikla möguleika á að sigra en við ætluðum að ljúka þessu með sóma,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, að leikslok- um. Líklegt má telja að ræðuhöld þjálfaranna í leikhléinu hafi verið af sitthvorum toga enda skildu þá níu mörk liðin að, 7:16. Stjörnustúlkur komu með allt öðru hugarfari inná völlinn, vörnin færði sig framar, Brynja Steinsen, leikstjórnandi, var klippt út úr sóknarleik Haukanna og þær náðu að hægja verulega á hrað- anum í leiknum. Þetta skilaði þeim góðum árangri og þótt hann hafi ekki dugað þeim til að ógna Haukunum að neinu marki þá var mikið jafnræði með liðunum og virðast Haukar mega illa við að missa Brynju út úr sókn- arleik sínum. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður skiptu þjálfarar beggja liða inn nokkrum leikmönnum sem ekki hafa leikið mikið í vetur og skildu liðin sátt þegar flautað var. „Við komum inní þennan leik af fullum krafti. Okkar mat var það að við værum með sterkara lið og við ætluðum ekki að hleypa þeim að okk- ur,“ sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Hauka. „Ég lagði þetta upp þannig að það væri í okkar höndum að klára þetta núna og ekki eftir neinu að bíða með það. Við byrjuðum þetta af krafti og leyfðum þeim að finna það að það væri við ofurefli að etja. Það gekk eftir, við fengum fína vörn, keyrðum hraðaupphlaup á þær og bara stútuðum þeim í fyrri hálfleik. Leikurinn var búinn í fyrri hálfleik af því að við sýndum góð vinnubrögð.“ En seinni hálfleikurinn, þær breyta vörninni og meira jafnvægi kemst á leikinn? „Það er oft kúnst að halda einbeit- ingu, maður fær ekkert meira fyrir leikinn þótt hann vinnist stærra. Við leystum það ekki nógu vel þegar þær tóku Brynju út.“ Hvernig leggst það í þig að mæta ÍBV? „Þá mætast liðin sem hafa staðið sig best í vetur og það hlýtur að verða handboltaveisla. Við leggjum upp með það að vinna heimaleikina og svo verðum við að taka einn leik úti í Eyj- um, það er alveg ljóst,“ sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Hauka. Stjörnustúlkur eru sjálfsagt ekki sáttar við frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum gegn Haukum. Amela Hegic spilar stóra rullu í liðinu ásamt Jelenu Jovanovic markverði en fleiri leikmenn verða að vera tilbúnir og fá tækifæri til, að axla ábyrgð á leik liðsins. Miðað við frammistöðu Hauka í þessum tveimur leikjum gegn Stjörn- unni er ljóst að leikmenn liðsins stefna ekki á neitt annað en Íslands- meistaratitilinn. Nína K. Björnsdóttir fór illa með sína gömlu félaga í Stjörnunni og leikur sinn besta leik í langan tíma um þessar mundir, Hanna G. Stefánsdóttir með sinn óg- urlega hraða er sömuleiðis að leika frábærlega og varnarlega er erfitt að finna lið sem stenst Haukunum snún- ing. Þessar tvær, ásamt Lukresju Bokan, markverði léku best í liði Hauka. Haukar gerðu út um leikinn á tíu mínútum Skoruðu fyrstu sex mörkin HAUKASTÚLKUR sendu Stjörnuna í snemmbúið sumarfrí í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar kvenna í handknattleik á laugardag, þegar liðin mættust í Ásgarði í Garðabæ. Líkt og í fyrri leik liðanna þurftu Haukar ekki að hafa mikið fyrir sigrinum, mót- staða Stjörnunnar var mjög takmörkuð og eftir aðeins 10 mínútna leik var spurningin aðeins hve stór sigur Haukanna yrði. Átta mörk skildu liðin að þegar upp var staðið, Haukar skoruðu 24 mörk gegn 16 mörkum Stjörnunnar. Morgunblaðið/Kristinn Erna Halldórsdóttir, Nína Björnsdóttir, Harpa Melsted og Inga F. Tryggvadóttir, leikmenn Hauka. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Stúlkurnar úr ÍBV þurftu ekki aðspila nema á hálfum hraða þegar þær sóttu Valsstúlkur heim á Hlíð- arenda á laugardag. Leikurinn virtist að- eins formsatriði hjá deildarmeisturnum sem unnu fyrri leikinn með tíu mörk- um. Sigurinn var aldrei í hættu og lokastaðan varð 27:22 – einvígið fór því 2:0. Fyrstu mínúturnar voru hæg- ar og lítið var skorað. Eftir tíu mín- útur var staðan aðeins 2:2 og mikið hafði verið um mistök. Heimasæturn- ar í Val náðu aðeins að halda í pilsfald gestanna í um stundarfjórðung en þá komst Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði Eyjaliðsins, í gang og skoraði hún grimmt ásamt því að reka leikmenn sína áfram. Hægt og bítandi jókst því forystan og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik höfðu Eyjastúlk- ur náð fjögurra marka forskoti – í lok hálfleiks var svo munurinn kominn í sjö mörk, 8:15. Síðari hálfleikurinn var talsvert skemmtilegri en sá fyrri – allavega framan af. Meiri kraftur var í Vals- stúlkum og greinilegt að þær ætluðu ekki að gefa Eyjaliðinu sigurinn. En þrátt fyrir aukna baráttu heimaliðs- ins réðu þær ekkert við skyttur Eyja- liðsins. Úrslitin voru ráðin um miðjan hálfleikinn en þá höfðu gestirnir tíu marka forskot. Eftir það hægðist á leik ÍBV og fengu heimasæturnar tækifæri til að grynnka aðeins á mun- inum. Áður en flautað var til leiksloka höfðu þær náð forskoti gestanna nið- ur í fimm mörk, 22:27. „Þetta var alveg öruggur sigur og við gerðum út um leikinn strax í fyrri hálfleik. Vörnin hjá okkur var sterk og Vigdís stóð sig vel í markinu þann- ig að ég er virkilega ánægð með stelpurnar,“ sagði Unnur Sigmars- dóttir, þjálfari ÍBV. Áreynslu- laust Andri Karl skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.