Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NFRÉTTIR MIÐAÐ við þróunina er ekki óvar-
legt að áætla að við færum að út-
skrifa um 500 manns úr grunnnámi í
viðskiptagreinum ári,“ segir Agnar
Hansson, forseti viðskiptadeildar
Háskólans í Reykjavík. Hann telur
að í kjölfar fjölgunar viðskiptafræð-
inga verði mikilvægt fyrir íslenskt
menntakerfi að bjóða upp á fjöl-
breytt framhaldsnám við hæfi.
Síðastliðið haust voru um 2.700
manns skráðir í nám í viðskiptafræði
eða tengdum greinum hér á landi.
Ætla má að talan sé nálægt 3.000 ef
þeir sem nema erlendis eru teknir
með. Agnar segir að um 4.000 manns
í landinu séu með viðskiptatengda
menntun.
Hann segist telja líklegt að í vor
útskrifist á fjórða hundrað manns úr
viðskiptanámi en að talan verði nær
500 áður en langt um líður.
„Við þurfum að búa okkur undir
þessa þróun. Ég geri ráð fyrir að Há-
skólinn í Reykjavík þurfi að geta tek-
ið við 100–150 nemendum í meistara-
nám í viðskiptafræði árlega þegar
maður horfir á 3–5 ár fram í tímann.
Við erum að fjölga leiðum í fram-
haldsnámi og ég er í engum vafa um
að það sama er að gerast í Háskóla
Íslands. Ef við segjum að af þessum
500 manns fari 300 í framhaldsnám
þá er líklegt að um 100 þeirra fari til
útlanda. Eftir standa um 200 ein-
staklingar, bara úr hópi þeirra sem
eru með grunnmenntun í viðskipta-
fræði og vilja halda áfram í námi.
Það er óhemju mikilvægt að
stjórnvöld og háskólarnir séu sam-
taka í að gera það mögulegt fyrir
þetta fólk að hafa alvöru valkosti.
Það eru ekki alvöru valkostur að
bjóða upp á einn skóla.“
Hættum að slást
Samkvæmt tölum um fjölda nem-
enda í viðskiptanámi á þessu skóla-
ári varð mest fjölgun í framhalds-
nám. Agnar segir að þeir sem sæki í
framhaldsnám í viðskiptum séu úr
öllum stéttum og hafi ekki endilega
viðskiptamenntun að baki.
„Ég myndi telja líklegt að ef við
höfum 200 manns með menntum í
viðskiptafræði sem vilja fara í fram-
haldsnám hér á landi þá séu 100 til
viðbótar með annars konar menntun
sem myndu vilja fara í framhalds-
nám í viðskiptafræðum.
Við þurfum að setja kraftana í
þennan undirbúning frekar en að
eyða þeim í áð slást við hvort annað.
Ég er sannfærður um að með því að
halda áfram að fókusera á menntun
og styrkja betur tengslin milli
menntastofnana, atvinnulífsins og
stjórnvalda þá náum við árangri.
Þetta er komið langt út fyrir það
að vera málefnalegt þegar rektor
Háskóla Íslands mætir í mennta-
málaráðuneytið með drög að frum-
varpi sem á að skilgreina HÍ sem
eina rannsóknarháskólinn á Íslandi.
Þetta er bara eins og að segja að
Innkaupastofnun ríkisins eigi að
vera eini innflytjandinn í landinu.“
BS-gráðan stendur fyrir sínu
Spurður að því hvort hann telji að
BS-gráða í viðskiptafræði hafi minna
gildi nú en áður segist hann ekki
telja svo vera. Hins vegar sé hún alls
engin ávísun á æðstu stöður. „Auð-
vitað munu verða einstaklingar sem
ná langt þó þeir hafi enga menntun.
Ég held að viðskiptafræðimenntun
sé mjög góð menntun vegna þess að
hún er svo breið. BS-gráða í við-
skiptafræði stendur alltaf fyrir sínu
en afleiðingin af aukinni ásókn í
framhaldsnám verður hins vegar sú
að þrýstingur verður meiri. Hún
mun líklega ekki gilda áfram sem
gjaldmiðill í æðstu stjórnunarstöð-
ur.“
Að mati Agnars er íslenskt at-
vinnulíf að verða móttækilegra fyrir
mikilvægi menntunar en áður. „Það
hefur í gegnum tíðina verið mikil
fjölskyldupólitík í fyrirtækjum á Ís-
landi. Menn fá stöður út á það hverj-
ir þeir eru en ekki út á hvað þeir
geta. Þetta er að breytast. Áður voru
kannski tveir háskólamenntaðir
menn hjá hverju fyrirtæki. Nú erum
við komin með miklu menntaðri yf-
irmenn en áður var og það fólk vill
hafa menntað fólk með sér í liði.“
Hann segir þó vert að velta því
fyrir sér hvort eftirspurn sé til stað-
ar eftir öllu þessu viðskiptamennt-
aða fólki og skoða hvaða áhrif þessi
mikla ásókn í viðskiptanám hefur á
fyrirtækin í landinu. „Við þurfum að
velta því fyrir okkur hvaða áhrif
þessi þróun mun hafa á það starfs-
fólk sem fyrir er í fyrirtækjunum.“
Lágt hlutfall
Háskólamenntað fólk á Íslandi er
rúmlega 17,5% af vinnumarkaðnum.
Agnar segir það hlutfall vera 4%
undir meðaltali á Norðurlöndum. „Í
Danmörku er þessi tala 18,5% og á
hinum Norðurlöndunum er hún vel
yfir 20%. Í Finnlandi eru til dæmis
24,5% fólks á vinnumarkaði með há-
skólapróf. Til að ná meðaltali Norð-
urlandanna vantar í raun 12.000 ein-
staklinga í hóp háskólamenntaðra.“
Í frumkvöðlaskýrslu sem kynnt
var á dögunum kom í ljós að þátttaka
í stofnun nýrra fyrirtækja er hæst á
Íslandi meðal allra Vestur- Evrópu-
landa. „Árangurinn sem við erum að
ná út úr fyrirtækjunum er ekkert
sérstakur. Ef menntunarstigið væri
hærra og þessi frumkvöðlaandi væri
til staðar væri líklegra að við gætum
gert meira en nú. Menn geta til
dæmis hugsað sér hver staðan væri
ef við hefðum 10 þúsund verk- og
tæknifræðinga til viðbótar og
10% af þeim væru frumkvöðlar.
Við eigum að gera allt sem við getum
til að fá atvinnulífið og stjórnvöld til
að taka meiri þátt í uppbyggingu
menntunar,“ segir Agnar.
Skólar fyrir sjálfa sig?
Agnar segir stuðningi við frum-
kvöðlastarfsemi verulega ábótavant
hér á landi. Háskólinn í Reykjavík
hefur lagt áherslu á frumkvöðla-
kennslu en Agnar telur að kenna
þurfi frumkvöðlafræði á fleiri skóla-
stigum. „Ef við styðjum við frum-
kvöðlastarfsemi mun það leiða til
þess að einhverjir frumkvöðlanna
muni ramba inn á þá leið sem kemur
til með að hafa verulega áhrif á það
hvernig framleiðsla okkar er saman-
sett. Menntun til að undirbúa fólk til
að takast á við fyrirtækjarekstur er í
algjöru lágmarki hérlendis. Skiln-
ingur á því í skólakerfinu er varla til
staðar.“
Háskólinn í Reykjavík leggur
mikla áherslu á tengsl við atvinnu-
lífið, að sögn Agnars. „Ef þú skoðar
annars vegar bandaríska háskóla og
hins vegar evrópska háskóla þá sést
gjörólíkt umhverfi. Bandarískir há-
skólar eru margir afar virkir í um-
hverfinu í kringum sig. Öll þessi
tækniþróun og nýsköpun sem á sér
stað er beintengd inn í háskólana.
Stundum veltir maður því fyrir sér
hvort þessir gamalgrónu skólar í
Evrópu eru til fyrir sig eða fyrir
þjóðfélagið.
Ástæðan fyrir því að bandaríska
skólakerfið hefur geyst fram úr öðr-
um er kannski sú að það hefur skilið
betur tilgang sinn í þjóðfélaginu. Það
er sama hvaða mælikvarði er notað-
ur, Bandaríkjamenn hafa tekið af-
gerandi forystu í þessum efnum. Þar
eru stærstu og virtustu skólarnir.
Við sjáum það í löndunum í kringum
okkur að háskólarnir hafa verið að
loka sig inn í fílabeinsturni.“
Munaðarlaust fjármagn
Í frumkvöðlaskýrslunni sem nýlega
var kynnt í Háskólanum í Reykjavík
var sérstaklega vikið að fjármögnun
nýsköpunar- og frumkvöðlaverk-
efna. „Fjármagnið sem kemur inn í
frumkvöðlastarfsemi á Íslandi kem-
ur að stærstum hluta frá vinum og
vandamönnum, ef þannig má að orði
komast, en ekki frá skipulögðum
fjárfestingarsjóðum. Okkur þykir
líklegt, án þess að við höfum beinlín-
is upplýsingar um það, að stór hluti
af þessu fjármagni komi frá yfir-
dráttarheimildum í bönkum. Slíkar
heimildir eru auðvitað ekki hannaðar
til þess að styðja við frumkvöðla-
starfsemi og þar með er engin þjón-
usta veitt í kringum þær til að styðja
við bakið á frumkvöðlunum.“
Agnar segir það ekki endilega
slæmt að fólk skuli ná sér í fé til
stofnunar fyrirtækja með þessum
hætti en stuðninginn á bak við fjár-
magnið vanti. „Bankarnir hafa sumir
hverjir sagt að þeir séu ekki í ný-
sköpunarstarfsemi. En tölurnar sem
við sjáum benda til annars. Það eru í
rauninni viðskiptabankarnir sem eru
að fjármagna þetta, án þess að bjóða
upp á neina þjónustu. Þetta er
vandamál sem frumkvöðlastarfsemi
á Íslandi stendur frammi fyrir.
Stærstur hluti af fjármagninu er
nokkurs konar munaðarlaust fjár-
magn. Það fylgja því engin foreldra-
ráð.“
Einn skóli er ekki nóg
Líklegt er að 500 manns útskrifist úr grunn-
námi í viðskiptatengdu námi árlega áður en
langt um líður. Að mati Agnars Hanssonar,
forseta viðskiptadeildar Háskólans í Reykja-
vík, þarf íslenskt menntakerfi að taka sig á til
að geta brugðist við þessum fjölda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Fjármagnið sem kemur inn í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi kemur að stærstum
hluta frá vinum og vandamönnum, en ekki frá skipulögðum fjárfestingarsjóðum.
Það fylgja því engin foreldraráð,“ segir Agnar.
ÍSLENSKA skókeðjan ASTA sem
er í eigu Noris Gruppen A/S er
stærsti söluaðili fyrir Diesel-skó í
Noregi. ASTA hefur verið valin í hóp
fimm fyrirtækja til að taka þátt í
markaðsherferð sem Oslo City,
stærsta verslunarmiðstöð Óslóborg-
ar, stendur fyrir. Auk ASTA munu
Vera Moda, Selected, Marlboro
Classic og Voice of Europe taka þátt í
herferðinni.
Verðmæti herferðarinnar, sem
standa mun í mánuð, er um 30 millj-
ónir íslenskra króna. Auglýst verður í
dagblöðum, strætisvagnaskýlum og
sporvögnum.
Skóverslanir ASTA eru sjö talsins,
fimm í Ósló og tvær í Stavangri. Noris
gruppen A/S er alfarið í eigu Íslend-
inga. Fyrirtækið var stofnað árið 2001
af þeim Gunnari Birni Gunnarssyni
og Sigurði Róbertssyni.
Að sögn Sverris Rafnssonar, sem
nýverið bættist í hóp eigenda, er verið
að auka hlutafé fyrirtækisins um
þessar mundir og vinna að frekari
stækkun þess. Sverrir segist telja lík-
legt að fyrirtækið opni verslun í Sví-
þjóð eftir um það bil ár. Eftir það sé
ætlunin að opna verslanir í Þýska-
landi og í Danmörku. Hann segir ekki
standa til að opna skóverslun undir
merkjum ASTA á Íslandi.
Stefnt er að opnun fjögurra versl-
ana til viðbótar í Ósló í Noregi á þessu
ári áður en útrás hefst til annarra
landa.
ASTA-skóverslanirnar í Noregi verða orðnar ellefu áður en árið er liðið.
Íslensk skókeðja stærsti
seljandi Diesel í Noregi
ASTA-skókeðjan valin í 30 milljóna markaðsherferð í Ósló
LÁNSTRAUST hf. hyggst á
næstunni taka í gagnið nýtt upplýs-
ingakerfi sem ætlað er að gefa fyr-
irtækjum kost á að nálgast áður óað-
gengilegar upplýsingar um skilvísi
viðskiptamanna. Í tilkynningu frá
Lánstrausti segir að með nýja kerf-
inu, sem hlotið hefur nafnið
Greiðsluhegðunarkerfi Lánstrausts
hf., geti fyrirtæki aukið öryggi í við-
skiptum með betri áhættuflokkun
viðskiptamanna, bættu sjóðstreymi
og náð fram sparnaði við innheimtu.
Fyrstu samningar við fyrirtæki um
þátttöku í Greiðsluhegðunarkefinu
voru undirritaðir 7. apríl síðastlið-
inn.
Greiðsluhegðunarkerfi Láns-
traust er að miklu leyti hannað að
erlendri fyrirmynd. Segir í tilkynn-
ingu Lánstrausts að kerfi sem þessi
hafi verið til um þónokkurt skeið í
helstu viðskiptalöndum Íslands.
Persónuvernd gaf skilyrt leyfi
fyrir starfrækslu kerfisins síðastlið-
ið haust.
Styrmir Guðmundsson, ráðgjafi
hjá Lánstrausti, segir að kerfið safni
saman upplýsingum um greiðslu-
hegðun lögaðila hjá þeim fyrirtækj-
um sem í kerfinu eru og miðlar þeim
síðan til þessara sömu fyrirtækja.
„Þannig fá þátttakendur endur-
gjaldslausan aðgang að sambæri-
legum upplýsingum frá öðrum þátt-
takendum innan kerfisins, en vert er
að taka fram að einungis er um að
ræða upplýsingar um greiddar kröf-
ur, ekki vanskil, segir Styrmir.
Hann segir að kerfið veiti fyrir-
tækjum aðgang að upplýsingum um
skilvísi viðskiptamanna, bæði þeirra
sem séu þegar í viðskiptum og nýrra
viðskiptamanna. Greiðsluhegðun
fyrirtækis sé sýnd með samanburði
við sambærileg fyrirtæki. Einnig sé
stuðst við upplýsingar frá mismun-
andi tímabilum svo að hægt sé að
meta hvort greiðslugeta viðkomandi
fyrirtækis fari batnandi eða versn-
andi. Þá segir Styrmir að þátttak-
endur geti séð hvort innheimta
þeirra sé hugsanlega lakari en ann-
arra þátttakenda og hvort viðskipta-
vinir þeirra greiði öðrum fyrirtækj-
um hugsanlega fyrr eða síðar.
Nýtt upplýsingakerfi
hjá Lánstrausti