Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 C 9 Ferðamálafulltrúi Staða ferðamálafulltrúa í Kelduneshreppi, Öxarfjarðarhreppi og Raufarhafnarhreppi er laus til umsóknar. Um er að ræða nýtt starf á svæði þar sem ferðaþjónusta fer ört vaxandi í nálægð við nátt- úruperlur í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og á Melrakkasléttu. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og skapandi, þarf að eiga auðvelt að vinna með öðrum. Starfið felst í að móta framtíðarsýn fyrir svæði sem er nánast óplægður akur hvað varðar ferðaþjónustu, móta stefnu í ferðamál- um í samstarfi við heimamenn og svo kynn- ingu á svæðinu út á við. Háskólanám í ferða- málafræðum eða viðskiptafræðigreinum er æskilegt, sem og einhver þekking á því svæði sem hér um ræðir (frá Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi í vestri að Ormarsá á Melrakkaléttu í austri). Til að byrja með er starfið hugsað sem fullt starf frá maí og fram á haust en viðkom- andi hefur alla möguleika á að útvíkka starfið í samstarfi við sveitarstjórnir. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við sveitarstjóra Öxarfjarðarhrepps (465 2188, 860 2188), Kelduneshrepps (465 2199) og Raufar- hafnarhrepps (465 1199) eða sendi umsókn á skrifstofu Öxarfjarðarhrepps, Bakkagötu 10, 670 Kópaskeri. Umsóknarfrestur er til 12. maí 2003. LAUS STÖRF • Kennara á yngsta stig í Kársnesskóla • Kennara á miðstig í Kársnesskóla • Kennara á elsta stig í Kársnesskóla • Tónmenntakennara á yngsta stigi í Snælandsskóla • Umsjónarkennara á unglingastigi í Snælandsskóla • Námsráðgjafa í Digranesskóla • Deildarstjóra og leikskólakennara í Leikskólanum Álfatúni • Leikskólakennara í Leikskólanum Dal • Leikskólakennara í Leikskólanum Efstahjalla • Deildarstjóra og leikskólakennara í Leikskólanum Fífusölum • Leikskólakennara í Leikskólanum Smárahvammi Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Heilbrigðisstofnun Þingeyinga auglýsir hér með starf sjúkraþjálfara laust til umsóknar. Um er að ræða starf sem er 50% starf við stofnunina og 50% sem sjálf- stætt starfandi sjúkraþjálfari, eða eftir nánara samkomulagi. Starfið er laust frá 15. maí nk. Umsóknir skulu berast til framkvæmdastjóra HÞ, Friðfinns Hermannssonar, Auðbrekku 4, 640 Húsavík eða í netpósti á netfangið fridfinn- ur@heilhus.is . Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðu- blöð. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2003. Starfið felst í því að sinna sjúkraþjálfun við HÞ í 50% starfi og að vera sjálfstæður sjúkraþjálf- ari í 50% starfi. Þessum hlutföllum má þó breyta ef sérstakar óskir eru fyrir því. Laun við HÞ eru samkvæmt samningi Fjármála- ráðuneytisins við Stéttarfélag sjúkraþjálfara og stofnanasamningi HÞ við sama félag. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri ásamt Regínu Sigurðardóttur, fjármálastjóra, regina@heilhus.is , Sveinbirni Sigurðssyni, sjúkraþjálfara, sveinbjornsig@heilhus.is og Ásgeiri Böðvarssyni, yfirlækni, asgeir- @heilhus.is . Síminn er 464 0500. Aðal starfstöð verður á Húsavík. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri HÞ. Stöðvarhreppur Tónlistarskólastjóri Stöðvarhreppur auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Stöðvar- fjarðar frá og með 1. ágúst nk. Á Stöðvarfirði er rekinn þróttmikill tónlistarskóli með áherslu á fjölbreytt tónlistarnám. Nem- endafjöldi undanfarin ár hefur verið 40—55. Organisti Staða organista og kórstjóra fyrir Stöðvar- og Heydalasóknir er einnig laus til umsóknar frá 1. ágúst eða fyrr. Organisti stjórnar einnig Samkór Suðurfjarða sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir þróttmiklu kórstarfi á Suður- fjörðum Austfjarða og m.a. gefið út geisladisk. Organistastaðan er u.þ.b. 50% starf. Stöðurnar eru lausar til umsóknar hvor í sínu lagi eða báðar saman. Upplýsingar veitir Bjartur Logi Guðnason tón- listarskólastjóri í síma 475 8875/699 8871 eða Einar Garðar Hjaltason sveitarstjóri í síma 475 8890/863 0348. Bókari Aðstoðarmaður fjármálastjóra Stórt og öflugt framleiðslufyrirtæki óskar eftir að ráða bókara til starfa. Starfið felst í almenn- um bókhaldsstörfum og skilum á bókhaldi til endurskoðanda, gerð VSK skýrslna, umsjón verkbókhalds og aðstoð við milli og ársuppgjör ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við fjármálastjóra. Á næstunni stendur til að innleiða nýtt upplýsingakerfi og er því kostur að viðkomandi hafi reynslu af slíku. Hæfnis og menntunarkröfur ● Viðskiptafræði eða sambærilegt menntun eða mikil reynsla í bókhaldssstörfum. ● Þekking og reynsla af Navision ● Áhugi og þekking á nýtingu upplýsingar- tækni sem stjórntæki ● Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubr- ögð ● Samstarfshæfni Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu, frábæran vinnuanda í metnaðarfullu og vaxandi fyrirtæki sem er eitt hið framsæknasta í sinni atvinnu- grein. Öllum umsóknum verður svarað og full- um trúnaði er heitið. Umsóknum skal skila á auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. maí nk. merkt: „Bókari E-2003" Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarkennari Tónmenntaskólinn óskar eftir að ráða tón- menntakennara (tónlistarkennara) frá 1. september nk. fyrir skólaárið 2003— 2004. Um er að ræða eina til tvær stöður eða hlutastöður. Kennslusvið nær frá forskóla- kennslu 6 og 7 ára barna til hópkennslu nem- enda á aldrinum 8—15 ára, en þar er um að ræða samþætta kennslu í tónfræði, tón- heyrn, hlustun, sköpun o.fl. Tónmenntaskóli Reykjavíkur er einn af elstu tónlistarskólum landsins, stofnaður 1952, og er til húsa við Lindargötu. Kennsluaðstaða er góð og tækjakostur mjög góður. Þeir, sem áhuga hafa á þessu starfi, vinsam- lega sendi skriflega umsókn, þar sem fram koma persónulegar upplýsingar og upplýsing- ar um menntun og kennsluferil. Meðmæli óskast. Umsóknir sendist augldeild Mbl. fyrir 12. maí, merktar: „Tónlistarkennsla — 13589.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.