Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 B 3
BAYERN München endurtók á laugardaginn afrek sitt frá
árinu 1973 þegar félagið tryggði sér þýska meistaratitilinn í
knattspyrnu í 18. skipti þó að það ætti enn fjórum leikjum
ólokið. Bayern sigraði Wolfsburg á laugardaginn, 2:0, á úti-
velli og náði 13 stiga forskoti þar sem bæði Stuttgart og Dort-
mund urðu að sætta sig við jafntefli í sínum leikjum. Stuttgart
heima gegn Hansa Rostock, 1:1, og Dortmund úti gegn 1860
München, 0:0.
Það voru Giovane Elber og Claudio Pizarro sem skoruðu
mörk Bayern á laugardaginn.
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, sagðist ekki hafa átt von
á því að titillinn yrði í höfn á þessum degi. „Við bjuggumst við
því að geta sigrað hér í Wolfsburg en reiknuðum ekki með því
að Stuttgart myndi misstíga sig gegn Rostock. Við erum afar
ánægðir með að vera þegar komnir með titilinn í hendurnar,
enda hefur frammistaða liðsins í vetur verið frábær. Það
hafði líka mikið fyrir okkur að segja í dag að vera aftur með
Michael Ballack í okkar liði,“ sagði Hitzfeld.
Uli Höness, framkvæmdastjóri Bayern, sagði að ástæða
þess að liðið hefði lokið deildakeppninni með þessum glæsi-
brag væri sú að það féll snemma út í Meistaradeild Evrópu í
vetur. „Vinir okkar í Real Madrid mega gæta sín, FC Bayern
er komið á sigurbraut á ný,“ sagði Höness eftir leikinn í
Wolfsburg og gaf þar með tóninn fyrir Meistaradeildina
næsta vetur.
Hertha Berlín sækir nú hart að Stuttgart og Dortmund í
baráttunni um annað og þriðja sætið. Hertha vann Hannover,
2:0, en Eyjólfur Sverrisson var ekki í leikmannahópi liðsins.
Bochum vann góðan útisigur á Schalke, 2:1, og komst þar
með sex stigum frá fallsæti. Þórður Guðjónsson kom inn á
sem varamaður á 67. mínútu hjá Bochum.
Bayern meistari á
sama hátt og 1973
Reuters
Oliver Kahn, fyrirliði Bayern, og Michael
Ballack fagna meistaratitlinum.
ELVAR Guðmundsson, hand-
knattleiksmarkvörður sem
leikur með Ajax/Farum í
Danmörku, hefur verið leigð-
ur til spænska 1. deildar liðs-
ins Barakaldo út leiktíðina á
Spáni en rúmur mánuður er
eftir af deildarkeppninni þar
í landi.
Ajax/Farum komst ekki í
fjögurra liða úrslitin um
danska meistaratitilinn og
því er keppnistímabilinu í
Danmörku lokið hjá Elvari,
sem þykir hafa staðið sig vel
með Ajax/Farum í vetur.
Var hann m.a. valinn í und-
irbúningshóp íslenska lands-
liðsins fyrir heimsmeist-
arakeppnina í Portúgal, en
datt út úr hópnum á loka-
sprettinum.
Barakaldo er í næstneðsta
sæti spænsku 1. deildarinnar
og á í harðri baráttu um að
halda sæti sínu í deildinni.
Mikið er um það þessa
dagana að leikmenn danskra
handknattleiksliða, sem ekki
eru í hópi fjögurra efstu, séu
leigðir til liða á Spáni, eink-
um til þeirra sem standa
höllum fæti.
Meðal annars reyndi Bida-
soa, sem Heiðmar Felixson
er hjá, að fá Bo Stage, sem
eitt sinn lék með KA, til liðs
við sig. Stage, sem leikur
með Team Helsinge, afþakk-
aði tilboðið. Bidasoa er í
fjórða neðsta sæti 1. deildar
á Spáni og leitar nú allra
leiða til þess að fá örvhentan
leikmann til þess að fylla
skarð Heiðmars sem meidd-
ist illa í nára fyrir um mán-
uði og leikur vart meira á
leiðtíðinni.
Elvar leigður til Spánar
leikmaður ÍR, eftir sigurinn á gömlu félögunum í Val
Morgunblaðið/Árni Torfason
Júlíus Jónasson og lærisveinar hans hjá ÍR höfðu ástæðu til að fagna í gær – þeir leika til úrslita um meistaratitilinn við Hauka.
Hreiðar
til Breiða-
bliks
HREIÐAR Bjarnason gekk
um helgina til liðs við 1.
deildar lið Breiðabliks í
knattspyrnu en hann hefur
leikið með Fylki und-
anfarin tvö ár. Hreiðar,
sem verður þrítugur eftir
mánuð, lék um árabil með
Breiðabliki og á að baki 54
leiki með félaginu í efstu
deild. Hann meiddist illa
fyrir rúmu ári og spilaði
aðeins sex leiki með Fylk-
ismönnum í úrvalsdeildinni
í fyrra og lék með þeim 21
leik í deildinni. Hreiðar
spilaði þrjá A-landsleiki á
árunum 2000 og 2001,
gegn Möltu, Indlandi og
Chile.
ÖLL úrslit féllu Real Madrid í hag
í spænsku knattspyrnunni um
helgina. Sjálfir unnu meistararnir
góðan útisigur á Sevilla, 3:1, þar
sem kóngurinn, Zinedine Zidane,
skoraði mark og lagði annað upp
fyrir varnarjaxlinn Ivan Helguera,
og báðir keppinautar þeirra biðu
lægri hlut. Deportivo La Coruna
steinlá fyrir heimamönnum á sól-
areynni Mallorca, 3:0, og erki-
fjendurnir í Barcelona gerðu þeim
stóran greiða með því að leggja
Real Sociedad að velli á Nou
Camp, 2:1. Þar skoruðu Javier
Saviola og Patrick Kluivert á
fyrstu 25 mínútum leiksins en hinn
tyrkneski Nihat Kahveci lagaði
stöðuna fyrir Baskaliðið skömmu
fyrir leikslok.
Með þessum úrslitum er Barce-
lona aðeins tveimur stigum frá
sjötta sæti deildarinnar og eygir á
ný möguleika á að komast í Evr-
ópukeppni næsta vetur, en til
skamms tíma var útlit fyrir að það
tækist ekki.
Real Madrid er nú komið með
fjögurra stiga forskot á bæði La
Coruna og Real Sociedad og það
er ólíklegt að stórveldið gefi það
eftir á lokasprettinum. Þó eru enn
eftir sjö umferðir af spænsku
deildakeppninni.
Allt var
Real
Madrid í
haginn
GEIR Sveinsson þjálfari Vals var
eins og gefur að skilja daufur í dálk-
inn þegar Morgunblaðið spjallaði
við hann eftir ósigurinn á móti ÍR-
ingum í Austurbergi í gær. „Ég vil
meina að við höfum kastað frá okkur
leiknum að tvennu leyti. Í fyrsta lagi
misnotuðum við allt of mikið af
dauðafærum í leiknum og við spil-
uðum illa í stöðunni sex á móti
fimm. Þessir þættir voru okkur
mjög dýrir og ég verð að segja að
vel flest vafaatriðin í leiknum féllu
með ÍR-ingum og þessi síðasti
brottrekstur Markúsar var fárán-
legur dómur,“ sagði Geir við Morg-
unblaðið.
Geir sagði að það hefði auðvitað
skipt miklu máli í leikjunum við ÍR
að Roland Eradze náði sér ekki á
strik. „Ég get ekki kvartað yfir því
að strákarnir hafi ekki lagt sig fram.
Ég er stoltur af þeim en auðvitað
vildum við komast í úrslitin líkt og í
fyrra. Það kom berlega í ljós í leikj-
unum við ÍR að breiddin var meiri
hjá þeim en okkur. Það munar mjög
miklu þegar þú ert kominn svona
langt. Við getum samt verið ánægð-
ir að vera með eitt af fjórum bestu
liðum landsins.“
Spurður út í framgöngu andstæð-
inganna sagði Geir: „ÍR-liðið er að
mínu mati frábært lið. Júlli er að
gera frábæra hluti með það og ég er
mjög glaður fyrir hans hönd. Það er
þá alltént Valsmaður sem er í úrslit-
um sem þjálfari og það er ég mjög
ánægður með. Ég óska ÍR-ingum
innilega til hamingju og ég held að
þeir geti staðið uppi í hárinu á
Haukunum ef allt gengur upp hjá
þeim. Haukar eru með besta liðið á
pappírnum og þeir eiga samkvæmt
öllu að verða Íslandsmeistarar út
frá því en það getur hins vegar allt
gerst eins og dæmin hafa oft sann-
að.“
En ætlar Geir að halda áfram að
þjálfa Val? „Ég er á samningi en
ætli tíminn leiði það ekki í ljós hvað
verður. Maður er alltaf að hugsa
hvað sé skynsamlegast að gera í
stöðunni, hvað sé best fyrir liðið,
fyrir mig og félagið í heild,“ sagði
Geir.
„Alltént Valsmaður í úrslitum“